Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Priðjudagur 11. ógúst 1987 173. tölublað 52. örgangi ' Wf IfíÐlN *' AÐWISCLU SKÓIACONGU 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Öryggismál Norðurhöf í öðru sæti Niðurstaða manna á öryggis- málaráðstcfnunni í Hverag- erði um helgina virðist vera sú að Norðursvæðið sé í öðru sæti mið- að við Mið-Evrópu, sem þunga- miðja í strategísku tilliti, segir Hjörleifur Guttormsson m.a. í viðtali um ráðstefnuna í blaðinu í da8- Sjá bls. 19 Laugavegur Opnað ídag r Idag klukkan tjögur verður aft- ur hægt að aka niður Lauga- veginn allan, - framkvæmdunum milli Klapparstígs og Frakkastígs er lokið. Verktakinn, Víkurverk, er 10- 12 dögum á eftir áætlun, og þarf væntanlega að greiða einhverjar dagsektir þess vegna. Kostnaður borgarinnar af snyrtingu og skreytingu á þessum 240 metra spotta Laugavegarins er um 24 milljónir, 100 þúsund kall á metr- ann. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri sagði í gær að enn væri ekki ákveðið hvenær haldið yrði áfram upp Laugaveginn, en sér sýndust borgaryfirvöld hafa full- an hug á því, og mætti búast við að næsti áfangi verði inni á fjár- hagsáætlun næsta árs. Nýr strætó, „Hlemmur- Miðborg" hefur göngu sína niður Laugaveginn í dag, á 6-7 mínútna fresti eftir hádegi. Ingi hvatti menn til að spara einkabílinn á þessari leið, - aðstaða öll orðin prýðileg fyrir göngufólk, og strætóinn ókeypis að auki. -m Leigumiðlun Lögregla kannar málið Signý Sen, hjá lögreglustjóraembœttinu íReykjavík: Alvarlegt mál efum ólöglega leigumiðlun erað rœða. Þarf löggildingu. Oheimilt að takagjald afleigutökum Það er vitanlega alvarlegt mál, starfi leigumiðlanir hér í Reykjavík án tilskilinna leyfa. Jafnframt er með öllu óheimilt að þeir sem annast leigumiðlun taki gjald eða þóknun af leigutaka. Þetta er kyrfilega tekið fram í húsaleigulögunum frá 1979, sagði Signý Sen, lögfræðingur hjá Lög- reglustjórembættinu í Reykjavík, vegna fréttar Þjóðviljans um ó- lögmæta leigumiðlun í Reykja- vík. - Lögreglustjóraembættinu hafa ekki borist neinar kvartanir vegna leigumiðlana og þaðan af síður kærur. Embættið mun vit- anlega fara ofan í saumana á þessu máli og stöðva slíkan rekst- ur, fari hann út fyrir ramma lag- anna, sagði Signý Sen. - Það er skýrt kveðið á um það í húsaleigulögunum að sérstaka leyfisveitingu þarf til að mega starfrækja leigumiðlun. Hafi menn ekki sína pappíra í lagi, segir sig sjálft að starfsemin er ólögleg. Frá því að húsaleigu- lögin tóku gildi hafa að mig minnir tveir aðilar sótt um lög- gildingu til starfrækslu leigumiðl-' unar og ég veit ekki betur en alla- vega annar þeirra hafi lagt árar í bát og hætt sinni milligöngu um leigusölu, sagði Signý Sen. -rk Tyrft I reiðhöllinni I Víðidal. Hún Melkorka Ólafsdóttir var í gær í óða önn að tyrfa einn sýningarbásinn fyrir sýninguna Bú ’87, sem opnar 14. ágúst næstkom- andi. I þessum sýningarbás verða gínur í aðalhlutverkunum, þar sem þær verða klæddar að hætti manna fyrr á tímum við vinnu úti á engjum, með gömul heyvinnuverkfæri sér við hönd. Mynd Sig. Kvótasvindl Afli geröur upptækur Sjávarútvegsráðuneytið: Fimmfyrirtœki á vesturhluta landsins Við höfum ekki fengið fullnægjandi skýringar hjá fimm fyrirtækjum á mismun á innvegnum afla og útseldum