Þjóðviljinn - 09.08.1987, Page 7
ÍÞRÓTTASPEGILL
Kynnisferð
til Kóreu
Það lifnar enn yfir 1. deildar-
keppninni í handknattleik 1987-
88 þótt hún byrji ekki fyrr en eftir
tæpa tvo mánuði. Landsliðs-
mennirnir eru byrjaðir að tínast
heim og gangatil liðs við íslensku
félögin - Atli Hilmarsson og Sig-
urður Gunnarsson voru komnir
og nú hefur Einar Þorvarðarson
markvörður bæst í hópinn.
Einar ætlar að leika með Val
eins og hann gerði áður en hann
hélt til Spánar. Þar með er Hlíð-
arendaliðið enn líklegra en fyrr til
afreka, markvarslan var höfuð-
verkur þess í fyrra. Þá stefna
Valsmenn að því að leika heima-
leiki sína í 1. deildinni í nýja hús-
inu sem er að verða tilbúið á
Hlíðarenda, og þar með verða
þeir fyrstir Reykjavíkurliða til að
eignast eigin heimavöll. Það
verður líka betra að troða 500
áhorfendum inní minna hús en að
láta þá sitja hér og þar á stangli í
víðáttu Laugardalshallarinnar!
Handknattleikslandsliðið
marði sigur á Japan, 22-21, á
fimmtudaginn í fyrsta leik al-
þjóðamótsins í Seoul, höfuðborg
Suður-Kóreu. Um helgina mætir
liðið Suður-Kóreubúum og Sví-
um, tveimur þjóðum sem það
tapaði fyrir í síðustu
heimsmeistarakeppni. Þar má
búast við hverju sem er en hafa
ber hugfast að ekki er leikið stíft
uppá toppárangur í þessari Kór-
euför. Megintilgangur hennar er
að kynnast sem best þeim að-
stæðum sem leikið verður við á
ólympíuleikunum að ári. Bogdan
ætlar liðinu ekki að vera í topp-
formi næst fyrr en í byrjun janú-
ar, í heimsbikarkeppninni í Sví-
þjóð.
Sex mörk í leikjunum við IA og
KR færðu Frömurum aðeins eitt
stig í 1. deildinni í knattspyrnu og
því var kærkomið fyrir þá að
skora sex gegn Völsungi og fá
fyrir þau 3 stig. Það voru líka
seinustu forvöð fyrir íslands-
meistarana til að komast í nám-
unda við liðin í efri hluta deildar-
innar. Takist Fram að sleppa við
ódýru mörkin sem liðið hefur
verið að fá á sig gæti það enn
blandað sér í baráttuna á toppn-
um með góðum endaspretti. Það
er allavega nægur mannskapur
fyrir hendi til að vinna leiki.
KR-ingar sýndu í seinni hálf-
leiknum gegn Fram að það var of
snemmt að afskrifa þá í topp-
slagnum. Þennan leik urðu þeir
að vinna til að missa ekki af lest-
inni, en til að halda sér við topp-
inn verða þeir líka að sigra neðstu
liðin í deildinni, einsog t.d Völs-
ung á Húsavík nú um helgina.
Það er oft merkilegt að fylgjast
með gengi þeirra liða sem fá
slæma skelli. Oftar en ekki leggja
þau allt í sölurnar til að sanna
getu sína í næsta leik á eftir og eru
þá til alls vís. Þetta sást vel á Víð-
ismönnum sem töpuðu fyrir
skömmu 6-0 fyrir KA á Akureyri.
Það var þeirra 15. leikur í röð í 1.
deild án sigurs, frá 8. ágúst í
fyrra. Næsti leikur var gegn FH
og þá vann Víðir 5-2, kom sér úr
neðsta sætinu og skoraði
jafnmörg mörk og í öllum hinum
11 leikjunum í deildinni til
samans! Nú er fallbaráttan í 1.
deildinni orðin galopin, fimm lið
eru í hættu og margir úrslitaleikir
framundan. Til dæmis FH-KA nú
um helgina. KA getur forðað sér
af mesta hættusvæðinu með sigri
en FH er komið á bötninn á ný og
þarf svo sannarlega á stigunum
að halda. Þetta er lykilleikur fyrir
framhaldið hjá báðum liðum.
