Þjóðviljinn - 09.08.1987, Qupperneq 15
Sjóbyrgi við Breiðafjörð. Þaðan hefur
vafalaust mörg konan róið en að
líkindum áttu launin drjúgan
þátt í að konur vistuðu sig gjarnan
með þeim skilyrðum að vera sendar
í ver, útundir Jökul, í Oddbjamarsker
eða aðrar verstöðvar.
Árabátar með breiðfirsku lagi. Höfuðeinkenni þeirra var bogið stefni með miklum undirlotum sem hentuðu vel til
lendingar í misjöfnum fjörum. Þeir voru léttir undir árum og auðvelt að setja þá upp. Konur voru eingöngu skipverjar á
árabátum en ekki þilskipum, segir í meðfylgjandi grein Oddnýjar Yngvadóttur, sem telur að þetta þátslag hafi verið einkar
hentugt konum, sem þurftu að setja bátana upp að loknum róðrum.
sérlega hentugir konum, sem
þurftu að setja þá upp að róðri
lokiMD.
Tvenns konar verstöðvar voru
við Breiðafjörð, heimver og út-
ver. Frá heimverum var róið úr
heimavör en í útverunum komu
menn með báta og gerðu þaðan
út meðan á vertíð stóð. Útverin
voru þar sem stutt var að róa á
miðin og heppilegt að sitja fyrir
fiskigöngum á vissum árstímum.
Vertíðirnar voru þrjár, vor-,
haust- og vetrarvertíð. Vetrar-
vertíðin var aðalvertíðin og á
hana var róið frá útverunum á
Hjallasandi, Hellissandi og Rifi.
Frá Dritvík var aðeins róið á vor-
vertíð og frá útverunum á innan-
verðum Breiðafirði var gert út á
haust- og vortvertíð.
Útverin sem eyjakonur reru
frá voru Dritvík og verin á innan-
verðum Breiðafirði, t.d. Odd-
bjarnarsker og Höskuldsey. Þau
höfðu þá sérstöðu að þaðan var
ekki róið á vetrarvertíð og voru,
utan Dritvík, nálægt helstu
heimverum eyjamanna. Konur
hafa því ekki farið á vetrarvertíð-
ir í útverin. Kannski var það
vegna þess að vinnumenn víðs-
vegar af landinu voru sendir í ver
á vetuma, og því verið meiri þörf
fyrir konur heima þar sem þær
gátu stundað róðra ásamt bú-
störfum. Eða það hafi verið of
erfitt fyrir þær vegna lélegs klæð-
aburðar? Sjóklæðnaður karla og
kvenna var ekki sá sami. Konur
voru yfirleitt verr klæddar en
karlar og taldist til undantekn-
inga að þær gengju í brók. Flest
aliar vom þær klæddar skinn-
stökkum, sumar voru í einu eða
tveimur vaðmálspilsum. Annar
klæðnaður þeirra var t.d. prjón-
aður ullarfatnaður eða ullarein-
skefta. Undir skinnstakknum
höfðu þær peysu eða herðasjál.
Frá heimvemm var róið allan
ársins hring ef gaf á sjó og einhver
aflavon var. Konur rem á öllum
vertíðum frá heimverum og sáu
að mestu um hrognkelsaveiðar
sem hófust á vorin og stóðu í
u.þ.b. tvo mánuði.
Það er athyglisvert að vinnu-
konur hafa sóst eftir að komast á
sjó. Friðrik Eggerz (1802-1893)
getur þess í endurminningum sín-
um að margar vinnukonur hafi
ráðið sig í vist með því skilyrði að
þær fengju að róa frá Dritvík.
Breiðfirðingurinn Jóhanna Vald-
imarsdóttir tekur í sama streng og
segir það hafa verið alsiða við
Breiðafjörð að konur vistuðu sig
upp á að vera sendar í ver útundir
Jökul, í Oddbjarnarsker eða í
aðrar verstöðvar.
Sömu laun fyrir
sömu vlnnu
Ekki er ólíklegt að launin hafi
átt drjúgan þátt í því að vinnu-
konur vildu komast á sjó. í al-
þingissamþykkt frá 1720 sem fjal-
lar um kjör vinnufólks segir:
En ef hún gjörir karlmanns-
verk með slætti, róðri eða tor-
fristu, þá á að meta verk henn-
ar sem áður segir um karl-
menn til slíkra launa.
