Þjóðviljinn - 26.07.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Síða 5
MI5 œtlaði að drepa Nasser I Súez stríðinu 1956, þegar Bretar öttu kappi við Egypta, var MI5 sett á fullt skrið til að afla upplýsinga um afstöðu Sovétmanna í deilunni. Með klækjabrögðum tókst útsend- urum leyniþjónustunnar bresku að komafyrir hlustun- artækjum í loftskeytaherbergi egypska sendiráðsins. Með þeim tókst MI5 að ná af ritum af öllum skeytum til og frá sendiráðinu, og meðal annars aðfáfullkomna vitneskju um hvaða skilaboð sovéska stjórnin sendi Egyptum á öllum stigum deilunnar. Aö því dró hins vegar, að „hreinsunardeild" sovésku leyni- þjónustunnar var send í egypska sendiráðið í Lundúnum, - en svo voru þeir menn nefndir, sem höfðu þann starfa að leita uppi hlerunartæki, þar sem KGB og sovétið vildi síður hafa þau. Sendiráð vinveittra þjóða voru vitaskuld í þeim hópi. Gamal Abdul Nasser, hinn litríki leiðtogi Egypta, átti að verða fómarlamb MI6. Breska leyniþjónustan ætlaði ósköp einfaldlega að drepa þennan merka þjóð- arleiðtoga. Anthony Eden var forsætisráðherra Breta meðan á Súesdeilunni stóð. Hann samþykkti tvívegis, að MI6 reyndi launmorð á Gamal Abdul Nasser, leiðtoga Egypta. MI6 áformaði að dæla taugagasi inn í loftræstikerfið í híbýlum Nassers og drepa hann þannig. Um leið hefðu fjölmargir starfsmenn hans látið lífið. Þegar Frakkar og ísraelsmenn afréðu að taka þátt í stríðinu gegn Egyptum féll Eden frá þessari fráleitu ákvörðun. Egypska sendiráðið hlerað Peter Wright lýsir því með dramatískum hætti, þegar MI5 fylgist með „hreinsunardeild“ KGB koma inn í sendiráð Eg- ypta. Herbergi úr herbergi fóru leitarmenn deildarinnar, og að lokum komu þeir inn í loftskeyta- herbergið, þar sem hlustunartæki MI5 voru fólgin, meðal annars í símum. Milli vonar og ótta sátu starfs- menn MI5 við hátalarana, og heyrðu hvernig snuðrarar KGB fíkruðu sig um herbergið, þaulæfðir í hljóðnemaleitinni. Nær og nær komu KGB mennirn- ir, og að lokum tóku þeir upp símann og byrjuðu að skrúfa lok- ið af tólinu, þar sem hljóðnemi var falinn. Wright segir það að lokum hafi lokið verið komið af tólinu, og meðan mennirnir frá MI5 sátu og héldu niðrí sér and- anum af spennu í hinum enda Lundúna störðu KGB mennimir ofan í tólið á hljóðnemann, sem blasti við augum þeirra. En, andstæðingum þeirra til Eitt þeirra verka, sem Peter Wright greinir frá með einna mestri ánægju er þegar hann og félagi hans úr fremstu röð MI5 stálu gervöllu félagatali breska Kommúnistaflokksins með ólög- legu innbroti, þar sem allra með- ala MI5 var neytt. Félagi Wrights við þessa þokkalegu iðju var þaulæfður MI5 maður, Hugh Winterborn, sem Peter Wright segir að hafi ekki aðeins gengið til sérhvers verks fyrir hönd MI5 til að afla sem mestra upplýsinga, heldur líka til að hafa eins gaman af því og hægt væri. „Og við skcmmtum okkur sko aldeilis vel,“ segir njósnarinn gamli með mikilli vel- þóknun þegar hann lítur til baka. Og hann bætir svo við eftirfar- andi staðhæfingu, sem hlýtur að teljast æði upplýsandi um eðli og vinnubrögð bresku leyniþjónust- unnar: ,4 fimm ár stunduðum við innbrot og hleranir úti um alla Lundúnaborg í nafni þjóðar- hags...