Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. júlí 1987 164. tölublað 52. órgangur Blönduvirkjur^ ^ Frestun verður dýrarí Halldór Jónatansson. forstióri Landsvirki- B Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj unar: Frekarifrestun BlönduVirkjunar kemur ekki tilgreina. Verðurað vera komin ígagnið 1991 - ella er mikil hœtta á orkuskorti Mergur málsins er sá að Landsvirkjun þarf á Blöndu- virkjun að halda 1991 ef ekki á að koma til rafmagnsskorts á mestu áiagstímum. Það er þess vegna tómt mál að tala um að fresta ABL Guðmundur hættur Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrum þingmaður, hefur sagt sig úr Alþýðubandalaginu. I sjón- varpi RÚV í gær kvaðst hann hafa tekið þessa ákvörðun fyrir löngu. Hann hefði hins vegar vilj - að bíða framyfir kosningar og stjórnarmyndun með úrsögnina sjálfa. Aðspurður kvað hann per- sónuníð og innanflokksdeilur ráða ákvörðun sinni, sem hann sagðist ekki hafa rætt um við for- ystumenn flokksins. Guðmundur hyggst, að eigin sögn, ekki ganga í annan stjórnmálaflokk, og ekki heldur ætla að leggjast í víking gegn Al- þýðubandalaginu, enda beri hann virðingu fyrir meginhluta fólks í þeim flokki, sem og kjós- endum hans. Skák Beljavskí er efetur I gær var frídagur hjá skák- mönnunum á millisvæðamótinu í Szirak í Ungverjalandi að því undanskildu að Beljavskí og Andersson tefldu skák sem hafði verið frestað og Portisch og Lju- bojevic luku skák sinni frá því í fyrradag. Úrslit urðu þau að Lju- bojevic vann Portisch en hinni viðureigninni lyktaði með jafn- tefli. Staðan er nú sú að Beljavskí er efstur með 7 vinninga en í 2.-4. sæti eru Jóhann Hjartarson, Nunn og Salof með sex vinninga hver. —ks. Blönduvirkjun umfram það sem orðið er, sagði Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, en Jón Baldvin Hannibalsson telur frestun verkloka við Blönduvirkj- un vel koma til greina til að draga úr vægi lántökugjalds á erlend lán fyrir Landsvirkjun. - Hvernig sem á þetta mál er litið, þá er tímasetning Blöndu- virkjunar rétt bæði kostnaðar- lega og jafnframt tímalega með tilliti til gildandi orkuspár. Landsvirkjun hefur þrívegis frestað verklokum við Blöndu- virkjun um þrjú ár í það heila tekið, sagði Halldór Jónatans- son. - Þessi frestun hefur verið innan ramma þeirra samninga sem þegar hafa verið gerðir um kaup á vélum og rafbúnaði fyrir virkjunina. Ef á að ganga lengra heldur en orðið er, verður það ekki gert öðruvísi en að ganga á snið við gildandi samninga og skapa Landsvirkjun skaðabóta- skyldu og auka kostnað samfara verkstöðvun. Útreikningar okk- ar sýna að frestun framkvæmda eitt skiptið enn hefði meiri kostn- að í för með sér fyrir Landsvir- kjun en næmi þeim sparnaði sem hlytist í fjármagnskostnaði með því að tefja framkvæmdir um eitt til tvö ár, sagði Halldór Jónatans- son. - Við höfum rætt bæði við fjár- málaráðherra og iðnaðarráð- herra. Málið er til athugunar og umfjöllunar í ráðuneytunum. Því miður hafa stjórnvöld ekki gefið okkur neitt undir fótinn með niðurstöðuna enn sem komið er, sagði Halldór Jónatansson er hann var inntur eftir því hvenær svars kynni að vera að vænta frá fjármálaráðuneyti um þá mála- leitan Landsvirkjunar að vera undanþegin lántökugjöldum af erlendum lánum. -rk Skeggrætt á Skaganum um fiskinn, fótboltann eða fornsögurnar. (Mynd E. Ól.) Fastlaunasamningar Allt að 70% hækkun Fastlaunasamningar iðnaðarfólks gefa allt að 70% hœkkun miðað við umsamin laun fyrir desembersamningana Eyðni Lyfjagjafir með haustinu Landlæknir hefur tilkynnt að með haustinu verði farið að gefa eyðnismituðum einstaklingum lyfið AZT í tilraunaskyni. Lyf þetta er ekki talið geta læknað sjúkdóminn en sérfræð- ingar telja það geta haldið honum að einhverju leyti niðri og seinkað forstigseinkennum. Vonast Landlæknir til að lyfja- gjafir þessar verði frekar til að ýta undir að einstaklingar sem hafa grun um að þeir séu smitaðir komi í mótefnamælingu. Nú er vitað um 32 einstaklinga sem eru smitaðir af eyðni en sam- kvæmt sambærilegum upplýsing- um og prósentureikningum er- lendis frá er talið líklegt að smitaðir einstaklingar hér séu á bilinu tvö til fjögurhundruð manns. -ing Með fastlaunasamningunum hefur okkur tekist að hækka það fólk sem var á umsömdum töxtum svo um munar, sagði GuÖmundurÞ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks um þann árangur sem náðst hefur $ desembersamningnunum og þeim fastlaunasamningum sem siglt hafa í kjölfarið. Gengið hef- ur verið frá fastlaunasamningum flmm hópa innan sambandsins og tveir eru eftir.Tími til fastlauna- samninga rennur út 1. septemb- er. Guðmundur sagði að launa- hækkunin væri mismunandi eftir hópum, en bestu samningarnir hefðu náðst fyrir starfsfólk í um- búðaiðnaði. Þar nemur raun- hækkunin allt að 70% fyrir þá sem starfað hafa 5 ár og lengur hjá sama fyrirtæki, en þá er mið- að við umsamin laun eins og þau voru fyrir desembersamningana. „Við erum alls ekki óánægðir með þennan árangur, en hitt er svo annað mál að okkur finnst launin ennþá lág,“ sagði Guð- mundur. Að sögn Guðmundar hafa samningaviðræðurnar gengið öðruvísi fyrir sig en oft áður þar sefn trúnaðarmenn vinnustaða hafa verið virkari í samninga- gerðinni en oftat áður. Samkvæmt desembersamningi skal fastlaunasamningum vera lokið fyrir 1. september. „Við gerum okkur vonir um að við get- um klárað samningana fyrir 1. september. Við erum ennþá ekki fallnir á tíma,“ sagði Guðmund- ur. Þá sagði Guðmundur að vel kæmi til greina að hefja viðræður um endurskoðun desember- samninganna þrátt fyrir að fastlaunasamningum væri ekki lokið. Talað er um að þær við- ræður hefjist í ágúst. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.