Þjóðviljinn - 12.08.1987, Qupperneq 8
ÍSAFJÖRÐUR
Staða Isfirðinga í 2. deild er mjög erfið og virðist fátt geta forðað liðinu frá falli í þriðju deild, en þeir segjast ekkert ætla að
gefa eftir á lokasprettinum.
Knattspyrna V
Ungir ísfirðingar
í fallbaráttu
DAGLEGT ÁÆTLUNARFLUG
AKUREYRI ISAFJÖRÐUR AKUREYRI
BRFR
1300
KOMA
1300
BRFR
13 ZO
KO MA
14-00
fluqfélaq
nordurlands
FARPANTANIPÍ ÍSAFIRÐI 3000
AKUI^Eypi 250 00
2X000
Þetta hefur óneitanlega gengið
brösuglega hjá okkur í sumar, en
við erum ekki búnir að gefast
upp. Við lcggjuin allt í sölurnar í
síðustu leikjunum í annarri
deildinni, sagði Helgi Ragnarsson
FH-ingur og þjálfari annarrar
dcildar liðs ísfirðinga í knatt-
spyrnu þegar Þjóðviljinn spjall-
aði stuttlega við hann fyrir
skömmu.
ísfirðingar hafa ekki átt vel-
gengni að fagna í annarri
deildinni í sumar. Þeir hafa að-
eins náð að krækja sér í 6 stig,
hafa unnið tvo leiki en tapað
öllum öðrum. Þegar þetta birtist
hefur næsta lið fyrir ofan ÍBÍ 14
stig þannig að ísfirðingar mega
herða sig ef þeir ætla að leika í 2.
deild að ári.
Blaðamaður Þjóðviljans fylgd-
ist með liðinu á léttri æfingu
fimmtudagskvöldið fyrir verslun-
armannahelgi, en kvöldið áður
höfðu þeir ísfirðingar unnið
ágætan sigur á liði Einherja frá
Vopnafirði á heimavelli með
þremur mörkum gegn tveimur.
Þegar leið að lokum þessarar síð-
ustu æfingar í blíðskaparveðri
fyrir verslunarmannahelgi féllst
sveittur þjálfarinn á að draga sig
úr sókninni og ræða við blaða-
manninn.
„Eins og þú sérð erum við með
mjög ungt lið í ár. Við misstum
átta leikmenn sem léku með lið-
inu í fyrrasumar og þar af
leiðandi eru margir þessara
stráka núna enn í öðrunt flokki
eða nýskriðnir upp í meistara-
flokk. Við erum með svo marga
annars flokks stráka í aðalliðinu
að fsfirðingar geta ekki sent ann-
an flokk í keppni í ár.
Það segir sig sjálft að þessir
ungu og reynslulausu strákar
taka ekki við á einu sumri. Við
þurfum lengri tíma til þess að
byggja upp nýtt lið.
Þetta er að mínu mati megin-
skýringin á slöku gengi liðsins í
sumar. Þessa stráka vantar þá
reynslu og það sjálfstraust sem
þarf til þess að standa sig í annarri
deild, en þetta hefur verið harður
skóli.
Það er einnig rétt að geta þess
að við höfðum mjög skamman
V- —f,
- 'wV/
f!
S\
,.«j ■ t íl ; í
ItliiJ
landabréf
vegakort
filmur og myndavélar
minjagripir
og kort
KODAK express
filmuframköllun
á staðnum
£|,
il I(
Bókaverziun
Jónasar Tómassonar
Isafirði - Sími 3123
VEITINGASALA
MATVÖRUVERSLUN
Bjóðum ýmsar vörur
fyrir ferðamenn.
Esso bensín og olíur.
Nýtt þvottaplan.
Seljum veiðileyfi.
VEGAMÓT
Útibú Kaupfélags Borgfirðinga S. 93-56690
tíma til undirbúnings í vor, allt of
skamman. Fyrstu leikirnir í
deildinni voru okkar æfinga-
leikir.
Ég er með mjög áhugasama
leikmenn í þessu liði og sumir
þeirra eru mjög efnilegir. Það
háir þeim hins vegar, að þegar
þeir voru að æfa og leika í yngri
flokkunum var nánast engin rækt
lögð við þá. Þegar fsfirðingar
komust upp í 1. deild hér um árið
var allt kapp lagt á að halda liðinu
þar og liðið var að hálfu skipað
aðkomumönnum. Á meðan voru
yngri flokkarnir vanræktir.
Fyrstu deildar ævintýrið var
einnig geysilega kostnaðarsamt
og er raunar enn baggi á starfinu.
Núna erum við hins vegar að
reyna að byggja upp lið sem
skipað er heimamönnum fyrst og
fremst og þótt stuðningsmenn
okkar á ísafirði séu auðvitað ekki
sáttir við tilhugsunina urn fall í
þriðju deild, held ég að þeir átti
sig á hvað er að gerast og hvers
vegna okkur hefur ekki gengið
betur en þetta.
En það kemur sumar eftir
þetta sumar," sagði Helgi og rauk
svo með það sama f næstu sókn.
Það verður spennandi að sjá
hvernig hinum ungu ísfirðingum
reiðir af í lokahrinu sumarsins, en
að henni lokinni flytur Helgi
suður til Selfoss og tekur þar til
við að þjálfa handboltamenn.-gg
Skólamál
Iðnskólinn
og M.Í
sameinast
ísafjarðarkaupstaður og
menntamálaráðuneytið hafa gert
með sér samning sem felur í sér að
Menntaskólinn á Isafírði taki yfír
rekstur Iðnskóla ísafjarðar frá og
með 1. ágúst n.k.
Skólameistari M.í. verður þar
með skólastjóri Iðnskólans og öll
bókleg kennsla fer fram á vegum
M.í. Skólanefnd Iðnskólans
starfar þó áfram.
f samningnum er kveðið á um
að fyrir haustið 1988 verði búið
að byggja yfir verklega kennslu
Iðnskólans, en verkmennta-
kennsla hefur farið fram í leigu-
húsnæði. -gg