“ segir Wright drjúgur, og mikillar furðu, létu þeir ekki hljóð frá sér fara sem gaf til kynna, að þeir hefðu fundið hljóðnemann, heldur skrúfuðu símtólið ofur varlega saman aftur og fóru. Hversvegna? veltir Wright fyrir sér. Niðurstaða hans er sú, að Sovétmenn vildu i raun og sann að breska heimsveldið vissi nákvæmlega af fyrirætlunum þeirra í Súes. Þeir hreinlega vildu að Bretar hefðu það frá fyrstu hendi, að þeir hyggðust ekki skirrast við að beita herafla sín- um gegn Bretum, jafnvel þó það kynni að kosta veruleg átök. Til að Bretar sannfærðust um að þeir væru ekki að reyna að gabba þá, töldu Sovétmenn rétt að leyfa MI5 að hlusta á þeirra eigin boð. Launmorð á leiðtoga MI6, sem sér um starfsemi bresku leyniþjónustunnar utan landamæra Bretlands, hafði ein- falt ráð við Súesdeilunni. Það vildi einfaldlega drepa Nasser, leiðtoga Egypta. bætir því við að vitaskuld hafi háttsettir starfsmenn ríkisstjóm- arinnar utan MI5 haft fulla vitn- eskju um athæfi þeirra Winter- borns, en þóttust hins vegar ekk- ert af því vita. Flokksskrárnar uppgötvaðar MI5 komst að því fyrir tilstilli útsendara síns innan Kommún- istaflokks Bretlands, að vell- auðugur félagi í flokknum, sem bjó í Mayfair hverfínu í miðjum Lundúnum, geymdi gervalla fé- lagaskrá flokksins í íbúð sinni. Ákveðið var að freista þess að ná afriti af skránni fyrir MI5, og sökum sérlegrar kunnáttu þeirra kumpána Wright og Winterborn í ólöglegum innbrotum voru þeir fengnir til starfans. Wright greinir frá því, að íbúð mannsins hafi verið sett undir mjög strangt, leynilegt eftirlit. MI6 vildi nota taugagas til að koma Nasser fyrir kattamef. Svo langt náði áætlunin, að yfirmenn leyniþjónustunnar báðu um sér- stakan fund til að kynna Anthony Eden, forsætisráðherra Breta, áætlunina. Eden gaf samþykki sitt. Tveir háttsettir sérfræðingar MI6 í tæknilegum efnum leituðu ráða hjá höfundi Njósnafangar- ans, Peter Wright. En þeir höfðu allir saman setið í sérstakri nefnd, þar sem rökræddar voru ýmsar aðferðir til misindisverka á veg- um leyniþjónustunnar, sem byggðust á gerla- eða efnahern- aði. Meðal annars hafði nefndin sett í gang sérstakt rannsókna- verkefni sem miðaði að því að kanna hvemig mætti nota LSD til að draga sannleikann upp úr handteknum njósnurum við yfir- heyrslur. Talsverðar tilraunir með notkun LSD í þessu skyni áttu sér stað í Porton Down, rann- sóknastöð hersins fyrir efna-, gerla- og lyfjahernað. Þessir tveir herramenn greindu Wright frá því, að MI6 hefði út- sendara í höfuðstöðvum Nassers, Fylgst var með því hvenær hann og kona hans komu og fóru úr íbúðinni og að sjálfsögðu voru símar þeirra líka hleraðir. Ein- stætt tækifæri rak á fjörur þeirra, skömmu eftir að símahleranirnar hófust. Eiginkona mannsins hringdi til hans, kvaðst þurfa að skreppa erinda í bæinn og verða klukkustund í burtu. Ef hann þyrfti að komast inn í íbúðina á meðan, þá væri lykillinn undir mottunni. Ekki var blessuð eiginkonan fyrr farin úr húsi, en MI5 var mætt á staðinn með útsendara sína, sem tóku afsteypu af lyklin- um. Innbrotið í íbúðina var svo skipulagt ítarlega, og framkvæmt þegar ljóst var af hlerununum, að hjónin hugðu á helgarferð í ann- an landshluta. Sérstakir snuðrar- ar vom sendir á hæla hjónanna, til að fylgjast með því hvenær þau kæmu aftur, ef ske kynni að þeim serist hugur og ákveddu að koma fyrr heim en upphaflega var ákveðið. sem hefði að vísu einungis tak- markaðan aðgang að vistarverum hans. Áætlun þeirra var ótrúlega fíflaleg: Þeir ætluðu að láta út- sendara sinn dæla taugagasi inn í loftræstikerfið í húsinu sem Nass- er hafðist við í. Wright greinir frá því, í bók sinni, að hann hafi strengilega ráðlagt MI6 frá þessari ætlan. Mikið magn af gasi myndi