Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 11
mÖRFRÉTTIRi
30 manns
að minnsta kosti létu lífið í gær
þegar bensínflutningabíll með
fullfermi ók inní veitingahús í
bænum Herborn í Vestur-
Þýskalandi og sprakk. Hitinn var
svo óskaplegur að gasleiðslur í
átta nærliggjandi húsum sprungu
og eyðilögðust þrjú þeirra ger-
samlega. Lögregluyfirvöld lýstu
þegar í stað yfir neyðarástandi í
bænum.
Útburðum
hefur fjölgað mjög í Líbanon á
síðustu þrem mánuðum að sögn
yfirmanna íslamskrar stofnunar
fyrir munaðarlaus börn. í apríl,
maí og júní fundust 17 yfirgefin
kornabörn á víðavangi í landinu,
sumum hafði verið varpað á rusl-
ahauga. „Aukningin bendir til
þess að siðferðiskennd fólks fari
mjög hrakandi samfara mikilli fá-
tækt og ólýsanlegum hörmung-
um margra fjölskyldna," segir í
yfirlýsingu frá stofnuninni.
Sænsk hommapör
geta nú fengiö sama afslátt og
hinsegin þör fljúgi þeir innan-
lands á vegum Linjeflyg flugfé-
lagsins. Þar með er öllum sam-
býlisformum gert jafnhátt undir
höföi svo fremi þau „beri ein-
hvern keim af hjónabandi" að
sögn talsmanns fyrirtækisins.
Nýlega voru sett lög í Svíþjóð
sem leggja blátt bann við allri
mismunun vegna kynferðis, litar-
háttar eða þjóðernis.
ERLENDAR FRETTIR
Jegor Ligachef
heitir annar valdamesti maöurinn
í Kreml. Hann hefur yfirumsjón
með hverskyns „hugmynda-
fræði“ en þykir fremur af gamla
skólanum og kvað alls ekki vera
yfir sig hrifinn af allskyns ný-
sköpunarbralli Gorbatsjofs fé-
laga síns. í gær var birt ræða sem
hann flutti nýskeð. I henni kemur
fram að karl hefur auknar áhyggj-
ur af hnignun sovéskrar menn-
ingar og þykir einkum að bók-
menntir og listir fari varhluta af
réttum „kommúnískum anda“.
Hvetur hann menn óspart til að
vera á varðbergi svo „borgara-
leg, vestræn menning" skjóti ekki
djúpum rótum í gerskum hug-
myndaheimi.
Mannréttindabrot
aukast jafnt og þétt með ári
hverju í Rúmeníu. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu mannréttinda-
samtakanna Amnesty Internatio-
nal. Þar segir að fólk sé fangels-
að af minnsta tilefni, sæti alls-
kyns kárínum og gerræði
stjórnvalda án þess að geta
leitað réttar síns og að stjórnar-
andstæðingar og einstaklingar
sem vilji flytja af landi brott sæti
pyndingum. í skýrslunni eru
nefnd fjölmörg dæmi. Til dæmis
var karlmaður læstur bak við lás
og slá í átta mánuði fyrir að reyna
að flytja flogaveikan son sinn til
Vestur-Þýskalands í læknismeð-
ferð án þess að leita leyfis yfir-
valda.
Kirkjunnar þjónar
og íbúar hverfis eins í hollensku
borginni Rotterdam hafa mót-
mælt hástöfum þeim ásetningi
borgaryfirvalda að varpa miklu
magni af efnamengaðri mold í
kirkjugarð einn í borginni. En
ráðamenn skella skollaeyrum við
tilmælum fólksins og hyggjast
halda sínu striki.
Tjernóbýlslysið
Yfiimenn sóttir
til saka
ígœr hófust í menningarmiðstöð Tjern-
óbýl réttarhöld í málum sexfyrrum og
núverandi yfirmanna kjarnaversins á
staðnum
Fyrrum yfirmaður kjarnavers-
ins í Tjernóbýl, Viktor Bryuk-
hanof að nafni, vermir nú sak-
borningsbekk í menningarmið-
stöð þorpsins ásamt fimm fyrrum
samstarfsmönnum sínum. Þeim
er gefið að sök að hafa virt örygg-
isreglur að vettugi með því að
heimila tilraunir í verinu sem
mjög líklega hafa valdið slysinu
þann 26. apríl í fyrra. Ennfremur
þykir Bryukhanof hafa misnotað
vald sitt um skör fram. Allir utan
einn sexmenninganna eiga yfir
höfði sér tíu ára fangelsisdóm,
verði þeir fundnir sekir.
