Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 1
Lífeyrissjóðirnir Ríkari éntálið var Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna a. m. k. 620 milljónum meira en áætlað var. Heimildamenn Þjóðviljans tala um milljarð. Pétur Blöndal: Samningar við ríkið œttu að geta gengiðfljótt fyrirsig Margir hreinkáHar Við talningu á hreindýrum á Snæfellssvæðinu svokallaða í júlí kom í ljós að kálfahlutfall er óvenju hátt í ár, eða 35%. Að sögn Skarphéðins Þóris- sonar líffræðings telst eðlilegt kálfahlutfall um 25% og líklega er þetta háa hlutfall í ár að þakka mjög góðri tíð í maí en þá er burð- artími kúnna. Skarphéðinn sagði að alls hefðu fundist 1266 dýr á svæðinu. Ekki var talið þarna í fyrra en í hittifyrra töldust á sama svæði 1060 dýr og sagði Skarphéðinn að þessar tölur gæfu til kynna að fjöldi fullorðinna dýra nú væri svipaður og 1985 vegna þess hve kálfahlutfallið er hátt í ár. Skarphéðinn sagði að giskað væri á að á landinu væru um 3000 dýr en sú tala væri óáreiðanleg því ekki hefði verið talið niðri í fjörðum síðan 1980 og það væri eina skiptið sem fullkomin taln- ing hefði farið fram. -ing Ráðstöfunarfé lífevrissjóðanna er að minnsta kosti 620 milljónum meira en áætlað var í upphafi þessa árs, að sögn Ingva Arnar Kristinssonar forstöðumanns við peningamáladeildir Seðlabank- ans. Hann sagði að þessi áætlun gæti þó breyst eitthvað þegar öll kurl væru komin til grafar um launaþróunina í landinu. Fyrri áætlun um ráðstöfunar- féð var gerð í byrjun árs þegar Alþýðusambandið hafði gert samkomulag við VSÍ. Samkvæmt henni var áætlað að ráðstöfunar- féð yrði 6.250 milljónir. Sam- kvæmt áætluninni núna er búist við að það verði 6.875 milljónir. Ingvi Orn tók þó fram að þetta væri mjög lausleg ályktun og ætti eflaust eftir að breytast eitthvað þegar búið væri að endurskoða áætlunina með tilliti til allra þátta einsog t.d. láunaskriðsins. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er jafnvel talið að ráðstöf- unarféð sé um milljarði meira en áætlað hafði verið. Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóð- anna, sagði það rétt að ráðstöfun- arféð hefði aukist þó hann gæti ekki nefnt neina upphæð þar að lútandi. Sagði hann verðbólgu- þáttinn hafa þar mest áhrif. Ljóst er að eftir því sem ráð- stöfunarféð eykst, lána lífeyris- sjóðimir byggingarsjóðunum meira fjármagn. 55% af 620 milljónum eru 341 milljón en af einum milljarði 550 milljónir. Nú standa yfir samningar milli líf- eyrissjóðanna og ríkisvaldsins um skuldabréfakaup og qr fyrir- hugaður fundur á morgun. Pétur sagði að samkvæmt lögum ættu vextirnir að vera þeir sömu og ríkissjóður byði á al- mennum markaði eða 7,2% til 8%. Sagði hann að lífeyrissjóð- irnir væm tilbúnir að skrifa undir rammasamkomulag á þeim grunni en auk þess er eftir að ganga frá lánstímanum. Sagði Pétur að hægt væri að ganga frá samningum fljótlega þó sam- kvæmt lögum þurfi ekki að gera það fyrr en 1. október. - H vað ef hækkun vaxta verður til þess að vextir af húsnæðislán- um hækka, kemur það ekki niður á sjóðsfélögum? „Þarna ertu kominn að póli- tískri spurningu um útfærslu kerf- isins. Okkar markmið er að gæta hagsmuna lífeyrisþega, bæði nú- verandi og komandi. Það má vissulega segja að þeir sem fá húsnæðislánin séu sjóðsfélagar, en sjóðsfélagar eru fleiri. Við höfum því ekki viljað blanda okkur í það hvernig húsnæðis- kerfið er byggt upp, að öðru leyti en því að við höfum mótmælt miðstýringunni sem þetta kerfi felur í sér og tilflutningi á fjár- magni t.d. frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.