Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Blaðsíða 5
■ AJtMM [ lok ferðar á Reykjavíkurflugvelli: Þórir Steingrímsson, Kristján Þ. Jónsson, Benóný Ásgrímsson og Hermann Sigurðsson. Mynd: GSv. Eftirlitsflug í skjóli nætur Þjóðviljinn íleitað veiðiþjófum með TF-SIF, þyrlu Landhelgisgœslunnar Flestir landsmenn eru sammála um nauðsyn þess að þjóðin hafí sína Landhelgisgæslu en færri gera sér ef til vill grein fyrir hvers eðlis þau störf eru sem hún þarf að sinna. Á milli þorskastríða fer minna fyrir störfum Landheigis- gæslunnar en þau eru ekki síður mikilvæg fyrir landsmenn. Við hvers konar leitir, eftirlit og öryggis- og hjálparstörf eru starfsmenn hennar ætíð reiðu- búnir að leggja sitt af mörkum. Þjóðviljinn átti þess kost að fylgjast með einni veiðieftirlits- ferð Landhelgisgæslunnar um sumarsólstöður. Þessi ferð var farin í skjóli nætur og verkefnið var að hafa eftirlit með veiðum í Vestur-Húnavatnssýslu,í Breiða- firði og í Faxaflóa. Áhöfn þyrl- unnar í þessari ferð samanstóð af þrautreyndum og vel þekktum mönnum fyrir störf sín hjá Land- helgisgæslunni. Flugstjórar voru þeir Benóný Ásgrímsson og Her- mann Sigurðsson en stýrimaður var Kristján Þ. Jónsson. Allir hafa þeir starfað hjá Gæslunni í yfir tuttugu ár. Með í förinni voru síðan veiðieftirlitsmennirnir Þór- ir Steingrímsson og Eiríkur Hreinn Helgason en þeir eru skipaðir af landbúnaðarráðun- eytinu og veiðimálastjóra sem eftirlitsmenn í Vestur-Húna- vatnssýslu. Hægt og hljótt Áður en lagt var af stað þurfti áhöfn þyrlunnar að ganga frá ýmsum hnútum varðandi flug- ferðina. Fagleg og hiklaus vinnu- brögð hennar við undirbúninginn vöktu athygli. Veður var eins og allir landsmenn vita, þ.a.e.s þeir sem hafa haldið sig heima við og ræktað garðinn sinn, hægt og hljótt. Benóný flugstjóri sýndi okkur áætlaða flugleið og við- komustaði þyrlunnar á stóru veggkorti áður lagt var af stað. Það var ekki laust við að undir- ritaður væri dálítið spenntur í höfuðstöðvum Landhelgisgæsl- unnar fyrir flugtak því aldrei hafði hann í þyrlu flogið. Þórir Steingrímsson sem starfar sem rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, en margir þekkja bet- ur sem leikara, var svo rólegur og yfirvegaður í fasi að mesti tauga- titringurinn hvarf. Eftir að allir höfðu komið sérfyrir í sætum TF- SIF og spennt sig niður, og heyrnartækin yfir eyrun, var ekk- ert að vanbúnaði að leggja í hann. Óskiljanlegur flaumur Mlðvikudagur 8. júlí 1987 tækniorða glumdi í eyrum og maður fór að velta því ósjálfrátt fyrir sér hvernig í ósköpunum mennirnir gátu munað þessa romsu. Eftir að þyrlan hóf sig í loftið og sveif yfir höfuðborgina klædda ljósaskrúði næturinnar, varð tilfinningalífið í ætt við fugl- ana og kvíðinn rann niður í Fax- aflóann. Fyrst var flogið sem leið lá vest- an Ákrafjalls og upp í Borgarf- jörðinn, eftir Norðurárdalnum, framhjá Baulu og yfir Holtavörð- uheiði. Síðan þvert yfir Vestur- Húnavatnssýsluna og til Blöndu- óss. Þar var lent á flugvellinum eftir 45 mínútna flug og Eiríkur Hreinn Helgason annar veiði- eftirlitsmannanna tekinn um borð. Ekki var laust við að tal- sverð spenna kæmi með Eiríki um borð því hann hafði á orði að eitthvað væri þessi eftirlitsferð þeirra málum blandin. Hvort þessi orð hans voru til þess að kitla ævintýraþrá okkar hinna vissi ég ekki en nú hófst alvaran. Lax- og silungsveiði Samkvæmt lögum frá 1970 er bannað að veiða lax og silung í sjó og í ósum frá 20. maí til 20. sept- ember ár hvert og ber skipuðum veiðieftirlitsmönnum að fylgjast með því að farið sé að lögum í sínu umdæmi. Áttatíu og fjórar stundir á viku hverri, frá föstu- dagskvöldi kl. 22 til þriðju- dagsmorguns kl.10, er bannað að veiða lax og silung á annan hátt en með stöng. Að sögn Þóris hafa orðið ýmsir árekstrar vegna þessarar reglu- gerðar einkum þó fyrstu árin eftir að hún tók gildi.