Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 6
MINNING FLÓAMARKAÐURINN Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Til sölu Gömul handverkfæri fyrir tré og járn til sölu. Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 18648 eftir kl. 17. 3 kátir kettlingar hraustir og hreinlegir, indælir og undurfagrir óska eftir góðum heimilum. Móabarö 30, sími 52104, Hafnarfirði. íbúð óskast Hjón með eitt barn óska eftir 2-3 herbergja íbúð hvar sem er í Reykjavík eða nágrenni. Öruggar greiðslur. Vinsamlegast hringið í síma 18583. Vinir og vandamenn verða í Þórsmörk 5.-9. ágúst. Þeir sem vilja slást í hópinn láti vita hjá Bjarna Ólafs. í síma681971 eðaSigrúnuogGullaí síma 41596. Lítil strauvél fæst gefins. Upplýsingar í síma 13226. Kæru kattavinir Nú erum við að verða 6 vikna og allir farnir að pissa í sandinn. Við viljum vera hjá mömmu í a.m.k. 2 vikur í viðbót, því hún á eftir að kenna okkur ýmislegt sem góðar kisur þurfa að kunna. Ykkur sem langar til að eignast lítinn kisustrák er velkomið að koma og skoða okk- ur eða fá upplýsingar um okkur í síma 18114. 4 kisustrákar á Flókagötu Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 35236. íbúð óskast Tvær 25 ára reglusamar stúlkur óska eftir að taka íbúð á leigu. Vin- samlegast hringið í síma 10099 milli kl. 5 og 7. Sósíalískt neyðarkall Miðaldra komma vantar nú þegar 3-4 herbergja íbúð í 6-12 mánuði. Erum 3 í heimili (á götunni). Fækkið ekki geirfuglunum frekar. Upplýs- ingar í síma 72399, Sigurður. Til sölu 3 sæta sófi á kr. 1.000, sófaborð á kr. 500, barnarimlarúm á kr. 1.000 og kaffivél á kr. 700. Upplýsingar í síma 621454 eftir kl. 17. Hljómfiutningstæki til sölu 3 ára Toshiba samstæða með splunkunýjum leysispilara. Selst á kr. 42.000,- Upplýsingar í síma 17287. Til sölu Philco þvottavél, 6 mánaða gömul. Selst ódýrt vegna brottflutnings. Einnig sófaborð úr furu og IKEA eldhúsborð á mjög hagstæðu verði. Hafðu samband við Hjördísi í síma 19842. Til sölu svefnbekkur með lausum púðum og rúmfataskúffu. Mjög sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 35440 eftir kl. 14. Til sölu baðkar, vaskur og klósett (notað). Einnig borðstofuborð og 4 stólar. Upplýsingar í síma 681182. Óskast keypt Óska eftir að kaupa bílútvarpstæki með segulbandi, ódýrt. Upplýsing- ar í síma 681331 kl. 9-17 og í síma 13462 eftir kl. 18. Til sölu alveg nýr IKEA svefnsófi og tveir samstæðir stólar. Selst saman eða sitt i hvoru lagi. Upplýsingar í síma 13094 e. kl. 20. Hefjið námið snemma Einkatímar í ensku og þýsku. 400 kr. klst. Sími 21665 Jón. Reiðhjól 26“ kvenreiðhjól, 3 gíra í mjög góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 79473 eftir kl. 17. Vel nothæft sv./hv. sjónvarp er til sölu á kr. 2 þús. Upplýsingar í síma 13387. Hjónarúm til sölu frá IKEA (bæsuð fura), 6-7 ára gamalt, með 2 náttborðum og dýn- um. Upplýsingar í síma 20045. Lausar stöður við námsbraut í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands Eftirtaldar stöður við námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: 1) Staða lektors í hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyflækn- ingadeildum. 2) Staða lektors (50%) í hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyflækningadeildum. 3) Staða lektors (50%) í hjúkrunarfræði með hjúkrunarstjórnun sem aðalkennslugrein. 