Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 15
Norðurslóðir Átaka- eða jaðarsvæði Spjallað við Hjörleif Guttormsson Um nýafstaðna ráðstefnu Félagsvísindastofnunar og Harvardháskóla Hjörleifur Guttormsson alþingismaður: Áhugaverð skoðanaskipti og líflegar umræður. Hótel Örk í Hveragerði var vcttvangur ráðstefnu um síðustu helgi og stóðu að henni Félagsvís- indastofnun Háskólans og Mið- stöð Harvardháskóla fyrir al- þjóðleg málefni. Yfirskrift ráð- stefnunnar mætti kalla á íslensku: Norðurslóðir - átakasvæði eða jaðarsvæði?, en á ensku The High North - á Flank or a Front?. Hjör- leifur Guttormsson alþingismaður sat ráðstefnuna og spjallaði Þjóð- viljinn við hann í gær. Er hœgt að tala um niðurstöður á svona ráðstefnu? Nei, þetta er meira rabb sem fer þá eftir innleggi þeirra sem hafa framsögu og síðan eru skoðanaskipti. Þetta er önnur ráðstefnan af þessu tagi. Sú fyrri var haldin fyrir vestan fyrir tveimur árum eða svo. Þessi er aftur skipulögð af Félagsvísinda- stofnun. En ráðstefnur þessar eru kenndar við Harvard og sú sem er nýlokið hér er önnur Harvar- dráðstefnan um norræn málefni. Hvað með þátttökuna? Hún einkenndist nú fannst mér af því að langflestir komu frá Bandaríkjunum og Skandinavíu. Utan þessara svæða var sáralítið. Þó var eitthvað smávegis um diplómata frá Vestur-Þýskalandi og Bretlandi, en sárafáir frá Mið- Evrópu og aðeins einn frá Japan. Og stjórnmálamenn voru sárafáir ef íslendingar eru undanskildir, en fulltrúum frá stjórnmálaflokk- unum var boðið að sitja ráðstefn- una. Mest var um hernaðarráð- gjafa og menn sem eru að fjalla um þessi málefni í stofnunum og háskólum. Skoðanaskiptin voru áhuga- verð, það er óhætt að segja það, og umræðurnar líflegar á köflum. Greindi menn mjög á um það hvort Norðurslóðir væru frekar átakasvœði eða jaðarsvœði í hern- aðarlegu tilliti? Eftir því sem maður reyndi sjálfur að lesa út úr þessum skoðanaskiptum þá fannst mér að menn teldu að Norðursvæðið væri í öðru sæti miðað við Mið- Evrópu sem þungamiðja í strat- egísku tilliti. Þarna voru menn sem vöktu at- hygli fyrir frísklegar spurningar. Dæmi um slíkt er erindi sem þarna var flutt um þróun herf- ræðilegrar strategíu Sovétríkj- anna. Það var maður að nafni McGwire frá Brookings- stofnuninni sem það flutti og hans hugleiðingar vörðuðu með- al annars það hvernig honum kæntu herfræðileg markmið So- vétríkjanna fyrir sjónir. Ekki féllu þær hugleiðingar nú allar í frjóa jörð, en hann taldi að „þjóðaröryggi” skilgreindu So- vétmenn tiltölulega þröngt. Þeir hefðu öryggissvæði í kringum sig þar sem þeir beittu hervaldi og þrýstingi ef þeim byði svo við að horfa en árás á Vestur-Evrópu væri ekki á dagskrá. Ef menn væru þeirrar trúar að slík árás væri þeirra markmið, þá væri ekki rökrænt að tala við þá um afvopnun. Varðandi Norðursvæðið varð talsvert mikil umræða um áhrif hernaðaruppbyggingar Sovét- ríkjanna á Kólaskaga og hvaða þýðingu það hefði fyrir Norður- svæðið og Skandinavíu. Það kom fram hjá mörgum að vissulega hlytu Sovétmenn að taka tillit til þess í sinni hernaðaruppbyggingu en greindi á um hversu víðtækt það áhrifasvæði væri. Þarna var meðal annars ráð- gjafi norska varnarmálaráðherr- ans, Jakob Börresen að nafni. Hann flutti þarna erindi og einnig fyrrverandi hershöfðingi norður- herafla Noregs, Huetfeldt. Mér fannst málflutningur þessara manna einkennast að varfærni og yfirvegun. Þeir voru mjög hlut- lægir í sínum málflutningi og veltu sér