Þjóðviljinn - 09.08.1987, Side 17

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Side 17
Glaðningur handa filubollum Margir eiga í erfiðu stríði við aukakílóin. Víst eru aðferðirnar margar sem fólk notar til að verða aftur spengilegt og grannvaxið og þeir sem eiga í verulegum offituvandamálum grípa stundum til örþrifaráða svo sem að láta stytta í sér garnirnar, hefta saman magann og sumir láta víra saman á sér kjálkana, þannig að ókleift verður að borða nokkuð nema vökva. En nú er komið enn eitt nýmæl- ið á markaðinn. Það er plast- blaðra sem sett er inn í magann, án skurðaðgerðar, og blásin upp. Fyrir bragðið skynjar líkaminn sjálfan sig símettan, og lystar- stöðvamar í heilanum draga því úr matarlystinni, og fitubollan étur miklu minna. Árangurinn lætur ekki á sér standa, fólk með magablöðru grennist verulega. Þeir sem fundu upp á þessu voru læknar tveir frá Delaware í Bandaríkjunum, og að sögn þeirra er góður árangur þeirra grundaður á tvennu: annars veg- ar því að aðferðin krefst einskis viljaþreks hjá þeim sem fær sér magablöðru, og svo annars vegar hinu, að ekki er þörf á skurðað- gerð. Hœttulaus aðferð 'Óútblásin er magablaðran ekki nema rétt á stærð við þumalfing- ur. Hún er sett í gegnum munn- inn, með langrí töng og síðan blásin út með lítilli slöngu þegar í magann er komið. Blöðrunni er komið fyrir á meðan fitubollan er deyfð lítillega, og þetta er gert á göngudeild þannig að ekki þarf að verja neinum tíma í sjúkrahús- vist. í Bandaríkjunum kostar að- gerðin um þrjú þúsund dollara. í örfáum tilvikum verða smávægi- legar truflanir á meltingu til að byrja með, og þá er mjög auðvelt að sprengja blöðruna með töng, gegnum munn og kok, og síðan er hún dregin út. Helen Finger, 34 ára, frá Kali- forníu var spikuð í meira lagi eða 130 kíló og þó ekki hávaxin. Snemma í nóvember fékk hún sér magablöðru og á fyrstu tveimur vikunum missti hún 10 kíló. í til- raun, þar sem 106 sjúklingar sem þjáðust af offitu í nægilegum mæli til að vera vel yfir hættu- mörkum, fengu magablöðruna, varð mjög góður árangur. Eftir átta mánuði höfðu þeir misst sér- hver að meðaltaii um 2,09 pund á viku. Hins vegar sýna tilraunir að fólk verður að vera með maga- blöðruna í að minnsta kosti þrjá mánuði, til að ekki sæki í sama horfið þegar hún er tekin úr mag- anum. En eitt af því merkilega sem einmitt fylgir þessari aðferð er, að sjúklingunum gengur vel að halda í horfinu, hafi þeir áður verið nægilega lengi með blöðr- una. LEIÐARI Þriliða og veldisreikningur í vikunni var þess minnst aö 42 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiros- hima. Þegar þessi atburður átti sér stað óraði fáa fyrir afleiðingunum. Sprengingunni var yfir- leitt fagnað í heimsfréttunum, hún var talin marka endalok stríðsins og upphaf nýs fram- faraskeiðs í sögu mannkyns, þar sem tekist hefði að beisla þá ómældu orku, sem býr í inns- ta kjarna efnisins. Það er athyglisvert að lesa fréttir og skrif blaða frá 1945, þar sem þessum samtímavið- burði er lýst. Þar líta menn svo á að munurinn á kjarnorkuvopnunum og hefðbundnum spreng- juvopnum sé fyrst og fremst fólginn í aukinni hagkvæmni: í einni sprengju sé hægt að koma fyrir fleiri þúsund hefðbundnum sprengjum og spara mikinn flugvélakost og mikla fyrirhöfn. í skýrslu bandarísku sendinefndarinnar sem kannaði afleiðingar sprengingarinnar