Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTHR 2. deild Eyjamenn á uppleið UBK-ÍBV 2-4 * * ÍBV sýndi í gærkvöldi að enginn skyldi afskrifa þá í baráttunni um 1. deildar sæti að ári, þegar þeir unnu Breiðablik sann- færandi 4-2. Pað sást strax á fyrstu mínútum að það yrðu Vestmannaeyingar sem tækju þrjú stigin með sér heim. Leikur Blika var fálmkenndur og ráðaleysislegur. Elías Friðriksson skoraði fyrir ÍBV á 19. mínútu eftir að Sveinn Skúlason hafði misst boltann klaufalega frá sér eftir aukaspyrnu. Mínútu síðar lék Lúðvík Bergvinsson illa á tvo varnar- menn Breiðabliks og skoraði auðveldlega framhjá Sveini. Á 40. mínútu skorar Hlynur Stef- ánsson 3. mark ÍBV eftir mistök og misskilning hjá Ólafi Björnssyni og Sveini Skúlasyni. Ekki voru liðnar nema 9 mínútur af síðari hálfleik þegar Magnús Magnús- son skorar með góðu skoti af stuttu færi. Vestmannaeyingar tóku miðju, Hlynur Stefánsson brunaði upp kant- inn og gaf góða sendingu fyrir. Þar var Ingi Sigurðsson staddur inní víta- teig Breiðabliks og skoraði af miklu öryggi. Blikar náðu að klóra í bakkann þegar Jóni Þóri Jónssyni var brugðið inn í vítateig ÍBVog dæmt víti. Ólafur Björnsson minnkaði muninn í tvö mörk með því að skora úr vítinu. Pað sem eftir var leiks reyndu Blikar að minka muninn enn ekkert gekk. Maður leiksins: Hlynur Stefánsson ÍBV._______________-ó.St 2. deild Stórleikur Hreiðars Þetta virðist í fljótu bragði frekar eiga eitthvað skilt við sjálfvarnaríþróttir en knattspyrnu, en svo er ekki. Jónas Hallgrímsson og Ólafur Þórðarson eigast hér við í leik Völsungs og ÍA. Mynd: E.ÓI. 1 Staðan í 1. deild: Valur.........12 7 4 1 22-9 25 Þór...........12 7 1 4 23-18 22 (A............12 6 2 4 19-18 20 KR...........11 5 4 2 19-9 19 Fram..........10 4 3 3 15-15 15 KA........... 12 4 2 6 14-12 14 Völsungur....11 3 3 5 11-13 12 (BK...........12 3 3 6 18-25 12 FH............11 3 1 7 11-21 10 Víðir.........11 0 7 4 5-19 7 Markahæstir: PéturPétursson, KR................6 Óli ÞórMagnússon, IBK.............6 HalldórÁskelsson, Þór.............6 Jónas Róbertsson, Þór.............5 HlynurBirgisson, Þór..............5 Björn Rafnsson, KR................5 HeimirGuðmundsson, (A.............5 Sigurjón Kristjánsson, Val........5 PéturOrmslev, Fram................5 HörðurBenónýsson, Völsung.........4 Jón Sveinsson, KA.................4 Valgeir Barðason, (A..............4 Kristján Kristjánsson, Þór........4 Staðan í 2. deild karla ÍR 12 6 2 4 23-17 20 Leittur 11 7 2 2 16-8 20 Víkingur 12 6 1 5 19-18 19 Selfoss 12 5 4 3 23-21 19 Einherji 12 5 3 4 15-18 18 Þróttur 12 6 1 5 24-21 19 UBK 12 5 1 6 14-16 16 KS 12 4 2 6 19-22 14 IBV 11 4 4 3 19-19 16 iBl 12 2 0 10 16-28 6 Markahæstir: HeimirKarlsson, |R..................11 TraustiÓmarsson, Vikingi.............9 HafþórKolbeinsson, KS................7 Jón Gunnar Bergs, Selfossi...........6 