Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þjównuiNN
Fimmtudaour 30. júlí 1987 164. tölublað 52. öroangur
LEION
AÐFARS€LLI
SKÓLAGÖNCU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Matarskattunnn
Kaldhæðni á frídegi
Unnið í verslunum á frídegi verslunarmanna? VR: Kaldhœðni
Matarskatturinn á að ganga í
gildi í byrjun næsta mánað-
ar, það er að segja eftir næstu
helgi, og er útlit fyrir að í sumum
verslunum verði starfsmenn
kvaddir til á mánudag að telja
vörur og skipta um verðmiða.
Fyrsti mánudagur í ágúst er hins-
vegar að venju „frídagur versiun-
armanna".
í viðtalið við Alþýðublaðið í
gær segir sölustjóri hjá Hag-
kaupum að tæpast sé um annað
að velja en að hafa fólk í vinnu á
mánudaginn eða hafa lokað á
þriðjudaginn, og væri helgin orð-
in nógu löng samt þótt síðar-
nefndi kosturinn kæmi ekki til.
Baldvin Hafsteinsson hjá
verslunarmannafélagi Reykja-
víkur sagði við Þjóðviljann í gær
að væri kaldhæðnislegt ef nýi
skatturinn yrði til þess aðversl-
unarmenn yrðu á frídegi sínum
að vinna við að hækka vöruverð
til neytenda.
-Við getum auðvitað lítið í
þessu gert nema vakið athygli á
að þetta er lögboðinn frídagur og
ekki hægt að skylda neinn til
vinnu, sagði Baldvin; hans per-
sónulega skoðun væri sú að kaup-
menn ættu heldur að hafa lokað á
þriðjudaginn, -,,það eru ekki svo
margir frídagar hjá verslunar-
fólki fyrir“. -m
Hvalatalning
Reykjavíkursími
Undanþagur fyrir tekjulága
Borgarráð Reykjavíkur ítrek-
aði á fundi sínum í gær mótmæli
við nýrri gjaldskrá Pósts og síma,
og fór fram á að elli- og örorku-
þegar í höfuðborginni yrðu að
minnsta kosti undanþegnir fækk-
un umframskrefa.
Þeir tekjulægstu í þeim hópi fá
nú 300 umframskref innifalin í
venjulegu gjaldi, en til stóð að
fækka skrefunum niðrí 200. Á
fundi tveggja borgarráðsmanna
fyrir helgi með yfirmöanum Pósts
og síma munu hinir síðamefndu
hafa aftekið að stokka upp gjald-
skrána en tekið vel í að athuga
um undanþágurnar.
4000 hvalir
Jakob Jakobsson: Erum ekki að veiðasíðasta
hvalinn. Jóhann Sigurjónsson: Niðurstaða úr
talningunni að vori
Eg get fullyrt að við erum ekki
að veiða síðustu hvalina þó
svo að við stundum áfram hval-
veiðar í vísindaskyni, sagði Jakob
Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar á blaða-
mannafundi í tilefni „vertíðar-
loka“ viðamikillar hvalatalningar
á Norður-Atlantshafi, sem fimm
ríki stóðu í sameiningu að, en ís-
lensku rannsóknaskipin sem þátt
tóku í þessum athugunum komu
til hafnar í fyrradag, að loknu 5
vikna úthaldi.
- Það er vitanlega ekki neitt
hægt enn að segja um ástand
hvalastofnanna. Það á eftir að
fara yfir öll rannsóknargögnin og
vinna úr þeim. Við áætlum að
niðurstöður liggi fyrir eigi síðar
en í maí á næsta ári, eða fyrir fund
Alþjóða hvalveiðiráðsins. Af
hálfu íslendinga voru greindir
4000 hvalir og þar á meðal nokk-
ur fjöldi tegunda sem taldar hafa
verið í bráðri útrýmingarhættu,
sagöi Jóhann Sigurjónsson sjáv-
arlífíræðingur, en hann var
leiðangurstjóri á Árna Friðriks-
syni, sem þátt tók í talningunni.
Af íslands hálfu tóku þrjú skip
þátt í talningunni, auk flugvélar.
Islensku skipin töldu hvali á
djúpslóð í hafinu kringum ísland
og allt norður undir Jan Mayen
og suður á Rockall svæðið.
Flugvél kannaði fjölda hvala á
svæðinu allt í kringum fsland út
að 600 metra dýptarlínu.
Auk íslendinga tóku Færey-
ingar, Danir, Norðmenn og
Spánverjar þátt í talningunni og
taldi hver þjóð á afmörkuðum og
nærliggjandi hafsvæðum. -rk
Galtalækur
20 ára bindindi
Bindindismótið í Galtalæk verður haldið í
tuttugasta sinn um verslunarmannahelgina.
Fjölskylduhátíð án vímugjafa
Að vanda verður mikið um
dýrðir um verslunarmanna-
heigina á bindindismótinu í
Galtalækjarskógi. Siíkar sam-
kundur hafa verið haldnar allt frá
1967 í Galtalækjarskógi og er
Opinberar stöður
Aðeins árið
Akveðið hefur verið að setja
forstöðumann Listasafns íslands í
aðeins eitt ár þegar hann verður
ráðinn í haust.
Segir í frétt frá menntamála-
ráðuneytinu að ráðherra ætli á
næsta þingi að flytja frumvarp um
tímabundna ráðningu í starfið.
Hingaðtil hefur forstöðumað-
urinn verið ráðinn ævilangt, en í
málefnasamningi stjórnarinnar
er gert ráð fyrir að æviráðningin
verði afnumin í ýmsum opinber-
um störfum. -m
bindindismótið því 20 ára um
versiunarmannahelgina.
I tilefni þess að bindindissmót-
ið er ekki lengur milli tektar og
tvítugs, er mikið við haft í dag-
skrá og skemmtiatriðum. Fjöldi
hljómsveita skemmtir samkomu-
gestum, með söng og spili. Fyrir
eldri kynslóðina sér hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar um að
halda uppi fjörinu, en fyrir ung-
linga er boðið uppá Rauða fleti,
Bláa bílskúrsbandið, Metan og
aðrar ónefndar hljómsveitir.
Bergþóra Árnadóttir mun
troða upp með vísnatónlist,
Kristinn Sigmundsson syngur arí-
ur og háðfuglarnir Ómar Ragn-
arsson, Jörundur og Júlíus
Brjánsson gera sitt besta til að
koma mönnum til að hlæja.
Aðgangseyrir að bindindis-
mótinu er 2.500 krónur fyrir full-
orðna, en 2000 krónur fyrir 13 til
15 ára. -rji