Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 8
Stefna þríflokkanna Þjóðviljinn lýkur hérmeð birtingu stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem við tekur í dag. Hér birtast kaflarnir um húsnæðismál, heilbrigðismál, fjölskyldu ogjafnrétti, umhverfismál, stjórnkerfi, framtíðog fyrstu aðferðir, en í gær birtist fyrri hluti 24 síðna stefnuyfirlýsingar stjórnarinnar. Húsnæðismál Fjárhagsgrundvöllur húsnæð- islánakerfisins verði treystur. Markmiðið er að það geti sjálft staðið undir skuldbindingum sín- um til lengri tíma litið. Þetta verði gert með breyttum útlána- reglum til að draga úr eftirspurn eftir lánum og með ríkisframlagi, einkum til hins félagslega kerfis. Uppbygging og fjármögnun fé- lagslega íbúðakerfisins verði endurskoðuð. Sett verði sérstök lagaákvæði um kaupleiguíbúðir og fjármögn- un þeirra, samkvæmt sérstöku samkomulagi stjórnarflokkanna sem gert hefur verið. Þeim, sem lent hafa í greiðslu- erfiðleikum vegna öflunar íbúð- arhúsnæðis á undanförnum árum, gefist kostur á endurfjár- mögnun á lánum vegna öflunar eigin húsnæðis með vaxtakjörum húsnæðislánakerfisins. Hluti af ráðstöfunarfé Húsnæðisstofnun- ar gangi til þessara lána, en jafn- framt verði leitað samninga við viðkomandi lánastofnanir um kaup á skuldabréfum Byggingar- sjóðs ríkisins. Ráðgjafarþjónusta Húsnæðisstofnunarinnar meti umsóknir þeirra sem hér um ræðir. Áhersla verði lögð á fjármagn til íbúða fyrir aldraða og öryrkja í vernduðu þjónustuumhverfi og til stúdentagarða og annarra námsmannaíbúða. Gerð verður áætlun um um- bætur í húsnæðis- og vistunarmál- um aldraðra og fatlaðra. Samið verði um að afgreiðsla húsnæðislána geti farið fram í lánastofnunum. Markmið húsnæðislánakerfis- ins er að fullnægja eðlilegri lána- þörf og að greiðslubyrði fjöl- skyldna vegna húsnæðisöflunar verði ekki óeðlilega mikill hluti ráðstöfunartekna. Fjölskyldu- og jafnréttismál Unnið verður að því að treysta stöðu fjölskyldunnar með markvissri fjölskyldustefnu, fyrst og fremst með velferð barna fyrir augum. Isamráði við aðila vinnumark- aðarins og sveitarfélögin verður unnið að því að tekið verði meira tillit til þarfa fjölskyldunnar og þess að foreldrar beri jafna ábyrgð á börnum ’sínum, meðal annars með sveigjanlegum og styttri vinnutíma og bættri dag- vistarþjónustu. Átak verður gert til að koma á jafnrétti kvenna og karla með sérstakri áherslu á launajafnrétti. Störf kvenna hjá hinu opinbera verði endurmetin. Við þetta endurmat verði m.a. tekið tillit til mikilvægis umönnunar- og að- hlynningarstarfa og starfsreynslu á heimilum. Launastefna ríkisins sem aðila að kjarasamningum miði að því að bæta kjör hinna tekjulægstu og að endurmeta störf kvenna og stuðla að jafnrétti í launakjörum og hlunnindagreiðslum hjá rík- inu; jafnframt verði kannað hvernig unnt er að gefa foreldr- um færi á að fá launalaust leyfi vegna umönnunar barna þegar sérstaklega stendur á. Unnið verður samkvæmt fram- kvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. í skatta- og lífeyrismálum og almannatryggingum verður tekið meira tillit til heimavinnandi fólks. Fyrirkomulag dagvistunar barna og tilhögun greiðslna fyrir hana verður athugað. í því sam- bandi verður litið á þátt barna- bóta og hvernig þær geti stuðlað að auknum samvistum barna og foreldra. Lokið verði endurskoðun framfærslulaga. Aðstaða aldraðra og fatlaðra verður bætt og unnið að því að tryggja þeim jafnrétti í þjóðfé- laginu. Áætlun verði gerð í samráði við sveitarfélög um átak til að bæta heimilisþjónustu og vistun- araðstöðu fyrir aldraða og fatl- aða. Starfsemi