Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 3
Hlemmur-Miðborg heitir nýi strætóinn sem frá og með opnun Laugavegar gengur ókeypis frá Hlemmi niðrá Lækj- argötu, um Vonarstræti, Suður- götu, Aðalstræti, Hafnarstræti, upp Hverfisgötu á Hlemm. Þrír vagnar ganga þessa leið frá 13- 19 virka daga og verða 6-7 mín- útur á milli ferða. Á þessum tíma fara aðrir strætóar ekki Lauga- veginn. Vagnar númer 2, 3, 4, 5 og 15A aka þá viðstöðulaust frá Hlemmi um Skúlagötu niðrá Torg. SVR hvetur borgarbúa til að nota sér ferðirnar og leggja bílunum á jöðrum miðbæjarins. Norrænar málnefndir halda þing sitt um næstu helgi á Hótel KEA á Akureyri. Aðalefni þess verður íslensk málrækt og eru framsögumenn Baldur Jóns- son og Jón Hilmar Jónsson. Bú- ist er við um 45 þátttakendum af öllum Norðurlöndum. íslensk málnefnd skipuleggur þingið sem haldið er hérlendis í fimmta sinn, en nefndin hefur sent full- trúa til þinghalds frá stofnun sinni 1964. Ólafur Egilsson fór í júlílok til Lagos í Nígeríu og afhenti þar forseta Nígeríu, Ibra- him Babangida, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Nígeríu með að- setur í Lundúnum. Sérstakt pósthús verður opnað á landbúnaðarsýn- ingunni „Bú 87“ í Víðidal frá 14,- 23. ágúst, og póstur þaðan stimplaður með sérstimpli. Þá ætlar Pósturinn að setja upp póststofu á frímerkjasýningu í sumarleyfisbænum Riccioneá ít- alíu um aðra helgi. Vinnan er komin út í sjötta sinn í ár, en hún er tímarit ASÍ. í blaðinu er meðal annars fjallað um spör- fugladráp í Bandaríkjunum, handverkfæri sem þróunaraö- stoð, Tómstundaskólann, fisk- vinnslunámskeiðin, Listasafn ASÍ, póstkröfuverslun, megrun- artöflur, verkamannabústaði í Firðinum, ferðamenn, ógnar- 'stjórn í íran, Ölfusborgir og prent- villur í Þjóðviljanum. Leiðari blaðsins fjallar um stefnu nýju ríkisstjórnarinnar og heitir „Sumt jákvætt og annað rniður". Fjarkennsla er efni fyrirlestrar sem John Ma- son, prófessor við „Opna há- skólann" Bretlandi flytur á morg- un í stofu 201 í Kennaraháskól- anum við Stakkahlíð. Fyrirlestur- inn hefst klukkan 15 og er öllum opinn, en tilefnið er kennaranám- skeið KHÍ og HÍ. Hjartavernd hefur efnt til happdrættis sem í verður dregið 16. október, og verða vinningar alls 20, að verð- mæti rúmar 5 milljónir, sá hæsti ein milljón. Miðinn kostar 200 krónur, og hvetur stjórn félagsins allan almenning til að styrkja þarft starf þess með því að kaupa miöa. FREITIR Vogalax hlf Frábærarheimtur Vilhjálmur Guðmundsson: 14% heimtur ísumar. Þœr langbestuísögu fyrirtækisins. Meðalþyngd laxins um 3 kíló að eru tæplega 14% heimtur hjá Vogalaxi h/f í Vogum í sumar, sem er það langmesta hjá okkur frá því við byrjuðum. í fyrra heimtum við 9.6% en 1985, árið sem fyrirtækið var stofnað, komu til baka um 12.6%. I.axafj- öldinn sem við fengum í sumar var tæp 5 þúsund stykki og með- alþyngd tæp 3 kíló, sagði Vil- hjálmur Guðmundsson, hjá Vog- alaxi h/f. Að sögn Vilhjálms er þegar búið að slátra þeim laxi sem kom- inn er á land og nemur hann um 10 tonnum. Aðalmarkaðssvæði Vogalax h/f er í Bandaríkjunum og Hollandi, en prufusendingar hafa verið sendar til Bretlands, Frakklands og Danmerkur. Sagði Vilhjálmur að verðið sem fengist fyrir laxinn væri allþokka- legt miðað við það að á þessum tíma ársins væri mjög mikið fram- boð af laxi á mörkuðunum, sem stafar af því að á sama tíma kem- ur Kyrrahafslaxinn á markaðinn. Það gerir það að verkum að mjög mikið framboð er á laxi sem dreg- ur verðið niður. Aftur á móti virðist sem ágætur markaður sé fyrir laxinn hér á innanlands- markaði og hafa þegar selst um 3 tonn af honum hér. „Við höfum í hyggju að sleppa á næsta ári hvorki meira né minna en um 2 ntilljónum seiða og í júní í ár slepptum við 400 þúsund seiðum, sem er met hér á landi og þótt víðar væri leitað. Starfsemin hjá okkur hefur gengið mjög vel og staðfestir fyrir okkur það sem við höfum ætíð haldið fram, að það sé vænlegast í þessum bransa að byggja þessa atvinnugrein hægt og rólega upp, í stað þess að byggja og byggja og fjárfesta án þess að hafa undirstöðuna á hreinu," sagði