Þjóðviljinn - 09.08.1987, Page 19
SKÁK
Tvœr umferðir eftir af millisvœðinu f Szirak:
Úrslitín gœtu ráðist í dag
Sigur yfir Allan gœti tryggt Jóhanni eitt af þremur efstu sœtunum. Skákin við Beljavskíer á mánudag
Nú eru aðeins tvær umferð-
ir eftir af millisvæðamótinu í
Szirak í Ungverjalandi. Jó-
hann Hjartarson er enn í efsta
sæti þrátt fyrirtvö stutt jafntefli
í 14. og 15. umferð. Mögu-
leikar hans til að hreppa eitt af
þrem efstu sætunum eru afar
miklir en ekkert má þó út af
bregða. Skákir hans ítveim
síðustu umferðunum eru við
Kanadamanninn Allan og
Sovétmeistarann Alexander
Beljavskí.
Skákunnendur munu eflaust
einblína á skák Jóhanns við Belj-
avskí en þó gæti svo farið að Jó-
hann mætti tapa, takist honum að
sigra Kanadamanninn. Ekkert er
þó öruggt í þessum efnum og má
minna á að Allan hefur í síðustu
umferðum sett stórt strik í
reikninginn hjá Portisch og
Nunn. Að öllu jöfnu ætti Jóhanni
ekki að verða skotaskuld úr því
að vinna þessa skák en tauga-
spennan getur tekið sinn toll.
Hann hefur svo hvítt gegn Belj-
avskí í síðustu umferð sem er
auðvitað geysilegt hagræði. Belj-
avskí berst örvæntingarfullri bar-
áttu við að vinna sér sæti en hann
verður að sigra Velimirovic í 16.
umferð og svo aftur Jóhann í síð-
ustu umferð. Þess má geta að á
millisvæðamótinu í Moskvu 1982
sýndi Beljavskí geysilegt keppn-
isskap og náði einu af tveim efstu
sætum með því að vinna Gheorg-
hiu í síðustu umferð með svörtu.
Illar tungur sögðu að Gheorghiu
hefði selt punktinn, sem kæmi
ekki á óvart miðað við fyrra
háttalag þessa skákmanns, en á
móti kemur að Beljavskí er ekki
sú manngerð sem stendur í versl-
un af þessu tagi. Staða efstu
manna fyrir lokasprettinn er
þessi: 1. Jóhann Hjartarson 11 v.
2.-4. Salvo, Portisch og Nunn
10Vi v. 5. Beljavskí 9Vi v. Aðrir
komu ekki til álita. Þessi staða er
skrifuð með þeim fyrirvara að
skák Nunn og Allan ijúki með
jafntefli en biðstaðan mun vera
steindautt jafntefli og raunar afar
ósennilegt að hún verði tefld
áfram í dag er biðskákir verða til
lykta leiddar. Lítum þá á 16. um-
ferðina sem hefst kl. 13 í dag að
fslenskum tíma: AUan - Jóhann,
Portisch - Nunn, Salov - De ViUa,
Beljavskí - Velimirovic. Auðvit-
að eru þetta ekki annað en al-
mennar vangaveltur en úrslit
gætu orðið þessi: Jóhann vinnur
Allan, Salov vinnur De Villa,
Beljavskí vinnur Velimirovic,
Nunn og Portisch jafntefli. Þá
yrði staðan þessi: 1. Jóhann 12 v.
2. Salov IIV2 v. 3.-4. Portisch og
Nunn 11 v. 5. Beljavskí IV2 v. I
raun og veru eru þetta ekki fráleit
úrslit sem myndu þýða að Beljav-
skí yrði að vinna Jóhann til að
halda í veika von um að komast í
aukakeppni um sæti í áskorend-
amótinu. í versta falli myndi Jó-
hann þá lenda í keppni við Nunn
og Portisch um tvö sæti af þrem-
ur. Það er því ljóst að sigur yfir
Allan næstum því tryggir stöðu
Jóhanns feiknavel og hagstæð úr-
slit í skákum Portisch og Nunn í
lokaumferðinni gerðu það að
verkum að hann kæmist áfram.