Skýrsla rannsóknarnefndar
stjórnvalda var lesin upp í
heyranda hljóði við upphaf mál-
aferlanna í gær. Þar kennir
margra grasa en hvað svæsnast
þykir að yfirmennirnir létu á sín-
um tíma undir höfuð leggjast að
láta verkamenn versins og íbúa í
nágrenninu vita af því sem orðið
var. 36 klukkustundir liðu áður
en gefin var út tilkynning um slys-
ið.
Allir ákærðu neituðu sakargift-
um utan annar vélstjórinn Anat-
oly Dyatlof sem brast í grát og
sagðist ekki geta neitað allri
ábyrgð á slysinu sem orðið hefði
svo mörgum að bana.
Alkunna er að 31 maður hefur
látist af völdum slyssins og yfir
200 hafa veikst alvarlega. 135
þúsund manns urðu að yfirgefa
31 maður lést af völdum Tjernóbýlslyssins. Þar á meðal eru nokkrir þeirra
slökkviliðsmanna er réðu niðurlögum eldanna í verinu. Á myndinni sjást kol-
legar votta þeim hinstu virðingu.
heimili sín og mikið tjón varð vítt
og breitt um Evrópu sökum
geislunar.
-ks.
Indland
Hryðjuverk á
hryðjuverk ofan
Skálmöld ríkir nú í Punjab og
Haryanafylkjum á norðan-
verðu Indlandi. I þrígang á tæp-
um sólarhring hafa hryðjuverka-
menn úr röðum aðskilnaðarsinn-
aðra sikha ráðist á strætisvagna
og myrt alla hindúa sem fundust
innanborðs.
Á mánudagskvöld sátu sex
byssumenn fyrir strætisvagni í
Punjab, neyddu ökumanninn til
að nema staðar og ruddust inn.
Þeir óku vagninum á afvikinn
stað, tóku sér stöðu í báðum
endum og hófu vélbyssuskothríð
á farþegana.
38 manns lágu í valnum, þar á
meðal 11 konur og þrjú börn.
Einn morðingjanna beið bana er
hann varð óvart fyrir skoti eins
félaga sinna. Lík hans fannst
skömmu síðar í yfirgefinni bifreið
steinsnar frá vígvellinum.
Þetta er versta hryðjuverk
öfgamanna úr röðum sikha frá
því óöldin hófst í Punjab. Á líki
dauða hryðjuverkamannsins
fannst miði með áletrun á móð-
urtungu sikha þar sem fram kom
að vígin væru framin til að hefna
fyrir meint morð lögregluyfir-
valda í Punjab á ungmennum í
héraðinu. Lögreglustjóri Punjab,
Julio Ribeiro, vísaði þeim ásök-
unum algerlega á bug.
En ekki þótti nóg að gert. í gær
lögðu sikhar tvisvar til atlögu á
ný, í þau skiptin í Haryanafylki
sem er nágrannafylki Punjab.
Hryðjuverkin voru framin á sama
hátt og í Punjab í fyrradag. Setið
var fyrir tveim strætisvögnum og
allir hindúar í hópi farþeganna
skotnir með köldu blóði, alls 34
menn. Lögreglan kveðst ekki
velkjast í neinum vafa um að
sömu samtök standi að baki
öllum þessum hryðjuverkum.
Hátt í 600 manns hafa verið
vegnir í Punjab og Haryanafylkj-
um það sem af er þessu ári. í fyrra
féllu 640 í Punjab þannig að ljóst
má vera að ríkisstjórn Rajivs
Gandhis hefur síður en svo orðið
nokkuð ágengt í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum sikha frá
því hún afnam heimastjórn í fylk-
inu í vor og tók stjórn þess í eigin
hendur.
-ks.
Vitnisburður Olivers Norths
Engin fyrinnæli frá Reagan
Bandarískir sjónvarpáhorfend-
ur fylgdust í gær spcnntir með
því er 43 ára gamall ofursti, Oli-
ver North að nafni, sat í fullum
skrúða frammi fyrir þingnefnd og
svaraði spurningum um hlutdeild
sína í Írans/Kontraskandalanum
margumtalaða og hvort Ronald
Reagan forseti Bandaríkjanna
hefði sjálfur haft hönd í bagga
með ólöglegum fjáraustri í
Kontraliðanna.
North var sýnilega hæstánægð-
ur með þá athygli er hann vakti í
gær og virtist ekki iðrast neins en
mál þetta hefur öðrum fremur átt
þátt í að rýja forsetann trausti um
öll heimsins ból.