ekki upp úr neinni ógn sem Noregi stafaði af Sovétríkj- unum sérstaklega. En þeir röktu ýmsa þætti sem snerta vígbúnað beggja megin. Það kom einmitt fram í umræðum varðandi Noreg að ef til átaka kæmi þá lægi víg- lína út frá Kólaskaga ekki langt suður eftir landinu. Siglingar á höfunum með kjarnorkuvopn komu nokkuð til umræðu og viðleitni ríkja til að takmarka slíkt. Ýmsir urðu til þess að nefna frumkvæði Nýja- Sjálands í því sambandi en sú stefna hefur verið lögfest þar í landi að krefjast vitneskju hverju sinni um hvort skip séu með kjarnavopn í farteskinu. ísland var nú ekki sérstaklega rætt í því samhengi en menn hafa vafalaust í huga þau ummæli sem utanríkis- ráðherra viðhafði í fjölmiðlum að þessu leyti í sumar en á það á eftir að reyna, hvert innihald er að baki þeirra orða. Það var þó nokkuð um vanga- veltur um stefnu Sovétríkjanna eftir valdatöku Gorbatsjoffs og þá hvort hún hefði tekið miklum breytingum. Hjá McGwire kom meðal annars fram það sjónar- mið að það bæri frekar að líta á framsetningu Gorbatsjoffs sem stefnu sem hefði þegar unnið sér hljómgrunn í herfræðilegum hóp- um innan Sovétríkjanna. Þannig að sá þungi sem nú er í afvopnun- arvræðunum af hálfu Sovétríkj- anna eigi sér rætur aftur fyrir valdatöku Gorbatsjoffs. Það var líka bent á að líklega hefðu Sovétmenn átt í erfið- Ieikum með að fóta sig á stefnu gagnaðilans, vegna þeirra sveiflna sem átt hafa sér stað í Bandaríkjum eftirstríðsáranna í herfræðilegu tilliti, og það gerði þeim ekkert auðvelt fyrir að spá í framtíðina. HS Félagsráðgjafar Staöa félagsráðgjafa hjá félaginu er laus til um- sóknar. Staöan veitist frá 1. október nk. Upplýs- ingar gefur Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi í síma 15941, heimasími 40647. Þroskaþjálfar Þroskaþjálfa vantar í hlutastörf á sambýli og skammtímavistun félagsins í Víöihlíð. Upplýsing- ar gefa Solveig Theodórsdóttir, forstöðukona í síma 31667, heimasími 77974 og Sveinbjörg Kristjánsdóttir, forstöðukona í síma 688185, heimasími 672414. Starfsleiðbeinendur Starfsleiðbeinanda vantar á vinnustofuna Ás, Brautarholti 6, sem fyrst. Upplýsingar gefur Haf- liði Hjartarson, framkvæmdastjóri í síma 621620. Styrktarfélag vangefinna Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. ' Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba St. Jósefsspítali Landakoti Eldhús - starfsmaður Okkur vantar nú þegar starfsmann í eldhús Landakotsspítala, til vinnu við „Smurða brauðið“. Þyrfti að geta hafið vinnu strax. Upplýs- ingar gefur bryti í síma 19600-212. Hjúkrunarfræðingar/ sjúkraliðar Lausar eru nokkrar stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækninga-, handlækninga-, barna- og gjör- gæsludeild. Einnig stöður sjúkraliða á lyflækninga- og hand- lækningadeildum. Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra í síma 19600-220/300. Fóstra Fóstru vantar á barnadeild Landakotsspítala. Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra, sími 19600-220/300. Röntgendeild - aðstoðarstúlka Okkur vantar aðstoðarstúlku á röntgendeild Landakotsspítala. Umsækjandi þyrfti að geta hafið vinnu strax. Upplýsingar gefur deildarstjóri í síma 19600-330. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Lúðvík J. Albertsson Svalbarða, Hellissandi sem lést í Borgarspítalanum þann 8. ágúst s.l. verður jarð- sunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Veronika Hermannsdóttir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.