Þjóðviljinn - 09.08.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Page 3
Fiskin mannvitsbrekka Egill Helgason, ritstjórnar- fulltrúi á Helgarpóstinum, hef- ur slegið flestum við í spurn- ingakeppni Þjóðviljans í sumar. Um síðustu helgi keppti hann við Þorra Hringsson myndlistarnema og hafði nauman sigur. Áður en til þess kom hafði Egill þó næstum valdið upplausn á spurningadeild málgagns sósíalismans. Hann hafði nefnilega horfið úr bænum án þess að hafa fengið til þess tilskilin leyfi hjá spurninga- deildinni. Þegar komið var fram á föstudag og blaðið beið klárt til prentunar hafði enn ekki náðst í Egil. Loks fréttist af honum við háborg- aralega laxveiði í Vatnsdaln- um. Þegar ístað var haft sam- band við tvö veiðihús í Vatns- dalnum og Kristín á Bakka var áður en lauk komin í þjón- ustu Þjóðviljans við að enda- sendast út um allar þorpa- grundir til að hafa uppi á mannvitsbrekkunni. En allt kom fyrir ekki. Þegar í óefni var komið og allt útlit fyrir að mannskapurinn í prentsmiðj- unni kæmist ekki út úr bænum í hefðbundna verslunar- mannahelgi var tekin um það pólitísk ákvörðun á ritstjórn að láta þá Egil og Þorra skilja jafna, þannig að þeir yrðu að keppa aftur að viku liðinni, í þeirri von að Egill yrði þá kom- inn úr veiðinni. ( þann mund sem hinir bestu menn voru búnir að svara fyrir Egil, og haga þannig til að hnífjafnt var á millum þeirra Þorra, hringdi loksins Egill úr bílasíma úr Vatnsdalnum. Sigur vannst þannig á beggja bóg á elleftu stundu. Ekki léttist hins vegar brún- in á spurningadeild Þjóðvilj- ans þegar í Ijós kom hverjir höfðu glapið Egil í brottu. Hann reyndist nefnilega vera í laxinum með forystu Borgara- flokkksins, - sjálfum Júlíusi Sólnes. Þess má svo geta, að mannvitsbrekkan nældi í 18 punda lax sem er víst næst- stærsti lax sumarsins í Vatnsdalsánni...B Bróðir í bróður stað Guðmundur Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu er nú orðinn aðstoðarmaður Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra. Guð- mundur er með helstu spraut- um í því liði sjálfstæðisflokks- ins sem kennt er við frjáls- hyggju og nú er raunar að verða að eins konar skam- maryrði innan flokksins. Ekki munu kennarar beinlínis vera að deyja úr fögnuði yfir skipan Guðmundar sem eins og menn muna gerðist talsmað- ur einkar afturhaldssamra skoðana í umræðum um skólamál fyrir nokkrum árum. Það er hins vegar ekki nein Heyrðu.. hvað er á seyði.. Ijósmyndari mættur á staðinn.. ..svona eruði þá á Þjóðviljanum, takandi myndir af hálfberu fólki uppf tveit... segi upp blaðinu - kommasvín! Myndir:Ari. nýlunda fyrir Guðmund að sæta ásökunum um öfgar í skoöunum. Eini munurinn er sá að áður komu þær frá hægri mönnum í stað miðju- og vinstrimanna nú um stund- ir. Guðmundur var nefnilega öskuróttækur fyrir nokkrum árum. Á sínum tíma var hann einn af forsprökkum örfám- ennra samtaka íslenskra trot- skfista langt til vinstri við Ál- þýðubandalagið sem honum þótti þá afar hægrisinnaður og borgaralegurflokkur. Síðar var hann framarlega í baráttu vinstri stúdenta í Háskólanum og var meðal annars ritstjóri Stúdentablaðsins á þeim árum þegar námsmanna- hreyfingin var á órólega skeiðinu og formaður Stú- dentaráðs hét Össur Skarp- héðinsson núverandi ritstjóri Þjóðviljans. En Guðmundur og félagar hans í trotskíistalið- inu voru í þeim hluta hinnar róttæku stúdentahreyfingar sem þótti Össur og hans lið allt of hægfara og bundu sitt trúss við þá í kosningum ein- göngu af taktískum ástæðum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem fjölskylda Guðmundar ræður embætti aðstoðarmanns mennta- málaráðherra. í tíð Ragnars Arnalds í þeim stóli skipaði hann ungan félagsfræðing úr Alþýðubandalaginu í emb- ættið sem á þeim tíma var raunar allt of hægfara fyrir þá- verandi smekk Guðmundar og hans pólitísku félaga. Að- stoðarmaðurinn var Þor- steinn Magnússon bróðir Guðmundar. Bleikjan eftirsótt Sigmar B. Hauksson, mat- arfagurkeri, fór fyrir skömmu á vegum Byggðastofnunar til að kanna markað fyrir ís- lenska bleikju í ýmsum