Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 7
MINNING sunnan Búðarár stofnuðum með okkur félag er við nefndum Drengjafélagið Val. Þeir sem að félaginu stóðu voru á aldrinum 10-12 ára. Ekki man ég hvernig á því stóð að við stofnuðum fé- lagið, en sennilega áttum við ekki samleið með drengjum sem áttu heima norðan Búðarár. Starf- semi félagsins voru margskonar íþróttir og ein tombóla var haldin á ári og andvirðið gefið til gam- alla og fátækra hér í bæ. Auðvit- að var Freyr valinn til forustu ásamt fleirum og aldrei var svo þröngt í gamla Grafarbakka að ekki væri hægt að koma saman þar til félagsfunda ef á lá. A ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Á þessum æskuárum Freys þegar hann horfði upp á fátækt, illa klædda félaga sína í vetrar- kuldum, blauta og kalda í leik og starfi mótuðust þjóðfélagsskoð- anir hans og þær hugsjónir sem hann barðist fyrir sína lífstíð, hugsjónir athafna og samhjálpar. Hann starfaði í félagi Ungra sós- íalista á Húsavík og lét sig aldrei vanta á málfundi er vörðuðu hug- sjónir sósíalista og framtíð Húsa- víkurbæjar. Freyr lærði múrara- iðn og var einn af stofnendum Varða h.f. og sá um bygginga- framkvæmdir á vegum fyrirtækis- ins. Hann var um tíma lögreglu- þjónn, en síðustu árin starfaði hann við verkstjórn hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Hann kvæntist árið 1952 Guð- rúnu Ingólfsdóttur frá Húsavík. Eignuðust þau 5 börn, Þuríði, Katrínu, Ingólf, Jónu Björgu og Svein. Freyr og Guðrún voru ein- staklega samhent. Á sama tíma og þau tóku saman árið 1952, var hann kosinn í Knattspyrnuráð Völsunga og árið 1954 var hann kosinn í aðalstjórn félagsins og formaður félagsins var hann frá árinu 1978. Enginn vafi er á því að sú starfsemi í æskulýðs- og íþróttamálum í 35 ár hefur farið að einhverju leyti fram á heimili þeirra hjóna, þannig að fjöl- skyldan öll hefur tekið þátt í þessu starfi og oft verið ónæðis- samt á heimilinu af þeim sökum. Freyr var kosinn í bæjarstjórn Húsavíkur árið 1962 og var í bæ- jarstjórn ýmist sem aðalfulltrúi eða varamaður í tvo áratugi. Hann var afkastamaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og í bæjarstjórn var hann skemmti- legur ekki síst vegna þess hvernig hann flutti mál sitt og hversu auðvelt hann átti með að koma skoðunum sínum á framfæri. Þó Freyr væri alvörumaður var hann jafnframt gamansamur þegar það átti við. Hann var áhugamaður um fjölmörg mál en stór hluti starfa hans voru helguð æskulýðs- og íþróttamálum. Þau markmið um aðstöðu fyrir íþrótta- og æskufólk hér í bæ sem Freyr barðist fyrir hafa náðst að stórum hluta. Sá hann þar drauma sína rætast að nokkru leyti. Það er erfitt að sætta sig við það, að hann skuli ekki fá að njóta þeirrar aðstöðu sem hann átti svo stóran þátt í að skapa, með því að fylgjast með húsvískri að Húsvík væri ekki það sem hún er í dag ef ekki nyti við hugsjóna- og framkvæmdamanna á borð við Frey Bjarnason. G-listamenn á Húsvík og fjöl- skyldur þeirra, félagar og vinir um áratugaskeið biðja þess að blessun Guðs fylgi Hallmari Frey Bjarnasyni um leið og við vottum eiginkonu, börnum, föður, bræðrum og öðrum vanda- mönnum innilega samúð í sárum harmi. Kristján Ásgeirsson Þegar ég kom til Húsavíkur fyrr á þessu sumri hafði æskuvin- ur minn og leikbróðir Freyr Bjarnason verið fluttur sama daginn helsjúkur til Akureyrar. Hann hafði þennan sama dag hnigið niður við vinnu sína, þrem vikum síðar var hann látinn. Freyr fæddist á Húsvík 21. nóv- ember 1931. Þar ól hann aldur sinn og þar var hans starfsvett- vangur. í þann tíð báru hús á Húsavík nöfn en ekki númer. Lengst af átti Freyr heima í Graf- arbakka og við það hús var fjöl- skyldan kennd. Foreldrar Freys voru