Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 4
__________________LEIÐARI_______________ Nýr neysluskattur frá Jóni Baldvin Þegar nýgamla ríkisstjórnin kynnti fyrstu efna- hagsaðgeröir sínar vakti það strax athygli að auknar tekjur í kassann átti að langstærstum hluta að fá beint úr vösum almennings, og var strax á það bent, til dæmis af samtökum launafólks og af Alþýðu- bandalaginu, að hin aukna skattheimta mundi bitna mest á þeim sem fyrir voru verst settir. Nú um mánaðamótin verður lagður á ýmsar mat- vörur tíu prósent söluskattur, sem menn hafa reiknað út að kosti vísitölufjölskylduna tæpar tíu þús- und krónur næsta árið, - en sú ágæta fjölskylda er sem kunnugt er svo sparneytin og útséð í inn- kaupum að helst jafnast á við matarreikningana frægu á Vesturgötunni. Stjórnarflokkarnir ákváðu líka eftir 73 daga stjórnarmyndun að leggja skatt á bifreiðar í hlutfalli við bílþunga, þannig að Síberíustál og tvítugir Merce- dezar eru jafnir glænýjum glæsikerrum fyrir augliti fjárheimtaranna. Þessi skattur hefur fengið þær mót- tökur að lýsa sér best í nýlegu lesendabréfi þarsem stungið var uppá þungaskatti á fólk. Hann kæmi jafn réttlátlega niður og bílaskatturinn og hefði að auki þau jákvæðu áhrif að minnka neysluna og grenna þjóðina. Svo var ákveðið að hækka vexti, væntanlegatil að létta skuldurum sporin í bankann sinn, og svo var ákveðið að skattleggja nýsköpun og framþróun í atvinnulífinu, sennilega til að búa í haginn fyrir 21. öldina. Almenningur stundi við, en hélt þó að nú væri nóg komið. Einhver hlyti að verða hlutur stórfyrirtækja og eignastéttar. Fáum fyrirvinnum datt í hug það sem nú er komið uppá tening að frumkvæði Landsvirkj- unar, að skattur sem heitir því stofnanalega nafni lántökugjald af erlendum lánum gæti snert búreikn- ingana nema afar óbeinlínis. Stjórn Landsvirkjunar segist vegna þessa skatts þurfa að hækka rafmagnsreikninginn hjá fjöl- skyldum í landinu um hálft þriðja prósent. Fái stofnunin ekki undanþágu erfullyrt að ekki borgi sig lengur að breyta gömlum erlendum lánum henn- ar í ný, þótt við það lækkuðu vextir töluvert, þannig að vegna lántökugjaldsins verður viðhaldið óhag- stæðum erlendum lánum. Þjóðhagslegur ávinningur yrði semsé minni en enginn af þeirri aðgerð sem einmitt var ætlað að draga úr erlendri skuldasöfnun. Fjármálaráðherra sagði um þetta hér í Þjóðviljan- um að auðvitað hlyti þessi skattur að koma einhvers staðar niður, - það væri svo hverrar stofnunar og fyrirtækis um sig að „meta það hvernig það vill haga sínum rekstri án þess að velta auknum kostnaði sjálfkrafa yfir á aðra“. Fjármálaráðherra lagði til að Landsvirkjun mætti þessu gjaldi með því að fresta Blönduvirkjun enn einu sinni. Menntamálaráðherra sagði um þetta hér í Þjóðvilj- anum að það hefði verið hverjum manni Ijóst að gjaldið mundi hækka rafmagnsverð. Menntamálaráðherra sagði ekki vera efni til að fresta Blönduvirkjun. Iðnaðarráðherra sagði um þetta hér í Þjóðviljanum að ákvörðun um hugsanlega undanþágu væri alger- lega í höndum fjármálaráðherra. Iðnaðarráðherra sá ekki ástæðu til að ræða neitt um Blöndu. Reykjavík á stóran hlut í Landsvirkjun, og borgar- stjóri mun hafa verið frumkvöðull að því að Landsvir- kjun óskaði eftir viðræðum við ríkisstjórnina vegna lántökugjaldsins. Borgarstjóri segir að ef ríkisstjórnin ætli sér að nota Landsvirkjun, - og þarmeð almenna rafmagnskaupendurá íslandi —, sem mjólkurkú hljóti borgin sem meðeigandi að fá að mjólka líka. Hvað er hér á seyði? Hvað hefur gerst? Var Jón Baldvin Hannibalsson kannski plataður? Reiknaði Jón Sigurðsson ekki rétt í pappírsflóðinu mikla? Er Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar að snúa á fjármálaráðherra? Er komið upp ósætti milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins um hinar frægu fyrstu aðgerðir eftir mánaðar- sambúð í Stjórnarráðinu? Lántökugjaldið, sem á pappírnum er lagt á stofn- anir og fyrirtæki, reynist í raun