„Mér virðist hins vegar að það hafi orðið mikil hug- arfarsbreyting síðustu árin hjá bændum hvað þetta varðar. Þetta er ekki ósvipðað því sem gerst hefur meðal sjómanna. Menn er hættir að fara upp í kálgarða eins og tíðkaðist hér áður fyrr. í Vestur-Húnavatnssýslu voru lengi deildar meiningar um þessi lög og bændur töldu sig hafa rétt til hefðbundinnar nýtingar á göngusilungi,“ sagði Þórir eftir að þyrlan var komin í loftið aftur. Engar veiðivélar Nú var flogið sem leið liggur yfir botn Húnaflóa, yfir Vatns- nesfjall og utan við fjarðarkjaft- ana á Miðfirði og Hrútafirði. Störf voru hafin og farið í lágflug meðfram vestanverðum Hrúta- firði. Þórir virtist hverri þúfu kunnugur enda ólst hann upp á Brú í Hrútafirði á sínum æskuár- um. Kíkt var í ósa Kolsár og Prestsbakkaár en engar veiðivél- ar reyndust þar. „Þarna átti ástin hans Þórbergs heima,“ gall í Þóri og hjörtu leiðangursmann kippt- ust við er þeir börðu Bæ í Hrúta- firði augum. Undirritaður fór að velta fyrir sér hvort ástin hefði verið eins heit í þá daga ef Þór- bergur hefði getað komist leiðar sinnar í þyrlu. Eftir þessar vangaveltur var kíkt í botn Hrútafjarðar og viö fyrstu sýn virtist eithvað vera í sjónum sem líktist veiðivél. Flug- stjóri þyrlunnar lækkaði því frek- ar flugið og þá komu í ljós tvær baujur og strengur á milli en ekk- ert net var þar að sjá. Meðfram austanverðum Hrútafirði urðum við einskis varir og flogið var út tyrir Heggstaðanes og inn Mið- fjörð. Svarta kirkjan Talvert fyrir utan Hvamms- tanga urðum við varir við fullt af baujum með strengjum á milli en við nánari skoðun var hvergi net að sjá. Þetta var á móts við Sauðadalsá. Áfram var flogið út fyrir Vatnsnesið og inn að ósum Sigríðarstaðavatns og yfir Þing- eyrarsanda og Hópsósa. Svarta kirkjan á Þingeyrum minnti okk- ur á grjótflutningana með uxum frá Síðunni og yfir sandana. Landleiðin er erfið, en létt sem fljúgandi fuglinn. Að svo búnu var aftur komið við á Blönduósi og Eiríkur skildi við okkur þar um óttubil. Stefnan var sett á Sauðárkrók til að fylla eldsneytistanka þyrl- unnar aftur og búa sig undir eftir- litsflug yfir Breiðafjörð á heim- leið. Á vellinum tók Sigurður Frostason afgreiðslumaður á móti okkur og sinnti þörfum vél- arinnar meðan leiðangursmenn teygðu úr sér og köstuðu vatni af sér í norðlenskri næturkyrrð. All- ir klæddust sjógöllum áður en farið var af stað að nýju. Við flugum nú sem leið liggur beint frá Sauðárkróki, yfir Hún- aflóann til Steingrímsfjarðar, yfir Tröllatunguheiði og í Berufjörð og Þorskafjörð. Landslag á þess- um slóðum er tignarlegt og fagurt og það var vel við hæfi að leiðang- ursmenn komu auga á örn fljúga af hreiðri sínu í Þorskafirði. Gamalt máltæki kom óvart upp í hugann: Örninn flýgur fugla hæst, en við flugum nú hærra. Kristján Þ. Jónsson, stýrimað- ur, setti sig nú í stellingar því nú var komið að eftirliti með veiðum á Breiðafirði. Hann rýndi í kortin og leit út til skiptis og virtist þekkja alla staðháttu á Breiða- firði. Hvert einasta sker sem kom inn á ratsjána var greint með nafni. Fyrir utan Flateyjarvita komum við auga á mikið skarfa- ger. Nokkrir bátar komu inn á rat- sjánna og áhöfn þyrlunnar kann- aði hvað þeir aðhefðust. Slíkt gekk fjótt fyrir sig því hér voru vanir menn á ferð. Að greina skráningarnúmer og veiðarfæri bátsins reyndist Kristjáni létt verk og undirritaður dáðist að glöggskyggni hans. Bátarnir reyndust allir á löglegum veiðum eða á siglingu og því allt í sóman- um. Breiðafjörðurinn, þessi mikla víðátta, var spegilslétt og kyrr. Aðeins ferðir þessara örfáu báta minntu mann á að hér var ekki um eyðimörk að ræða. Þreyttir en ánœgðir Flugstjórarnir settu nú stefn- una á Garðskaga, þvert yfir Fax- aflóann. Nokkrir bátar komu í ratsjána og skyggni versnaði. Á miðjum flóanum var lágskýjað og súld og því lítið að sjá. Eftir nokkur töluð orð til Keflavíkurflugvallar var snúið við og flogið inn til Reykjavíkur. Leiðangursmenn voru ánægðir en þreyttir eftir vel heppnaða ferð er þeir lentu á Reykjavíkur- flugvelli um dagmál laugardaginn 21. júní. f lokin má geta þess að Eiríkur Hreinn Helgason fór í eftirlits- ferð landleiðina daginn eftir og fann hvergi neitt athugunarvert á þeim stöðum sem hér hafa verið nefndir á nafn. -GSv Um borð í TF-SIF: Þórir Steingríms- son, veiðieftirlitsmaður hafði frá mörgu skemmtilegu að segja enda á heimaslóðum. Mynd : GSv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.