Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN (sskápur tll sölu Til sölu vel með farinn, nýlegur Ign- is ísskápur. Uppl. í s.: 53972. Lftil íbúð - húshjálp Ungt reglusmt par óskar eftir ódýrri íbúð. Til greina kemur húshjálp eða barnagæsla á móti. Upplýs. í s.: 35706. Vel nothæft sv./hv. sjónvarp er til sölu á kr. 2 þús. Uppl. í s. 13387. fbúð Tvær 25 ára reglusamar stúlkur óska eftir að taka íbúð á leigu. Uppl. í s. 10099 kl. 5-7. Óska eftir að kaupa vel með farna regnhlífarkerru. Upp- lýs. í s. 14329 næstu daga. Tll sölu 2 karlmannsreiðhjól, annað barna- hjól. 3ja gíra Kalkhoff. Hitt er 10 gíra Raleigh-hjól. Sími 38426 kl. 11-14. Til sölu sem nýtt, skrifborð úr Lundia- hillusamstæðu (frá Gráfeld) 153x76,5 sm. Sími 21903. Tll sölu 4 óslitin sumardekk 13” á hálfvirði. Sími 75033 eftir kl. 5. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Upplýs. í s. 35236. Sósíalískt neyðarkalll Miðaldra komma vantar nú þegar 3-4ra herb. íbúð í 6-12 mánuði. Erum 3 í heimili (á götunni). Fækkið ekki geirfuglunum frekar. Upplýs. í s. 72399. Sigurður. Hjónarúm tll söiu: frá Ikea (bæsuð fura), 6-7 ára gam- alt, með 2 náttborðum og dýnum. Selst á 12 þús. kr. Upplýs. í s. 20045. Tll sölu: 2 fótstignar antik-saumavólar, skrif- borð, stór, þykk 2ja manna dýna (rúm), hella m. 2 plötum, leðurstóll, kanínupels (jakki), vetrarkápa nr. 14 úr Ijósu gerviskinni m. hettu. Upplýs. í s. 28931/43428 helst seinni partinn/kvöld. Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá veiðileyfi utan aðstöðu í húsum. Nánari upplýsing- ar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93-7355. Til leigu f ágústmánuði íbúð í Vínarborg. Uppl. í síma 681108. Til sölu Sófi, sófaborð, barnarimlarúm og kaffivél. Uppl. í s.: 621454 eftir kl. 17. Mæðgur af Austurlandi með 5 ára telpu óska eftir 3ia herb. íbúð helst í vesturbænum. Óruggar mánaðargreiðslur. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Sími 97-3187 eða 91-40591. 13 ára stelpa getur tekið að sér að passa börn hálfan eða allan daginn, líka á kvöldin ef þörf er. (miðbæ. Uppl. í s: 17087. Volkswagen Golf '78 til sölu. Mikið nýtt í honum. Uppl. í s 84310. Elnkatímar í ensku og þýsku Upplýs. í s: 75403. Barnagæsla 13 ára stelpa óskar eftir vinnu við barnapössun. Uppl. í s: 23218 og 29474. Gömul handverkfæri fyrir tré og járn Seljast ódýrt. Sími eftir kl. 17. Hókus-pókus barnastóll til sölu. Gult sæti með brúnum hlið- um. Selst á kr. 1.500. Einnig til sölu karlmannsreiðhjól, grátt að lit fyrir uþb. 2.500 kr. Sími 672283. Tll sölu 20” svJhv. Nordmende sjónvarpstæki á fæti. Verð kr. 2.200.- Einnig Telefunken hljómtæki með stereohátölurum. Verð kr. 7.500,- Uppl. í s:688393. Volkswagen Variant Station árg. '71 til sölu, er vel útlítandi og gangfær en þarfnast viðgerðar. Ymsir fylgihlutir m.a. aukavél. Verð kr. 20.000.