Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Stór vel með farinn Odder barnavagn til sölu. Stálbotn. Uppl. í síma 24089. Svarbrúnn kettlingur högni tæst gefins. Sími 38033. Bugðulæk 7, kjallara. Dagmamma óskast fyrir 10 mán. strák. Búum í Austur- bænum. Sími 28412. Óskast keypt Óska eftir að kaupa notaða þvotta- vél og notaða ryksugu. Sími 12297. Til sölu Hamstrabúr og páfagauksbúr með öllum útbúnaði. Hjónarúm með náttborðum. Sími 21110 milli kl. 6 og 8. Kennaranemi og vélvirki óska eftir 2-3 herb. íbúð frá 1. sept. Höfum meðmæli frá fyrrv. leigu- sala. Uppl. í vs. 95-5990 og hs. 95- 5522. Arngunnur. Kettlingar fást gefins 3 fallegar kettlinga bráðvantar góð heimili. Sími 53964. Óska eftir að kaupa ódýrt kvenreiðhjól. Uppl. í síma 25104 eftir kl. 19. Halla. Kettlingur fallegur kettlingur fæst gefins. Sími 621737. Gólfteppi og brúnar veggjaplötur fást gefins. Tilvalið í sumarbústað- inn. Sími 45379. Góð Rafha eldavél til sölu v/breytinga. Verð kr. 13.000.- Sími 27202 á daginn og 34549 eftir kl. 9 á kvöldin. Til sölu Vil selja tekkvængjahurð, þrískipta með gleri, ekki smárúðótt. Hver hurð mælist 68x195. Verð sann- gjarnt. Uppl. I síma 32185. Til sölu 2 VW 1303. Einnig JVC ferðavideo og upptökutæki. Uppl. í síma 15305 eftir kl. 18. Til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Uppl. í síma 681455. Húsgögn og fleira til sölu vegna flutninga. Upplýsing- ar hjá Garðari í símum 681333 og 686856. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góöri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 35236. Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða I húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson I síma 93- 7355. Hjónarúm til sölu frá IKEA (bæsuð fura), 6-7 ára gamalt, með 2 náttborðum og dýn- um. Upplýsingar í síma 20045. Afsýrð antik húsgögn úr massívri eik til sölu. Mjög sér- stæðurstofuskápur, sófi með áföst- um skápum og hægindastóll. Upp- lýsingar í síma 46010. Vistarvera óskast Ef þú ert heiðarlegur húseigandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og átt 1- 3 herbergja íbúð sem þú vilt leigja fyrir sanngjarnt verð þá erum við tvær 21 árs og reyklausar Elínar ofan úr Borgarnesi sem bjóðum þér á móti: öruggar mánaðargreiðslur, (fyrirframgreiðslu ef þú ert blankur) og snyrtilega og hávaðalausa um- gengni. Við erum I skóla og vinnum í banka og höfum meðmæli. Uppl. í síma 23089 (á kvöldin) og 93- 71337. Til sölu góður kassagítar í boxi og eldavélarhelluborð. Talið við Auði í vinnusíma 38870 og heima- síma 24834. Saab 96 árg. '72 til sölu Þarfnast viðgerðar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 23964 frá kl. 8-17 og 46038 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa vél í Volkswagen rúgbrauð 1600 eða bíl til niðurrifs með góðri vél. Uppl. I síma 44465. Kommúnistar Þið sem hafið áhuga fyrir stofnun Kommúnistaflokks eða róttækum og virkum samtökum sem berjast vilja fyrir rétti þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu sendið mér bréf fyrir 20. ágúst. Utanáskriftin er: KOM (RADE) Langholtsvegur 1, 104 Reykjavík. Til sölu Skoda árg. ’83 skoðaður ’87. Uppl. I síma 53090. Til sölu svefnsófi, lítil hvít kommóða, kring- lótt sófaborð, spegill í ramma, mæðra- og jólaplattar frá Bing og Gröndal, 6 borðstofustólar með rauðu plussi. Sími 37045 eftir kl. 17.00. Gamalt gott fimm sæta sófasett til sölu. Uppl. í síma 40671. Toyota Corolla '71 til sölu fæst fyrir kr. 15 þús. Á sama stað óskast keyptur barnastóll úr tré. Sími eftir kl. 7 á kvöldin 20527. Til sölu stór nýleg eldhúsinnrétting ásamt eldavél og vaski, gott verð. Uppl. í síma 75160. Óska eftir barnapíu til að gæta 3ja ára stúlku á kvöldin. Búum í Skipholti. Uppl. s. 13907. Tii sölu gömul en vel með farin Candy þvottavél. Verð samkomulag. Uppl. 1 síma 31781 eftir kl. 17. íbúð til leigu í París íbúð til leigu I miðborg Parísar í sept. Lysthafendur hafi samband í síma 44254 á kvöldin. Til sölu Gamalt sv/hv sjónvarp, Philco þvottavél sem þarfnast smá við- gerðar. Sími 611762. Vantar prentara fyrir Apple IIC tölvu Get staðgreitt. Uppl. Isíma622186. 