Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 5
Hjörleifur Guttormsson skrifar Ferðamál og umhverfis- vemd Ört vaxandi atvinnugrein Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á íslandi. Mikinn hlut í þeim vexti eiga erlendir ferðamenn, en ferðalög fslend- inga um eigið land og til útlanda skipta þó síst minna máli. Fáeinar tölur má nefna, sem endurspelga þróunina sl. 10 ár. Á árinu 1977 komu um 73 þúsund erlendir ferðamenn til íslands, en á síðasta ári rökslega 113 þúsund. Aukningin hefur fyrst og fremst verið sl. þrjú ár. Svipaður fjöldi íslendinga fór til annarra landa þessi sömu ár. Heildargjald- eyristekjur af erlendum ferða- mönnum námu á árinu 1985 3100 milljónum króna, sem eru 6.1% af útflutningstekjum. Aukningin frá árinu 1984 var um 20% á sambærilegu gengi. Ferða- og dvalarkostnaður íslendinga í utanlandsferðum sama ár er tal- inn hafa numið 3900 milljónum króna, viðskiptaferðir meðtald- ar. íslensk náttúra er söluvaran Störfum við ferðaþjónustu hér á landi hefur hins vegar ekki fjölgað svo teljandi sé á sama tímabili. Þau voru samkvæmt hagskýrslum talin vera 3349 árið 1984, þar af 1723 störf á veitinga- og gististöðum og 890 við flug- rekstur. Þetta eru um 3% af vinn- uafli í landinu. Samkvæmt þessu hefur aukinn straumur ferða- manna aðeins í litlum mæli haft í för með sér fjölgun starfa í ferða- þjónustu. Þótt margir útlendingar komi hingað í tengslum við fundi og ráðstefnuhald er sölustarfsemi í formi svonefndrar landkynningar fyrst og fremst tengd íslenskri náttúru. Það er sú auðlind sem ferðaþjónustan hér innanlands byggir á að miklum hluta og laðar flesta útlendinga til landsins. Margir þeirra sem okkur sækja heim að sumarlagi leita upp í óbyggðir, bæði á einkabflum, í hópferðum ferðaskrifstofa og í nokkrum mæli á hestum. Þróunin hefur orðið sú, að samanlagðar gistinætur erlendra ferðamanna eru hin síðari ár til muna fleiri en íslendinga á stöðum eins og Landmannalaugum (8213 gisti- nætur erlendra, 4342 innlendra árið 1985), Herðubreiðarlindum (4085 á móti 1130), Hveravöllum (1598 á móti 960), Nýjadal (1166 á móti 844) og Þórsmörk (9425 gistinætur erlendra, 7221 inn- lendra árið 1985). í Skaftafelli voru gistinætur útlendinga ívið fleiri en innlendra ferðamanna sl. tvö ár og munurinn virðist ætla að aukast á þessu sumri. Gróðurvinjar í hættu af örtröð Óbyggðirnar munu eflaust laða til sín vaxandi fjölda fólks á komandi árum, og þá ekki síst íslendinga, sem smám saman eru að komast á bragðið með hálend- isferðir. Aðbúnaður á ferða- mannastöðum í óbyggðum er hins vegar í hrópandi mótsögn við þessa þróun. Áníðsla á gróður og viðkvæmar jarðmynd- anir er víða uggvænleg og sums staðar má tala um örtröð. Hreinlætisaðstaða er yfirleitt frumstæð, leiðbeiningar fátæk- legar og landvarsla ófullnægj- andi. Ekkert teljandi fjármagn hefur verið lagt í úrbætur á ferð- amannstöðum undanfarin ár. Takmarkað fjármagn Ferðamál- aráðs fer að miklum hluta í „land- kynningarstarfsemi“, þ.e. í að markaðssetja landið. Á sama tíma ver Ferðamálaráð litlu sem engu til uppbyggingar á áningar- stöðum. Náttúruverndarráð, sem eink- um hefur skyldum að gegna á friðlýstum svæðum, hefur verið svelt fjárhagslega og litlu getað sinnt utan þjóðgarðanna í Skafta- felli og Jökulsárgljúfrum. í ár nemur sú upphæð sem ráðið hef- ur til ráðstöfunar vegna ferða- mannastaða innan við einni milljón króna, þar af kemur um helmingur úr Þjóðhátíðarsjóði. Margir vita hvernig aðbúnaður er að ferðafólki við Gullfoss, þangað sem beint er sívaxandi straumi ferðamanna. Hitt þekkja færri af eigin raun í hvert óefni stefnir í viðkvæmum hálendis- vinjum, þar sem sauðfé keppir sums staðar við ferðamanninn um að stífa stráin. Það er erfitt að velja orð sem hæfa þessari ráðsmennsku. Ferð- aþjónustan er með réttu talin vaxtarbroddur í atvinnulífi, en margauglýstir staðir