- Sími 688393. Húsnæði óskast Reglusamt par vantar 2ja herb. íbúð helst frá 1. september. Örugg- ar mánaðargreiðslur. Uppl. í s: 76495 eftir kl. 17. Eyrún og Páll. Vantar góðan barnavagn Óskum eftir að kaupa góðan barna- vagn (ekki kerruvagn). Sími 27958. Tll sölu garðsláttuvél gengur fyrir bensíni. Lítið notuð. Þarfnast smá viðgerðar. Uppl. í s: 34088. Til sölu gamalt engjatjald Tilvalið á þjóðhátíðina. Selst ódýrt gegn staðgreiðslu. Upplýs. á auglýs.deild Þjv. Gangstéttar eru EKKI bílastæði Verjum gangbrautir fyrir átroðningi einkabíla. Bjóðum upp á hentuga límmiða. Uppl. í s: 15196, 12943, 13317, 12014 og 29116. Frjálsir vegfarendur. Mig vantar pössun fyrlr 2ja ára strák frá 1. ágúst í einn mánuð. Sími 622242. Felligluggatjöld Vil selja þrenn felligluggatjöld, br. 188 sm x 210 sm sídd, br. 266 sm x 162 sm sídd og br. 162 sm x 120 sm sídd. Bómullarefni (Ador úr Epal). Sanngjarnt verð. Sími 32185. Tll sölu svampdýna með áklæði. Stærð 200 x 35 sm. Uppl. í s: 15790. Óska eftir að kaupa Lada fólksbifreið Hringið í síma 73351. Ólafur. ísskápur til sölu á kr. 2000.- og barnaferðarúm, einnig á kr. 2000.- Uppl. í s: 39072. 2 stúlkur utan af landl vantar 2-3ja herb. íbúð sem fyrst., Öruggar greiðslur og algjör reglu- semi. Uppl. í s: 82043 eftir kl. 17. Óskast keypt Óska eftir að kaupa barnakojur 150 sm á lengd, tvo 2ja sæta sófa og stóla, mega vera körfustólar. Sími 623779. Rúm gefins Heimasmíðað, en vandað hjóna- rúm 150 x 200 sm fæst gefins. Sími 35441. DJÚÐVJUINN I íniinn 68 13 33 . ' 68 18 66 •" 68 63 00 Blaðburður er HSŒnM LAUS HVERFI NU ÞEGAR: Bakkagerði Steinagerði Skálagerði Stekklr Eskihlíð Mjóahlfð Hvassalelti Háaleltisbraut 68 Akurgerði Grundargerðl Búðargerði Sogavegur2-70 Sogavegur101-212 Borgargerði Rauðagerðl Austurgerði Síðumúla 6 0 68 13 33 Bræðratunga Hrauntunga 2-48 Vogatunga Háteigsvegur Langahlíð Flókagata Áhorl'endur frétta á RÚV og Stöð 2. Nóvember 1986 til Júlí 1987. SVÆÐI BEGGJA STÖÐVA (15-70 ára). Rúv Slöð 2 NÓVEMBER DESEMBER DESEMBER MARS 87 MARS 87 Júlí-mánud. Júlí-briðiud. Fjölmiðlakönnun Hvert útvarp með um tíu prósent Stjarnan jafnoki Bylgjunnar. Stöð tvö sœkir á N ý könnun Félagsvísindastofn- unar háskólans gefur til kynna að fjórða almenna út- varpsstöðin á suðvesturhorninu, Stjarnan, hafi náð hlustendum af hinum stöðvunum þremur, og sé nær jafnoki tónlistarstöðvanna tveggja sem fyrir voru, Rásar tvö og Bylgjunnar. Að undanteknum fréttatímum Rásar eitt fer útvarpshlustun hverrar stöðvar þó ekki mikið uppfyrir tíu prósent svarenda þegar mest er, en til samanburðar má hafa, að í annarri nýlegri könnun sögðust 20 prósent sjá Þjóðviljann daglega. Á því svæði sem allar stöðvam- ar ná yfir, skiptast Bylgjan og Stjarnan á um forystuna yfir dag- inn, en á landinu öllu hefur Rás tvö yfirhöndina nema í bítið, sem enn em helstir heimahagar Gu- funnar gömlu. Spurt var þriðjudaginn 14. júlí, og reyndust 46% svarenda hafa hlustað á hádegisfréttir RÚV á báðum rásum, 42% á kvöldfrétt- ir. Samkvæmt könnuninni hefur Sjónvarpið enn umtalsvert fors- kot á Stöð tvö á samanburðar- hæfum landshlutum og tímum dags, en Stöðin virðist þó sækja á. Á sameiginlegu svæði