í Hiros- hima, og birt var 30. júlí 1946, eru afleiðingar hennar bornar saman við loftárásirnar á Tokyo þann 9. mars 1945, en í þeim tóku þátt 279 orrustuvélar. Þar er hefðbundinni þríliðu beitt og samkvæmt henni drap Hiroshimasprengjan 32.000 manns á fermílu á meðan loftárásin mikla á Tokyo með sínum mikla flugvélaflota skilaði ekki nema 11.800 mannslífum á fermílu. (Sjá Keesing's Contemporary Archives.) Það vekur undarlegan hroll að sjá svona þríliðu- reikning hernaðarsérfræðinga nú, 42 árum síð- ar. Sumir mundu kannski spyrja sig nú, hvort þeir sem þannig reiknuðu væru með öllum mjalla. Leyndardómurinn um kjarnorkuna var á fárra vitorði árið 1945, og þeir fáu sérfræðingar sem gerðu sér grein fyrir þeim eðlismun sem er á kjarnorkuvopnum og hefðbundnum vopnum höfðu ekki fullt málfrelsi. Þeir voru bundnir af pólitískum og hernaðarlegum hagsmunum. Al- menningur og blaðamenn þess tíma höfðu ekki aðgang að þeim upplýsingum sem gerðu mönnum kleift að meta þýðingu þeirra atburða sem áttu sér stað í Hiroshima og Nagasaki. Nú eru breyttir tímar, skyldu menn ætla. Sú hætta sem lífríki jarðarinnar er búin af kjarnork- unni er á allra vitorði. Engum dettur í hug að beita þríliðuaðferðum bandarísku vísindanefnd- arinnar frá 1947 lengur, - eða hvað? Tölfræðingar ógnarjafnvægis stórveldanna, sem fyllt hafa Evrópu kjarnorkuvopnum í nafni svokallaðrar fælingarheimspeki, beita ekki ósvipuðum rökum. Þeir segja að nú sé vopna- búrið í heiminum orðið sambærilegt við eina miljón Hiroshimasprengjur, og samkvæmt inn- byggðri rökfræði þeirra kallar þetta mikla magn vopna stöðugt á fleiri vopn, þannig að í stað hefðbundinnar þríliðu er nú farið að nota veldis- reikning á eyðingarmáttinn. Þessi veldisreikningur á eyðingarmáttinn er ekki bara hugarfóstur einhverra ruglaðra her- foringja og vopnabraskara. Hann kemur meðal annars fram í nýlegri grein Benedikts Gröndal sendiherra í Morgunblaðinu. Þar segir meðal annars að Sovétríkin séu orðin svo miklu öflugri en áður, „sérstaklega á sjó og í lofti, og þau ráði yfir svo mikilli tækni að stóraukin virðing sé borin fyrir þeim.“ Þessa virðingu vill Benedikt Gröndal sýna Sovétríkjunum með stóraukinni kjarnorkuvígvæðingu í hafinu í kringum ísland, samkvæmt reglum veldisreikningsins og fæl- ingarheimspekinnar eins og hún hefur verið sett fram af flotamálaráðherra Bandaríkjanna, John Lehman. Það er vissulega rétt að Sovétríkin hafa kom- ið sér upp ógnvekjandi vopnabúri hér í Norður- höfum af fullkomnu tillitsleysi við þær þjóðir sem byggja tilveru sína á þessu sama hafi. Sú víg- væðing hefur einnig verið gerð í anda fælingar- heimspekinnar og veldisreikningsins. En það að Sovétríkin hafi tekið þátt í fælingarleiknum að fullu gerir hann að engu leyti skynsamlegri. Lærdómurinn sem við getum dregið af Hiros- hima og þeirri þekkingu sem við höfum á eðli kjarnorkunnar er að eina ráð smáþjóðar á borð við ísland er að leita réttar síns í samfélagi þjóð- anna og krefjast þess að leiðtogar stórveldanna standi við orð sín og yfirlýstan vilja og útrými þessum vopnum úr hafinu í kringum ísland. Að öðrum kosti sitja menn fastir í þeirri þríliðu sem hernaðarsérfræðingar Bandaríkjastjórnar hófu í Hiroshima fyrir 42 árum og bíða þess að púður- tunnan springi undir þeim. -ólg Sunnudagur 9. ógúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.