Þjóðviljinn - 18.07.1987, Side 5
Þriðjudagsgetraun á tJriðjudögum
Er til frjáls og óháðfrétt? Máfjölmiðill hafa skoðun? Er Hallgrímur Thorsteinsson staðnaður?
Erfrystihús í Búðardal?
Fjölmiðlar um fjölmiðla um
fjölmiðla... Mörgum finnst orðið
nóg um hvað þessir gripir eru
gjamir á að hverfast hvor um
annan og um sjálfa sig; hvar er
helvítis veruleikinn sem þetta lið
þykist vera að segja okkur frá,
segja menn, og ekki að ósekju
reyndar í fimbulfambi hinnar
margfrægu rafmögnuðu fjöl-
miðlabyltingar.
„Þetta var frægasta lag þessar-
ar geysivinsælu hljómsveitar og
var mjög vinsælt á sínum tíma en
það merkilega er að það hefur
aldrei komið út á lítilli plötu.“
„Hér erum Við komin á vakt-
ina, og það er þriðjudagur, og
hvað gerist á þriðjudögum? jú á
þriðjudögum er alltaf þriðju-
dagsgetraunin..."
„Og er ekki bara mikið að gera
hjá ykkur þarna í Búðardal? í
frystihúsinu?"
Stöðvarleiðarinn
En fjölmiðlar geta fjallað um
fjölmiðla á ýmsan hátt, - eftir allt
saman em fjölmiðlar snar þáttur
af þeim veruleika sem sumir fjöl-
miðlar reyna að fjalla um. Og nýr
þáttur á Stöð tvö lofar góðu í fjöl-
miðlaumfjöllun fjölmiðlanna, að
minnsta kosti fyrir okkur hér á
Seltjarnarnesinu og í kringum
það sem náum Stöðinni truflaðri
eða ótruflaðri.
Jón Óttar Stöðvarstjóri kallar
þáttinn sinn Leiðarann, og er
ekki illa til fundið, og virðist búa
undir hjá Jóni að „svara“ með
nokkrum hætti sífelldri umfjöllun
í dagblöðunum um
rafmagnsmiðlana.
Það var gaman að leggja skiln-
ingarvitin við Leiðara Jóns Ótt-
ars, - og ekkert við því að segja
þótt Leiðarinn hafi verið soldið
leiðandi, sem er betra en leiðindi.
Við Jón Óttar spjölluðu
þarna þrír fjölmiðlungar, þeir
Indriði G. Tímaritstjóri, Hallg-
rímur Thorsteinsson fréttastjóri á
Bylgjunni og Eiður Guðnason
sem hófst af sjónvarpsmennsku
sinni í þingmannssæti og þarmeð
inní útvarpsráð. Þetta var áka-
flega huggulegt spjall enda allt
kurteisir menn, en snerist í raun-
inni uppí einskonar burtreiðar
þarsem Jón Óttar og Hallgrímur
skipuðu aðra sveitina og þeir
Eiður og Indriði fylktu liði á
móti. Nýju „frjálsu" rafmagns-
miðlarnir gegn flokksblöðum og
ráðstjóm á ríkisútvarpi. Og utan
þess hrings var ekki neitt.
Flokkavald
og markaður
Snjall útvarpsmaður og góður
drengur, Hallgrímur á Bylgjunni,
hamaðist gegn flokkstengdum
fjölmiðlum. Á þeim væri lítið
mark takandi, upplýsingum
þeirra vart treystandi, landsföð-
urtónn ritstjórnargreinanna
þreytandi, heiðarleiki þeirra í efa
dragandi. Þau sneru veröldinni til
eftir því sem hentaði flokkspólit-
ískum hagsmunum hverju sinni,
enda hin flokkstengdustu flokks-
blaðanna sífellt minni og ómerki-
legri vegna þess að „fólkið“ vildi
þau ekki og dæmdi þau úr leik
gegnum markaðslögmálin.
Sosum ýmislegt í þessu hjá
Grími. Sú dauða hönd sem
flokkavald fyrri áratuga lagði á
íslenska fjölmiðlun hefur orðið til
þess að skapa hljómgmnn fyrir
slagorð um óháða frjálsa hlut-
lausa blaðamennsku. Hinsvegar
er auðvitað kláradella að mark-
aðsstaða fjölmiðils, útbreiðsla,
fjárhagur, segi nokkum skapað-
an um gæði. Á þeim markaði sem
fjölmiðlar mynda em boðnar
fram ólíkar vörur, uppfyllt ýmiss
konar eftirspurn, og ekki síst
tengist þessi markaður öllum
öðrum viðskiptamörkuðum.
