Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Suður-Afríka Al Isherjarverkfal I blakkra námumanna Um 340þúsundþeldökkir verkamenn í 44 gull- og kolanámum hafa lagt niður vinnu ímesta verkfalli ísögu Suður-Afríku Ekkert er nú unnið í 44 gull- og kolanámum í Suður-Afríku eftir að allsherjarverkfall svartra námumanna skall á í fyrrakvöld. Að sögn Cyrils Ramaphosa, aðal- ritara Landssambands námu- manna, er þátttaka nær alger í vinnustöðvuninni og sitja nú 340 þúsund félagar sambandsins auðum höndum. Hann kvaðst bú- ast við langri og strangri baráttu áður en samningar tækjust. Ramaphosa sagði ennfremur að um 80 þúsund námumenn utan stéttarfélaga tækju þátt í verkfallinu. Pví er fyrst og fremst beint gegn námunum 44 en úr þeim kemur meir en helmingur alls gulls sem framleitt er í iandinu og um 20 af hundraði allra kola. Afleiðingar verkfallsins geta orðið mjög alvarlegar fyrir efna- hag Suður-Afríku. Dragist það á langinn mun taka drjúgan tíma að hefja vinnslu að nýju í námun- um. Gull og kol eru helstu út- flutningsvörur landsins og hala um helming allra tekna í þjóðar- búið. Ramaphosa hafði lýst því yfir áður en verkfallið skall á að námumennirnir myndu yfirgefa búðir þær sem þeir dvelja í með- an vinna stendur yfir og halda til síns heima. Flestir búa þeir fjarri vinnustöðum sínum á sérstökum heimalöndum svartra. Fyrir vikið mun líða nokkur tími frá því verkfallið leysist uns vinna getur hafist í námunum á ný. í gær sagði hann að mörg þús- und námumenn hefðu haldið heimleiðis frá Randfontein og engum var heimill aðgangur að námasvæðinu. Ramaphosa fullyrti að í dag myndu síðustu verkamennirnir halda heim og þannig væri komið Verkfalli svartra námumanna er fyrst og fremst beint gegn miklum launamun blakkra og hvítra sem er einn anginn af aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar. gullnámasvæðinu vestan Jóhann- esarborgar til héraða á borð við Lesotho og Swazilands. Fréttamenn staðfestu frásögn hans og kváðu fjölda troðfullra áætlunarbíla hafa ekið í burtu frá svæðinu. Lögreglusveitir voru hvarvetna á varðbergi, brynvarð- ar herbifreiðir óku fram og aftur í veg fyrir að slægi í brýnu milli þeirra og öryggisvarða námufé- laganna. „Námumenn eru reiðu- búnir til langvinnrar baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum," sagði hann. Ramaphosa sagði yfirmenn ýmissa náma ekkert vfla fyrir sér til að halda rekstri þeirra gang- andi. í „Harmony“ námunni í Orange fríríkinu hefðu blakkir verkamenn verið neyddir ofaní námurnar þrátt fyrir löglega verkfallsboðun. Þeir létu hins- vegar ekki kúga sig og hefðust ekkert að neðanjarðar. Aðspurður um það hvort mögulegt væri að námumennirnir yrðu reknir sagði Ramaphosa það nánast útilokað þar eð slíkt myndi fyrst og fremst bitna á námueigendum. „Það væri fárán- legt að reka 300 þúsund náma- menn og ætia að ráða nýja fýrir árslok. Og jafnvel þó svo ólíklega vildi til að slíkt væri mögulegt þá myndi engin starfsemi fara fram í námunum í hálft ár.