2 reglusamar stúlkur, sem stunda nám í Kvennó óska eftir 3-4 herb. íbúð á leigu. Öruggar greiðslur og góð með- mæli. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. eftir kl. 19 í síma 622118. Starfsfólk Fálkaborgar auglýsir eftir fóstrum og starfsfóiki til starfa á leikskóla og dagheimilisdeildum heimilisins nú þegar eöa eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða heils- og hálfsdags stöður. Fálkaborg er nýlegt dagvistar- heimili við Fálkabakka í Breiðholti. Hjá okkur ríkir góður starfsandi við gefandi og fjölbreytt uppeld- isstarf. Hafir þú áhuga á að koma til liðs við okkur þá veitir Auður, forstöðumaður, allar nánari upp- lýsingar í síma 78230 f.h. FRÁ LESENDUM Páll Gíslason formaður stjórnar veitustofnana Fyrirspum frá oriaikaupanda Ég hef rekist á tvær greinar í Þjóðviljanum um aðskilnað reikningsgerðar og innheimtu Hitaveitu- og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þessi tvö borgarfyrirtæki sjá um orkusölu á Stór- Reykjavíkursvæðinu og eiga því margt sameiginlegt. Rafmagns- veita Reykjavíkur hefur séð um reikningsgerð og innheimtu fyrir bæði fyrirtækin og hefur leyst það vel af hendi. Nokkrar spurningar hafa vakn- að, þegar þessi aðskilnaður hefur verið ræddur og fullyrðingar um betri þjónustu og ódýrari inn- heimtu og fleira í þeim dúr, eru hæpnar í meira lagi. Mig langar því til að varpa fram nokkrum spurningum, sem fróðlegt væri að hitaveitustjóri, rafmagnsstjóri og formaður stjórnar veitustofnana svöruðu. Hitaveitustjóri: 1. Hve hár er kostnaður við nýtt tölvukerfi vegna gagna- vinnslu og innheimtu orðinn? (Tæki og forritunarvinna) 2. Hve margir starfsmenn bætast við hjá Hitaveitunni vegna aðskilnaðarins? (Álesarar, gagnavinnslufólk, innheimtu- menn lokunarmenn). 3. I hverju var þjónusta Raf- magnsveitunnar við orkukaup- endur Hitaveitunar áfátt? 4. Hvernig hyggst Hitaveitan bæta þjónustuna? Rafmagnsstjóri: 1. Hefur aðskilnaðurinn fækk- un starfsfólks í för með sér hjá Rafmagnsveitunni? 2. Hve mikið tók Rafmagns- veitan fyrir innheimtu orkureikn- inga Hitaveitunnar árið 1986, og eftir hvaða aðferð var sú gjald- taka? 3. Hefur aðskiln. einhvern sparnað fyrir Rafmagnsveituna í för með sér? 4. Hver er ástæða þess að Hita- veitan kýs að taka þessa verk- þætti, sem Rafmagnsveitan hefur séð um svo lengi? (Slök inn- heimta, slæm þjónusta, eitthvað annað?) Formaður stjórnar veitustofnana: 1. Var einhugur í stjórninni um aðskilnaðinn? 2. Með hvaða hætti var að- skilnaðurinn samþykktur? 3. Fullyrðingar þínar í Þjóðvilj- anum um bætta þjónustu við að- skilnaðinn, á hverju eru þær byggðar? 