Þá teflir Jóhann við Beljavskí
eins og áður sagði með hvítu,
Nunn hefur hvítt á Christiansen,
Velimirovic hvítt á Portisch en
Salov er með svart á Bouaziz.
Eins og staðan er þá standa Jó-
hann og Salov mjög vel að vígi,
baráttan um þriðja sætið stendur
á milli Portisch, Nunn og Beljav-
skí og verður fróðlegt að fylgjast
með viðureign Portisch og Nunn í
dag. Portisch hefur hvítt sem þarf
ekki að þýða svo mikið því Nunn
hefur gert honum margar skrá-
veifurnar einmitt með svörtu. Því
þykir mér sennilegast að annar
hvor keppenda fái létt rolukast
og bjóði jafntefli. Ekki má þó
skilja orð mín svo að þeir séu
þekktir fyrir jafntefli og dauflega
taflmennsku, heldur þvert á
móti. Hinsvegar taka praktískar
vangaveltur oft yfir undir svona
kringumstæðum.
Að Jóhanni slepptum hafa þeir
Salov og Nunn teflt frisklegustu
skákirnar í mótinu. Nunn er
þekktur fyrir djarfar sóknar-
skákir og lausnir við taflborðið
sem minna á skákdæmi en hann
mun enda eiga engan sinn líka í
þeirri kúnst að leysa skákþrautir
á sem skemmstum tíma. Eftirfar-
andi skák við Spánverjann De
Villa ber reikningssnilld hans
glæsilegt vitni. Ekki þarf að rifja
það upp að á stærðfræðisviðinu
þykir Nunn hafa ófreskigáfu til
að bera, mun hafa verið yngsti
nemandi sem fengið hefur
inngöngu í stærðfræðideild
Cambridge-háskóla:
John Nunn
De Villa
Spænskur leikur, Janisch-bragð
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. bb5 fS
(Janisch-bragðið nýtur alltaf
mikilla vinsælda, einkum hjá hin-
um minni spámörinum. Stað-
reyndin er sú að það stenst ekki
bestu taflmennsku en getur
reynst erfitt viðureignar séu
menn ekki með á nótunum.)
4. Rc3 Rd4
(Annar möguleikier4. ...fxe4 5.
Rxe5 d5 með miklum sviptingum
sem þykja hagstæðar hvítum.
Textaleikurinn hefur heldur ekki
gott orð á sér.)
5. exf5
(Annar möguleiki er 5. 0-0 eða 5.
Ba4 en þannig var Karpov vanur
að tefla.)
5. ... c6 6. Rxe5 Rf6 7. Bd3 d6 8.
Rg4 Rxf5 9. 0-0 Be7 10. Rxf6+
Bxf6 11. Hel+ Kf7 12. Re4 Hf8
13. c3
(Svartur hefur sáralitlar bætur
fyrir peðið t.d. ef hvítur stofnar
til allsherjar uppskipta á f-
línunni. Hætt er við að vinnings-
möguleikar hvíts séu ekki ýkja
miklir en mótspilið er heldur lítil-
fjörlegt. Nunn, trúr stfl sínum,
kýs vandasamari leiðir.)
13. ... Kg8 14. Bc2 d5 15. Rg3
Rxg3 16. hxg3 d4 17. Be4 Db6 18.
Dc2 d3
(Afar erfið staða. Svartur hefur
áð því er virðist náð miklum mót-
færum. Ef 19. Bxd3 þá 19....
Dxf2+!! 20. Kxf2 Bd4+ 21. Ke2
Bg4 mát!)
19. Dxd3 Bxc3
(Þetta var meiningin með atlög-
unni. En Nunn hefur reiknað
dæmið nákvæmlega til enda.
