Þjóðviljinn - 24.07.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1987, Síða 6
MINNING Guðmundur Óli Ólason Fœddur 01.02. 1941 - Dáinn 18.07. 1987 Fáa menn hef ég hitt svo oft hin síðari ár og Guðmund Óla Óla- son. Mér er til efs að hann hafi nokkurn tíma átt leið um miðbæ- inn án þess að líta inn á skrifstofu stéttarfélags síns. Þó Guðmund- ur Óli stoppaði ekki lengi í hvert sinn bar hann ævinlega með sér hlýju, sem yljaði og yljar enn. Hann hafði lag á að gleðja okk- ur félaga sína, en það er orða sannast að við vissum sjaldnast hvað honum leið. Hann var ge- fandi, ekki þiggjandi. Við minnumst nú og söknum stéttvíss góðs félaga. Söngur hans ómar nú innra með okkur og mun svo verða áfram. Með félagskveðjum Magnús Einar Sigurðsson Afmœliskveðja Jóhanna Slelansdóttir Stykkishólmi Níræð er í dag Jóhanna Stef- ánsdóttir, Stykkishólmi. Hún er fædd 24. júlí 1897 að Galtará í Kollafirði í Aust- ur-Barðastrandasýslu. Foreldrar hennar voru Stefán Gíslason og María Jóhannsdóttir. Jóhanna er þriðja í röð sjö systkina. Þær syst- ur Jóhanna og Jófríður eru einar á lífi úr systkinahópnum. Jóhanna ólst upp í foreldrahús- um að Galtará en flutti síðar ásamt foreldrum sínum að næsta bæ, Kleifastöðum í Kollafirði, sem Jóhanna telur sitt æskuheim- ili. Að vera barn um aldamót hef- ur verið fyrir margra hluta sakir mjög frábrugðið því sem nútíma- börn eiga að venjast. Siðir og venjur sveitaþjóðfélagsins höfðu lítið breyst um aldaraðir. At- vinnuhættir og húsakynni voru allt önnur en við þekkjum í dag. Nægjusemi og dugnaður ein- kenndu fólk, auk sterkrar trúar á mátt Guðs og manna. Sú hjarta- hlýja og sterka trú á hið góða í manninum sem einkennir Jó- hör.nu ömmu á rætur sínar að rekja til uppeldisins sem hún hlaut við Breiðafjörð um alda- mót. Árið 1918 giftist Jóhanna, Steinþóri Einarssyni frá Bjarn- eyjum. Hann fæddist 27. sept- ember 1895 og lést í Stykkishólmi 12. júní 1968. Jóhanna og Steinþór hófu búskap sinn í Stykkishólmi en fluttu út í Breiðafjarðareyjar og bjuggu þar í ýmsum eyjum í þrjátíu ár, þar til þau fluttu aftur í Stykkishólm. Margar sögur hefur hún Jó- hanna amma sagt mér af lífi og starfi fólks í Breiðafjarðareyjum. Breiðafjörðurinn hefur löngum haft það fram yfir margar aðrar sveitir landsins að oftast var hægt að afla matar, þótt hart yrði að sækja. Hörð lífsbarátta og sú virðing sem borin var fyrir náttúr- uöflunum hefur mótað persónu- leika fólks eins og Jóhönnu ömmu. Jóhanna og Steinþór eignuðust sex börn og eru fimm á lífi. Af- komendur þeirra eru í dag 44 tals- ins. Árið 1952 fluttu Jóhanna og Steinþór í Stykkishólm og keyptu skömmu síðar lítið vinalegt hús, sem stendur á einum fallegasta stað í Stykkishólmi. Úr litla hús- inu í tanganum er víðsýnt, svo sést um eyjar og sker. í þessu húsi bjuggu þau í mörg ár í sterkum tengsium við sjóinn, sem alla tíð hefur verið þeirra yndi og ógn á stundum. Oft var gestkvæmt í tanganum, því barnabörnin úr Reykjavík og Stykkishólmi sóttu stíft í faðm ömmu og afa. Þótt mikið væri að gera fundu þau alltaf tíma til að sinna okkur krökkunum. Afi við að