Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 8
Italski kommúnista- flokkurinn a krossgötum Palmiro Togliatti var leiötogi ítalskra kommúnista á stríðsárunum og leiðandi í baráttunni gegn fasisman- um. Sagt frá nýlegri rœðu flokksleiðtogans Alessandro Natta á miðstjórnarfundi flokksins og innra uppgjöri sem á sér stað í flokknum í kjölfar kosningaósig- ursins í júní sl. Antonio Gramsci, stofnaði PCI 1921 og lagði fræðilegan grundvöll að sér- stöðu flokksins í heimshreyfingu kommúnista. Enrico Berlinguer tók af skarið um gagnrýna afstöðu flokksins til fram- kvæmdar sósíalismans í A-Evrópu. „Vinstrihreyfingin í Evr- ópu stendur frammi fyrir sameiginlegum vanda. Efnahagslegar og félags- legar umbreytingar síðasta áratugs, kreppa velferðar- ríkisins og sú sókn nýfrjáls- hyggjunnar, sem fylgt hefur íkjölfarið, kallará nýttfrum- kvæði og nýja sókn vinstri- aflanna í Evrópu, sem við ítalskir kommúnistar viljum leggja okkar af mörkum til með okkar sjálfstæða fram- lagi, sem byggir á okkar sérstæðu reynslu og skiln- ingi okkar á frelsun manns- ins og vinnunnar og um- breytingu þessa heims sem við búum í.“ Eitthvað á þessa leið komst Al- essandro Natta, formaður ítalska kommúnistaflokksins að orði í langri ræðu, sem hann hélt nýver- ið á miðstjórnarfundi flokksins, sem haldinn var í kjölfar kosning- anna 14. júnísl., þarsem flokkur- inn beið talsverðan ósigur. { ræðu sinni beindi formaður- inn athygli að því að sá vandi sem flokkurinn stæði nú frammi fyrir væri ekki með öllu sérítalskur. heldur meira og minna sameigin- legur öllum vinstriöflum í álf- unni, sem hefðu vanmetið kraft- inn sem lá á bak við þá sókn ný- frjálshyggjunnar sem hófst í lok síðasta áratugs og stendur enn, eins og nýleg kosningaúrslit í Frakklandi, Bretlandi, V-Pýska- landi, Ítalíu og Portúgal bera vitni. En þótt formaðurinn hafi þannig staðfest þennan vanda og vilja flokksins til þess að taka höndum saman við önnur vinstri- öfl í V-Evrópu, þá virðist enn langt í land að ítalskir kommún- istar hafi komist að niðurstöðu um þær efnahagslegu og félags- legu forsendur sem liggja að baki þessari þróun og hafa skapað til- vistarkreppu að því er virðist meðal allra vinstriflokka í álf- unni. Að minnsta kosti verður ekki lesin út úr ræðu formannsins einhlít skýring á þeim vanda sem við er að etja. Sérstaða PCI Allt frá stofnun flokksins hafa ítalskir kommúnistar haft nokkra sérstöðu meðal kommúnista- flokka í álfunni. Antonio Gramsci, stofnandi flokksins setti þegar á 3. áratugnum fram skilgreiningu á ítölsku þjóðfélagi og ítölskum veruleika sem var í veigamiklum atriðum frábrugð- inn þeirri einföldu þjóðfélags- greiningu sem oft einkenndi leiö- toga Þriðja alþjóðasambandsins. Þetta átti ekki síst við um skilning hans á menningararfleifðinni og þeim djúpu rótum sem kaþólsk menning átti sér rneðal ítalskrar alþýðu. Togliatti, eftirmaður Gramsci og lærisveinn hélt áfram að marka sérstöðu flokksins þar sem oft þurfti að þræða vandrat- að einstigi gagnvart ofríki sta- línismans innan evrópskrar verkalýðshreyfingar. Það kom hins vegar í hlutskipti fjórða leið- toga flokksins, Enrico Berlingu- er, að taka endanlega af skarið um sérstöðu flokksins innan al- heimshreytmgar kommúnista uni Ieið og hann gerði flokkinn að áhrifaafli í evrópskri vinstrihreyf- ingu, þarsem leitað varsamvinnu við sósíalista og sósíaldemókrata á grundvelli þeirrar efnahagslegu og pólitísku nauðsynjar sem spratt af ofríki og vígbúnaðark- apphlaupi stórveldanna, og þeirri upphleðslu alþjóðlegs auðmagns sem kallaði á aukna hugmyndaf- ræðilega og pólitíska samvinnu verkalýðs og vinstriafla í Evrópu án tillits til landamæra. Á grund- velli þessa urðu ítalskir kommún- istar meðal áköfustu stuðnings- manna um eflingu Evrópuband- alagsins um leið og þeir létu af andstöðu sinni gegn NATO sem sameiginlegu varnarbandalagi Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Evrópukommúnismi ítalskir kommúnistar snéru op- inberlega bakinu við Sovétríkj- unum og Varsjárbandalagsríkj- unum eftir innrásina í Tékkósló- vakíu 1968 og tóku að boða um miðjan síðasta áratug svokallað- an Evrópukommúnisma, sem átti að ganga lengra til vinstri en hefðbundin jafnaðarstefna án þess þó að byggja á því alræðisst- jórnarfari sem ríkti austan járnt- jaldsins. Á tímabili urðu lífleg hugmyndafræðileg skoðanaskipti á milli ítalskra, franskra og spán- skra kommúnista um þessa Alessandro