“ Ekki eru liðin nema átta ár síð- an verkalýðsfélög blökkumanna voru lögleyfð í Suður-Afríku. Þau hafa látið æ meira að sér kveða síðan stjórnin í Pretóríu setti „neyðarástandslög" í júní í fyrra. Verkfallið nú verður mikil prófraun fyrir verkalýðshreyf- ingu svartra. Þeldökkir námu- menn eru settir skör lægra en hvítir kollegar þeirra og fá þeir aðeins um 500 rönd á mánuði í laun sem er þriðjungur þess sem hvítir bera úr býtum. Verkfallinu er beint gegn þessum launamun og ennfremur ömurlegum aðbún- aði á vinnustöðum en á síðasta ári biðu um 800 námumenn bana í vinnuslysum. -ks. Mið-Ameríka Reagan skákað Leiðtogar ríkja íMið- Ameríku virtu áætlun Reagans að vettugi Aföstudag samþykktu leiðtogar Honduras, Nicaragua, EI Sal- vador, Costa Rica og Guatemala friðaráætlun fyrir Mið-Ameríku sem byggð er á hugmyndum fors- eta Costa Rica, Oscars Ariasar Sanchez. Þá voru aðeins liðnir tveir dagar frá því Ronald Reag- an Bandaríkjaforseti lagði fram eigin drög að „friðaráætlun" en leiðtogarnir virðast ekki hafa tal- ið þau þurfa mikillar umfjöllunar við. Nú er Bandaríkjaforseti kominn í nokkurn bobba því snú- ist hann gegn áætlun ríkjanna fimm þykir sýnt og sannað að honum hafi ekki verið alvara með friðarhjali sínu. Samkvæmt áætlun fimmmenn- inganna eiga utanríkisráðherrar ríkja þeirra að hittast eftir hálfan mánuð til að ræða nánar um út- færslu hennar. Vopnahlé á að ganga í gildi millum stjórnvalda í Nicaragua og Kontraliða og enn- fremur stjórnarhers E1 Salvador og skæruliða vinstrimanna þar- lendis innan 90 daga frá sam- þykkt áætlunarinnar. í áætluninni eru einnig ákvæði um að ráðamenn ríkjanna fimm tryggi pólitísk og borgaraleg rétt- indi þegna sinna og þeir heita því að styðja ekki uppreisnaröfl í ríkjum hvers annars. Bandarískir embættismenn sögðust vera óánægðir með að ekki væri lagt bann við hernaðar- aðstoð Sovétmanna og Kúbana við ríki á svæðinu en Arias kvað Daníel Ortega, forseta Nicarag- ua, hafa „komið til móts við“ aðra leiðtoga með því að fallast á áætlunina. Nú er spurningin að- eins sú hvort stjórnarandstæðing- ar í Nicaragua og E1 Salvador fall- ast á vopnahlé. -ks. Sovésk saga „Stríðshetjur“ afhjúpaðar Sovéskur sagnfræðingur fullyrðir að ýmsir kollega sinna hafi vitandi vits ýkt stórlega garpskap Brésnefs og Tsérnenkos Strlðsfákurinn hægra megin á myndinni er enginn annar en Leonid Brésnef. Nú er frammistaða hans í síðari heimsstyrjöld ekki lengur talin hafa skipt sköpum. Tveir fyrrum leiðtogar Sovét- ríkjanna, þeir fóstbræður Leonid Brésnef og Konstantin Tsérnenko, voru fjarri því jafn vaskir í framgöngu í „Föður- landsstríðinu mikla“ og almenn- ingi eystra var talin trú um þegar þeir höfðu bæði tögl og hagldir í Kreml. Hætt er við að sagnfræðingur- inn Júrí Poljakof hefði komist í hann krappan fyrir þrem árum ef hann hefði látið þvflíkt uppi þá, en nú er öldin önnur í austurvegi. Nýi bóndinn í Kreml, Mikjáll Gorbatsjof, hefur þrásinnis sagt alþýðu Sovétrfkjanna eiga fyllsta rétt á að fá að vita sannleikann um sögu landsins og því beri sagnfræðingum að „hafa það heldur er sannara reynist". í viðtali við blaðamann viku- ritsins Literaturnaya Gazeta fer Poljakof þessi orðum um feril leiðtoganna beggja á stríðsárun- um. Aður en viðtalið var birt ný- skeð hafði enginn vefengt hetju- skap félaganna tveggja þótt þeir hafi báðir að undanförnu sætt ámæli fyrir slaka frammistöðu í leiðtogasæti. Poljakof ræðir um orrustuna á Malaya Zemlya, skagatá við Svartahafið, þar sem sovéskum herflokkum tókst að hindra land- göngu þýskra dáta árið 1943. All- ar götur frá stríðslokum og fram á ofanverðan sjöunda áratuginn gáfu sovéskir sagnfræðingar bar- daga þessum lítinn gaum og í op- inberum útgáfum á