Kristjana Helgadóttir Fló- ventssonar á Húsavík og maður hennar Bjarni Ásmundsson sjó- maður og fiskverkandi þar. Graf- arbakkabræður voru sjö talsins og Freyr fjórði í röðinni. Á þeim tíma sem við vorum að alast upp var Húsavík gjarnan í daglegu tali skipt í tvö hverfi. Búðaráin rennur í gegn um bæinn og skiptir löndum í norður og suður. Svo sem gjarnt er með unglingum var nokkur rígur milli bæjarhlutanna. Grafarbakki stóð rétt norðan árinnar, en þó var það svo að Grafarbakkastrákar voru alla tíð taldir tilheyra Suður- bæingum. Þeir höfðu átt þar heima áður og frændur þeirra flestir bjuggu þar. Lífið á Stang- arbakkanum, en við hann var stór hluti af byggðinni í Suður- bænum kenndur, einkenndist af mikilli samheldni fólksins. Flest voru það sjómannafjölskyldur sem oft bjuggu við kröpp kjör. Þar voru menn tilbúnir að að- stoða hverjir aðra Jjegar erfið- leika bar að garði. A Helgastöð- um sem var á Stangarbakkanum bjó í æsku Freys, Helgi Flóvents- son afi hans og Jóhanna Jóhanns- dóttir. Síðar bjuggu þar börn þeirra. Þarna var miðstöð fjöl- skyldunnar og leið vart sá dagur að ekki væri komið við á Helga- stöðum. Þar áttum við krakkarn- ir á Stangarbakkanum jafnan at- hvarf. Helgi var annálaður fyrir skemmtilegheit bæði sem eftir- herma og leikari. Hann var einn- ig góður hagyrðingur. Leikhæfi- leikar hans hafa í ríkum mæli erfst til afkomendanna en Helgi er langafi Hallmars Sigurðssonar leikhússtjóra í Reykjavík. Bjarni faðir Freys var mikill veiðimaður og sjósóknari. Hann hafði einnig all margar skepnur svo sem títt var á þeim tíma. Freyr var honum fylgispakur í umhirðu um kindurnar. Milli fjölskyldna okkar var mikill samgangur og vinátta. Við drengirnir á Stangarbakkanum héldum stíft hópinn og sú vinátta hélst til fullorðinsára. Það kom fljótt fram í þeim félagsskap að Freyr var til forystu fallinn. Ilann var snemma virkur í drengjafé- laginu sem við stofnuðum og kölluðum Val. Krókurinn beygðist því snemma til þess sem verða vildi. Á þeim árum sem við vorum að alast upp var félags- málaáhugi mikill á Flúsavík. Ekki síst voru verkalýðsmál ofarlega á baugi og fjölskyldur okkar mjög tengdar því. Þannig var það umhverfi sem Freyr Bjarnason var alinn upp í, umhverfi samhjálpar og félags- legra lausna. Það var góður skóli fyrir þau mörgu félagsstörf sem hann átti eftir að sinna. Að loknu skyldunámi fór Freyr til sjós og stundaði sjómennsku þar til hann hóf nám í múraraiðn 1960. Sveinsprófi lauk hann 1964 og meistarabréf fékk hann 1967. Upp frá þeim tíma var hann bygg- ingameistari á Húsavík og var í forsvari fyrir fjölda bygginga. Hann stofnaði ásamt fleiri múr- urum byggingafyrirtækið Varða h.f. sem var verktakafyrirtæki og starfaði til fjölda ára á Húsavík. Freyr var jafnan verkstjóri við byggingar þess fyrirtækis. Hin síðari ár hafði Freyr eftirlit með og sá um byggingar Fiskiðjusam- lags Húsavíkur og nú síðast var hann verkstjóri við fiskmóttöku samlagsins. Þannig er sem í stystu máli atvinnusaga hans. En hún segir ekki nema fátt um störf Freys. Hann tók snemma mikinn þátt í félagsstörfum á Húsavík og held ég að á fáa sé hallað þó sagt sé að í það eyddi hann meira af frístund- um sínum en flestir aðrir og allt án endurgjalds. Hann tók mikinn þátt í starfi Leikfélags Húsavík- ur, sem fleiri ættmenn hans og var virkur félagi í Karlakórnum Þrym. En æskulýðsmál höfðuðu þó mest til hans. í stjórn íþrótta- félagsins Völsungs var hann kjör- inn 1952 og formaður þess féíags frá 1979. Starf Völsungs og fram- gangur æskulýðs- og íþróttamála á Húsavík var honum mikið hjartansmál. Manni fannst á stundum eins og hann væri reiðu- búinn að fórna hverju sem var til þess að það starf mætti heppnast. Á þeim tíma sem Freyr