Vilhjálmur að lok- um. grh Reykjavík 300 sagn- fræðingar Tuttugasta þing norrænna sagnfræðinga var sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gærmorgun. Forseti Islands flutti ávarp, söngflokkurinn Hljómeyki flutti Aldasöng eftir Jón Nordal við texta eftir Bjarna Jónsson skálda og Jón Heigason, og síðan töluðu prófessorarnir Lorenz Lerup og Gunnar Karlsson. Þetta er í fyrsta sinn sem þingið er haldið hérlendir, og sækja það um 300 sagnfræðingar, flestir norrænir, en einnig þýskir og bandarískir. Þingið stendur yfir fimm daga og lýkur með hófi á föstudagskvöld. Stefán Karlsson setti fyrsta umræðu- fundinn á þingi norrænna sagnfræð- inga. Námslán í V-dúr Nftján þúsund í sjóðinn Um 8200 borga af V-lánum essa dagana er Lánasjóður ís- lenskra námsmanna að senda þeim skuldunautum sínum rukk- unarbréf sem fengu námslán á ár- unum 1976 til 1982, svokölluð V- lán. Það er sægur af fólki sem hér um ræðir; nánar til tekið 8.219 manns. BrobyJohansenlátinn Áhrifamesti alþýðufræðari um myndlistá Norðurlöndum á þessari öld í fyrradag lést í Kaupmanna- höfn danski rithöfundurinn R.Broby Johansen á 87. aldurs- ári. Broby Johansen var einhver afkastamesti rithöfundur sem fjallað hefur um myndlist á Norð- urlöndum, og má telja víst að enginn rithöfundur hafi opnað heim myndlistarinnar fyrir jafn mörgum lesendum með aðgengi- legri en jafnframt markvissri og persónulegri framsetningu. Bók hans „Hverdagskunst -Verdenskunst“, sem kom út 1942 og Mál og menning gaf síðar út í íslenskri þýðingu, markaði á vissan hátt þáttaskil í því að gera listasöguna aðgengilega almenn- ingi og setja hana í samband við okkar nánasta umhverfi. Engin bók um listfræði hefur náð við-j líka útbreiðslu á Norðurlöndum, og þótt víðar væri leitað. { verkum sínum lagði Brobyí áherslu á félagslegt hlutverk list- arinnar og jafnframt hvernig hún endurspeglaði hugmyndafræði og lífsviðhorf síns samtíma. Þá lagði hann jafnframt áherslu á mikilvægi nytjalystarinnar og tengsl hennar og svokallaðrar æðri listar við daglegt líf og um- hverfi mannsins. Auk fjölmargra bóka um myndlist og nytjalist skrifaði Bro- by einnig ljóð, bamabækur og kvikmyndahandrit auk þess sem hann starfaði lengi sem blaða- maður og fyrirlesari. Broby Johansen var alþýðu- fræðari í besta skilningi þess orðs, og þýðing hans sem slíks sést best á því að hann á sér marga lesend- ur einnig hér á landi. -ólg. Hér er á ferðinni árviss, föst afborgun. Tekjutengda afborg- unin kemur svo í kjölfarið í nóv- ember. V-lánþegi sem hefur not- ið aðstoðar sjóðsins í eitt ár greið- ur nú 4.965 krónur í afborgun, en sá sem hefur verið fjögur ár eða lengur í lánshæfu námi borgar 19.861 krónu. Frá árinu ’82 skipta lánin um einkennisbókstaf og nefnast T-lán. Föst afborgun af þeim er greidd í rnarsmánuði, og var byrj- að að borga af þeim í fyrra. Að vonum em þeir sem komnir eru á endurgreiðslustigið samkvæmt þessum lánaflokki til muna færri en V-lánþegarnir, enn sem kom- ið er, eða liðlega 2.300 manns. Hjá þessum hópi er fasta afborg- unin 13.911 krónur á ári, ára- fjöidi við nám skiptir ekki máli, en tekjutengd afborgun er hærri en hjá V-hópnum. Svo eru það öll hin sem voru við nám áður en verðtryggingin var fundin upp. Að sögn Þor- björns Guðjónssonar fram- kvæmdastjóra LÍN komast af- borganir af þessum lánum lægst niður í hundraðkall eða svo, en hæst í um það bil fjögur þúsund krónur á ári. HS Sjávarútvegsráðuneyti Hermann aðstoðar Hermann Sveinbjörnsson hef- ur verið ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og hefur störf í ráðuneytinu í næstu viku. Hermann er 36 ára, hefur lagt stund á líffræði, umhverfisvísindi og auðlindahagfræði, unnið í iðn- aðarráðuneytinu í hálft fimmta ár og kennt við háskólann. Hann er kvæntur Sólveigu Láru Guð- mundsdóttur sóknarpresti á Sel- tjarnamesi. Fyrri aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, Finnur Ingólfs- son, hefur tekið upp svipaðan starfa í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu hjá Guðmundi Bjamasyni. -m Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.