Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR m ÖRFRÉTTER hu Loksins kólnaði á Grikklandi. Síöustu tíu daga hefur hitinn aldrei mælst lægri en 40 gráður á selsíus en mestur oröiö 47. í gær féll hitinn niður í 35 gráöur. Að minnsta kosti þúsund manns hafa látið lífið af völdum hins óbærilega hita og heil miljón Aþeninga flúöi borgina og leitaði kuls uppí fjöllum og niðrá strönd- um. Neyðarástand ríkir í kirkju- görðum höfuðborgarinnar þar sem enn á eftir að greftra 285 lík. 30 ár eru liðinn frá því einræðisherrann Papa Doc Duvalier stofnaði hinn illræmda einkaher sinn, Tonton Macoutes, sem murkaði lífið úr tugþúsundum Haitibúa alveg þangað til Baby Doc Duvalier hrökklaðist frá völdum í fyrra. Af því tilefni efndu íbúar höfuðborg- arinnar Port-au-Prince til mót- mæla gegn núverandi valdhöfum sem þeir segja litlu skárri en feðgana. Blökkukona lést í gær í fangelsi í Suður-Afríku en þar hafði henni verið haldið í 11 mánuði án þess að réttað væri í máli hennar. Yfirvöld standa á því fastar en fótunum að bana- mein hennar hafi verið hjartaslag og tekur lögfræðingur hennar í sama streng. Nobandla Bani er fjórða manneskjan sem deyr í dýflissum Pretóríustjórnarinnar eftir að neyðarástandslög voru sett í júní í fyrra en samkvæmt þeim má loka fólk bak við lás og slá án þess að nokkurn tíma komi til réttarhalda. Ajatollah Khomeini ávarpaði á dögunum landa sína sem hyggjast fara í pílagrímsförtil hinnar helgu borg- ar Mekka og notaði tækifærið til að lesa Bandaríkjamönnum lexíu og hvetja múslimi um víða veröld til að liggja ekki á liði sínu í barátt- unni við þennan gamla fjanda sinn. Trúbræðurnir ættu að, hvorki meira né minna, „mölva tennurnar í hvofti Bandaríkj- anna“! Skæruliðar í Afganistan halda því fram að sovéskar og afganskar hersveitir hafi hafið stórsókn á hendur sér í nágrenni borgarinnar Kandahar í suðurhluta lándsins. Fyrst hafi sprengjum og eldflaugum verið látið rigna yfir áhrifasvæði sín, þvínæst hafi skriðdrekar og her- sveitir slegið hring um svæðið og loks hafi atlagan hafist í fyrradag. Ef fréttir þessar eru á rökum reistar virðist yfirlýsing Najibull- ahs forseta á dögunum um ein- hliða vopnahlé Kabúlstjórnarinn- ar ekki hafa komið frá hjartanu. Glatt var á hjalla í Elyseehöll í gærkveldi en þar stigu Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta, og Fra- ncois Mitterrand Frakklandsfor- seti léttan dans í tilefni undirritun- ar samkomulags um göng undir Ermarsundið. Þar með er ekkert því að vanbúnaði að fram- kvæmdir hefjist en nú eru tvær aldir liðnar síðan hugmyndinni var fyrst hreyft. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið árið 1993. Tsérnóbýl Yfirmenn dæmdir Igær lauk réttarhöldunum yfirfyrrum yfirmönnum kjarnaversins við Tsérnóbyl Fyrrum yfirmaður kjarnavers- ins við Tsérnóbyl og tveir undirmanna hans voru í gær dæmdir í tíu ára vinnuþrælkun við iok réttarhaldanna í málum þeirra. Þetta er nákvæmlega sú refsing sem saksóknarinn fór fram á. Þrír iægra settir starfs- menn versins hlutu vægari dóma, fimm ára þrælkun hver. Forstöðumaðurinn fyrrver- andi, Viktor Bryukhanof að nafni, fyrrum yfirverkfræðingur- inn Nikolai Fomin og sá sem gekk honum næstur, Anatolí Dyatlof, voru allir fundnir sekir um að hafa þverbrotið öryggisreglur kjarnversins og bera því ábyrgð á hve illa fór. Alkunna er að 31 maður lét lífið í slysinu og flytja þurfti 135 þúsund einstaklinga á brott frá heimilum sínum í nágrenni vers- ins sökum geislunar. Einnig olli slysið verulegum búsifjum víða í Vestur-Evrópu. Málaferlin stóðu yfir í þrjár vikur og var fréttamönnum meinaður aðgangur. 