var í stjórn þess félags er mér óhætt að segja að enginn hafi átt jafn mik- inn þátt í velgengni þess. Enginn var duglegri að halda uppi barátt- uandanum þegar illa áraði og enginn jafn snjall að halda uppi góðum húmor þegar mest á reið. Það er hverju bæjarfélagi ómetanlegt að eiga slíka eldhuga, eldhuga sem taka hagsmuni fjöldans fram yfir eigin hag. Þau stórvirki sem unnin hafa verið á Húsavík í þágu íþróttamála eru ekki síst hans verk. Gestir þeir sem sóttu Húsavík heim á nýaf- stöðnu landsmóti sáu þau verk. Þeir heimsóttu Víkina í sínu feg- ursta skarti. Freyr gat ekki notið þess sem hann hafði þó svo dyggi- lega að unnið. Hann var þá orð- inn helsjúkur. Það mun þó hafa glatt hann mikið í þessari erfiðu sjúkdómslegu að fá fréttir af því hvað allt hafði gengið vel fram og verk hans í gegnum tíðina höfðu borið jafn tígulegan ávöxt. Æska Húsavíkur og foreldrar fá seint þakkað þessum manni allt það fórnfúsa starf sem hann vann í þágu þeirra. Árið 1962 var Freyr kjörinn bæjarfulltrúi á Húsavík. Hann átti sæti í bæjarstjórn í nærfellt tuttugu ár. Þar hlóðust á hann ótal störf. Hann lét mjög til sín taka í byggingamálum bæjarins og átti sæþ í bygginganefnd frá 1962. Hanh var í forystu í íþrótt- amálum innan bæjarstjórnar og baráttumaður fyrir byggingu íþróttavallar og íþróttahallar eins og fyrr getur. Hann var í bygg- inganefnd Félagsheimilis Húsa- víkur og rekstrarnefnd þess. Hann var í stjórn Hótels Húsa- víkur frá 1978. Þannig mætti enn halda áfram langri tölu um störf Freys sem bæjarfulltrúa. Við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar gaf hann ekki kost á sér til endur- kjörs en átti áfram sæti í nokkrum nefndum á vegum bæjarins. Þrátt fyrir öll þau störf sem hér hafa verið rakin átti Freyr sér hugðar- efni sem veitti honum oft mikla hvíld og ánægju í önnum dag- anna. Hann hafði mikla náttúru til búskapar og hafði nautn af því að umgangast sauðfé og hesta. Hann var alinn upp við búskap og nú hin síðari árin átti hann nokkr- ar kindur og hesta hefur hann lengi átt. Hann var formaður Fjáreigendafélags Húsavíkur, virkur þar sem annars staðar. Heimur rollukarlanna var honum dýrmætur. Þar gafst tóm til af- slöppunar og þó bústanginu fylgdi aukið álag var í því ákveðin fullnæging, ákveðin lífsnæring. En hvernig var svo maðurinn sjálfur? Skapríkur hugsjónamað- ur, frábær húmoristi. Mikill heimilisfaðir og fjölskyldumað- ur. Hafði mikinn metnað fyrir sitt bæjarfélag, og félagshyggjumað- ur fyrst og fremst. Frásagnarlist hans var viðbrugðið svo sem er um fleiri afkomendur Helga Fló- ventssonar. Stundir með þeim frændum Frey og Sigurði Hallmarssyni eru öllum ógleym- anlegar sem á hlýddu. í mannfagnaði var Freyr öllum mönnum skemmtilegri enda oft hans hlutskipti að stýra samkom- um og vera veislustjóri. En Hallmar Freyr stóð ekki einn í sinni lífsbaráttu. Árið 1952 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu H. Ingólfsdóttur Helgasonar trésmíðameistara á Húsavík og konu hans Þuríðar Halldórsdóttur. Guðrún hefur staðið með manni sfnum í blíðu og stríðu og oft hefur reynt á í harðri pólitískri baráttu og enda- lausu félagsstarfi, stundum mis- jafnlega metnu. Án hennar hjálpar hefði Freyr ekki komið því í verk sem hann gerði. Hún var kletturinn í vonbrigðunum þegar illa horfði um framgang mála. Þetta var Frey ómetanlegt enda talaði hann oft um það. Hún á nú á bak að sjá þessum lífsförunaut sínum langt um aldur fram. Það er mikill missir og sár harmur. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru uppkomin, Þu- ríður fóstra búsett á Húasvík, Katrín ritari búsett í Garðabæ, Jóna Björg fóstra búsett á Húsa- vík. Ingólfur íþróttakennari bú- settur á Húsavík og Sveinn kjöt- iðnaðarnemi búsettur á Húsavík. Söknuður þeirra er mikill svo og barnabarnanna sem nú fá ekki lengur notið afa síns. Svo er einn- ig um háaldraðan föður sem nú sér á bak syni sínum. Á heimili Guðrúnar og Freys var jafnan mannmargt enda gestkvæmt.