Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Blaðsíða 9
SVONA GERUM VID MINNING Gunnar Guðmundsson raftæknir Fæddur 9. apríl 1947 Dáinn 23. júlí 1987 Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slœr dýrlegum roða á óttuhimininn bláan - og lof sé þér, blessaða líf, og þér, himneska sól, og lof sé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. (Guðmundur Böðvarsson) Fimmtudaginn 23. júlí sl. barst okkur sú sorgarfregn að mágur okkar Gunnar Guðmundsson hefði farist í flugslysi við Blönduós fyrr um daginn, ásamt þremur öðrum. Mann setur hljóðan við slíka helfregn og hug- urinn leitar til baka. Gunnar var fæddur og uppal- inn í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Þ. Björnssonar mál- ara, og Sigurveigar Stellu Kon- ráðsdóttur. Hann lauk raftækni- námi frá Tækniskóla íslands um áramótin 1978-’79. Stofnuðu þeir Friðrik Dungal fyrirtækið Rafmótun s/f á árinu 1984 og ráku það í sameiningu til dauðadags. Gunnar var kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur og áttu þau saman eina dóttur Asu Dagnýju fædda 1975. Gunnar átti einn dreng fyrir, Stein fæddan 1970. Gunnar var félagslyndur mað- ur, virkur og starfsamur, þó ekki léti hann mikið á sér bera. Ungur fékk hann brennandi áhuga á knattspyrnu og gekk í Knattspyrnufélagið Fram og keppti og starfaði dyggilega fyrir það félag alla tíð síðan. Einnig tók Gunnar virkan þátt í starfi Alafosskórsins. Eftir að fundum okkar bar saman kom fljótt í ljós, að hann var ávallt boðinn og búinn að veita alla þá aðstoð sem hann gat, er til hans var leitað. Gunnar var skapgóður og jafn- lyndur, ávallt hress og viðræðu- þýður en þó mikill baráttumaður í starfi og leik. Erfitt er að lýsa tilfinningum okkar á þessari stundu, en minn- ingin um Gunnar mun lifa, minn- ing um góðan dreng. Eiginkonu hans Kolbrúnu, börnunum Steini og Ásu Dagnýju, foreldrum og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásmundur, Eyjólfur, Torfi Mig langar að minnast bróður míns með fáeinum orðum. Gunnar Guðmundsson var fæddur 9. apríl 1947 og því nýlega orðinn fertugur að aldri þegar kallið kom með svo hörmulegum hætti. Maður verður svo van- máttugur og skortir orð. En myndir og minningar koma upp, svo ótal margar. Góðar, hlýjar og jafnvel broslegar, það gefur styrk. Ég er lítið eitt eldri og því man ég þegar hann kom sem sólarg- eisli inn í líf mitt. Ég man fyrstu sporin, hlaupin og hláturinn, matrósafötin með flautunni og fyrstu jakkafötin því þá var mað- ur orðinn fullorðinn. Umhverfið var frjálslegt og börn gátu leikið sér nánast allsstaðar. En ábyrgð stórusystur var mikil að mér fannst. Það var stundum brosað kank- víslega til mömmu þegar hún hafði þennan litla snáða með í strætó. Það mátti rétt greina fal- legu augun og brosið frá plástrum og skeinum. Ég átti líka einlæga aðdáun hans þegar ég lærði að hjóla á stóra hjólinu hans pabba, auðvitað undir stöng. Hann var ekki gamall þegar aðaláhugamáiið var alveg ljóst, það var knattspyrnan. Framfé- lagið og allir þeir góðu félagar sem hann eignaðist þar. Síðasta ferðin var farin til að hvetia og horfa á félagana í leik á Ólafs- firði, Fjörutíu ár eru ekki langur tími á mannsævi. Gunnar átti góð ár og oft viðburðarík. Hann eignað- ist góðan lífsförunaut, Kolbrúnu Jónsdóttur og með henni eina dóttur, Ásu Dagnýju. Fyrir hjónaband eignaðist hann einn son, Stein. Bæði Steinn og Ása Dagný minna mig um margt á föður sinn, ekki síst íþróttaáhug- inn. Guð blessi þau og styrki. Kolla og Gunnar áttu margar góðar stundir og um margt lík. Tóku virkan þátt í áhugamálum hvors annars. Þá bættist söngur- inn við. Þau voru meðlimir Ála- fosskórsins. Þar eignuðust þau góða vini og minningar. Ég sakna þín elsku bróðir minn, sakna þín úr eldhúsinu þegar þú skaust inn og fékkst bita áður en farið var á æfingu með gömlu félögunum. Báðar fjöl- skyldurnar eiga góðar minningar frá 17. júní síðastliðnum og góðri kvöldstund fyrir stuttu. Þá gat ég stolt sýnt þér fyrsta barnabarnið mitt. Til eru þeir sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvitaðir um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum, sem andar ilmi sínum út í loftið. Guð blessi ykkur öll. Traustur vinur og bróðir er genginn, hvíli hann í friði. Sirrý systir Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur sem tekur öðrum fram: Háir vextir, kostur á yfirdrá ttarheimild, láni og margvís- Segrí greiösluþjónustu. Reikningur sem er saminn aó þínum þörfum í nútíö og framtíð. Með Einkareikningi sameinar Landsbankinn þau viðhorf sem ríkjandi eru í fjármálaviðskiptum um góða ávöxtun, greiðsluþjónustu og sveigjanleika. í tengslum við Einkareikning gefst ennfremur kostur á láni að fjárhæð allt að 150.000 krónur í formi skuldabréfs til allt að tveggja ára. Einkareikningur er um margt frábrugðinn hefðbundnum tékkareikningum. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst svo þú þarft ekki lengur að eltast við að millifæra á milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti. Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Einkareikningshafar geta sótt um yfirdráttarheimild, allt að 30.000 krónur, til að mæta aukafjárþörf ef á liggur. Einkareikningi fylgir bankakort sem þjónar tvennum tilgangi, annars vegar að vera ábyrgðarkort í tékkaviðskipt- um og hins vegar að vera aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortið gerir 16-17 ára unglingum fært að stofna Einkareikning þótt þeir hafi ekki aldur til að nota tékkhefti. Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar um þennan nýja reikning. Einkareikningur er tékkareikningur sem tekur öðrum fram. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.