enn einn neysluskatt- urinn. Jón Baldvin Hannibalsson, sem á pappírnum er jafnaðarmaður, reynist í raun enn einn Þor- steinninn í fjármálaráðuneytinu. -m KUPPT OG SKORHD Hernema Sov- étríkin ísland? Eymdarvælinu um náttúru- lögmál stigmagnandi vígbúnað- arkapphlaups ætlar seint að linna. Það er með ólíkindum hvað greindustu menn geta litið gagnrýnislausum augum á fræði- legar útlistanir vígbúnaðarsinna um óhjákvæmileik hinna nýju vopna, rétt eins og óseðjandi hít hergagnaiðnaðarins sé farin að stjórna vitsmunum þeirra. Ný rödd í þessum eymdarkór kom fram í Morgunblaðinu síð- astliðinn þriðjudag, þarsem Ben- edikt Gröndal sendiherra í Stokkhólmi ritar grein undir fyrirsögninni „ísland og hin nýja flotastefna USA“. Sú „nýja flotastefna" Banda- ríkjanna, sem sendiherrann fjall- ar þarna um eins og náttúru- lögmál sem íslendingum hafi láðst að uppgötva, er þó ekki nýrri en svo að rekja má hana rúman aldarfjórðung aftur í tím- ann til ársins 1961, þegar fót- gönguliðið bandaríska yfirgaf Frón með fallbyssur sínar og brynvagna og eftirlét flotanum að gera ísland að útverði banda- rískrar hernaðarútþenslu í N- Atlantshafi með njósnakerfi sínu, fjarstýribúnaði og kjarn- orkukafbátum, sem stóraukið hafa alla spennu í hafinu í kring- um ísland. Eða eins og það er orðað í grein Benedikts: „Öryggi íslands byggist á því að vera hlekkur í varnarkerfi 16 þjóða þar sem viðbúnaður fer eftir að- stæðum á hverjum tíma.“ Guðsgjafir aðstæðnanna „Aðstæðurnar" (eða voru það veðurguðirnir?) hafa eins og Benedikt rekur í greininni fært okkur himnesk tækniundur á borð við AWACS-ratsjárvélarn- ar („meðal annars vegna þess að tvær af fjórum ratsjárstöðvum á landinu höfðu eyðilagst í óveðr- um“), olíutanka og hafnarm- annvirki í Helguvík, K-135 elds- neytisflugvél, sem staðsett er í Keflavík, F-15 orrustuflugvélar „af fullkomnustu gerð“, spreng- juheld skýli, stóraukin fjarskipti og gervihnattasamband og neð- anjarðarstjórnstöð og fleira og fleira. „Allt stuðlaði þetta að því að Keflavík gæti fyrirvaralaust tekið við miklum liðsstyrk og fjölda flugvéla ef til ótíðinda drægi,“ segir Benedikt og gætir þess að minnast ekki á þá grund- vallarbreytingu sem framkvæmd- ir þessar fólu í sér: fsland var orð- ið ómissandi hlekkur í kjarnorku- vopnavígbúnaði Bandaríkjanna á Norðurhöfum, eins og best kom í ljós þegar upplýst var að forseti Bandaríkjanna hefði í mörg ár undirritað sérstaka heimild til flotans um að flytja kjarnorku- vopn til íslands á hættutímum, án þess að íslensk stjórnvöld hefðu nokkurn tíma verið um það spurð. Flotamálaráð- herra í stríði Benedikt Gröndal vitnar síðan í John Lehman flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, „sem er kallaður faðir hinnar nýju flota- stefnu“, en hann sagði: „Svar okkar við ógn sovéskra kafbáta gegn líflínu okkar yfir Atlantshaf getur ekki verið það eitt að koma upp óvirkum kaf- bátavörnum (hvað eru óvirkar kafbátavarnir?) í GIUK-hliðinu. Hin mikla aukning sovéska flot- ans hvað stærð og gæði snertir kallar á algera endurskoðun bandarískrar flotastefnu...Svarið og sú stefna, sem við mótum er ljós: Uppbygging flotans til að endurheimta öll ráð á hafinu og þróun stefnu sem gerir okkur kleift að hafa yfirburði á.norður- og suðursvæðum NATO. Þar með munum við þvinga Sovétrík- in í varnarstöðu." Þessi tilvitnun í flotamálaráð- herra Bandaríkjanna er í raun- inni kjarni málsins. Hún er skrif- uð af manni sem telur sig vera í stríði, og meðal annars fsland er honum tæki til þess að „þvinga Sovétríkin í varnarstöðu“. Benedikt Gröndal er líka á Benedikt Gröndal „Það er athyglisvert í skrifum um öryggisir Norður-Atlantshafs- svæðisins í seinni tíð, að nú er oftar en áðui rætt um þann mögu- leika, að Sovétríkin hernemi ísland í upp- hafi styrjaldar. Hér e fullu í þessu stríði eins og sést best á niðurlagsorðum greinar hans: „Rússarnir koma!