Á hverju ári komum við hjónin þangað í heimsókn auk þess að vera þar tíðir gestir meðan við bjuggum á Húsavík. Þangað var alltaf jafn notalegt að koma og njóta samvista við þau hjónin á fallegu heimili þeirra á Sólvöllum 6. Það var okkur tilhlökkun í hvert skipti sem við komum til Húsavíkur. Þau kynni öll og ó- rofa vináttu frá bernsku vil ég þakka. Húsavík á nú á bak að sjá ein- um af sínum mætustu sonum, manni sem ekki lét deigan síga fyrir bættum hag staðarins. Völs- ungar hafa misst foringja sinn en minningin um góðan dreng verð- ur þeim hvatning. Rúna mín, mikill harmur er kveðinn að þér og fjölskyldu ykk- ar við svo skyndilegt brotthvarf ástvinar. En minningin lifir um góðan dreng í verkum hans og í samvistum ykkar. Guð blessi hann og ykkur öll. Kári Arnórsson Freyr Bjarnason er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykja- vík 21. júlí s.l. Hann fæddist 21. nóvember 1931 og var þvíaðeinsá56. aldur- sári, þegar kallið kom. Það eru ekki ýkja mörg æviár, en á þeim árum skapaði hann mjög lifandi sögu í huga okkar, sem þekktum hann. Hann lét til sín taka og varð þekktur maður fyrir störf að félags- og æskulýðsmálum. Hann var fæddur og uppalinn á Húsavík og á Húsavík átti hann heima alla sína ævi. Hann unni sinni heimabyggð og Húsavík og æsku hennar vann hann það sem hann vann. Hann var knúinn til starfa sinna af mjög heitum huga og því var hjarta hans mikið bæði í fögnuði og mótbyr. Hann gladd- ist innilega, þegar Völsungum vegnaði vel og tók nærri sér, þeg- ar miður gekk. Hallmar Freyr varð félagsmað- ur í íþróttafélaginu Völsungi árið 1947 og í félaginu voru honum snemma falin trúnaðarstörf. Hann var kosinn í knattspyrnu- ráð félagsiris 1952 og í aðalstjórn í. F. Völsungs var hann kosinn á aðalfundi 6. október 1954, og var síðan stjórnarmaður samfellt allt til æviloka. Hann gegndi þannig stjórnarstörfum í félagi sínu í 35 ár og var formaður þess frá árinu 1978. f þann tíma er Hallmar Freyr var að alast upp á Húsavík, þá var flest fólk á íslandi fátækt af ver- aldarauði. Fólk á Húsavík fór ekki varhluta af þeirri fátækt. Samt sem áður kemur fram í ný- legu blaðaviðtali við Frey að hon- um var Húsavík mjög fallegur heimur á æskuárunum. Þann fal- lega heim vildi Freyr varðveita með æskufólki á Húsavík og að fiví vann hann með starfi sínu í þróttafélaginu Völsungi næstum alla starfsævi sína. Hallmar Freyr Bjarnason er horfinn af vettvangi en íþróttafé- lagið Völsungur hefur notið verka hans og mun enn njóta þeirra um langa framtíð. æsku í starfi og leik. Eitt er víst, Fimmtudagur 30. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 í. F. Völsungur Alþýðubandalag Vesturlands Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vest- urlandi verður farin um verslunarmanna- helgina. Fyrirhuguð ferðaáætlun er þannig: Laugardagur 1. ágúst: Brottför frá Skag- anesti á Akranesi kl. 9.00 og frá Borgarnesi kl. 10.00. Ekið norður í land og gist í Eddu- hótelinu á Hrafnagili í tvær nætur. Sunnu- dagur 2. ágúst: Ekið um Eyjafjörð og farið útíHrísey. Mánudagur3. ágúst: Heimferð. Svefnpokagisting og gisting í tveggja manna herbergjum. Skráningu annast: Garðar, Akranesi s. 12567, Halldór, Borgarnesi s. 71355, Skúli, Hellissandi s. 66619, Jóhannes, Ólafsvík s. 61438, Matthildur, Grundarfirði s. 86715, Þórunn Stykkishólmi s. 81421 og Sigur- jóna,Búðardal s. 41175. Síðustu forvörð að skrá sig í dag. Stjórn kjördæmisráðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.