lenda í niðurníðslu af örtröð og van- hirðu. Hér virðist það gilda, að gott sé að taka við aurum, en engu megi til kosta í staðinn. Skipulagslaus þróun Það vantar stefnumörkun af opinberri hálfu í ferðamálum og fjármagn sem notað sé út frá vel skilgreindum forsendum. Út- lendingar sem fara um landið á eigin bflum og koma með flest það með sér sem við á að éta, skila litlu í íslenskt þjóðarbú. Hópar útlendinga sem einkum gista á tjaldsvæðum, eyða hér litl- um fjármunum og keppa sumpart við innlenda ferðamenn um pláss á ofsetnum svæðum. Er hægt að byggja upp arðbæra ferðamanna- þjónustu með slíkum við- skiptum? Lúxushótel þjóta nú upp eitt af öðru í Reykjavík og nágrenni á meðan lítið sem ekkert fjármagn fæst til að byggja upp ferðaþjón- ustu úti um land. Slík stefna bitn- ar fyrst og fremst á íslendingum, sem ferðast vilja eða eiga erindi innanlands. Ferðamálasamtök áhuga- manna eru nú starfandi í flestum landshlutum og leitast við að efla og skipuleggja ferðaþjónustu hvert á sínu svæði. Þau eru hins vegar févana og lítils megnug, nema aukinn skilningur og stefnumörkun komi til, þar sem miðað verði við að dreifa ferða- þjónustu um landið. Pólitískt viðfangsefni Umhverfisvernd er pólitískt mál, þar sem m.a. er spurt um stefnu og skipulega ráðstöfun fjármagns. í engum málaflokki er eins mikil þörf á að langsæ sjón- armið ráði ferðinni í stað stjórn- leysis og stundarhagsmuna. Ferðamálin eru þar snar þáttur og þau tengjast spurningunni um það, hvernig við viljum byggja landið og ráðstafa gæðum þess. Kjörleifur Guttormsson „ Umhverfisvernd erpólitískt mál, þar semm.a. er spurt um stefnu og skipu- legaráðstöfunfjármagns. Iengum málaflokki er eins mikil þörfá að langsœ sjónarmið ráðiferðinni í stað stjórnleysis og stundarhagsmuna“ IVIÐHORFI Um lögbindingu lágmaikslauna „Laun undir hungurmörkum eru heilsuspillandi, og launahækkun íþeim tilfellumfyrirbyggjandi aðgerð gegn sjúkdómum” í stjómarmyndunarviðræðun- um sl. vor lögðu tveir hagfræð- ingar fram álitsgerð um lögbind- ingu lágmarkslauna að beiðni Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Annarþess- ara hagfræðinga vinnur hjá Al- þýðusambandi íslands, en hinn hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands. Þeir lögðu þessa álitsgerð fram í sameiningu og ekki getið um annað en þeir hafi verið sam- mála. Það verður að ætla, að Þor- steinn hafi leitað til þeirra öðrum fremur vegna þess að þeir voru ráðunautar hjá aðilum vinnu- markaðarins og myndu því taka mið af sjónarmiðum þeirra, enda óeðlilegt að þeir tækju sér fyrir hendur undir þessum kringum- stæðum að túlka skoðanir, sem brytu í bága við stefnu viðkom- andi samtaka. Álitsgerð þessi hefur vakið undrun margra og fordæmingu, og á það kannske fyrst og fremst við um hagfræðing ASÍ, því að úr hinni áttinni eru menn ýmsu van- ir. Það er sem sagt álit hagfræð- inganna, að það eigi ekki að lög- festa lágmarkslaun og sé engin þörf á því. Fyrir því færa þeir margvísleg rök s.s. að við búum við lög um þessi efni, sem séu „einstök", að „réttlæti í þessum efnum sé ákaflega afstætt“, að svona löggjöf verði óvinsæí og skapi þrýsting, að tæknileg vandamál séu mýmörg, að laun fari eftir lögmálum framboðs og eftirspurnar og eigi að gera það og fleira. Má segja, að í rökúm þeirra sé hver silkihúfan upp af annarri. Hér verður aðeins ein af at- hugasemdum þeirra félaga gerð að umræðuefni. Hagfræðingarnir þykjast ekki vita, hvað sé átt við, þegar talað er um lágmarkslaun, og m.a. af þeim sökum sé ógern- ingur að ákveða þau og lögbinda. Þeir spyrja hvort þar sé átt við „lágmarkslaun fyrir dagvinnu eða lágmark fyrir heildartekjur? Eða á að lágmarka dagvinnu að viðbættum bónusgreiðslum. Hvernig á að fara með yfirvinnu, vaktaálag, ferða-, flutnings-, fæðis-, vaktaskipta- og poka- Þriðjudagur 11. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.