40 menn báru vitni, þar af 9 fórnarlömb slyssins. í gær hélt síðan Raimond Brize dómari langa ræðu þar sem hann gagnrýndi Bryukhanof harðlega fyrir mistök við brottflutning starfsmanna eftir slysið og kvað mörgu hafa verið ábótavant við rekstur versins þegar það laut hans stjórn. Við upphaf réttarhaldanna í úkraínska smábænum Tsérnóbyl. Frá vinstri: Bryukhanof, Dyatlof og Fomin. Þeir voru allir dæmdir til tíu ára vinnuþrælkunar. „Verið virðist hafa verið meira og minna stjórnlaust og yfirmenn hefur gersamlega skort ábyrgð- artilfinningu,“ sagði dómarinn ábúðarfullur og bætti því við að sér væri kunnugt um að starfs- menn hafi gjarna spilað á spil og stundað bréfaskriftir þegar þeir áttu að vera að vinna. Bryukhanof og félagar sýndu engin svipbrigði þegar dómarnir voru kveðnir upp. Þeir höfðu við- urkennt að sem yfirmenn hlytu þeir að bera ábyrgð á því sem miður fór en kváðust ekki vera sekir um glæpsamlegt athæfi. Blaðafulltrúi réttarhaldanna, Anatólí nokkur Kovalenko, full- yrti í gær að þrenn önnur réttar- höld stæðu fyrir dyrum vegna slyssins. Þeim væri ætlað að grafast fyrir um það hverjir bæru ábyrgð á tæknigöllum í verinu, hverjir bæru ábyrgð á að brott- flutningur og aðhlynning fólks fór í handaskolum fyrstu dagana eftir slysið og hverjir væru ábyrg- ir fyrir mistökum í öryggisgæslu eftir að ógæfan dundi yfir. Hann gat þess ekki hvar og hvenær rétt- arhöldin yrðu né hverjir yrðu dregnir fyrir dóm. Afvopnun Tilboð rekur tilboð Sovéska sendinefndin í Genf: Fœkkun langdrœgra kjarnflauga og niðurfall stjörnustríðsáforma haldist í hendur Formaður sovésku sendinefnd- arinnar á afvopnunarfundi risaveldanna í Genf, Aiexei Obukhof, greindi í gær frá því að hann og félagar hefðu gert banda- rískum kollegum sínum tilboð í gær um fækkun langdrægra kjarnflauga og takmörkun geimvígbúnaðar. „Sovétmenn hafa gert viðsemjendum sínum enn eitt tilboðið, að þessu sinni Igær undirrituðu Junius Jayew- ardene, forseti Sri Lanka, og Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, umdeildan samning sinn um vopnahlé tamílskra upp- reisnarmanna og stjórnarhersins á Sri Lanka. Þetta gerðist í Kólombó, höf- uðborg eyrikisins, en þar hefur allt logað í átökum andstæðinga samkomulagsins og lögreglu tvo síðustu daga. Tugir þúsunda virtu útgöngubann stjórnvalda að vett- ugi í gær og flykktust til miðborg- arinnar þar sem skarst í odda með þeim og lögreglu. Hinir síðar- nefndu hófu skothríð þegar slagsmálin voru í algleymingi og féllu að minnsta kosti fimmtán manns. Eftir að hafa skrifað nöfn sín á plaggið efndu Gandhi og Jayew- viðvíkjandi geimvopnum,“ sagði hann. Einn af fulltrúum Bandaríkja- manna, Henry Cooper, játaði að ýms nýmæli væru í samnings- drögunum en kvað augljóst að Sovétmenn væru enn við það sama heygarðshornið að vilja koma geimvarnaáætlun stjórnar sinnar fyrir kattarnef og blanda ardene til sameiginlegs blaða- mannafundar