Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Skagfirðingabók „Sjógarðamir komu veltandi inn fjörðinn“ Sextánda bókin komin út fjölbreytt og efnismikil Margur málsverðurinn var dreginn að landi úr Drangey, bæði fugl og egg. Tuttugu og eitt ár er nú liðið síðan Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, hóf göngu sína. Þeir sem að því stóðu í öndverðu voru Hannes Péturs- son, Kristmundur Bjarnason og Sigurjón Björnsson. Núverandi ritstjórn skipa þeir Gísli Magnús- son, Hjaiti Pálsson, Sigurjón Páll Isaksson og Sölvi Sveinsson. Ritinu var í upphafi markaður sá bás, að þar verði safnað saman „margvíslegum fróðleik um Skagafjörð og Skagfirðinga. Slíkt efni liggur víða falið en hinsvegar líkindi til að það dreifist um of á prenti eða komi jafnvel ekki fyrir almenningssjónir ef vettvang skortir, þar sem það á best heima.“. Af þessari braut hefur Skagfirðingabók aldrei hvikað. Er sá fróðleikur um „Skagafjörð og Skagfirðinga“, sem dreginn hefur verið saman í þeim 16 bókum, sem út hafa komið, firna mikill og margháttaður. Er óvíst með öllu, og raunar engar líkur til, að margt það efni, sem birst hefur í Skagfirðingabók, hefði nokkurntíma náð augum al- mennings, ef hennar hefði ekki notið við. í því hefti, sem nú er nýútkom- ið og er hið 16. í röðinni, eru 10 þættir. Það hefst á aldarminningu um „Sigurð sýslumann", eins og hann var jafnan nefndur af Skag- firðingum. Höfundurinn er And- rés Björnsson, fyrrum útvarps- stjóri. Sigurður var sýslumaður Skagfirðinga frá 1924-1957 eða í 33 ár, og jafnframt, síðari árin, bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hann var ákaflega vinsæll í Skagafirði, bæði í embætti og utan þess. Hann var í senn mildur dómari og réttlátur. Ágætlega skáldmæltur. Hrókur alls fagnaðar á gleði- mótum. Ég trúi því illa, að nokk- ur sá, sem kynntist Sigurði sýslu- manni, eigi um hann aðrar minn- ingar en góðar. Það er vel við hæfi að minnast Sigurðar í Skag- firðingabók á aldarafmæli hans og það því fremur, sem hann var einn af aðalhvatamönnum að Niðurgreiðslur á mjólk hafa verið mjög breytilegar undanfar- in ár. Við athugun á því, hversu mörgum hundraðshlutum af verðinu þær hafa numið á árun- um 1980-1986 kemur eftirfarandi í ljós. Er hér miðað við mjólk í 1 Itr. umbúðum. í mars 1980 voru þær sem næst stofnun Sögufélags Skagfirðinga. Það hefur Andrés Björnsson nú gert með miklum ágætum svo sem vænta mátti. Hákarlaskipið Haffrúin sigldi frá Siglufirði 9. apríl 1864. Um það bil sólarhring síðar fórst það við Skaga, í norðaustan blindbyl. Skipverjar á Haffrúnni, 11, fór- ust allir. Líkin rak á fjörur, enda mun skipið hafa farist nærri landi, og voru jarðsungin í Ketu. Sigurjón Sigtryggsson, fræði- maður, greinir mjög ítarlega frá þessum hörmulega atburði og þeim eftirmálum, sem af honum hlutust. Fyrir réttum 200 árurn fæddist, á Völlum í Vallhólmi, sagnaþul- urinn þjóðfrægi, Gísli Konráðs- son. Að sjálfsögðu gat Skagfirð- ingabók ekki látið slíkt fram hjá sér fara. Minnist hún Gísla með tvennum hætti. Grímur M. Helgason cand.mag, ritar fróð- Iega grein um Gísla og hið gagn- merka ævistarf hans. Þá er og birt, í fyrsta sinn, kvæði Gísla „Eigin lýsing“ eða „Gaman- geip“. Er það gamansöm sjálfs- lýsing. Fyrsta erindið er þannig: „Mín er regla lífsins Ijót, láni gróða sloppin. Eg ei hugsa’ um annað hót utan að seðja kroppinn. “ SkU.llltWM.viiÓh m' SSsutrta*, Skasnrtinaa Opna úr eiginhandarriti Gísla Kon- ráðssonar að ævisögu sinni. Mynd: Jóhanna Ólafsd. 25% af verðinu. í sept. sama ár um 30%. Á árinu 1981 lækka þær svo aftur niður í um 25%. Árið 1982 hækka þær verulega og ná þá hátt í 40%. Á árinu 1983 fara þær niður í um það bil 25%. í sept. 1984 eru þær komnar í um það bil 10%. Árið 1985 lækka þær lítillega og á sl. ári námu þær Ævistarf Gísla sýnir þó að fleira hefur hann fengist við um dagana en það eitt „að seðja kroppinn". Sjgurjón Páll ísaksson hefur tekið saman og búið til prentunar í Skagfirðingabók fjölmargar heimildir um Halldór Jónsson, sem dómkirkjuprestur var á Hól- um frá 1759 og til dauðadags, 1769, og jafnframt prófastur í Skagafjarðarsýslu. Séra Halldór þótti hinn merkasti maður og hef- ur Sigurjón Páll unnið gott verk með því að draga saman og vinna úr þessum heimildum. Nyrstu bæir, sitt hvoru megin Skagafjarðar, heita Hraun. Er sá einn munur á að Hraun í Fljótum hefur fleirtölumynd en Hraun á Skaga eintölu. Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni, segir frá búskaparháttum þar í tíð afa síns og ömmu, Sveins Jónatans- sonar og Guðbjargar Jónsdóttur, en þau hófu búskap á Hrauni 1883. Sveinn á Hrauni var at- orkusamur bóndi, stundaði sjó- inn ótæpilega og vildi láta verkin ganga. Til marks um ákafa Sveins við að komast á sjóinn segir Rögnvaldur frá því, að eitt sinn rúmum 10% af verðinu. Er það nálægt 'A þess, sem þær námu mest á þessu tímabili. Auðvitað hafa þessar sveiflur haft áhrif á söluna. Minnkandi niðurgreiðslur hafa þýtt hærra verð til neytenda. -mhg sem oftar réri hann í hákarl og var lagst um 4 sjómflur norðaustur af Hraunsmúla. Að stundarkorni liðnu „fór karl að kvarta um að sér væri kalt á öðrum fætinum, og gætti hann að hverju þætta sætti. Kom þá í ljós, að hann hafði farið í tvo sokka á annan fótinn en var berfættur í skinnsokknum á hin- um.“ „Að Flatatungu“ nefnist frá- sögn Þorbjörns Kristinssonar kennara. Þorbjörn var um skeið vinnumaður hjá Oddi bónda í Flatatungu Einarssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, konu hans. Kom þangað 1940. Er frásögn Þor- björns öll yljuð notalegri hlýju og gamansemi. Sjálfur á ég margar minningar um samfundi við Odd í Flatatungu, bæði innan heimila okkar og utan, - og allar góðar. Undrast ég því ekki þótt Þor- björn beri Oddi og heimili hans vel söguna. í Ási í Hegranesi hefur sama ættin búið í full 240 ár. Eftir Ólaf umboðs- og alþingismenn Sig- urðsson bjó þar Guðmundur sonur hans, frá 1891-1936. Bræður Guðmundar voru þrír. Hlutu þeir allir nokkra menntun. Sigurður nam járnsmíði, Gunnar vefnað og Björn auglækningar. Guðmundur einn fór ekki til náms utan heimilis, svo heitið gæti. Þó stóð hugur hans til þess. En faðir hans, aldinn orðinn, taldi sig ekki geta misst hann að heiman. Nokkuð rættist samt úr þótt í litlu væri því þegar Guð- mundur var 18 ára var hann send- ur til náms hjá séra Skafta Jónssyni í Siglufirði. Ekki var þó námstíminn langur, frá nýári til páska. Guðmundur slóst í för með tveimur Fljótamönnum, skíðagörpum miklum, en sjálfur var hann með öllu óvanur á skíðum. Þetta var ísaveturinn 1881, stórhríðar tíðar og allt á kafi í snjó. Greinir Guðmundur frá þessari ferð sinni, sem ekki gekk þrautalaust þótt allt færi vel að lokum. Björn Egilsson frá Sveinsstöð- um segir frá Bjarnastaðafólki í Vesturdal og baráttu Vestdæla fyrir því að fá brú á Jökulsá. Hug- myndina að þeirri framkvæmd átti séra Vilhjálmur Briem í Goð- dölum. Málið átti ekki upp á pall- borðið hjá hreppsnefndinni og beitti hún og fleiri sér mjög gegn því. En Vestdælir létu ekki undan síga og síðsumars 1896 var brú- arsmíðinni lokið. Alla þessa sögu rekur Björn mjög skilmerkilega. Loks er svo grein Sveins Sölva- sonar á Sauðárkróki, sem hann nefnir „Við fugl og fisk“. Sveinn stundaði sjó frá unga aldri og fram á fullorðinsár, ásamt ann- arri vinnu, sem til féll. Segir hann frá sjóferðum sínum ýmsum og öðrum veiðiskap, m.a. fleka- veiðum við Drangey. Eldri menn minnast tveggja mannskaða- veðra, sem gengu yfir Skagafjörð nokkru eftir 1930. Hið fyrra 2. des. 1933, hið síðara 14. des. 1935. í bæði skiptin var Sveinn á sjó, komst í hann krappan, vægt til orða tekið, en bjargaðist þó með áhöfn sinni. í þessu veðri fórst báturinn Maí frá Hofsósi, með 4 mönnum. Mann tók út af öðrum báti og drukknaði hann. Aðfaranótt 14. des. 1935 réru 5 bátar frá Sauðárkróki. Heita mátti blíðuveður og sléttur sjór. Um hádegisbilið daginn eftir reið veðrið yfir eins og hendi væri veifað. Sveinn segir svo frá: „Við vorum rétt lagðir af stað (heimleiðis), þegar ósköpin dundu yfir. Ég hef aldrei séð ann- að eins, sjógarðarnir komu velt- andi inn fjörðinn. Þar sem var spegilsléttur sjór fyrir augnabliki var rokið upp í brimskafla og blindbylur var skollinn á“. í þessu veðri fórust tveir af þeim fimm bátum, sem réru frá Sauðárkróki. Á öðrum þeirra voru þrír og fórust allir. Á hinum voru fjórir. Tveir fórust en tveir björguðust. Frá þessum atburð- um segir Sveinn ákaflega glöggt og skilmerkilega, sem og öðru því, sem á góma ber í grein hans. Er að henni mikill fengur. Og lýkur hér með að segja frá Skagfirðingabók. -mhg Mjólk Miklar sveiflur á niðurgreiðslum Námu á sl. ári u.þ.b. fjórðungi þess sem þœr voru 1982 Fimmíudagur 30. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.