Valdi hann f-peðið má svartur vel
við una vegna veikleika í peða-
stöðu hvíts.)
20. bxc3! Dxf2+ 21. Kh2 Dxel 22.
Ba3! Dxal 23. Bxh7+ Kh8
(Auðvitað ekki 23. ... Kf7 24.
Dg6 mát.)
24. Bxf8 Be6
'1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 1 \ 15 16 17 18 Vinn.
1. Todöiocw Mónakó V'2 0 1 1 1 0 0 0 0 0 1 1 'h '/2 0 6'h
2. Lubojevic Júgósl. y? 1 ’/2 V;> 1 Vi 1 0 '/2 0 '/2 '/2 '/2 1 V2 8'h
3. Milos Ðrasilía 1 0 ’/2 1 0 0 0 ’/2 0 1 0 '/2 'h 1 7
4. Benjamin Bandar. 0 'h 0 ’/2 1 ’/2 0 0 ’/2 1 1 '/2 'h 'h 6’/2+1
5. Salov Sovótr c ’/2 '/2 ’/2 1 ’/2 Vi 1 '/2 1 1 ’/2 1 1 10V2 .
6. Allan Kanada 0 0 0 U k 0 ’/2 0 V2 0 '/2 0 0 0 1’/2+1
7. Beljavski Sovétr. 1 ’/2 1 '/2 0 1 0 ’/2 1 1 '/2 '/2 '/2 1 'h s'V?
8. Portisch Ungverjal. 1 0 1 1 ’/2 ’/2 X '/2 '/2 ' ‘2 '/2 1 1 'h 1 10'/2
9. Nunn England 1 1 1 1' ’/2 ’/2 ’/2 1 1 0 ’/2 1 a 10 + 1
10. Velimirov. Júgósl. 1 ’/2 ’/2 0 1 X '/2 0 1 '/2 1 0 1 0 7-; 1
11. Jóhann Hj. Island 1 1 1 ’/2 ’/2 ’/2 /2 ’/2 k 1 ’/2 0 1 1 1 1 1
12. Dn La Villa Spánn 0 ’/2 0 0 0 '/2 0 1 0 0 '/2 ’/2 '/2 '/2 'h 4Vz
13. Bouaziz Túnis 0 '/2 1 ’/2 0 ’/2 0 0 0 1 ’/2 0 ’/2 0 0 4 'h
14. Andersson Svlþjóö 'h ’/2 0 1 ’/2 ’/2 1 '/2 ’/2 '/2 '/2 1 ’/2 'h 1 9
15. Adorjan Ungverjal. Vi 0 0 ’/2 ’/2 0 ’/2 0 1 'h 1 0 '/2 'h 0 5’/2
16. Marin Rúmenia ’/2 ’/2 ’/2 1 ’/2 0 0 1 0 '/2 '/2 '/2 /2 'h 6V2+1
17: Flear England 0 ’/2 ’/2 0 1 0 ’/2 1 0 0 ’/2 1 ’/2 'h 6+1
18. Christiansen Bandar. 1 ’/2 0 ’/2 0 1 ’/2 0 1 0 ’/2 0 1 'h 7'h
abcdefgh
25. Bxg7+!!
(Nunn sá þessa stöðu fyrir og
tryggir sér nú mikla yfirburði í
drottningarendatafli.)
25. ... Kxg7 26. Dg6+ Kh8 27.
Dh6!
(Hótar m.a. 28. Bf5+ og 29.
Bxe6 mát.)
27. ... Bd5 28. Be4+ Kg8 29.
Dh7+ Kf8 30. Bxd5 cxd5 31.
Dh8+ Ke7 32. Dxa8 Dxa2 33.
Dxb7+ Kd6 34. Db8+ Kc6 35.
Df4
(Þetta drottningarendatafl er
unnið á hvítt þó úrvinnslan krefj-
istmikillar nákvæmni vegna frels-
ingja svarts á a-línunni.)