leiðbeina við veiðiskap, út- gerð og ýmis vandamál sem ungt fólk á fjöruflakki kemst í. Amma mátti aftur á móti taka við okkur, stundum örlítið blautum og skít- ugum, eftir ævintýri dagsins. Aldrei fengum við skammir þótt við ættum það skilið. Ég veit að það minnast fleiri en ég þessara ánægjulegu stunda sem við áttum með afa og ömmu í litla húsinu inn í tanga. Eftir að Steinþór afi féll frá árið 1968, bjó amma lengstum ein í húsinu, þar til árið 1979 að hún flytur á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, þar sem hún dvel- ur nú. Elsku amma mín, á þessum merku tímamótum langar mig til að þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem við höfum átt saman. Megi gæfan og heilsan endast þér sem lengst. Til hamingju með daginn Ragnar Steinþór Stelpurnar heita Ingibjörg, Alda, Harpa, Melkorka, Helga, Fanney og Ólöf. Þeim finnst gaman á Laugavatni og sögðust hafa gengið upp að T rúlofunarhríslu í gær. Aðspurðar að því hvort þær hefðu trúlofað sig þar flissuðu þær alveg rosalega og harðneituöu því. Sögðu að það væru bara tveir strákar í hópnum og þær væru sko ekki skotnar í þeim. ► unni og gönguferðunum fyrir bri- dge og spila nánast daglangt. Barnagæsla er á staðnum sem fjölskyldufólk getur notað sér, íþróttahúsið hefur sumarbúða- fólk til eigin afnota í tvo klukku- tíma á degi hverjum og aðgangur að gufubaðinu og sundlauginni er innifalinn í sumarbúðagjaldinu. í upphafi vikunnar er sett á lagg- irnar skemmtinefnd úr hópnum og hefur hún það hlutverk að sjá um og skipuleggja lokakvöldið á laugardagskvöld, og verður þá kvöldvaka með veislumat, skemmtiatriðum og dansi. Kjarninn í hópnum hefur verið sá sami á gegnum árin en alltaf bæst nýtt fólk við á hverju ári. Allir sem blaðamaður talaði við voru staðráðnir í að koma aftur ef sumarbúðunum yrði haldið áfram að ári, en Margrét Frí- mannsdóttir tjáði okkur að ekki væri víst hvort þau hjónin Elísa- bet og Rúnar sæju sér fært að halda starfseminni í Héraðsskól- anum áfram á sumrin vegna fjár- sveltis. Sagði Margrét húsið þurfa endurnýjunar við og svo virtist hreinlega sem ráðamenn ætluðu að láta það drabbast niður þar til það væri ekki lengur hæft til kennslu á vetrum eða ein- hverrar starfsemi á sumrum. Margar raddir voru á lofti að slíkt mætti ekki gerast, Héraðsskóla- húsið væri nú einu sinni andlit staðarins ef svo mætti segja, en ekki síður vegna þess hve mikil eftirsjá yrði að því ef sumarbúðir Alþýðubandalagsins leggðust af. -ing Margrét Frímanns og Sigríður Karls eru umsjónarmenn sumarbúðanna og eru hór með honum Guðna sem þær segja að sé afi allra f hópnum, sama á hvaða aldri þeir séu. Vilberg Sigurjónsson er með fjöskyldu sinni í sumarbúðunum og krakkarnir, þau Andri, Ólöf og Ingibjörg, sem vantar á myndina, segja að það sé voða gaman. Gufan og sundið finnst þeim skemmtilegt en Andri er líka að spreyta sig I fótbolta þegar tími gefst til. Svo ætla þau auðvitað á hestbak. Vilberg sagði veðrið vera búið að vera hlýtt og gott, þó hefði rignt aðeins en ekkert til skaða. myndir Ari 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.