1. deild Valgeir sá um Völsunga Skoraði bæði mörk Skagamanna Leiftur-Selfoss 1-1 * * * Selfyssingar gátu hrósað happi að ná stigi af Leiftursmönnum því Hreiðar Sigtryggsson stóð sig sem hetja í marki Selfoss. Leiftursmenn voru mun betri í fyrri hálfleik og snemma í fyrri hálfleik átti Hafsteinn Jakobsson gott skot að marki Selfoss, en Hreiðar bjargaði í horn. Stuttu síðar átti Sigurbjörn Jak- obsson góðan skalla að marki Selfoss, en á ótrúlegan hátt bjargaði Hreiðar aftur í horn. Á 71. mínútu komust Selfyssingar yfir með marki frá Gísla Sigurjóns- syni eftir góðan undirbúning Jóns Gunnars Bergs. Þegar 15 mínútur voru eftir var einum Selfyssingi vikið af leikvelli. Helgi Jóhannsson jafnaði svo fyrir Leiftur þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Eftir að hafa fengið góða sendingu inn fyrir vörn Selfoss og stungið varnarmennina af skoraði hann af öryggi. Selfyssingar bökkuð vel í vörn og náðu að halda jafn- teflinu. Maður leiksins: Hreiðar Sigtryggs- son, Selfossi. -jh 2, deild Slakt á Siglufirði KS-Þróttur 0-1 * Fyrri hálfleikurinn var sá allra leiðinlegasti sem scst hefur á Sigiu- firði. Leikmenn óþarflega grófir og Ólafur Ragnarsson mjög slakur dóm- ari leiksins hafði engin tök á leiknum. Það lifnaði lítillega yfir leiknum í síðari hálfleik og á 55. mínútu átti Gústaf Björnsson hörkuskot að marki Þróttar, en Guðmundur Er- lingsson varði. Stuttu síðar átti Sig- urður Hallvarðsson skot að marki KS, en Axel Gomes varði vel. Það var ekki fallegt markið sern KS fékk á sig. Á 83. mínútu kom bolti fyrir markið í Mark Duffield og inn t eigið mark. Siglfirðingar gerðu allt til að jafna leikinn, en heppnin var með Þrótturum og þeir náðu að halda fengnum hlut. Maður leiksins: Mark DufTield KS. -rb Einn leikur var til viðbótar í 2. deild. ÍBÍ sigraði einherja, 3-2. Þetta er annar sigur ÍBÍ í sumar, en því miður tókst okkur ekki að afla okkur frekari upplýsinga um leikinn. Það var Valgeir Barðason sem sá um Völsungana þegar þeir litu við í heimsókn á Akranesi í gær. Hann kom inná í hálfieik, sem varamaður og skoraði bæði mörk ÍA, með sex mínútna millibili, en Skagamenn sigr- uðu 2-1. Valsmenn virðast nú vera komnir á skrið eftir slæman kafla. Þeir hafa sigrað í tveimur síðustu leikjum, en þó átt í miklum vandræðum með að skora. Þeir sigruðu KA í gær, 2-1, en sá sigur hefði átt að vera stærri. Leikurinn var opinn, en ekki sér- staklega vel leikinn þrátt fyrir góðar aðstæður. Valsmenn voru sterkari aðilinn, en þegar kom að vítateig KA fór allt í vaskinn. Valsmenn áttu öll markverðustu færi fyrri hálfleiks. Sævar Jónsson átti gott skot á 4. mínútu sem Haukur varði vel. Sköntmu síðar komst Sigur- jón Kristjánsson í dauðafæri, en skot hans beint í fangið á Hauki. Njáll Eiðsson fékk þrjú góð færi um miðjan fyrri hálfleikinn. Hann komst einn í gegn, en var of seinn og skömmu