4) Staða dósents í sýkla- og ónæmisfræði, 37% staða til fimm ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 20. ágúst 1987. Menntamálaráðuneytið, 27. júlí, 1987. Útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa Árna Gíslasonar Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 31. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag fslands. Ester Kláusdóttir Ásgeir Árnason Páll Árnason Kristín Árnadóttir Hólmfríður Árnadóttir Anna Pálína Árnadóttir og barnabörn Sigríður Jóhannesdóttir Bryndís Skúladóttir Einar Sindrason Friðrik Rúnar Guðmundsson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Hallmar Freyr Bjamason múrarameistari Fœddur 21.11. 1931 Dáinn 21.7. 1987 „Beysi er dáinn“. Andláts- fregnir vina og þess fólks, sem við höfum alist upp - og starfað með valda ætíð sársauka og þessi orð vinnufélaga míns gerðu svo. Þau tóku eitthvað frá mér, eitthvað sem fór og kæmi ekki aftur. Þegar ég hafði náð áttum eftir þessa harmafregn sá ég þó að mikið var skilið eftir. Minning um góðan dreng og verk hans og störf, sem vissulega flestir hús- víkingar þekkja og hafa notið sjálfir eða börn þeirra. Minning um kjarkmikinn mann, sem gekk ódeigur til verka með óbilandi trú á málstað sinn og hugsjónir. Fyrstu minningar mínar um Frey eru frá barnsaldri, um gjörvilegan rómsterkan ungling, sem greinilega var foringi hópsins og sá sem á var hlustað. Þetta var glaðsinna drengur og gaman- samur án alls yfirlætis. Þetta voru eðliskostir, sem fylgdu honum ætíð við störf og í leik. Freyr var hæfileikaríkur skap- gerðarmaður, eins og hann átti kyn til, en glettni og einstakur hæfileiki til að sjá jafnan það spaugilega hverju sinni, voru honum þó jafnan nærtæk. Freyr var stax á unga aldri ötull félagsmálamaður og leiðir okkar lágu saman í íþróttum og pólit- ísku starfi. Fyrst innan Völsungs í ung- lingastarfi félagsins íþróttum og leik. Þaðan eru margar skemmti- legar minningar eins og um söfnunarferðir fyrir áramóta- brennur félagsins undir rögg- samri stjórn hans. Máttu þá margir gæta þess, að það sem þeir töldu dýrmætar eigur væri ekki dæmt og forgengilegt talið og því snarað upp á Skálamel í brennu. Ekki eru síður minnisverðar margar keppnisferðir í nágranna- bygðir og önnur héruð. Skipti þá ekki alltaf miklu hver höfðu orð- ið úrslit keppninnar þegar heim var haldið, því að þegar Freyr hafði fjallað um atburði dagsins, með sínum sérstöku frásagnar- hæfileikum, skildist manni að úr- slitin höfðu í alla staði verið mjög eðlileg hvort sem þau gengu með eða mót, miðað við öll þau maka- lausu sérkenni sem andstæðingar okkar höfðu haft til að bera og Freyr kunni manna best að lýsa. A hinum pólitíska vettvangi áttum við einnig samleið. Við vorum báðir félagar í Æskulýðs- fylkingunni, félagi ungra sósíal- ista á Húsavík, ásamt mörgum öðrum ungmennum, sem vildu reyna að bæta samfélag okkar undir merkjum sósíalisma og fé- lagshyggju, en Freyr var lengst af formaður þess félags. í Alþýðu- bandalagsfélagi Húsavíkur áttum við einnig samleið. Eins og að lík- um lætur um mann eins og Frey, komst hann ekki hjá því að taka á sig margvísleg ábyrgðarstörf fyrir flokk sinn og sveitarfélag. í sveitarstjórnarkosningum 1962, var Freyr valinn til að skipa þriðja sæti á lista Alþýðubanda- lagsins, sem þá var baráttusæti. Freyr náði kosningu með glæsi- brag, enda naut hann óskoraðs trausts og álits pólitískra sam- herja sinna og fjölmargs ungs fólks af ýmsum pólitískum toga. f tuttugu ár sat Freyr í bæjarstjórn Húsavíkur og gegndi jafnframt