Þjóðviljinn - 12.08.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Síða 13
ISAFJÖRÐUR Jarðgangaáform Akvörðun verði tekin sem fyrst Vestfirðingarbída í ofvæni ákvörðunar um hvort ráðist verð- urí gerð jarðgangna um Botnsheiði og Breiðadalsheiði. Framkvæmd upp á hálfan annan milljarð króna. Gísli Eiríksson umdæmis verkfræð- ingur Vegagerðar- innar: Jarðgöngin myndu styrkja veru- lega byggð á svæði þarsem um 7000 manns búa Botnsheiði og Breiðadals- heiði skilja að þéttbýliskjarna þar sem samtals búa 6-7 þús- und manns og vegir á milli þessara staða eru lokaðir stór- an hluta ársins. Það er alveg Ijóst að jarðgöng um þessar heiðar myndu styrkja byggð- ina á þessu svæði veruiega. Það verður hins vegar að telj- ast mikil bjartsýni að ætla að menn fari að aka um þessi jarðgöng fyrir aldamót, ef á annað borð verður tekin ákvörðun um gerð þeirra, sagði Gísli Eiríksson umdæm- isverkfræðingur Vegagerðar- innar á Vestfjörðum, sem hef- ur myndarlegt aðsetur í Dag- verðardal í Skutufsfirði. í skýrslu nefndar um jarð- gangnaáætlun eru Botnsheiði og Breiðadalsheiði settar í forgangs- röð næst á eftir Ólafsfjarðar- múla. í skýrslunni er litið á þessar tvær heiðar sem eitt verkefni og myndu jarðgöng um þær vera samtals rúmlega 9 kílómetrar að lengd og áætlaður kostnaður er talinn vera um 1500 milljónir króna. Það liggur í hlutarins eðli að hugsanleg jarðgöng um Botns- heiði og Breiðadalsheiði eru íbú- um ísafjarðar, Þingeyrar, Suður- eyrar, Súðavíkur, Flateyrar og Bolungarvíkur mikið hagsmuna- mál, Gísli sagði mjög mikilvægt að sem fyrst yrði tekin ákvörðun um hvort ráðast ætti í gerð gang- nanna eða ekki. „Menn eru mis- jafnlega bjartsýnir um hvort af þessu verður, en þótt fljótlega yrði tekin ákvörðun um bygging- una er ljóst að ekki verður hægt að hefjast handa fyrr en gerð gangnanna um Ólafsfjarðarmúla Gísli Eiríksson: Mjög mikilvægt að tekin verði sem fyrst ákvörðun um hvort ráðast á í gerð jarðgangna um Botnsheiði og Breiðadalsheiði eða ekki. lýkur, en það verður í fyrsta Iagi árið 1992. Þetta er því ekki verk- efni sem er á lista hjá okkur á næstu árum. Það má skipta byggð á Vest- fjörðum í fjögur svæði og ísa- fjarðarsvæðið er eitt þeirra, þar sem eins og fyrr segir búa um 7 þúsund manns, á ísafirði, Þing- eyri, Suðureyri, Súðavík, Flat- eyri og í Bolungarvík. Vegasam- göngur á milli svæðanna eru mjög erfiðar, en það sama má segja um samgöngur innan hvers svæðis um sig, enda þótt vegalengdir séu kannski ekki miklar. Þannig eru aðeins 25 kflómetr- ar á milli ísafjarðar og Suður- eyrar, en þessi leið er meira og minna lokuð allt árið. Jarðgöng um þessar tvær umræddu heiðar myndu leysa þennan samgöngu- vanda mjög vel og tengingin rnyndi efla byggðina á svæðinu verulega, hvort sem horft er til atvinnu, þjónustu eða félagslífs. Það má raunar segja að jarð- göngin myndu hafa byltingar- kennd áhrif á byggðina," sagði Gísli Eiríksson. Þess má geta að í skýrslunni sem áður var vitnað til er varpað fram þremur hugmyndum um leiðir til þess að fjármagna jarð- gangnagerð. í fyrsta lagi eru nefndar fjárveitingar af vegaáætl- un, í öðru lagi sérstakur skattur vegna jarðgangnagerðar og í þriðja lagi gjaldtaka af þeim sem aka um jarðgöng. -gg Hótel ísafjöiður Sími 94-4111 EFNISGÆÐIN - EKKERT EINKAMÁL MEÐ VAXANDl SKlLNiNGl Á MIKILVÆGI HOLLRAR FÆÐG í BARÁTTUmi GEGM ÝMSUM MENNINGARKVILLUM EYKST EFTIRSPURN EFTIR ÍSLENSKUM FlSKl í BANDARÍKJUNUM OG í EVRÓPU. JAFNT OG ÞÉTT ÞOKAST ÍSLENSKUR FISKUR OFAR OG OFAR Á LISTA YFIR HELSTA LJÚFMETI SEM VANDAÐRl VEITINGASTAÐIR ERLENDIS BJÓÐA GESTUM SÍNUM. OG ÞEIR EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT MEÐ OKKUR AÐ LEGGJA METNAÐ SINN í AÐ BJÓÐA SÍNUM VIÐSKIPTAVINUM AÐEINS ÞAÐ BESTA SEM FÁANLEGT ER. ÝMSUM KANN AÐ ÞYKJA ÞAÐ ÓTRÚLEGT AÐ SÖLUFÓLK S.H. ERLENDIS EIGI f HARÐRI SAMKEPPNI VIÐ ÞÁ SEM SELJA ÚRVALS NAUTAKJÖT OG ENN ÓTRÚLEGRA AÐ OFT HAFI ÞAÐ BETUR f BARÁTTUNNI. ÞAÐ ERU EFNISGÆÐIN, SEM GERA ÞETTA KLEIFT. AFKOMA ISLENDINGA RÆÐST AF ÞVl' AÐ OKKUR TAKIST AÐ SÆKJA FRAM Á ERLENDUM MARKAÐI OG HALDA STÖÐU OKKAR GAGNVART SAMKEPPNISAÐILUM. EF ÞÚ LEGGUR ÞITT AF MÖRKUM TIL AÐ TRYGGJA HÁMARKSGÆÐI SJÁVARAFLANS GETUR ÞÚ JAFNFRAMT TREYST ÞVf AÐ S.H. STENDUR VÖRÐ UM HAGSMUNI ÞINA Á ERLENDUM MARKAÐI. V V"; "jjSy .k SH skipulag — allra hagur Þægilegt hótei í rólegu umhverfi Sölumiðstöð Hraðf ry sti húsanna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.