Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 2
SPURNINGIN (Spurt í Kringlunni) Af hverju eru íslendingar svona góöir í skák? Sverrir Valdimarsson aðstoðarútsölustjóri ÁTVR: Þeir eru að sjálfsögðu svona klár- ir í kollinum. Kristján Garðarsson trésmiður: Ætli það sé ekki bara meðfædd greind. Svo er það náttúrlega þjálfun sem kemur til. Sigríður Auðunsdóttir verslunarkona: Þeir eru bara svona skynsamir, og skara fram úr á öllum sviðum þar sem þeir fá að njóta sín. Baldur Bjarnason afgreiðslumaður: Það gerir lýsið. Hulda Sigurðardóttir atvinnurekandi: Það er af því að við borðum svo mikinn fisk. Ég kann enga aðra skýringu. FRETTIR Rœkja Stóraukin sókn Moskó er orðin bær, og uppá það var meðal annars haldið með mikilli átveislu í góða veðrinu á sunnudagskvöldið. (Mynd: Sig.) Mosfellsbœr Grillveisla og flugeldasýning Mikil hátíðahöld voru í Mosfellsbæ á sunnudag er sveitarfélagið fékk kaupstaðar- réttindi. Öllum bœjarbúum boðið tilgrillveislu um kvöldið Á sunnudaginn fékk Mosfells- sveit kaupstaðaréttindi og er nú orðin tíunda stærsta bæjarfélag á landinu. Af tilefni þessara tímamóta var mikil dagskrá sem stóð allan sunnudaginn, merki bæjarins voru afhjúpuð, golfmót og góð- hestasýning. Hátíðadagskrá var haldin í íþróttahúsinu þar sem síðasti fundur hreppsnefndar var haldinn og fyrsti fundur bæjar- stjórnar og einnig hélt Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra ávarp. Um kvöldið var síðan grillveisla fyrir utan Hlégarð og var öllum bæjarbúum boðið. Grillaðir voru heilir lambs- skrokkar, ýmis skemmtiatriði voru höfð í frammi og síðast en ekki síst var kveiktur varðeldur og flugeldasýning. Fjölmennt var í grillveislunni enda veðrið ekki til að letja og skemmtu menn sér hið besta. Byggingarnefnd ísafjarðarkirkju Ný kirkja gegnt þeirri gömlu Falast eftir lóð á mótum Hafnarstrætis og Skut- ulsfjarðarbrautar Það var samþykkt í byggingar- nefnd ísafjarðarkirkju í fyrr- akvöld að senda fyrirspurn til bæjarstjórnar ísafjarðar um það hvort lóðin á mótum Hafnar- strætis og Skutulsfjarðarbrautar sé fol fyrir nýja kirkjubyggingu ef út i það verður farið að byggja nýja kirkju, segir Gunnlaugur Jónasson, formaður safnaðar- stjórnar ísafjarðarkirkju. Að sögn Gunnlaugs hefur eng- in ákvörðun verið tekin hvort byggja eigi nýja kirkju í stað þeirrar sem brann, né heldur um það hvar hún eigi að vera. Ef þessi lóð er föl, sem ekkert er vitað um á þessari stundu, og hægt að reisa þar nýja kirkju, verður hún gegnt þeirri gömlu. Hinumegin við Hafnarstrætið, á uppfyllingu sem þar var gerð fyrir byggingu nýja sjúkrahússins fyrir rúmum einum og hálfum áratug. Aðalfundur safnaðarstjórnar ísafjarðar verður haldinn í sept- ember næstkomandi og þar munu þessi mál væntanlega skýrast hvað gert verður í málefnum kirkjunnar. Þessa stundina hefur söfnuðurinn afnot af kapellunni í Hnífsdal, sem rúmar um 100 manns. Vilyrði eru fyrir afnotum af sal Grunnskólans á ísafirði í vetur og einnig verður notast við kapellu í nýja sjúkrahúsinu sem vígð verður í næsta mánuði, fyrir skemmri kirkjuathafnir svo sem giftingar og skírnir. grh Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda: 33 vinnsluleyfi veittfrá 1975. Yfir200 skip og bátar á rœkju. 30-40 loðnuskip. Útflutningsverðmæti ífyrra um 4 milljarðar Frá 1975 til dagsins í dag hafa verið veitt leyfi til rækju- vinnslu, hvorki meira né minna en 33 rækjuvinnsluleyfi. Samh- liða þessu hefur rækjuaflinn margfaldast. 1982 komu 9 þús- und tonn af rækju á land, en í fyrra var aflinn 35.800 tonn. í fyrra stunduðu um 150 skip rækj- uveiðar en í ár eru þau vel yfir 200. I dag eru meðal annars 30- 40 loðnuskip á rækjuveiðum sem að öllu jöfnu eiga að vera byrjuð á loðnuveiðum, en útgerðarmenn þeirra halda þeim frekar á rækju- veiðum, þar sem loðnan er langt í burtu og loðnuverð liggur ekki fyrir, segir Guðmundur Stefán Maríusson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda. Að sögn Guðmundar var út- flutningsverðmæti frystrar rækju, bæði pillaðrar og ópillaðrar 3.6 milljarðar króna í fyrra og ef út- flutningsverðmæti niðursoðinnar rækju er tekið með þá er útflutn- ingsverðmæti rækjunnar vel yfir4 milljarða í fyrra. f samanburði við Norðmenn er mjög léleg nýt- ing hér á landi í afkastagetu rækj- uverksmiðjanna. Hérlendar verksmiðjur með 100 pillunarvél- ar afkasta 30 þúsund tonnum af rækju, á meðan Norðmenn með 155 pillunarvélar afkasta 90 þús- und tonnum af rækju. Aðalmarkaðssvæði rækjunnar héðan er Evrópumarkaður og fór helmingur rækjuframleiðslunnar í fyrra til Bretlands, en sala á Am- eríkumarkaði dróst saman um helming. Ástæðan fyrir þeim samdrætti er fyrst og fremst hátt verðlag á rækjunni, sem var á sama tíma í fyrra, en þá fór verð- lag á rækju upp úr öllu valdi, en er þokkalegt í dag, en þó gengur erf- iðlega að losna við hana. A þessu ári og því næsta má búast við enn meiri samkeppni á rækjumarkað- inum í Evrópu, með aukinni hlut- deild Grænlendinga, sem ætla sér stóra hluti með auknum veiðum. grh Úr því Þjóðverjar vilja ekki karfa vegna þess að þeir halda að hann sé fullur af ormum og vilja heldur ormalaust hormónakjöt \ væri réttast aö sameina þetta alltsaman og bjóöa þessu liði prýðilega sníkjudýralausa, hormónalausa, holla, bragömikla og glænýja og ferska, íslenska 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.