síðar átti hann gott skot frá vítateig sem Haukur varði. En það tókst í þriðju tilraun. Guðni Bergsson lék upp allan kantinn og renndi út á Njál, sem skoraði með lúmsku skoti frá miðjum vítateig. Síðari hálfleikurinn var svipaður. Sævar átti gott skot og Guðni lúmsk- an skalla á fyrstu mínútunum, en Haukur sá við þeim. Annað markið kom svo sjö mínút- Valur-KA 2-1 (1-0) * * * Valsvöllur 29. júlí Dómari:Óli Ólsen * * Áhoriendur 874 1-0 Njáll Eiösson (40.mín), 2-0 Sigur- jón Kristjánsson (83.mín), 2-1 Jón Sveinsson (86.mín) Stjörnur Vals: Guðni Bergsson * Sævar Jónsson * Hilmar Sighvatsson * Valur Valsson * Stjörnur KA: Erlingur Kristjánsson * Haukur Bragason * Fyrri hálfleikurinn var mjög daufur og sóknir beggja liða frekar mátt- lausar. Haraldur Hirniksson og Har- aldur Ingólfsson áttu ágæt skot að marki Völsungs, en Þorfinnur varði. Sigurður Lárusson átti svo skalla af stuttu færi, en Völsungar björguðu á um fyrir leikslok. Valur skallaði bolt- ann fyrir fætur Sigurjóns, sem var við vítateig og hann átti ekki í vand- ræðum með að afgreiða boltann í net- ið með föstu skoti, 2-0. En þremur mínútum síðar minnkaði KÁ mun- inn. Gauti Laxdal tók hornspyrnu og Jón Sveinsson kom á fullri ferð og skoraði með föstum skalla. Valsmenn áttu meira í leiknum, en KA-menn vörðust mjög vel og áttu þess á milli ágætar sóknir þótt ekki tækist að skapa sér hættulcg færi. -Ibe Það var mikið fjör i leik Þórs og ÍBK, þótt knattspyrnan væri ekki með allra besta móti. Völlur blautur og háll, en þó brá fyrir góðum köflum í leiknum sem var skemmtilegur á að horfa. Þórsarar voru reyndar óhepp- nir að missa sigur niður í jafntefli, 2-2. Þórsarar fengu óskabyrjun og eftir 23 sekúndur lá boltinn í neti ÍBK. Hlynur Birgisson stal boltanum eftir varnarmistök og renndi honum á Halldór Áskelsson sem skoraði af ör- yggi. Eftir markið sóttu Þórsarar svo stíft, en ekki tókst þeim að nýta góð færi sem þeir fengu. Kristján Krist- jánsson fékk tvö dauðafæri, en Þor- steinn varði. Keflvíkingar áttu einnig sín færi. Rúnar Georgsson komst í gott færi, en Baldvin varði glæsilega. Stuttu síðar jöfnuðu Keflvíkingar. Rúnar gaf fyrir markið og þar kom Peter Farrel og skoraði af öryggi. Rétt undir leikslok var Skúli Rós- antsson borinn af leikvelli cftir slæmt línu. Jónas Hallgrímsson fékk besta færi Völsunga undir lok fyrri hálf- leiks. Hann lék á þrjá varnarmenn og var einn á markteigshorni, en Birkir lokaði markinu með góðu úthlaupi. Valgeir Barðason kom svo inná í hálfleik eins og áður sagði og hann sá um mörkin fyrir Skagamenn. Á 52. mínútu átti Heimir Guðmundsson góða fyrirgjöf, beint á Valgeir sem skoraði með góðum skalla í bláhorn- ið, Sex mínútum síðar var hann aftur á ferðinni. Heimir tók aukaspyrnu og Völsungum gekk hálfbrösulega að hreinsa frá og boltinn barst til Valg- eirs. Hann skaut góðu skoti að marki