fjölmörgum trúnaðarstörfum öðrum á þeim vettvangi og fyrir íþróttahreyfinguna á Húsavík. Síðastliðin 35 ár hefur Freyr verið einn af forystumönnum íþróttafélagsins Völsungs og for- maður þess frá 1978 og til ævi- loka. Á vettvangi æskulýðs- og íþróttamála á Húsavík hefur hann af ótrúlegri elju og ósér- hlífni unnið frábært starf, sem seint verður fullþakkað eða of- metið. Mér er til efs, og vil þó ekki gera lítið úr starfi fjölmargra karla og kvenna að þessum mál- um, að nokkur annar samtíðar- manna okkar á Húsavík hafi lagt fram jafn mikið og óeigingjarnt starf að þessum málum og Freyr Bjarnason. Þar er nú skarð fyrir skildi, sem hann var, og kann að reynast sem stundum áður, að það verði vandfyllt þegar jafn ágætur liðs- maður er horfinn af vettvangi. Eins og eðlilegt er, með jafn áberandi mann og Freyr Bjarna- son var í okkar samfélagi, þá var hann á stundum umdeildur. Hjá slíku verður sjaldan komist þegar menn standa í fararbroddi og það var ekki hálfvelgja eða lognmolla þar sem hann fór. Ég veit að flestir þeir, sem með honum störfuðu að margvís- legum verkefnum fyrr og síðar, munu sakna hans sem eftirminni- legs samstarfsmanns, vinar og fé- laga. Þungur harmur er kveðinn að fjölskyldunni að Sólvöllum 6, og ættingjum, enda sárt að sjá á eftir ástvinum á besta aldri, mitt úr önn dagsins. Með fjölskyldu sinni var Freyr sá möndull, sem flest snerist um. Styrkur þeim sem á þurftu að halda, félagi, vinur og gleðigjafi. Þar er margs að sakna og mikils að minnast. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnu Ingólfsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Snær Karlsson Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við fiskeldisbraut Kirkjubæjarskóla Kirkjubæjarklaustri er laus staða kennara í efnafræði/líffræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 10. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið. Pví skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, því skulu þér þökkuð, bróðir öll hin liðnu ár. 68 18 66 DJOÐVILJINN ' É8 13 33 Blaðburður er 3S2H3HEE3I LAUS HVERFI NU ÞEGAR: ríminn 68 63 00 Bræðratunga Hrauntunga 2-48 Vogatunga Háteigsvegur Langahlíð Flókagata Viðjugerði Seljugerði Hlyngerði Furugerði Espigerði Heiðargerði Hvammsgerði Brekkugerðl Stóragerði ■S S Bakkagerði Steinagerði Skálagerði Stekkir Esklhlið Mjóahlíð Hvassaleiti Háaleitisbraut 68 Akurgerði Grundargerði Búðargerði Sogavegur 2-70 Sogavegur101-212 Borgargerði Rauðagerði Austurgerði Haföu samband við okt Síðumúla 6 0 68 13 33 (Guðm. Böðv.) Hallmar Freyr Bjarnason fæddist í Hallgrímsbæ á Húsavík 21. nóvember 1931. Á Húsavík vann hann allt sitt ævistarf að undanteknum tveimur vertíðum er hann sótti sjó af Suðurnesjum. Foreldrar Freys voru Bjarni Ásmundsson, sem lifir son sinn og Kristjana Helgadóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Bjarni og Kristjana eignuðust sex syni, sem allir lifa bróður sinn, en þeir eru Helgi, Ásmundur, Hall- dór, Hreiðar, Pétur og Jón Ág- úst. Freyr ólst upp á Húsavík við fremur kröpp kjör því oft var þröngt í búi á alþýðuheimilum á þeim tíma. Mótuðust á uppvaxt- arárum þjóðfélagsskoðanir hans, sem einkenndust af samúð með öllum þeim sem minnimáttar eru. Með Frey fellur frá góður drengur. Hann var vel til forustu fallinn og kom það snemma í ljós. Sem dæmi um það má nefna að við drengir á Húsavík, búsettir 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.