4. Hver er kostnaðaraukinn skv. útreikningum stjórnar veitustofnana? Það er vinsamleg ósk mín, að ofangreindum aðilum verði gef- inn kostur á að svara þessum spurningum, sem brenna á vörum fleiri orkukaupenda, en mér. Skv. viðtölum við hitaveitu- stjóra og formann stjórnar veitustofnana, er aðskilnaðurinn gerðurvegna orkukaupenda,það er aukin þjónusta, og einnig ódýrara fyrir alla að tvöfalda kerfíðl! Mér er ekki grunlaust um, að aðrar ástæður liggi fyrir, en um- hyggja fyrir orkukaupendum. Er hér e.t.v. á ferðinni smákóngaár- áttan, sem lætur hagræðingu, sparnað og góða þjónustu við borgarann lönd og leið, til þess að hlaða undir persónulegan metn- að? En hvað getum við orkukaup- endur gert? Jú við getum nú: a. hleypt inn á heimili okkar fleiri álesurum, b. hringt á tvo staði, í stað eins, þegar tilkynna þarf flutning, eða biðja um upplýsingar, c. borgað reikningana í tveimur ferðum, d. greitt hærra orkugjald vegna þyngra og dýrara kerfis. Gramur orkukaupandi Þjóðviljinn býður þremenningun- um rúm fyrir svör sín við spurning- unum frá grömum orkukaupanda. Lögbinding gjald, svo örfá dæmi séu nefnd. Hvað með hrein akkorð, upp- mælingu og premíukerfi?" Þetta er alveg furðuleg klausa, sérstaklega þetta með pokagjald- ið. Mér finnst einhver Bakka- bræðra blær yfir þessu. Þegar ég las þetta fyrst, fannst mér hag- fræðingarnir vera að gera gys að einhverjum. En hverjum? Þor- steini Pálssyni? Öllu pólitíska lið- inu? Eða láglaunafólkinu? Eða var það virkilega svo, að þeir vissu ekki, um hvað var verið að tala? Þessu geta þeir einir svarað, sem geta kannað sálardjúp þess- ara manna. í mínum augum er með lág- markslaunum átt við þau laun, sem launafólk má fá lægst fyrir dagvinnu, eins og hún er á hverj- um tíma miðað við eðlilegar vinn- uaðstæður og eðlilegan vinnu- tíma og að þetta nægi fólki til framfærslu. Þegar farið er að blanda þarna inn í aukagreiðslum eins og þeir félagar gera, er verið að rugla málið af ásettu ráði. Mætti raunar margt um það segja, t.d. tala þeir um akkorð og aukavinnu eins og eðlilegan hlut. Hugmyndin um lögbindingu lág- markslauna er kannske brýnasta velferðarmálið í dag og hefur allt of Iítið verið rætt opinberlega. Ástæðurnar fyrir nauðsyn á slíkri lögbindingu eru margar, og skulu hér nokkrar taldar: Harkan gagnvart láglaunafólki hefur aukist á síðustu árum sam- fara árásum á velferðarkerfið, svo að þessir hópar þurfa meiri stuðning en áður. Nýlegar hrak- spár í efnahagsmálum, sem hag- fræðingar eru látnir þylja, boða væntanlega meiri hörku í þessum efnum. Launþegasamtökin hafa ekki burði til að verja láglaunahópana og ekki útlit á, að þar verði breyting á í bráð. Áður umrædd álitsgerð hagfræðinganna tveggja spáir ekki góðu þar um. Af þeim sökum m.a. verður löggjafinn að grípa inn í og setja öryggisnet fyrir launþega. Lögfest lágmarkslaun er senn- ilegasta virkasta heilbrigðisráð- stöfunin, sem hægt er að fram- kvæma á íslandi í dag. Laun undir hungurmörkum eru heilsuspillandi, oglaunahækkuní þeim tilfellum fyrirbyggjandi að- gerð gegn sjúkdómum. Það eru efnahagslegar forsend- ur á íslandi í dag til að greiða öllum laun yfir hungurmörkum. Ef eitthvað skortir á, er það sök þeirra stjórnmálamanna, sem að völdum sitja hverju sinni. Það er þeirra verk að skapa forsendur fyrir réttlátri skiptingu þjóðar- tekna. Spurningin um lágmarkslaun er spurningin um siðað þjóðfé- lag. Það er villimennska að halda stórum hópi fólks undir hungur- mörkum hjá einni ríkustu þjóð f heimi. Sé það látið viðgangast, bitnar það loks á þjóðfélaginu öllu. Með því að tryggja hag lág- Iaunafólks er því verið að vinna að betra þjóðfélagi fyrir alla þjóðina. Eins og ég vék áður að, þarf að ræða þetta mál á opinberum vett- vangi. Hugmyndin um láglauna- mark þarf að skýrast betur í hug- um fólks, hvort sem hún gerir það nokkurn tíma í kollinum á hag- fræðingunum. Mér finnst að þarna geti kannske verið einn megin átakspunkturinn milli vinstri og hægri, félagshyggju og markaðshyggju, siðmenningar og villimennsku. Guðmundur Helgi Þórðarson er læknir. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.