Keflvíkingar hafa fengið nýjan
Breta í stað þess sem þeir ráku á
dögunum. Frank Upton er sagð-
ur mun harðari í horn að taka en
Peter Keeling, og það er einmitt
þannig þjálfari sem Keflvíkingar
virðast þurfa. Hvort það dugar til
að forða liðinu frá falli í 2. deild
verður svo að koma í ljós. í 2.
deild er Jón Hermannsson hættur
hjá Breiðabliki, og það kemur
ekki mjög á óvart, miðað við
gengi Kópavogsbúanna í sumar.
A pappírum eru þeir sennilega
með besta liðið í deildinni en það
er ekki nóg að vera með sterka
einstaklinga á meðan þeir spila
með hangandi haus. Blikarnir
Kennarar
Kennara vantar aö grunnskóla Fáskrúösfjarðar.
Meðal kennslugreina: Enska, danska, íþróttir og
kennsla yngri barna.
Húsaleigu- og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefa
skólastjóri og formaður skólanefndar í símum 97-
5159 og 97-5110.
Skólanefnd
Læknastofa
Hef opnað stofu í Læknastöðinni hf. Álfheimum
74. Tímapantanir í síma 686311 frá 9-17 alla
virka daga.
Atli Þór Ólason
Sérgrein: Bæklunarlækningar
Einar Þorvarðarson er þriðii landsliðsmaðurinn sem snýr heim í sumar.
þurfa einhvern hörkunagla á
borð við Kjartan Másson til að
rífa sig upp og forða stórslysi.
Okkur ætlar að ganga brösug-
lega að vinna knattspyrnulands-
leiki á þessu ári, og það á við um
öll landsliðin. Drengjalandsliðið
varð að sætta sig við sjötta sæti á
Norðurlandamótinu, varð aðeins
fyrir ofan Færeyinga og b-lið
Svía. Það dugði síðan ekki 21-árs
landsliðinu að vera komið í 2-0
eftir kortér gegn Finnum á Akur-
eyri. Þegar upp var staðið mátti
það þakka fyrir 2-2 jafntefli og er
enn án sigurs í Evrópukeppninni.
Vestur-þýska deildakeppnin
er byrjuð og Ásgeir Sigurvinsson
fer vel af stað. Mark í fyrsta
leiknum, sigurleik, og það með
skalla! Hann hefur verið þekktur
fyrir að skora mörk með flestum
öðrum aðferðum. Ef marka má
fyrstu leikina er þó ekki ástæða til
sérstakrar bjartsýni um gengi liða
íslendinganna í vetur. En það
kann að breytast fyrr en varir.
Keilismenn fögnuðu tvöföld-
um sigri á landsmótinu í golfi.
Þeir áttu báða íslandsmeistarana
í efstu flokkunum, Úlfar Jónsson
og Þórdísi Geirsdóttur. Sigur
Þórdísarvarlangþráður, hún hef-
ur lengi verið í fremstu röð ís-
lenskra golfkvenna en aldrei áður
náð þessu marki. Úlfar var hins-
vegar mjög sigurstranglegur og
nánast aðeins spurning um hve
mörgum höggum hann yrði á
undan næsta manni. Úlfar leggur
geysimikið í íþrótt sína, enda
kallaður atvinnumaður af keppi-
nautum sínum. Vfst er að þessi 18
ára piltur ber höfuð og herðar yfir
aðra íslenska golfmenn og í vetur
fær hann gott tækifæri til að bæta
við sig í Bandaríkjunum.
Kennarar -
kennarar
Við Dalvíkurskóla eru lausar tvær kennarastöð-
ur. Æskilegar kennslugreinar eru íslenska, dan-
ska og stærðfræði í eldri deildum skólans. Upp-
lýsingar gefur skólastjóri í síma 96-61380 eða
96-61491.
Fóstrur óskast
Skóladagheimilið Hagakot, Fornhaga 8, óskar
að ráða fóstrur eða annað uppeldismenntað
starfsfólk til starfa strax eða eftir nánara
samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur
Steinunn forstöðumaður í símum 27683 og
29270.
Frá Verkmenntaskóla Austur-
lands
KENNARAR
Staða íslenskukennara við Verkmenntaskóla
Austurlands í Neskaupstað er laus til umsóknar.
Upplýsingar veitir skólameistari í síma 97-7833
eða 97-7620.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7