“ „Það er athyglisvert í skrifum um öryggismál Norður- Atlantshafssvæðisins í seinni tíð, að nú er oftar en áður rætt um þann möguleika að Sovétríkin hernemi ísland í upphafi styrjald- ar. Hér er ekki átt við nýútkomna skáldsögu, enda þótt höfundur hennar njóti viðurkenningar fyrir þekkingu sína á þessum málum. Þetta nýja tal byggist á því, að Sovétríkin eru nú orðin miklu öflugri en áður, sérstaklega á sjó og í lofti, og þau ráða yfir svo mikilli tækni, að stóraukin virð- ing er borin fyrir þeim. Þessi breyting gerðist árin 1960-80, meðan flotaveldi NATO hnign- aði. Ekki er þetta hræðsluáróður, heldur tæknilega raunhæft og eðlilegt umhugsunarefni. íslendingar hafa ekki fylgst vel með þessari þróun, ekki rætt hana af faglegri alvöru sín á milli eða við aðra, eins og þörf væri. í nýútkominni norskri bók stendur þessi setning um viðhorf íslend- inga: „Það er ekki til nein skýrsla um ísland og flotastefnuna“.“ Stóraukin virðing Það er greinilegt að sendiherr- ann kann ekki að bera virðingu fyrir öðru en vopnum Rússanna, eins og sönnum hermanni sæmir, og sú virðing á ekki til annað svar en fleiri vopn. Benedikt Gröndal og meðreiðarsveinar hans bera fulla ábyrgð á því að nú er verið að kaffæra ísland í vígbúnaði og leiða þjóðina í styrjaldarhugsun- arhátt sem hún hefur aldrei verið spurð um. Með fullum stuðningi sínum við vígbúnaðarkapphlaup- ið hafa þeir lagt sitt á vogar- skálina til þess að fylla hafið í kringum ísland með kjarnorku- vopnum, sem á augabragði geta kippt tilverugrundvellinum undan íslensku þjóðinni, og það án þess að til styrjaldarátaka komi. Hendur úr ermum Morgunblaðsins Leiðarahöfundur Morgun- blaðsins getur af skiljanlegum ástæðum ekki dulið aðdáun sína á framlagi Benedikts Gröndals til hins heilaga stríðs. Það sé í raun ekki forsvaranlegt að ekki sé til nein „skýrsla um ísland" fyrir norsku herfræðingana. Hins veg- ar lofar blaðið því að þetta standi nú allt til bóta, því sú grundvall- arbreyting hafi orðið á síðari árum, að utanríkisráðuneytið „hafi nú á að skipa nokkrum mjög hæfum mönnum sem sér- staklega hafi lagt stund á herfræði og alþjóðleg öryggismál... f ljósi þess að skilningur virðist hafa aukist upp á síðkastið á þýðingu þessa starfs og meiri samstaða er um grundvallaratriði okkar ör- yggismála en nokkru sinni áður, má ætla að aðstæður séu nú heppilegar til að láta hendur standa myndarlega fram úr erm- um“. Þeim Benedikt Gröndal og Birni Bjarnasyni yrði trúlega ekki skotaskuld úr því að hrista litla skýrslu um fsland fram úr erminni. „Frekja og níska“ Undarleg frétt birtist á forsíðu Þjóðviljans í gær, þar sem starfs- menn Flugstöðvarinnar í Eyjum báru sig illa vegna „frekju og nísku“ þeirra erlendu ferða- manna sem legðu leið sína til Eyja. Frekjugangur þeirra er svo gegndarlaus, segir í fréttinni, að þeir neita að hypja sig út úr flug- stöðinni, þegar flugsamgöngur falla niður vegna veðurs og enga flugvél er að fá. Til þess eru flugstöðvar að veita þeim skjól sem bíða eftir seinkuðu flugi, það vita allir sem notað hafa flugsamgöngur hvar sem er í heiminum. Þeir fslend- ingar, sem vísað yrði á dyr í er- lendri flugstöð vegna seinkunar á flugi, myndu vafalaust telja slíkar móttökur hina mestu frekju. Það hvarflar að manni við lest- ur slíkra fordóma í garð útlend- inga , að íslendingar hafi ekki enn náð sér nægilega eftir áþján hinnar dönsku nýlendustjórnar til þess að geta umgengist aðrar þjóðir uppréttir og af fullri virð- ingu. - ólg þlOÐVILHNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyn). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Utlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreið8lu-ogafgreið8Íustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreið8la: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjáimsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr, Helgarblöð: 60 kr. Áskrlftarverð á mónuðl: 550 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. Júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.