Þjóðviljinn - 09.08.1987, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Qupperneq 20
Byltingar- maður á heimleið Ben Kingsley fer með hlutverk Leníns Nú er verið að taka í Austurríki sjónvarpsmynda- flokk sem tekur alls fjóra tíma og lýsir heimferð frægasta byltingarleiðtoga allra tíma, Leníns, til Rússlands fyrir rétt- um sjötíu árum. Það er Dami- ano Damiani sem stjórnar myndinni en með aðalhlut- verkið fer Ben Kingsley sem mikla frægð hlaut á sínum tíma fyrir leik sinn í hlutverki Gandhis í samnefndri mynd. Rússneska byltingin á sjötíu ára afmæli í október í haust og er ekki nema von að kvikmynda- menn hugsi gott til að notfæra sér jafn dramatískt og afdrifaríkt tímaskeið. Mynd Damianis er um margt ólík þeim kvikmyndum um rússnesku byltinguna sem frægar hafa orðið allt frá „Október” Eisensteins, sem gerð var árið 1928 til „Rauðliðanna” sem gerð var 1981 um feril bandaríska blaðamannsins Johns Reeds í byltingunni. Reynt er að blanda saman nauðsynlegri innsýn í pól- itísk stórtíðindi tímans og svo að- ferðum spennusögunnar og má vitanlega segja að oft hefur verið lagt upp með dauflegra efni en þetta hér. Myndin um heimferð Leníns vorið 1917 heitir „Lestin” og byggir á mjög reifaralegum tíð- indum. Lenín hafði verið í útlegð í Sviss heimsstyrjaldarárin fyrri og boðaði þaðan það fagnaðarer- indi að hermenn allra styrjaldar- aðila sneru vopnum sínum gegn yfirstéttum hver hjá sér og breyttu heimsveldastríði í stétta- stríð. Vitanlega var þetta versta villutrú í augum allra valdhafa Evrópu. En þegar komið var fram á árið 1917 var Þýskaland Vilhjálms keisara orðið mjög dasað og því töldu slóttugir menn í valdahring að það væri ómaks- ins vert að hjálpa Lenín að kom- ast til Rússlands - í þeirri von að hann og bolsévikaflokkur hans gætu unnið að því að koma rússneska hernum út úr styrjöld- inni. Þetta bar upp á þann tíma að Lenín og félögum hans bráðlá á að komast heim. í febrúar hafði Nikulási keisara verið steypt af stóli og við tók bráðabirgðastjórn borgaralegra og vinstrisinnaðra afla. En Lenín sá í þeirri stöðu sem upp var komin möguleika á að dýpka byltinguna ef svo mætti segja. Með því að hinir róttæk- ustu, bolsévikar og bandamenn þeirra, einbeittu sér að því að gera ráð verkamanna og her- manna, sem upp spruttu þessa mánuði, að nýjum valdastofnun- um sem tefla myndu bráða- birgðastjóminni út úr sögulegum leik. Það gekk því saman með út- lægum byltingarmönnum rússn- eskum og erindrekum Þýska- landskeisara og Lenín fékk að fara með fylgdarliði sínu í Ben Kingsley sem Lenín og Lesl- ie Caron í hlutverki konu hans við upptökurá „Lestinni". innsigluðum vagni frá Sviss, yfir Þýskaland og til Stokkhólms. Eins og nærri má geta fékk hann óspart að heyra það þegar heim kom að hann hefði með þessu móti gerst landráðamaður og mútuþegi Vilhjálms keisara, en það er svo önnur saga. Kvikmyndatökur hafa farið fram í Austurríki vegna þess að þar eru járnbrautir enn til kola- kyntar og enginn skortur á forn- eskjulegum járnbrautarstöðvum. Ben Kingsley þykir að sögn þeirra sem séð hafa kunna vel á lenínskt látbragð og ræðustíl (sitthvað er til af kvikmyndabú- tum með Lenín og grammófón- upptökum með rödd hans) og Leslie Caron þykir það góð til- breyting að fá að leika eiginkonu byltingarforingjans mikla, Na- dézdu Krúpsköju - en leikkonan er ekki hvað síst þekkt fyrir að leika útsmogna ástkonu í Falcon Crest. áb tók saman. W K Þú ættirað leggja nýja póstnúmeríð vel á minnið svo þú getirnotað það næst þegar þú sendir bréf í hverfið. Með því móti sparast tími og fyrir- höfn og þú flýtir fyrir sendingunni. Mundu nýja póstnúmeríð 103 og fyrir pósthólf 123. PÓSTUR OG SÍMI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK Nýtt pósthús. að er íleira nýtt á þessum slóðum. Jr Þann 13. ágúst nk. opnum við nýtt póstútibú í Kringlunni. Það verður í vist- legu umhverfi og mun veita alla alm- enna póstþjónustu auk póstfaxþjónustu. Afgreiðslutíminn verður virka daga frá kl. 8.30 til 18.00. Við bjóðum þig vel- komin í nýja póstútibúið okkar. Ný söludeild P amhliða nýja póstútibúinu munum O við opna söludeild í Kringlunni. í söludeildinni verða á boðstólum fjöl- margar tegundir vandaðra símtækja og annarbúnaður tengdur síma. Auk þess mun söiudeildin veita símnoteríd- um alla þjónustu varðandi nýja síma og flutning á símum. NAGRENNI HEFUR PÓSTNÚMERIÐ 103 0G NÆSTA FENGIÐ < c/) l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.