Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 10
LAND-ROVER á leið um landið! Söluferð með Land-Rover um landið Sýningarstaðir hjá ESSO-söluskálum á landsbyggðinni! Sölumenn okkar kynna nýju Land-Rover bílana næstu vikur víða um landið og á sýningu bændasamtakanna BÚ ’87. Nú er Land-Roverinn gjörbreyttur: Nýtt útlit, sami undirvagn og er í Range-Rover, nýtt mæla- borð og klæðningar. „Langi Land-Roverinn er besti akstursbíll sem ég hef prófað“, segir Ómar Ragnarsson. - Komið og kynnist nýju Land-Rover 90 og 110 gerðunum. - Þér gerið ekki betri jeppakaup. - Eigum bíla á kynningarverði. H Norðurland eystra Föstudagur 07. ágúst: Húsavík Mývatn kl. 10.00-16.00 kl. 17.00 - 21.00 Laugardagur 08. ágúst: Kópasker kl. 10.00 - 14.00 Raufarhöfn kl. 15.00 - 17.00 Þórshöfn kl. 18.00 - 23.00 Austurland Sunnudagur 09. ágúst: Vopnafjörður Egilsstaðir Mánudagur 10. ágúst: n Reyðarfjörður 3 Eskifjörður Djúpivogur Suðurland Þriðjudagur 11. ágúst: ni Höfn W Klaustur kl. 10.00-13.00 kl. 15.00-23.00 kl. 10.00 - 13.00 kl. 14.00-17.00 kl. 19.00-21.00 kl. 09.00- 13.30 kl. 15.30 - 18.00 kl. 19.00-22.00 I E& Miðvikudagur 12. ágúst: Hvolsvöllu kl. 09.00- 15.00 Hella kl. 16.00-22.00 Fimmtudagur 13. ágúst: Selfoss kl. 09.00 - 16.00 Hveragerði kl. 17.00 - 20.00 Vesturland Mánudagur 24. ágúst: B3 Akranes jj Borgarnes kl. 10.00 - 14.00 kl. 15.00-22.00 Norðurland vestra Þriðjudagur 25. ágúst: SBorðeyri kl. 10.00 — 12.00 Hvammstangi kl. 13.00 - 16.00 Víðihlíð kl. 17.00 - 20.00 Miðvikudagur 26. ágúst: ÍBIönduós kl. 09.00 - 13.00 Varmahlíð kl. 14.00 - 16.00 Sauðárkrókur kl. 17.00 - 22.00 14. ágúst - 23. ágúst: Sýning í Reykjavík á BÚ ’87 Bændur og aðrir athafnamenn: - Komið og heilsið upp á gamlan kunningja! iidiucim. MöUur sf. Tryggvabraut 12 Akureyri Símar 96-23515 og 96-21715 ERLENDAR FRETTIR Líbýa/Chad Lbýumenn hóta hefndum Yfirvöld í Chad kveða Líbýumenn hafa átt upptökin að átökunum Líbýumenn misstu á laugardag smábæinn Aouzou í hendur hersveita ráðamanna í Chad eftir að hafa hersetið hann í fjórtán ár. Þetta er enn eitt áfall líbýska hers- ins í stríðinu við nágrannann í suðri en stjórnir Chad og Líbýu elda grátt silfur saman um yfir- ráðin yfir eyðimerkurrönd við landamæri ríkjanna. Aouzou er héraðshöfuðborg þess svæðis. Ráðamenn í N'Djamena, höf- uðborg Chads, fullyrða að 437 lí- býskir hermenn hafi fallið og 61 tekinn höndum er bærinn var tek- inn. Sjálfir segjast þeir hafa misst 17 menn en 54 hafi særst. Enn- fremur hafi dátar sínir eyðilagt mörg og margvísleg hergögn Lí- býumanna, þar á meðal 25 skrið- dreka. Chadmenn segjast hafa unnið bæinn eftir að um 3000 líbýskir hermenn hafi hafið sókn suður frá honum í átt að þorpinu Bar- dai. Vopnin hafi hinsvegar snúist í höndum þeirra með þeim afleið- ingum að þeir hrökkluðust enn lengra í norður. Því var haldið fram í ríkisút- varpinu í Chad í gær að „Líbýu- menn héldu uppi fúlmannlegum loftárásum á Aouzou og þorp í grennd við bæinn,“ og veigruðu sér ekki við að beita öllum til- tækum ráðum til að valda sem mestum usla. Þeir hafi látið nap- almsprengjum og eldflaugum rigna yfir bæinn aiveg frá því þeir voru hraktir á brott. Frakklandsstjórn hefur ákveð- ið að verða ekki við beiðni Chadstjórnar um að veita her- sveitum hennar flugvernd á svæð- inu