“ -Sáf Steinunn Marteinsdóttir brosleit eftir vel unnið starf, en hún er að Ijúka lágmynd sinni, Qrátur og hlátur, í nýju áfengisútsölunni í Kringlunni. Með henni á myndinni er starfsstúlka með fulla kerru af guðaveigum. ATVR Algleymið og asnaeyrun Hugmvndin var að vinna út frá andstæðum áhrifum sem vín- ið veldur. Þar er það gleðin og sorgin sem skiptast á“ sagði Steinunn Marteinsdóttir leirlistar- maður, en hún er nú að leggja seinustu hönd á verk sitt „Grátur og hlátur“ í nýju áfengisútsölunni í Kringlunni. „Þetta er lágmynd unnin í leir. Rúmlega fjórtán metra löng og 64 sentimetrar á hæð, og unnin í upphleyptum fli'sum," sagði Steinunn. „Ég var beðin að gera tillögu að þessu verki - það voru forráðamenn ÁTVR sem báðu mig að hugsa málið - og þetta er árangurinn. Hugmyndin kom nokkuð fljótt, en úrvinnslan er búin að vera mjög erfið.“ Að sögn Steinunnar er „Grátur og hlátur" öðruvísi verk en hún hefur áður unnið. „Ég hef aldrei áður bvggt verk upp á flísum; lit- irnir eru aðrir og íeirinn, og fyrir bragðið voru ýmis tæknileg ljón á veginum.“ HS Millisvœðamótið Til hamingju Jóhann Jóhann Hjartarson í áskorendakeppnina eftir œsilega jafnteflisskák ísíðustu umferð. Efstur ásamt Salof Mér líður bara vel,“ sagði Jó- hann Hjartarson eftir jafnteflið við Beljafskí í gær, sem tryggði honum rétt til þátttöku í áskorendakeppninni í Kanada í lok janúar. Jóhann sagði að taugarnar hefðu verið þandar til hins ítrasta fyrir viðureignina í gær, enda mikið í húfi. Ovíst er enn hvernig undirbúningi fyrir átökin í upp- hafi næsta árs verður hagað enda nægur tími til stefnu. En hverju þakkar Jóhann þennan frábæra árangur? „Ég veit það ekki. Ég var í mjög góðri æfingu eftir mót að undanförnu.“ Jóhann þurfti jafntefli í skák sinni gegn Beljafskí í síðustu um- ferð millisvæðamótsins í Szirak, og það hafðist cftir æsispennandi skák. Teflt var Leningrad- afbrigðið af hollenskri vörn. Beljafskí fórnaði peði og skákin varc tvísýn, en Jóhann lét peðið aftur á réttum tíma, hélt skákinni í jafnvægi og í lokin kom upp peð- aendatafl og steindautt jafntefli sem jafnvel hinn sókndjarfi Belj- afskí varð að sætta sig við. Tap hefði þýtt viðureign um þriðja sætið við Portisch, sem vann Velimirovic, og Nunn sem gerði jafntefli við Christiansen, en þeir Nunn og Portisch verða nú að heyja einvígi sín á milli um þriðja sætið. Salof og Jóhann eru jafnir í 1.-2. sæti með 12 xh vinn- ing, farseðillinn til Kanada í höfn, og að auki 12.500 svissneskir frankar á hvorn. Árangurinn í Szirak er eitt helsta afrek í íslenskri skáksögu, og verður helst jafnað við þátt- töku Friðriks á áskorendamóti 1958. Keppnin í Kanada fer fram í lok janúar á næsta ári, og eigast þar við fjórtán skákmenn, tveir og tveir í einvígjum. Auk hinna þriggja frá Szirak verða þar Short, Speelman og Sax úr milli- svæðamóti sem þegar er lokið, þrír úr móti sem haldið verður í Zagreb í haust, þeir fjórir sem lengst komust síðast (Sókólof, Júsúpof, Vaganjan, Timman) og einn heimamaður. Þegar sjö eru uppistandandi bætist við sá sem tapar næsta heimsmeistara- einvígi, Karpof eða Kasparof, og verður síðan tefll í einvígjum þangaðtil einn stendur eftir. Szirak-afrek Jóhanns þýðir einnig að hann öðlast rétt til að taka þátt í Heimsbikar-mótum nýstofnaðs stórmeistarasam- bands, og hann hefur einnig hækkað umtalsvert í skákstigum, enda er vinningshlutfall þeirra Salofs á mótinu með ólíkindum, um 74%. Jóhann vann ntu skákir í Szir- ak, gerði sjö jafntefli og tapaði einni skák, fyrir Adorjan.-m/Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.