stöðv- anna horfðu 46-54% á fréttatíma Sjónvarps könnunardagana þrjá, 28-33% á fréttir á Stöð tvö. Á landinu öllu er talan fyrir Sjón- varpið 49-59%, fyrir Stöðina 21- 25%. Spurt var sunnudaginn 12., mánudag og þriðjudag, og reyndist áhorf mest, að unda- nteknum fréttum, við þáttinn um Bergerac í Sjónvarpinu á þriðju- dagskvöldið. Mun minna er horft á sjónvarp á sunnudögum en mánu- og þriðjudögum. Sá galli þykir á könnuninni að heimtur voru lakar og bámst svör aðeins frá um 57 prósent þeirra sem í úrtaki lentu. - m Hlustun á tónlistarstöðvarnar þriðjudaginn 14. júlí 1987. Svæði þar sem 4 stöðvar nást. Húsnæðismál Opið bréf frá Áhugamönnum um úrbœtur í húsnœðismáium til fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum fagna þeirri ákvörðun nkisstjórnarinnar að búa svo um hnútana að þeir sem lent hafa í greiðsluvanda síðustu ára geti skuldbreytt lánum sínum í samræmi við núverandi lánskjör og lánareglur Húsnæðisstofnun- ar. Þetta er í samræmi við það sem við höfum margoft bent á, að eðlilegt sé að umræddur hópur njóti fullra réttinda í núverandi húsnæðiskerfi og hljótum því að líta á þessa ákvörðun sem fram- faraspor. Við beinum þeirri fyrir- spurn nú til félagsmálaráðherra hvenær fólk getur fengið þessar skuldbreytingar framkvæmdar hjá Húsnæðisstofnun. Jafnframt þessu vilja Áhuga- menn um úrbætur í húsnæðismál- um minna á kosningayfirlýsingar Alþýðuflokksins (sem nú fer með fjármál, félagsmál og bankamál) um leiðréttingu aftur í tímann. í svari Alþýðuflokksins til Áhuga- manna um úrbætur í húsnæðis- málum frá 3. apríl sl. sagði orð- rétt: „Afstaða Alþýðuflokksins til eignaupptökunnar hjá þeim sem öfluðu sér íbúðarhúsnæðis á árunum 1980-85 hefur ítrekað komið fram í ræðum, blaðagrein- um og tillöguflutningi á Alþingi. Hjálögð er þingsályktunartillaga okkar um þessi mál, þar sem þessi afstaða birtist í stuttu máli.“ í umræddri þingsályktunartil- lögu Alþýðuflokksins er gert ráð fyrir að endurgreiðslur nemi 50% „af þeirri hækkun viðkomandi skulda sem átt hefur sér stað fram til 31. desember 1985 umfram hækkun almenns verðlags í landinu“, en „hámarksviðmiðun sé 2,5 millj. kr. skuld á verðlagi í des. 1985.“ í greinargerð með frumvarp- inu segir orðrétt: „Hér duga eng- ar lánalengingar því að eigna- staða aðilanna er orðin óbærileg. Til þess að jafna muninn er það eitt til ráða að greiða niður hluta af skuldum þessara aðila svo að eignastaða þeirra skáni.“ Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum auglýstu í heilsíðuauglýsingum dagblaða fyrir kosningar hver afstaða flokkanna væri til leiðréttinga á lánum og á blaðamannafundum var skýrt frá svörum flokkanna í smáatriðum. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum leyfa sér nú að beina þeirri spurningu til fjár- málaráðherra og félagsmálaráð- herra sem báðir voru flutnings- menn tillögunnar hvenær henni verði hrint í framkvæmd. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 28. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.