Völsungs, í varnarmann og þaðan í netið. Eftir mörkin lifnuðu Völsungar að- eins við. Birkir varð að hafa sig allan við til að verja góð skot frá Helga Helgasyni, Birni Olgeirssyni og Herði Benónýssyni. Á tíu mínútum áttu Völsungar sex góð skot að marki ÍA, en Birkir sá við þeim öllum. Skagamenn fengu tvö ágæt færi. Sveinbjörn Hákonarson var einn í miðjum vítateig, en skaut beint í fangið á Þorfinni og Guðbjörn Tryggvason átti góðan skalla sem Þorfinnur varði vel. samstuð og eru jafnvel taldar líkur á því að hann sé fótbrotinn. Þórsarar voru klaufar að skora ekki a.m.k. þrjú mörk ísíðari hálfleik. Sig- uróli komst einn í gegn, en Þorsteinn varði og skömmu síðar stóð Kristján í sömu sporum, en skaut framhjá. Keflvíkingar fengu einnig þokkaleg færi. Baldvin varði vel frá Óla Þór og skömmu síðar bjargaði hann á ótrú- legan hátt. Freyr Bragason komst einn í gegn og skaut í Baldvin. Þaðan fór boltinn uppí loftið og stefndi inn, en Baldvin sýndi ótrúlega snerpu og náði að slá boltann yfir. Þórsarar náðu forystunni að nýju á 77. mínútu. lllynur sendi boltann á Einar Arason og hann renndi boltan- um framhjá Þorsteini. Halldór kom svo og ýtti boltanum yfir línuna, 2-1. En fjórum mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Keflvíkingar nokkuð óvænt. Gunnar Oddsson tók aukaspyrnu og Peter Farrel skallaði boltann inn í markteiginn. Þar áttust þeir við Óli ÍA-Völsungur 2-1 (O-O) * * Akranesvöllur 29. júlí Dómari: Magnús Jónatansson * * Áhorfendur 617 1-0 Valgeir Barðason (52.mín), 2-0 Valgeir Barðason (58.mín), 2-1 Jónas Hallgrímsson (85.mín) Stjörnur ÍA: Birkir Kristinsson * * Sigurður Lárusson * Valgeir Barðason * Stjörnur Vöisungs: Kristján Olgeirsson « Aðalsteinn Aðalsteinsson * Fimm mínútum fyrir leikslok náðu Völsungar að minnka muninn. Sig- urður Halldórsson braut á Herði í vítateig og Magnús Jónatansson dæmdi vítaspyrnu. Jónas Hallgríms- son skoraði af öryggi úr vítaspyrn- unni. Það sem eftir var leiksins skiptust liðin á að sækja, en tókst ekkki að skapa sér verulega hættuleg færi. -SH/Akranesi Þór og Árni Stefánsson og lauk því með að boltinn Iak yfir línuna, 2-2. Þórsarar voru óheppnir að ná ekki að sigra. Þeir áttu ágætan leik. Nói Björnsson átti mjög góðan leik og Baldvin varði oft vel í markinu. Hjá ÍBK var Freyr Sverrisson sprækur og Peter Farrel gerði oft usla í vörn Þórs. -HK/Akureyri Þór-ÍBK 2-2 (1-1) * * * Akureyrarvöllur 29. júlí DómarLFriðgeir Halígrimsson * * Áhortendur1097 1-0 Halldór Áskelsson (Lmln), 1-1 Peter Farrel (35,m(n), 2-1 Halldór Áskelsson, 2-2 Óli Þór Magnússon (86.mín) Stjörnur Þórs: Baldvin Guðmundsson « Nói Björnsson ♦ Stjörnur <BK: Freyr Bragason * Peter Farrel * Fimmtudagur 30. júlí 1987 ÞJÓQVILJINN - SÍÐA 15 ■ ■ i. deild Omggur Valssigur Þó aðeins eins marks munur 1. deild Fjömgt jafntefli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.