næst Aouzou. Mitterrand for- seti sagði í gær að Frakkar vildu að ríkin tvö útkljáðu landamæra- deiluna á friðsamlegan hátt og legðu hana í gerðardóm Alþjóða- dómstólsins í Haag. Þeir myndu ekki blanda sér í átökin við landa- mærin. Frakkar kváðu hafa um 1,200 hermenn í Chad sem er fyrrum nýlenda þeirra og gnægð fullkomins vígbúnaðar, þar á meðal sprengjuþotur af gerðinni Jagúar og Mirage orrustuþotur. Þeir blanda sér því aðeins í átök Líbýu og Chad að þau berist suður á bóginn. Stjórnin í N'Djamena segir Lí- býumenn ennfremur hafa gert loftárásir á stærstu borgina í norðurhluta landsins, Faya- Largeau, og sýni það best gremju þeirra yfir hrakförum síðustu daga. Sendiherra Líbýustjórnar í París sagði í gær að hver einn og einasti landa sinna væri reiðubú- inn til að láta lífið í baráttunni fyrir endurheimt Aouzou. „Yfir- ráðaréttur okkar er 100 prósent ótvíræður. Sérhver þegn lands vors er albúinn að berjast og falla fyrir málstaðinn,“ sagði Hamed þessi El-Houberi. „Þeir sem beita yfirgangi munu lúta í duftið og súpa seyðið af yfirgangi sín- um. Þetta er okkar land og endurheimt þess er algert for- gangsverkefni." Houberi sagði ennfremur ljóst að æskilegt væri að landamæra- deilan yrði leyst með fulltingi Einingarsamtaka Afríkuríkja en að öðrum kosti yrðu vopnin látin tala. -ks. Flugmál Rust fyrir rétt í september Þjóðverjinn ungi, Matthías Rust, sem flaug í óleyfi inn í Sovétríkin í maí og ienti á Rauða torginu í Moskvu, á að koma fyrir rétt snemma í september, að sögn talsmanns vestur-þýska sendir- áðsins í Moskvu. Sagði hann að sovésk yfirvöld hefðu tilkynnt sendiráðinu um þetta fyrir helgi, en tók ekki fram nákvæmlega hvar eða hvenær réttarhöldin ættu að fara fram. Rust hefur verið í haldi í Lefortovo-fangelsi í Moskvu síð- an hann lenti á Rauða torginu 28. maí. Á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm fýrir brot á reglugerð um flug, fimm ára fangelsisdóm fyrir „spellvirki", og þriggja ára fangelsi fyrir að hafa komið til Sovétríkjanna á ól- öglegan hátt. Það að Rust skuli vera ákærður fyrir þetta þrennt í senn, bendir til þess að sovésk yfirvöld líti málið alvarlegum augum. Talsmaðurinn sagði að sendi- ráðið hefði beðið um leyfi til að einhver starfsmaður þess fengi að ræða við Rust í fangelsinu næsta þriðjudag, en þeirri beiðni hefði ekki enn verið svarað. e.m.j. Kennari dœmdur Taldi útrýmingarbúðir naista vera uppspuna Vestur-þýskur kennari, sem ákærður var fyrir að segja nemendum sínum, að frásagnir um útrýmingarbúðir nasista væru uppspuni, var í gær dæmd- ur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að æsa til kynþátta- haturs. Það kom fram við réttarhöld í Koblenz, að kennari þessi, Ru- dolf Koch, hefði sagt nemendum sínum, að Bandaríkjamenn hefðu fundið upp sögumar um útrýmingarbúðir í Auschwitz. Það kom einnig fram að hann hefði sagt að félagar úr flokki Græningja væru lygarar og glæpamenn, sem hann vildi gjarnan skjóta. Koch taldi að ákæran væri sam- særi fjandsamlegra nemenda og kennara gegn sér. Verið er að rannsaka fleiri kærur á hendur honum, en honum var leyft að snúa aftur til vinnu sinnar ef hann hegðaði sér vel. e.m.j. 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 11. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.