afur- ðum og höfum farið fram á það að andvirði þess afla verði gert upptækt. Þessi flmm fyrirtæki hafa kærufrest í einn mánuð. Þangað til gefum við ekki upp nöfn þessara fyrirtækja, sagði Jón B. Jónsson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Að sögn Jóns hafa verið fram- kvæmdar rannsóknir hjá fjölda fyrirtækja í sjávarútvegi, stórum sem litlum. Rannsóknirnar eru gerðar svæðisbundið um landið og kom fram hjá Jóni að þessi fimm fyrirtæki væru á vesturhluta landsins. Þeir sem fylgjast með því að ekki sé svindlað á kvótan- um eru eftirlitsmenn ráðuneytis- ins, sem eru 14 að tölu á öllu landinu, en þeir sem einkum Heilsufœði Fiskfitan helst við suðu N minnar voru þær að fiskfita skemmist ekki við hefðbundna suðu á fiski í um 10 mínútur. En við suðu er líklegt að einhver steinefni og vítamín tapist í litlum mæli, sagði Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Ólafs fól Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, honum þetta verkefni í matvælaefnagreiningu í Raunvís- indastofnun Háskóla fslands. Ástæðan var sú að næringarefna- töflur um fitu eru byggðar á fitu úr hráum fiski, og því þótti rétt að kanna þetta. Einnig þótt rétt að kanna þetta þar sem fólk í hinum vestræna heimi er hvatt til meiri fiskneyslu en er í dag og í Banda- ríkjunum er fiskur ofarlega á baugi í allri heilsuumræðu. Á sama tíma fóru fram sams- konar rannsóknir í Japan. Kynntu þarlendir vísindamenn niðurstöður sínar á þingi sérfræð- inga í fituefnafræðum á þingi á Hawaii og komust að sömu niðurstöðu. grh grandskoða skýrslugerð fyrir- tækjanna eru tveir starfsmenn sem fá aðstoð sérfróðra manna í bókhaldi. Sagði Jón að röng skýrslugerð varðandi kvótann varðaði við almenn hegningarlög og því allt eins víst að sú staða gæti komið upp að viðkomandi fyrirtæki sem væru staðin að því, yrðu kærð til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. „Það er auðvitað mjög mis- munandi hvernig menn bregðast við okkar rannsóknum, en í mikl- um meirihluti þeirra fyrirtækja sem við höfum skoðað, hafa við- komandi yfirmenn lýst yfir ánægju sinni með okkar rann- sóknir, þó auðvitað séu alltaf til þeir menn sem eru ekki yfir sig hrifnir af okkar framtaíci. En þessar rannsóknir okkar eru ekk- ert nýjar af nálinni. Þær eru jafngamlar kvótakerfinu og halda áfram á meðan það er við lýði,“ sagði Jón B. Jónasson skrifstofustjóri að lokum. grh Skagafjörður Grænt Ijós á Ijósleiöara N iðurstaða félagsmáiaráðu- neytisins er sú, að ekki sé nauðsynlegt að fá samþykki sveitarstjórna né landeigenda fyrir Ijósleiðaralagningu á milii Sauðárkróks og Blönduóss sam- kvæmt fjarskiptalögum, sagði Hólmfríður Snœbjörnsdóttir, lög- fræðingur i félagsmálaráðuneyt- inu. Fyrr í sumar voru allar fram- kvæmdir við lagningu ljósleiðara í Skagafirði stöðvaðar vegna kröfu byggingarfulltrúa Skaga- fjarðarsýslu og sveitar- og skipu- lagsyfirvalda í fimm hreppum, vegna þess að fram hafði komið hjá Pósti og síma, að bótakröfur gætu numið nokkrum hundr- uðum þúsunda ef strengurinn yrði fyrir einhverju tjóni og við- komandi landeigandi yrði þar með bótaskyldur. Þessu vildu viðkomandi yfirvöld ekki una, með bændur í broddi fylkingar, og því var málinu skotið til ráðu- neytisins. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.