Fjölmiðlar eru skrítnar
skepnur, líka frá markaðslegum
sjónarhóli. Þeir selja sjálfa sig
neytendum sínum, og þeir selja
auglýsendum neytendur sína,
eða í það minnsta aðgang að
þeim. Það fer bæði eftir stærð
neytendahópsins og samsetningu
hvort fjölmiðill verður fýsilegur
kostur fyrir auglýsendur, og inní
þetta bætist svo auðvitað að við
búum ekki í fótboltaspili, heldur
samfélagi þarsem hagsmunir veg-
ast á, sem leiðir til þess að auglýs-
endur taka óbeina pólitíska af-
stöðu, og jafnvel beina
hagsmunaafstöðu. Af hverju
skyldi Davíð Scheving Sólkon-
ungur auglýsa svona mikið á
Bylgjunni?
Hlutleysi, heiðar-
leiki
Það stóð aldrei til að fara að
lesa Kommúnistaávarpið yfir
Hallgrími Thorsteinssyni. Hins-
vegar er full ástæða til að gera
nokkrar léttar athugasemdir við
goðsögnina um frjálsa og óháða
fréttamennsku, og hinn hlutlausa
fjölmiðil, sem geislaði svo ákaft
af þeim Jóni Óttari og Hallgrími í
þættinum.
Frétt getur einfaldlega ekki
verið „hlutlaus". Hún getur í
mesta lagi verið hlutlæg, í þeim
skilningi að sagt sé sæmilega
heiðarlega frá, aðilar máls fái að
tjá sig ef um slíkt er að ræða,
höfundur fréttarinnar láti viðtak-
andanum eftir að draga ályktan-
ir, - í eins miklum mæli og unnt
er.
Hlutiaus frétt getur ekki verið
til vegna þess að hlutleysi er ekki
til nema sem annáðhvort þjóð-
réttarlegt hugtak eða samheiti
við afskiptaleysi.
Þegar sögð er frétt, -einsog
reyndar hvað annað sem sagt er,
kemur til sögu ákveðið sjónar-
horn segjandans. Hann leggur
mat á viðburðina, og með því
einu að flokka sundur aðal- og
aukaatriði er í raun tekin ákveðin
afstaða, komið á framfæri ákveð-
inni skoðun, meðvitaðri eða ó-
meðvitaðri, viðtekinni eða ný-
stárlegri. Heiðarleiki í blaða-
mennsku felst meðal annars í því
að gera sér grein fyrir þessu sjón-
arhorni, reyna ekki að fela það
fyrir viðtakandanum, vita af
sjálfum sér sem lifandi síu milli
upphafs og viðtöku. Þetta er ein-
stigi, og menn verða að hugsa
hvert fótmál.
Óhæði eða frelsi er svo auðvit-
að ekki til heldur. Einsog raunar
var minnst á í Leiðaraþætti Jóns
Óttars. Enginn er eyland, - og að
sumu leyti eru þeir fjölmiðla-
stjórnendur mestir blekkjendur
sem hæst hrópa um óhæði sitt.
Eigi að keppa að sem mestu til-
tölulegu frelsi og óhæði er raunar
ekki slæmt að setjast fyrst niður
og athuga hverjum fjölmiðlung-
urinn er háður
Hérmeð er ekki verið að verja
heiður flokksblaða. Enda bendir
margt til þess að þau blöð sem
haga sér nánast sem einkaritarar
flokksforystu séu á á hröðu
undanhaldi frá nútímanum um
allan heim, meira að segja í hin-
um Sameinuðu sósíalísku ráðst-
jórnarríkjum. Hinsvegar er með
þessu verið að verja rétt fjölmið-
ils til að hafa sína eigin skoðun.
Fjölmiðlar einsog íslensku út-
vörpin og sjónvörpin, DV og
Helgarpóstur segjast ekki hafa
skoðun, þau endurómi allar
skoðanir og enga þó, séu „hlut-
laus spegill veruleikans". í raun
er hættast við að þar sé aðallega
speglað geldri meðalskoðun,
hinni viðteknu, oftast þeirri sem í
stéttbundnu samfélagi er vald-
höfum kær, kerfinu. Hugmyndin
um fjölmiðilinn sem hlutlausan
spegil, sem sumsé er í sjálfu sér
einsog ferköntuð kúla, er aftur-
haldssöm í eðli sínu.