þar sem Indverjinn jós forsetann lofi og kvað hann hafa sýnt framúrskarandi rögg- semi og hugrekkí með því að knýja fram samkomulag. En Jayewardene sagðist hafa gert sig sekan um heimsku með því að fallast ekki á vopnahléstill- ögurnar áður en í óefni var komið og 6 þúsund landar hans lágu í valnum. Hann kvaðst ætla að bera samninginn undir þingmenn en ef þeir settu sig upp á móti honum myndi hann rjúfa þing og efna til kosninga. Hann var spurður um ástæður fyrir mót- mælurn Singalesa og svaraði hann þá stutt og laggott: Fáfræði! Samkvæmt samningnum gen- gur vopnahlé í gildi milli stjórnar- hersins og tamílskra skæruliða henni í umræðurnar um lang- flaugarnar. „Þeir vilja takmarka geimvarn- aáætlunina, helst koma í veg fyrir að hún verði framkvæmd. Það er ljóst. En það liggur einnig í augum uppi að forseti vor mun ekki láta undan þessum þrýst- ingi.“ Talið er að Bandaríkjamenn og Sovétmenn eigi um 10,500 innan tveggja sólarhringa frá undirritun. Skæruliðum ber að afhenda vopn sín innan þriggja sólarhringa og þvínæst munu her- sveitir stjórnarinnar yfirgefa stór- an hluta Jaffnaskagans, svæði sem þeir náðu á sitt vald fyrir skömmu, og halda til herbúða í suðri. Starfsmenn Rauða krossins á Indlandi og Sri Lanka rnunu fylgjast með því að leikreglur verði haldnar en þráist skærulið- ar við að leggja niður vopn getur komið til kasta indverskra her- manna. Leiðtogi stærsta skæruliða- hersins, Frelsistígranna, hefur enn sem komið er ekki fallist á samkomulagið en Gandhi kvað þess ekki langt að bíða að hann söðlaði um. kjarnodda í langflaugar hvorir um sig og voru þeir Gorbatsjof og Reagan nærri búnir að semja um fækkun þeirra hér í Reykjavík í fyrra þegar allt strandaði síðan á ágreiningi um stjörnustríðsáætl- un Bandaríkjamanna. „Við erum alveg sannfærðir um það að ef stjörnustríðsáætlun- in kemst á það stig að vopnum verður komið fyrir úti í geimnum þá hefjist vígbúnaðarkapphlaup- ið að nýju, bæði á jörðu og í há- loftunum,“sagði Obukhof í gær. Hann var að því spurður hvað væri nýtt í tillögum Sovétmanna og í hverju þær væru frábrugðnar hugmyndum þeim sem Gorbat- sjof setti fram í Reykjavík. Hann kvað það nýtt vera að þær væru settar fram sem fullmótuð samn- ingsdrög. í þeim væri nákvæm- lega tekið fram hvað mætti og hvað mætti ekki staðsetja úti í geimi, svo sem um flaugar og leisiútbúnað, oggreindi nákvæm- lega frá því hvaða rannsóknir yrðu heimilar viðvíkjandi varnar- vopnum. Allt væri þetta sett fram í því augnamiði að auka vægi ABM samningsins frá árinu 1972 en samkvæmt honum eru varn- arflaugakerfi bönnuð. Obukhof notaði tækifærið og hæddist að tillögum Bandaríkja- manna frá því í fyrradag. „Ég les í blöðunum um einhverjar nýjar tillögur Bandaríkjamanna. Hvaða tillögur skyldu það nú vera?“ Hann sagði að skrifleg til- boð viðsemjenda sinna væru svo almennt orðuð og loðin að ekki væri vinnandi vegur að festa hendur á neinni merkingu, jafnvel þótt menn stingju þeim undir sterka smásjá. -ks. Sri Lanka Samningar undimtaðir Að minnsta kostifimmtán manns biðu banaþegar lögregla skautá mannfjölda sem var að mótmæla samkomulagi valdsmanna á Ind- landi og Sri Lanka um vopnahlé Tamíla og Singalesa Fimmtudagur 30. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.