þurfa til verknaðarins, og fjölmargir starfsmenn Nassers myndu óhjá- kvæmilega láta lífið. Þegar á hólminn var komið dró Eden samþykki sitt við launmorðið á Nasser til baka og hætt var við áætlunina, enda höfðu þá bæði Frakkar og Israels- menn samþykkt að láta með Bretum skríða til skarar gegn Eg- yptum. Eden, forsætisráðherra, mun meðan á deilunni stóð hins vegar hafa endurvakið áætlunina, en ekkert varð úr framkvæmdinni. Þetta var þessi venjulega MI6 aðgerð, segir Peter Wright fuilur vandlætingar í bók sinni, full- komlega óraunhæf... -ÖS Þegar hjónin höfðu haldið af stað mætti lið MI5 á staðinn. Af- steypan af lyklinum var notuð til að komast inn í íbúðina, og lás- arnir á skápunum, þar sem flokksskrárnar voru geymdar, voru opnaðir með vel þekktum brögðum innbrotsþjófa, sem þeir MI5 menn kunnu til fullnustu. Síðan var öll félagsskráin, með skírteinum 55 þúsund félaga í Kommúnistaflokknum, flutt úr íbúðinni í höfuðstöðvar MI5. Þar beið hópur manna með fjölmarg- ar myndavélar, þar sem hvert einasta skfrteini var ljósmyndað. Wright greinir jafnframt frá því, að á þessum tíma - kringum 1955 - hafi MI5 verið með njósn- ara í Kommúnistaflokknum á næstum því öllum stigum flokks- ins. Hróðugur í bragði kveður Wright að sökum þessa árang- ursríka „eftirlitsstarfs" MI5 hafi Kommúnistaflokkurinn aldrei síðan haft nokkra möguleika á því að stefna þjóðaröryggi í voða! -ÖS Demants- þjófur í misgripum Milli MI5 og MI6, annarrar deildar bresku leyniþjónustunn- ar, var allajafna talsverður rígur. ( Njósnaveiðaranum kemur ber- sýnilega fram, að Peter Wright telur að MI6 hafi ekki ævinlega verið vel skipulagt. Því til sönn- unar segir hann fróðlega sögu af skemmtilegum mistökum hjá MI6. Ein af aðferðum MI6 til að þjálfa nýliða var að láta einn sinna manna leika hlutverk er- lends njósnara sem nýliðamir áttu að yfirheyra og fá til að ljóstra upp um vondar fyrir- ætlanir sínar. í þessu skyni settu þeir einn slíkan gervinjósnara í íbúð sem var í vörslu MI6, og ný- liðarnir voru sendir á manninn. Þeir fóm hins vegar íbúðavillt, og mddust inn á íbúa á hæðinni fyrir ofan. Þegar maðurinn mót- mælti hástöfum meðferðinni á sér vom hinir kappsfullu nýliðar viss- ir um að það væri einungis hluti af gervinu og tóku þeim mun harðar á vesalings manninum. Loks rann upp fyrir þeim, að þeir höfðu lent á vitlausum manni, og í dauðans ofboði var hringt í MI5 til að láta þá bjarga málunum. Þeir höfðu nefnilega beitt hin- um ströngustu yfirheyrsluaðferð- um sem völ var á, og þegar MI5 mætti á staðinn var íbúðin í rúst eftir aðfarir nýliðanna, mann- garmurinn nakinn og fullur iðr- unar yfír athæfi sínu sem hann játaði hástöfum. Hann játaði hins vegar allt aðra hluti en nýlið- arnir höfðu búist við, og þess- vegna varð að kalla á MI5. Það kom nefnilega í ljós, að í raun og sann var manngarmurinn dem- antsþjófur, sem nýlega hafði framið vel heppnað demantsrán. MI6 var hins vegar í öngum sín- um, því yrði þjófinum komið undir réttar hendur laganna yrði MI6 að almennu athlægi árum saman. Þessvegna var kallað á M15, sem sá um að laga íbúðina, og koma demöntunum í réttar hendur í kyrrþey. Ræninginn fékk hins vegar tvær klukkustundir til að hypja sig umsvifalaust úr landi, og skildi náttúrlega hvorki upp né niður í einu eða neinu... -ÖS Sunnudagur 26. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Félagatali Kommúnistaflokksins stolið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.