Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 20. ágúst 1987 181. tðlublað 52. árgangur Útvegsbankinn y Kratamir styðja StS / Porsteinn spyrflokksráðið hvortslíta beristjórnarsamstarfinu ej'SlS fœr bankann. Steingrímur Hermannsson: Gerir bara illt verra, en breytir engu um afstöðu okkar. Upplausn íSjálfstœðisflokknum. Ótvírœður stuðningur krataþingmanna við tilboð SIS. Búnaðar- bankinn seldur til að miðla málum? Svona hótun breytir engu um afstöðu okkar. Hún gerir bara Ult verra, sagði Steingrímur Her- mannsson í gær, þegar hann heyrði að Þorsteinn Pálsson hefði látið hringja út einskonar kross- apróf tU flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins, um það hvort honum bæri að slíta stjórnarsamstarfinu ef kratar og framsókn sameinuð- ust um að selja Sambandinu Ut- vegsbankann. „Ég er ákaflega undrandi á þessu,“ sagdi Steingrímur. „Það er forsætisráðherra að gera til- lögu um stjórnarslit en ekki ein- hvers flokksráðs. Þetta breytir þó engu um afstöðu okkar til þessa máls.“ Fullkomin upplausn ríkir nú í Sjálfstæðisflokknum enda taldar miklar líkur á að Jón Sigurðsson muni í byrjun næstu viku taka þá ákvörðun að selja SÍS bankann. Fyrr í vikunni var Útvegsbank- amálið til umræðu í þingflokki Alþýðuflokksins. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans voru allir þeir sem tóku til máls fylgjandi tilboði SÍS, nema Jóhanna Sig- urðardóttir, sem tók ekki ótví- ræða afstöðu. Þrátt fyrir ótvíræðan stuðning krata í upphafi vikunnar á Jón Sigurðsson erfitt með að gera upp hug sinn. Hann er undir miklum þrýstingi, af hálfu beggja, íhalds og framsóknar. Mikil taugaspenna magnaðist í Sjálfstæðisflokknum í gær þegar æ fleiri kröfðust þess að flokks- forystan setti fram formlega hót- un um stjórnarslit. Þorsteinn Pálsson gat hinsvegar ekki gert upp hug sinn og greip þá til þess ráðs að láta hringja út krossa- prófið. Krossaprófið er talið veik- leikamerki hjá Þorsteini og gengur meðal stjórnmálamanna undir nafninu tossaprófið, þar sem formaðurinn treystir sér ekki Lánskjaravísitala 2.01% hækkun Lánskjaravísitalan fyrir sept- embermánuð er 1778 samkvæmt útreikningum Scðlabankans og hefur hún hækkað frá sl. mánuði um rúm 2%. Umreiknað til árshækkunar nemur hækkun vísitölunnar fyrir síðasta mánuð nær 27% og tæp- lega 20% á síðustu 12 mánuðum. Þá er hefur vísitala byggingark- ostnaðar hækkað um 1% frá því í síðasta mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,3% og svarar sú hækkun til 14% verðbólgu á ári en sl. 12 mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 18%. _|g. til að veita flokknum sjálfstæða forystu í málinu. Staða Þorsteins er nú svo veik að ef SÍS fær bank- ann er formannstíð Þorsteins brátt úti. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkur- inn færi halloka út úr kosningum ef hann sliti stjórnarsamstarfinu á þessu máli. Forystumenn Alþýð- uflokksins létu í gær uppi þá skoðun að þeir væru hvergi hræddir við kosningar og er því íhaldið talið reyna allar færar miðlunarleiðir. Sú lausn að SÍS fái Búnaðar- bankann en ættarveldið í Sjálf- stæðisflokknum fái Útvegsbank- ann er í vaxandi mæli álitin eina færa millileiðin. -ÖS/Sáf Stefán Jónsson afhendir Óskari Albertssyni hjá Svörtu og hvítu handritið að nýju bókinni í gær. Mynd-E.ÓI. Svart á hvítu Hvemig ég varð að því sem ég er Ný bók eftir Stefán Jónssonfyrrv. alþingismann vœntanleg íhaust. Skilaði handritinu á tölvudiski til Svarts á hvítu ígœr. Stefán: Meiraen líklegt að ég haldi þessu áfram Þetta er bók um það hvernig ég varð að því sem ég er, ef það skyldi þá vera nokkuð, sagði Stef- án Jónsson fyrrverandi alþingis- og útvarpsmaður sem í gær af- henti bókaútgáfunni Svörtu á hvítu handrit að bók eftir sig sem kemur út i haust. Stefán skilaði ekki handritinu vélrituðu á pappír, heldur afhenti hann Óskari Albertssyni útgáfu- stjóra hjá Svörtu og hvítu lítinn tölvudisk sem inniheldur allt rit- mál bókarinnar. -Ég byrjaði að fikta við tölvur í vetur og þetta er yndisleg tækni og spennandi. Það getur að vísu farið í taugarnar á manni að týna þriggja daga vinnu eins og kom fyrir mig einu sinni en ég var seinna ánægður með það því þetta var alveg ægilega leiðin- Íegur texti og hann skánaði mikið við að týnast, sagði Stefán. 14 ár eru liðin síðan síðast kom út bók eftir Stefán Jónsson en hvort þessi nýja bók væri upphaf- haldi þessu áfram, það er meira það var stangveiðibókin „Með ið að einhverju meira, sagði Stef- en líklegt. Mér finnst svo gaman flugu í höfðinu". Aðspurður án: -Það getur vel verið að ég að skrifa á tölvu. -ig. Útvegsbankinn Uppörvandi fyrir samninga Þröstur ólafsson framkvœmdastjóri Dagsbrúnar: Kemurþœgilega á óvart hvað fjárhagur þessara aðila er rúmur Pessi tíðindi eru sérstaklega ánægjuleg nú við byrjun kjarasamninga, sagði Þröstur Ol- afsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar um tilboð einkageir- ans í Útvegsbankann. „Það kemur þægilega á óvart hvað fjárhagur þessara fyrirtækja er rúmur og er greinilegt að þeir geta losað miklu meira fjármagn en í veðri hefur verið látið vaka. Einkum er athyglisvert hvað Eimskipafélagið kemst vel af og getur snarað út miklu fjármagni. Þetta er mjög uppörvandi við byrjun kjarasamninga." Þröstur sagði einnig að það væri ljóst að verslunin stæði mjög vel og opnun Kringlunnar nú, sýndi hversu rúm fjárráð verslun- in hefði, en hann sagðist giska á að heildarkostnaður Kringlunnar væri um fjórir til fimm milljarðar. „Þetta er allt saman mjög upp- örvandi nú við upphaf kjara- samninga og við munum hafa þetta í huga þegar við setjumst að samningaborðinu. “ -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.