Framkvæmdasjóðs fatlaðra verði styrkt samkvæmt fjögurra ára áætlun um fram- kvæmdir og fjármögnun þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu sambýla fyrir fatl- aða og verndaða vinnustaði. Heilbrigðismál Fjárhagslegt skipulag heilbrigðisþjónustu og sjúkra- trygginga verður tekið til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir aukum að nýta sem best þá fjármuni sem varið er til þess- ara mála. Meðal annars verður verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðis- þjónustu endurskoðuð. Mikilvægir þættir í heilbrigðis- stefnunni eru; Auknar forvarnir, heilsuvernd og sjúkdómaleit til að stemma stigu við sjúkdómum og slysum, svo og fræðslustarf um ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu. Stefnt verði að því að nýta nýj- ustu tækni og framfarir í vísind- um til að efla sérhæfðar lækning- ar. Ákvarðanir um áherslur bygg- ist á mati á líklegri þróun og fram- tíðarhorfum í heilbrigðis- og heilsufarsmálum. Lög verði endurskoðuð með hiiðsjón af stefnu í heilsuverndar- málum, sem sett er fram í ís- lenskri heilbrigðisáætlun, með forvarnarstarf að meginmark- miði. Samræmdar verði aðgerðir stjórnvalda til að auðvelda fram- kvæmd neyslu- og manneldis- stefnu með heilbrigði lands- manna að leiðarljósi. Leitað verði leiða til að lækka lyfjakostnað í heilbrigðiskerfinu. Verðlagning á lyfjum verði end- urskoðuð í því skyni að lækka verð þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ávana- og fíkniefna- varnir. Samstarfsnefnd þeirra ráðuneyta, sem ávana- og fíkni- efnamál heyra undir, samræmi og efli aðgerðir á þessu sviði, meðal annars með aukinni Iöggæslu en Einbýli - byggingarréttur Höfum til sölu lítið einbýlishús á hornlóð við Hlíðarveg í Kópavogi ásamt bílskúr og lóð sem er tæpir 600 m2. Byggingarréttur. Teikningar á skrifstofunni. Eignaþjónustan Hverfisgötu 98, sími 26650. DJOOVIIJINN Hffl Iíminn 68 J8 66 68 63 00 Blaðburður er og borgar sig. Vantar blaðbera til sumar- afleysinga víðs vegar um bæinn Síðumúla 6 0 68 13 33 fyrst og fremst með auknu fræðslu- og uppeldisstarfi. Umhverfismál Ríkisstjórnin mun samræma aðgerðir stjórnvalda að umhverf- isvernd og mengunarvörnum, meðal annars með eftirfarandi hætti: Sett verða almenn lög um um- hverfismál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti. Gerð verður áætlun um nýt- ingu landsins sem miðar að því að endurheimta, varðveita og nýta landgæðin á hagkvæman hátt. Ríkisjarðir verða nýttar til úti- vistar, skógræktar og orlofsdval- ar fyrir almenning þar sem því verður við komið. Skógrækt, landgræðsla og gróðurvernd verða aukin í sam- vinnu ríkis, sveitarfélaga og frjálsra samtaka. Umhverfisáhrif atvinnufyrir- tækja, svo sem í fiskeldi, verða könnuð og reglur settar til þess að koma í veg fyrir mengun frá þeim. Umhverfisáhrif atvinnufyrir- tækja, svo sem í fiskeldi, verða könnuð og reglur settar til þess að koma í veg fyrir mengun frá þeim. Við skipulag ferðamála verður þess gætt að hlífa viðkvæmum landsvæðum, svo að komið verði í veg fyrir umhverfisspjöll. Fræðsla um náttúruvernd og umhverfismál verður aukin. Eftirlit með losun hættulegra efna verði bætt. Athugað verði hvernig auka megi endurvinnslu á úrgangi. Strangara eftirlit verður haft með efnanotkun við matvæla- framleiðslu og í innfluttri neyslu- vöru. Stjórnkerfisbreytingar Ríkisstjórnin mun vinna að umbótum á stjórnkerfi hins opin- bera til þess að gera það virkara: Ríkisstjórnin mun leggja fyrir alþingi frumvarp að nýjum lögum um Stjórnarráð íslands ásamt drögum að nýrri reglugerð um verkaskiptingu ráðuneyta. Kosningalög verði endur- skoðuð. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir heildarendurskoðun dóms- málaskipunar er feli í sér að- skilnað dómsstarfa og stjórn- sýslustarfa. Sett verður almenn stjórn- sýslulöggjöf, er tryggi vandaða og óhlutdræga málsmeðferð í op- inberri stjórnsýslu. Hreyfanleiki milli embætta innan stjórnkerfisins verði aukinn og æviráðning embættis- manna afnumin. Undirbúin verði lagasetning um hagsmunaá- rekstra, að undangenginni sérs- takri athugun. Framtíðarsýn Á vegum forsætisráðuneytisins verður unnið áfram að könnun á þróun íslensks samfélags fram yfir aldamót og niðurstöðurnar hagnýttar við mótun langtíma- stefnu um þróun íslensks þjóðfé- lags og stöðu íslendinga meðal þjóða. Áhersla verður lögð á langtím- asjónarmið í sambúð þjóðarinnar við landið, gögn þess og gæði, og í samskiptum við aðrar þjóðir. Tillt verður tekið til þessara sjón- armiða við áætlanagerð og á- kvarðanir frá ári til árs um opin- bera þjónustu og framkvæmdir. Ríkisstjórnin telur slíkar lang- tímaathuganir mikilvægar til þess að búa þjóðina undir viðfangs- efni framtíðarinnar. Fyrstu aðgerðir Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar- innar miða að því að koma á betra jafnvægi í efnahagsmálum og að stuðla að auknum jöfnuði í lífskjörum. Aðgerðir í fjármálum og peningamálum Horfur um verðbólgu og við- skiptahalla hafa versnað að und- anförnu. Verðbólga hefur færst í aukana á ný og útlit er fyrir veru- legan halla á viðskiptum við út- lönd. Þetta má rekja til hækkunar þjóðarútgjalda umfram þjóðar- tekjur, sem stafar meðal annars af því, að kaupmáttur tekna hef- ur aukist mikið á árinu. Á sama tíma er mikill halli á ríkissjóði og hætta á óhóflegri útlánaaukningu í bankakerfinu. Ríkisstjórnin hefur því ákveð- ið að grípa til aðgerða í fjármál- um og peningamálum til að hamla gegn verðbólgu og jafnvægisleysi, treysta gengi krónunnar og eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur í efnahagsmálum að undanförnu. Ráðstafanir þessar munu draga úr halla á rík- issjóði á þessu ári og enn frekar á því næsta. Jafnframt verður hamlað gegn erlendum lántökum og útlánaþenslu í bankakerfinu. Aðgerðir í ríkisfjármálum eru fjórþættar: í fyrsta lagi er undanþágum frá söluskatti fækkað og tekinn upp sérstakur söluskattur með lægra hlutfalli (10%) af matvælum - öðrum en kjöti, fiski, mjólk, ferskum ávöxtum og grænmeti - og nokkrum greinum þjónustu, svo sem lögfræðiþjónustu, fast- eignasölu, endurskoðunarþjón- ustu, bókhaldsþjónustu og þjón- ustu verkfræðinga, arkitektao.fi. Auk þess að styrkja stöðu ríkis- sjóðs á næstunni er þessi fækkun unanþága áfangi í átt til endur- bætts kerfis óbeinnar skatt- heimtu með lægra skatthlutfalli á breiðari álagningarstofn. Fækk- un undanþága mun einnig auðvelda eftirlit og bæta inn- heimtu. í öðru lagi verður sérstakt gjald lagt á bifreiðar eftir þyngd, 4 kr., á kg á ári. Á þessu ári verð- urinnheimthálftbifreiðagjald. Á næsta ári áformar ríkisstjórnin að fella niður smærri gjöld sem nú eru lögð á bifreiðar. í þriðja lagi verður innheimtur viðbótarskattur af innfluttu kjarnfóðri, 4 kr. á kg. í fjórða lagi verður ríkisá- byrgðargjald hækkað og lagt lántökugjald á erlend lán. Ábyrgðar- og lántökugjöldin skila ríkissjóði nokkrum tekjum en tilgangurinn er einkum að draga úr erlendum lántökum. Þessi gjöld eru því einnig þáttur í peningamálastefnu. Áætlað er að þessar aðgerðir muni skila ríkissjóði tæpum milljarði któna á þessu ári. Þær eru því stórt skref í þá átt að jafna hallann á ríkissjóði. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.