Þetta þýðir ekki að það sé
skylda hvers fjölmiðils að hafa
einhverja skoðun. Hreinir pred-
ikunarfjölmiðlar eru leiðinlegir
og oftast óheiðarlegir. Og fyrir
ríkisútvarpið, og hina rafmiðlana
líka, er útí hött að fara að haga sér
einsog dagblað á ákveðnum kanti
í pólitík. Hinsvegar verða þessir
miðlar að gera sér grein fyrir því
að með endurspeglun viðtekinn-
ar meðalskoðunar er einnig tekin
afstaða.
Hinn almenni
óflokkspólitíski
fréttamiðill
Með því að tala er maður ac
taka þátt. Hér um daginn voru
opinberaðar niðurstöður úr fjöl-
miðlakönnun, sem háskólastúd-
entar gerðu, og það er hlálegt að
með könnun sinni á afstöðu fjöl-
miðlamanna voru kannendur
sjálfir að taka afstöðu til fjölmiðl-
anna. Könnunin snerist að mestu
um blaðamanninn á vinnustað
sínum, laun, helstu kosti blaða-
manns, álit á hæfilegri menntun
til slíks starfa og svo framvegis,
en tvær spurningar fjölluðu um
sjálfa fjölmiðlana.
Þar var mönnum sagt að gefa
blöðum, útvörpum og sjónvörp-
um einkunn, annarsvegar eftir
því hvað þetta væru góðir „al-
mennir fréttamiðlar“, hinsvegar
eftir því hversu „flokkspólitískir"
þeir væru. Báðar spurningarnar
má gagnrýna: hver er bestur al-
mennur fréttamiðill? Sá sem
segir flestar fréttir? Er stærstur?
Leitar víðast fanga? Eða sá sem
setur þær best í samhengi? Kann
best að velja og hafna? Vekur
fréttunum mesta hlutfallslega at-
hygli? Og af hverju er spurt um
flokkspólitík í þeirri stöðu að
tveir af helstu fjölmiðlunum eru
beinlínis gefnir út af stjórnmála-
flokkum, þrír þeirra eru greini-
“ /\J 1987
.. ÁRA
þioo'
lega tengdir stjórnmálaflokkum
og afgangurinn segist algerlega
óháður? Var ekki rétt að spyrja
líka um pólitík meðfram
flokkspólitík? Sjónvarpið er ekki
flokkspólitískt (vonar maður) en
er það pólitískt? Og þá í hvaða
átt?
En þetta er ekki málið. Málið
er að með spumingunum tveimur
eru stúdentarnir að velja sér
fyrirfram hvað sé mikilvægast við
fjölmiðil. Það var til dæmis ekki
spurt hvort fjölmiðlar vektu um-
ræðu meðal almennings, hleyptu
til þess ferskum straumum, væru
líklegir til að breyta samfélaginu,
hvort einstakir fjölmiðlar þyrðu
að bjóða voldugum aðilum birg-
inn, vekja athygli á spillingu og
samtryggingu, rísa gegn viðtekn-
um venjuskoðunum, verja þá
sem eiga undir högg að sækja.
Meðal annars af þessum ástæð-
um er ekki hægt að taka mikið
mið af niðurstöðum úr þessum
spurningum tveimur, og af þess-
um ástæðum skömmumst við
okkar ekkert hér á Þjóðviljanum
þótt við höfum nánast fengið fall-
einkunn hjá kollegum okkar á
þessu prófi.
Lengra,
Hallgrímur,
lengra!
Sú kynslóð íslenskra fjölmiðl-
unga sem nú er smátt og smátt að
taka stjórnina hafði uppi þann
gunnfána að afneita þeim fjöl-
miðlaheimi sem hún ólst upp við,
heimi þarsem fjórir flokkar not-
uðu fjögur blöð sem hljóðnema
og útvarpið hafði þá hugsjón að
sitja hreinlíft og aðgerðarlítið við
hliðina á Lögbirtingablaðinu.
Þessi kynslóð greip fegins
hendi amerískum draumi um
óháða frjálsa og hlutlausa frétta-
mennsku, með svolitlu ævintýra-
kryddi um blaðamanninn James
Bond eða Sherlock Holmes gegn
vondri spillingu.
Eitt af því sem þyrfti að fylgja
nýrri stöðu í hérlendri fjölmiðlun
er að fjölmiðlamenn hætti sér
lengra, rýni í félagsrammann
utanum starf sitt, geri sér grein
fyrir pólitískum afleiðingum þess
að vera eða vera ekki.
Eða hafna menn því að vera
segulbönd fyrir stjórnmálaflokka
til þess eins að spyrja um hrað-
frystihús í Dölum, þylja þriðju-
dagsgetraunina eða upplýsa þjóð
sína um það hvaða dægurlög eru
til á litlum plötum og hver á stór-
um?
Mörður Árnason