35.... Dc4 36. Df5 a5 37. g4 a4 38.
d3! Dc5 39. Dc8+ Kb5 40. Db7+
Ka5 41. g5 Dd6+ 42. g3 a3 43. g6
Ka4 44. g7 Dh6+ 45. Kg2 Dd2+
46. Kh3 Dh6+ 47. Kg4 Dg6+ 48.
Kf4 Df6+ 49. Ke3 d4+ 50. Ke4!
De6 51. Kxd4 Dg4+ 52. Kc5 og
svartur gafst upp
Sovétmaðurinn Valeri Salov
tefldi á Reykjavíkurskákmótinu í
fyrra og vakti athygli fyrir vand-
aða taflmennsku. Síðar á árinu
gerðist hann aðstoðarmaður An-
atoly Karpovs í einvígi hans við
Garrí Kasparov í London/
Leníngrad. Það er ekki annað að
sjá en að Salov hafi lært sína lexíu
því árangur hans uppá síðkastið
Leiðrétting
f greininni Jón Baldvin og SÍA
1. ágúst lét ég svo um mælt að
Amór Hannibalsson hefði ekki
birt opinberlega neina gagnrýni á
Sovétríkin fyrr en hann hafði lok-
ið námi f A-Evrópu 1960. Vísaði
ég til greinasafns hans Valdið og
þjóðin 1963.
Mér hefur verið bent á að tvær
þeirra greina höfðu áður komið í
tímaritinu Birtingi, List og skrif-
finnskulist í Sovét 1961 og Pœttir
um list í Sovét 1962 og 1963.
Arni Björnsson
hefur verið stórgóður. Hann varð
t.d. efstur á Sovétmeistaramót-
inu síðasta ásamt Beljavskí en
tapaði 1:3 í einvígi. í 2. umferð
vann hann Ungverjann Andras
Adorjan. Skákina teflir hann í
sönnun Karpov-stfl. Adorjan,
sem hefur aðstoðað Kasparov
ósjaldan, er hægt og bftandi ýtt út
af borðinu og í lokastöðunni get-
ur hann sig bókstaflega hvergi
hrært:
Andras Adorjan
Valeri Salov
Bogo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4.
Bd2 c5 5. Bxb4 cxb4 6. g3 b6 7.
Bg2 Bb7 8. 0-0 0-0 9. Rbd2 a5 10.
Hel d6 11. e4 Rfd7 12. Dc2 e5 13.
Hadl Rc6 14. Rfl Dc7 15. Re3
Re7 16. dxe5 dxe5 17. Rxd5 Rxd5
18. exd5 Hae8 19. Rg5 g6 20. b3
Rc5 21. h4 Dd6 22. Hd2 Bc8 23.
Ddl Kg7 24. Dal Bf5 25. f4 f6 26.
fxe5 Hxe5 27. Hxe5 Dxe5 28. Dxe5
fxeS 29. Kh2 h6 30. Rh3 c4 31. d6
Hd8 32. Rf4 g5 33. Re2 Bg4 34.
Rcl e3 35. Hd5 e2 36. He5 Kf6 37.
He3 Hxd6 38. Rxe2 Hd2 39. Rcl
Hdl 40. Re2 Hd2 41. Rcl Kg6
Nú var fyrstu tímamörkum náð
og Adorjan tók að athuga sinn
gang. Hann í leikþröng! Kóngs-
leikur strandar á - Hdl + og vinn-
ur mann, hróksleikur strandar á -
Bf3. Adorjan gafst því upp.
MAKL05?
&LETF«MP
Ifaust har?
LAUGAVEGI 28
S: 112 75 (217 84)
REYKJKKKURBORG l§|
VLíuimsi Stö4un
Starfsfólk óskast við ræstingar og gæslustörf í
Sundhöll Reykjavíkur. Um er að ræða kvöld- og
helgarvinnu.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14059.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.