Natta, núverandi formaður PCI. „þriðju leið“, án þess að hún fengi þó nokkurn tímann á sig heilsteypta mynd. Enda koðnuðu frönsku og spönsku kommúnista- flokkarnir fljótlega upp úr þessu niður í innbyrðis átökum, þar sem afturhaldsöflin urðu endan- lega ofaná. „Sögulegar sættir“ og „lýðræðislegur valkostur“ Þetta voru miklir umbrotatím- ar á Ítalíu, og aðstæður innan- lands leiddu til þess að ítalski flokkurinn tók þá stefnu á miðj- um síðasta áratug að gera sögu- legar sættir við kristilega dem- ókrataflokkinn í því skyni að losa ítalskt lýðræði úr þeirri sjálfheldu sem það var komið í með tvo stóra flokka sem stóðu hvor and- spænis öðrum án þess að geta þó stjórnað landinu. Þetta leiddi til þess að flokkurinn veitti ríkis- stjórn Kristilega flokksins óbeinan stuðning á þingi án beinnar stjórnarþátttöku á árun- um 1976-79. Þegar þetta samkomulag stóru flokkanna, sem kennt var við „lýðræðislega samstöðu" fór út um þúfur tóku ítalskir kommún- istar undir forystu Berlinguers mjög að hamra á „sérstöðu" sinni gagnvart öðrum stjórnmála- flokkum, ekki síst með tilliti til þeirrar spillingar sem grafið hafði um sig í stjórnkerfinu eftir margra áratuga stjórnarforystu kristilega flokksins. Berlinguer setti siðferðilegar kröfur á oddinn í ítöiskum stjórnmálum, og hafði mikil áhrif sem slíkur. Jafnframt kom að því í kringum 1980 að flokkurinn breytti stefnu sinni í innanríkismálum: Krafan á hendur kristilega lýðræðisflokkn- unt um að kreppa hins ítalska lýð- ræðis yrði leyst með sættum þess- ara stóru flokka var lögð til hliðar en tekið upp nýtt vtgorð: „lýðr- æðislegur valkostur", sem var áskorun til sósíalista, frjálslyndra afla og umbótasinnaðra kaþó- likka um myndun vinstristjórnar í líkingu við það stjórnarmynstur sem þá þegar var komin góö reynsía á í mörgum stærstu borg- um Ítalíu og einnig í nokkrum héraðsstjórnum. Leiðtogaskipti Allan þennan tíma héldu kommúnistar fylgi sínu eða juku við það á meðan Kristilegi flokk- urinn hélt áfram að tapa fylgi. Þegar kosið var til Evrópuþings- ins skömmu eftir sviplegt fráfall Berlinguers sumarið 1984 urðu kommúnistar í fyrsta skipti stærsti flokkurinn á ltalíu með um 35% atkvæða á móti ca. 34% sem fóru til kristilega flokksins. Það kom í hlut Alessandro Natta, gamalreynds flokksmanns, sem menntaður er í klassískum fræðum, latínu og grísku, að taka við merki Berlinguers. Síðan hef- ur flokkurinn tapað fylgi í öllum kosningum og fór í þingkosning- unum í júní sl. niður í rúm 26% atkvæða. Þótt Natta hafi ekki til að bera þá persónutöfra, sem prýddu Berlinguer og höfðu gert hann að einum áhrifamesta stjórnmálamanni Ítalíu, er naut virðingar langt út fyrir raðir síns flokks og síns heimalands, þá er ekki einhlítt að kenna nýja leiðtoganum alfarið um fallandi gengi flokksins. Þar koma til aðr- ar og flóknari ástæður, sem ein- mitt voru til umræðu á umrædd- um miðstjórnarfundi. „Sérstaða" og hreinlífi í ræðu sinni á miðstjórnarfund- inum lagði Natta áherslu á tvennt: annars vegar yrði flokk- urinn að vera trúr uppruna sínum og þeirri hefð sem hann er sprott- inn úr og á rætur sínar að rekja bæði til Þriðja alþjóðasambands- ins og andspyrnunnar gegn fas- ismanum á ftalíu. En jafnframt verði hann að vera í stakk búinn til þess að bregðast við kröfum nýs tíma og þeim öru þjóðfélags- breytingum sem einkenna samtí- mann. Um þá breytingu sem orðið hefur á flokknum frá dauða Berl- inguers segir Natta að smám sam- an hafi flokkurinn yfirstigið þá áherslu á „sérstöðu", sem ein- kenndi stefnu Berlinguers og margir hafi túlkað sem sekter- isma eða hreinlífisstefnu gagnvart öðrum stjómmálaöfl- um. Þetta er að mörgu leyti rétt. Áhersla Berlinguers á siðferði- lega sérstöðu kommúnistaflokks- ins gagnvart öðrum flokkum var að vísu réttlætanleg að því leyti til að kommúnistar stóðu að mestu leyti utan við þá víðtæku siðferði- legu spillingu sem hafði grafið um sig í ítalska stjórnkerfinu. En það var auðvelt að snúa henni upp í einfeldningslega siðferðisvand- lætingu og benda á að hún væri þrautalending flokksins til að skapa sér sjálfsímynd hinnar hreinu meyjar og víkjast þannig undan ábyrgð á að takast á við hin raunverulegu vandamál. Slík einangrun var flokknum ekki síður hættuleg. En eins og Natta segir réttilega, þá hefur þessi stefnubreyting flokksins einnig 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 11. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.