sögu styrjald- arinnar fékk hann litla umfjöllun. Á þessu varð skyndilega breyting þegar Brésnef var orð- inn ótvíræður húsbóndi á sínu heimili. Fjöldi rithöfunda og sagnfræðinga hóf nú að rita fjálg- legar lýsingar á fórnfýsi og bar- áttuhörku verjendanna á Malaya Zemlya og skyndilega var bar- dagi þessi talinn hafa skipt jafn- miklum sköpum um gang stríðs- ins og orrustan við Stalíngrað og vörn Leníngrað. Ástæðan var vitaskuld sú að einn þátttakenda í vörninni var Leonid nokkur Brésnef. Sjálfur reit Brésnef endur- minningar sínar og helgaði langan kafla þessum markverða bardaga. Hann sagðist ítrekað hafa verið nær dauða en lífi þegar atgangurinn var hvað harðastur, svo mikill handagangur hafi verið í öskjunni að allt lék á reiði- skjálfi. Enginn dró í efa að hann færi með rétt mál og svo snilldar- legar þóttu lýsingamar, bæði í stfl og orðfæri, að þær voru varla komnar á prent þegar búið var að sæma aðalritarann æðstu bók- menntaverðlaunum Sovét- manna. Ennfremur var ortur bragur um garpskap Brésnefs og við hann samið lag. Árum saman fengu tónelskir Sovétmenn að njóta verks þessa því fáum lögum var útvarpað jafn oft. Brésnef var ekki hermaður heldur „stjórnmálafulltrúi" í Rauða hernum. „Stjórnmálafull- trúar“ voru félagar í komm- únistaflokknum og einskonar fulltrúar hans í herdeildum. Þeir höfðu mikil völd en nutu tak- markaðra vinsælda. Líf lá við að þeir lentu ekki í höndum óvinar- ins því Hitler hafði gefið fyrir- skipun um að þeir skyldu tafar- laust líflátnir. En trauðla hefur frammistaða þeirra ráðið úrslitum um gang stórorrusta. í upphafi áttunda áratugarins gekk maður undir manns hönd í hópi sagnfræðinga og allir fullyrtu þeir gegn betri vitund að frammistaða Brésnefs hefði skipt höfuðmáli á Malaya Zemlya í bardaga sem allt í einu var talinn hafa skipt höfuðmáli í seinni heimsstyrjöld. Konstantín Tsérnenko var landamæravörður nærri Kína á styrjaldarárunum. Hann barðist því ekki við þýska innrásarliðið. En þegar hann varð aðalritari flokksins við fráfall Júrí Andróp- ofs fóru skrítnir hlutir að gerast. „Maður fór að heyra furðulegar og ýktar frásagnir um framgöngu Tsérnenkos í Föðurlandsstríð- inu,“ segir Poljakof. Árið 1984 var sýnd heimildamynd um mann sem þjónað hafði við hlið Tsérn- enkos í Austur-Kazakhstan í stríðinu. Maður þessi fór mörgum orð- um og fögrum um sveit Tsérn- enkos. Hann lýsti mikilli svaðil- för sem þeir hefðu eitt sinn farið í til að hafa hendur í hári erlendra nautgripaþjófa. Einn félaganna féll í þeim hildarleik og annar særðist en öllum nautgripunum var skilað til síns heima. Um svipað leyti og kvikmynd þessi var frumsýnd birtist grein í dagblaði hersins, Krasnaya Zve- dza, þar sem fullyrt var að Tsérn- enko hefði ætíð verið öndvegis skytta og „ávallt hitt í mark þegar hann varpaði handsprengju“. Margir Sovétmenn játa nú að þeir hafi aldrei trúað því sem full- yrt var um afrek leiðtoganna í sagnfræðiritum, bæklingum og ævisögum. „Sagnfræðinni hnign- aði mjög. Almenningur hætti að trúa aukateknu orði af því sem sagnfræðingar létu frá sér fara. Húsbóndahollusta og frama- löngun ollu því að „fræðimenn" ýktu stórlega mikilvægi ákveð- inna atburða í sögunni og gerðu meira en efni stóðu til úr frammi- stöðu vissra leiðtoga." Sagði Poljakof að endingu. -ks. Þriðjudagur 11. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.