Árskaup vinnumanna var al-
mennt 80-100 álnir auk
nauðsynja sem þeir þurftu að
nota í þjónustu bóndans, svo sem
fatnað, skinnklæði og önnur
sjóklæði til handa og fóta auk
matar. Laun kvenna voru þá
þóðjungur til helmingur af kaupi
karia. Sumir vinnumenn réðu sig
ga@n því að fá að fara á sjó og hafa
hálfan hlutinn fyrir árskaupið.
Laun kvenna og karla áttu að
vera hin sömu fyrir sjóróðra og
geta heimildir ekki um annað en
svo hafi verið. Konur voru ráðnar
sem fullgildir skipverjar á bát,
hálfdrættingar voru yfirleitt börn
og gamalmenni. Kristín Ólafs-
dóttir vinnukona (f. 1856) reri
sex vertíðir úr Bjamarey og fjór-
ar úr Höskuldsey. Tvær síðustu
vertíðirnar var hún sjálfrar sín og
fékk að eiga hásetahlutinn sinn.
Þénaði hún þá svo mikið að hún
gat eignast rúmið sem hún svaf í.
Almennt voru sömu vinnu-
kröfur gerðar til kvenna og karla.
Konur reru, renndu fyrir fisk og
stjórnuðu bátum. Bergsveinn
Skúlason segir frá því að í Dritvík
hafi tíðkast að kona sem var há-
seti sæi um að matbúa þegar
komið var úr róðri og var þá laus
við að vera við aflaskiptin og gera
að sínum hlut. Ef kokkurinn var
karlmaður, losnaði hann viðað
vera við skiptin en varð að gera
að sínum hlut sjálfur. Er þetta
eina dæmið um mismunandi
vinnukröfur til kvenna og karla
sem stunduðu róðra.
Ekki er langt síðan menn fóru
að hafa nesti með sér á sjóinn eð
nálægt aldamótum 1900. Um
svipað leyti og það gerðist, var
farið að ráða fanggæslu. Fang-
gæsla var kona sem sá um mat
fyrir skipshöfnina. Gætti hún ein-
ig fengins afla og þvoði sjóvett-
linga af sjómönnunum þegar þeir
komu úr róðri.
í útiverunum sváfu konur og
karlar í sömu verbúð. Hermann
Jónsson, (f. 1856), skipstjóri frá
Flatey á Breiðafirði og Ólafur E.
Thoroddsen, (f. 1873), skipstjóri
á Patreksfirði geta þess báðir að
ef kona væri á meðal áhafnar,
annaðhvort sem fanggæsla eða
háseti, og ef ekki væri rúm handa
henni, hefði það verið skylda for-
manns að láta hana sofa til fóta há
sér.
Niðurlag
Fast eins margar konur og karl-
ar reru á Breiðafirði. Erfitt er að
gera sér nákvæma grein fyrir
fjöldanum, því að í opinberum
skráningum eru flestar sjókonur
skráðar vinnukonur eða bænda-
konur.
Bátarnir sem notaðir voru við
Breiðafjörð voru oftast litlir og
með sérstöku lagi. Var auðvelt að
róa þeim, lenda og setja þá upp.
Hafa þeir því verið sérstaklega
hentugir konum.
Konur reru á öllum vertíðum
frá heimverum. Útverin sem
eyjakonur reru frá höfðu þá sér-
stöðu að þaðan var ekki gert út á
vetarvertíð og þau voru flest ná-
Iægt helstu heimverunum.
Vinnukonur sóttust eftir að
komast á sjó. Á sjónum fengu
þær laun á við karla. Voru laun
sjókvenna hærri en laun venju-
legra vinnukvenna í landi.
Vinnukröfur voru almennt þær
sömu til sjókvenna og sjókaria,
því íslenskar konur hafa aldrei
verið eftirbátar karla, hvorki til
sjós né lands.
Þessi grein Oddnýjar
Yngvadóttur um breiðfirskar
sjókonur birtistáðuríSögnum,
tímariti sagnfræðinema við
Háskóla íslands.
Oddný fæddist árið 1964 og
er nú í BA-námi í sagnfræði.
Sunnudagur 9. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15