Allir biðu spenntir eftir spurn-
ingunni sem nefndarmaðurinn
John Nields bar fram: „Hafði Re-
agan vitneskju um að gróðinn af
vopnasölunni til írans rann til
Kontraliða?“
North svaraði: „Ég ræddi
aldrei við forsetann um það hvort
ágóðanum af vopnasölunni til
írans ætti að verja til styrktar
andspymuhreyfingunni í Nicar-
agua. Ég vakti aldrei máls á þessu
við hann né vakti hann máls á því
við mig meðan ég vann í þj ónustu
Þjóðaröryggisráðsins. Ég stóð
allan tímann í þeirri meiningu að
forsetinn vissi hvað ég aðhafðist
og að yfirmenn mínir hjá Þjóðar-
öryggisráðinu gæfu honum reglu-
lega skýrslu."
En sama dag og North var rek-
inn úr þjónustu ráðsins, þann 25.
nóvember í fyrra, kvaðst hann
hafa átt orðastað við forsetann
sem þá hafi sagt við sig „ég vissi
það bara ekki,“ er Kontrastuðn-
ingin bar á góma.
North viðurkenndi að hafa
eyðilagt leyndarskjöl og breytt
öðrum þegar hann varð þess vís-
ari að rannsókn væri hafin í mál-
inu. En hann var hvergi banginn
og bætti við: „Ég fæ ekki séð að
nokkuð það er ég aðhafðist sem
starfsmaður Þjóðaröryggisráðs-
ins hafi brotið í bága við lög. Ég
taldi það ekki þá og ég tel það
ekki nú. Ef ekki þá hefði ég aldrei
gert það sem ég gerði.“
Vitað var með vissu að Reagan
hafði beðið með óþreyju eftir
framburði Norths en í gær lét
hann sem hann hefði ekki tíma til
að glápa á imbakassann því mikil-
vægar annir hafi steðjað að. Trúi
hver sem vill, en hitt er ljóst að
vitnisburður ofurstans var hon-
um mjög hagstæður og rennir
stoðum undir fyrri fullyrðingar
hans.
-ks.
Haiti
Verkfalli
lokið
Stjórnarandstœðingar
hyggjast þó ekki linna lát-
unumfyrr en stjórn her-
foringjans Namphys
hrökklast frá völdum
Enn er heitt í kolunum á Haiti
þótt leiðtogar 57 verkalýðsfé-
laga, stjórnmálasamtaka og
mannréttindahópa hafi lýst því
yfir í gær að allsherjaverkfallinu
væri lokið en allt athafnalíf í
landinu hefur verið lamað undan-
farna átta daga. Mótmælin að
undanförnu eiga, sem kunnugt
er, rætur að rekja til þess að ríkis-
stjórn herforingjans Namphys
hefur fært sig uppá skaftið. Hún
hefur meðal annars verið sökuð
um að standa í vegi fyrir lýðræð-
isþróun eftir áratuga harðstjórn
Duvalier feðga.
Snemma í gærmorgun kváðu
tuttugu námsmenn sér hljóðs í út-
varpi og lýstu því yfir að ef ríkis-
stjórnin segði ekki af sér strax
myndu þeir skipta liði seinna um
daginn og brenna sig í hel á þrem
stöðum í höfuðborginni Port-Au-
Prince, utan bandarísku og
frönsku sendiráðanna og frammi
fyrir þjóðhöllinni.
Á tilsettum tíma voru um 2000
mótmælendur samankomnir
frammi fyrir þjóðhöllinni en
brennumenn mættu hvergi. f
tvær klukkustundir stóðu menn
kyrrir í steikjandi hita og hróp-
uðu ókvæðisorð um ríkisstjórn-
ina en þvínæst hélt hver til síns
heima.
Þótt allsherjarverkfalli sé lokið
í bili heldur baráttan áfram að
sögn stjórnarandstöðuleiðtogans
Serge Gillis. Hann kvað andófs-
menn í engu hvika frá þeirri kröfu
sinni að stjórnin fari frá völdum
og á næstunni munu þeir efna til
kröfuganga og fjöldafunda til að
knýja fram vilja sinn. -ks.
I
þlÓÐVIUlNH
Mötuneyti - sumarafleysingar
Þjóöviljann vantar starfsmann til að sjá um létta máltíð í hádeginu næstu 6
vikurnar (sendill sér um innkaup). Vinnutími kl. 10-14. Upplýsingar gefur fram-
kvæmdastjóri í síma 681333.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11