löndum Mið-Evrópu. Áð lok- inni för sinni skrifaði Sigmar merka skýrslu um málið, og kom í Ijós að talsverður áhugi er í þessum löndum á kaupum á bleikjunni, enda gamall þjóðarréttur þar um slóðir sem gerist æ fágætari á tím- um hins súra regns. í kjölfar heimsóknar Sigmars munu svo franskir peningamenn hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í bleikjurækt á (slandi. Þeir ku þegar hafa haft samband við íslenska aðila...B Vilhjálmur í stríði Einn þeirra sjálfstæðismanna sem fóru mjög illa út úr kosn- ingunum í vor var vonarlamb frjálshyggjumanna, Vilhjálm- ur Egllsson, sem nú er ný- orðinn framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Mikil vinna var lögð í að koma Vilhjálmi á þing, og meðal annars var honum tryggt annað sætið í Norðurlandskjördæmi vestra eftir að Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, gerðist leiður á dreifbýlisvarginum, eins og SUS-arar sögðu, og ók suður heiðar til að þingast á vegum Reykjavíkurbúa. En Vilhjálmur var fastur i frjáls- hyggjuþruglinu og staglaðist á kjörorðum hennar fund eftir fund. Fyrir bragðið bakaði hann sér óvinsældir í héraði og þegar svo annað sætið tapaðist - en það var talið gulltryggt - var honum kennt um tapið. Þessar óvinsældir uröu til þess að Þorsteinn Pálsson bauð honum ekki embætti aðstoðarmanns for- sætisráðherra. Framámenn úr frjálshyggjuliðinu höfðu hins vegar sótt fast að ná Vil- hjálmi í þetta embætti og urðu að vonum reiðir þegar Jónína Michaelsdóttir (Jónína hver?) fékk það í staðinn fyrir hagfræðinginn unga. Sjálfur varð Vilhjálmur ókátur mjög eins og titt er um fallnar stjörn- ur og hefur nú laast í harða stjórnarandstöðu. I stríði sínu gegn Þorsteini og stjórninni beitir hann Verslunarráðinu af hörku, eins og sást af hinum þunga áfellisdómi ráðsins yfir stjórnarstefnunni sem birtur var í vikunni. En menn tóku sérlega eftir hversu lítið var gert úr starfi Þorsteins Páls- sonar sem fjármálaráðherra í því annars merka plaggi... Skáldsaga eftir Álfrúnu Meðal merkustu tíðinda úr bókaheiminum eru fréttir af stórri skáldsögu sem rithöf- undurinn góðkunni, Álfrún Gunnlaugsdóttir, sendir frá sér á þessu ári. Mál og menn- ing gefur út gripinn, en áður hef u r Álf rún sent f rá sér skáld- söguna Þel, sem hlaut menn- ingarverðlaun DV, og smá- sagnasafnið Af manna völd- um. Fyrir utan starfa sinn sem rithöfundur gegnir Álfrún stöðu bókmenntadósents við Háskólann, hefur nýlega sótt um prófessorstöðu við skólann og þykir manna lík- legust til að fá hana...B Von á Allende Isabel Allende, frænka Sal- vador forseta sem fasistarnir myrtu í Chíle, skrifaði hrífandi frumraun, Hús andanna. Nú er von til þess að Máli og menningu takist að koma út þýðingu snillingsins Thors Vilhjálmssonar á þessari bók Isabel á næstu vikum. En Isabel er væntanleg hingað til lands um miðjan september á vegum MM og bók- menntahátíðar og forlagið hyggst freista þess að koma þýðingunni út í tengslum við heimsóknina. Af Isabel er það annars að segja, að hún hefur nú gefið út aðra skáldsögu, Um ást og skugga, sem fær fádæma góða dóma...H Fínn Fjörður Fyrir skömmu kom út nýtt tímarit í Hafnarfirði, sem ber hið virðulega nafn Fjörður- inn. Tímaritið, sem er hið glæsilegasta, á að koma út ársfjórðungslega samkvæmt yfirlýsingu í leiðara þess. Blaðinu var einkar vel tekið af Göflurum, og meira að segja Hamar, málgagn þess sem eftir er af Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, sá sig tilneyddan að hrósa Firði í bak og fyrir. Að vísu, segir Hamar, er viðtal við bæjarstjórann í Hafnarfirði, Guðmund Árna Stefáns- son, sem sýnir vitaskuld að Fjörður á að vera málgagn vinstri meirihlutans í Hafnar- firði. Þessu hafa hins vegar forráðamenn Fjarðar neitað af innlifaðri vandlætingu, og kveða fjarri lagi að blaðið hafi nokkra pólitíska slagsíðu. Skráðir eigendur og útgef- endur Fjarðar eru þeir Lúðvík Geirsson formaður Blaða- mannafélags (slands og Sig- urður Á. Friðþjófsson. Þeir starfa báðir hjá Þjóðviljan- um...l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.