Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Góðærið fundið! Þaö er stigiö þungt til jarðar í íslenskum fjár- málaheimi þessa dagana. Fjármagnströllin koma nú fram í dagsljósið eitt af ööru til að takast á um feitan bita, sem er Útvegsbanki íslands. Svo stórir hagsmunir eru í húfi, að þessi tröli stíga nú fram í Ijós fjölmiðl- anna til að heyja glímu fyrir opnum tjöldum, og svo mögnuð eru átökin að ríkisstjórn landsins nötrar og skelfur. Það eru Alþýðuflokksmenn sem fengið hafa það hlutskipti að vera dómarar í þessari glímu og hafa þeir reynt að dreifa ábyrgðinni með því að fá til liðs við sig tvo meðdómendur, Steingrím fyrir Framsókn og Þorstein Pálsson fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Það er ekki heiglum hent að vera dómari í þessu máli, því að hætt er við að dómsniðurstaðan styggi annanhvorn aðilann. Þetta skilja Alþýðuflokksmenn mætavel, enda segir í leiðara Alþýðublaðsins í gær: „Kapphlaupið um Útvegsbankann afhjúpará skýran og í reynd dálítið broslegan hátt, hvernig tvö helstu auðvaldsöfl þjóðarinnar takast á. Annars vegar hefur SÍS sýnt mikil klókindi í viðskiptum með tilboði sínu í hlut ríkisins í Út- vegsbanka íslands. Þar með eignaðist hinn hrundi banki nýtt gildi í augum fyrirtækja og einstaklinga í sjávarútvegi, verslun og þjónustu- greinum. Samvinnuauðvaldið ógnaði með öðr- um orðum útgerðarauðvaldinu. Þann leik þurfti að hindra, og þar með er hafið einstakt kapp- hlaup um hlutabréf ríkisins í bankarekstri. Að sjálfsögðu fær málið ennfremur pólitískt gildi þar sem hagsmunaaðilarnir tveir endurspeglast í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn." Það getur vel verið rétt hjá leiðarahöfundi Alþýðublaðsins, að í augum alþýðuflokks- manna séu átök þessara tveggja helstu auðvaldsafla þjóðarinnar dálítið brosleg, en engu að síður er hætt við að Alþýðuflokknum þyki gamanið vera farið að kárna, ef ekki verður komist hjá því að styggja annanhvorn aðilann. Þá er þrautalendingin sú hjá Alþýðuflokks- mönnum að reyna að þjóna tveimur húsbænd- um af sömu trúmennskunni, bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Og þá lendingu er nú verið að undirbúa samkvæmt því sem leiðarahöfundur Alþýðublaðsins segir: „Markmið ríkisins er að ná aukinni hagkvæmni og rekstraröryggi í bank- akerfinu en tryggja jafnframt eðlilega sam- keppni milli alhliða viðskiptabanka. Sala á Bún- aðarbankanum væri jákvætt skref í þá átt og gæti um leið hugsanlega lægt öldurnar milli auðvaldsaflanna tveggja.“ Þetta er hin kratíska leið út úr vandanum: Að gera báðum til hæfis. Að forðast að styggja auðvaldsöflin. Og að opna allar gáttir fyrir þeim sem vilja leyfa pólitískum valdablokkum Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks að gleypa banka- kerfið með húð og hári. Mörgum finnst að krötum sé nokkur vorkunn: Þeir hafi álpast til þess að taka þátt í leik, þar sem styrkur þeirra, pólitískur og siðferðislegur, megi sín einskis; þeir séu í rauninni fremur leiksoppar en þátttakendur. En þá er þess að gæta, að kratar gengu til þessa leiks af ráðnum huga. Það voru þeir sem framlengdu ríkisstjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Og nú eru það þeir sem neyðast til að vinna verkin á ríkisstjórnarbúinu. Það eru kratarnir sem þurfa að skipta banka- kerfinu milli þeirra sem þeir sjálfir kalla „tvö helstu auðvaldsöfl þjóðarinnar". Það eru þeir, sem þurfa að skattleggja matvæli. Það eru þeir sem þurfa að borga flugeldasýningu Sjálfstæð- isflokksins vegna hinnar nýju flugstöðvar í Kefl- avík. En þar í mót kemur vitaskuld, að nú hafa þeir viðskipta-Jón og fjármála-Jón fengið góða inn- sýn í það hversu ágæt afkoma ýmissa fyrirtækja er þegar bankakaup eru annars vegar, og geta með þá þekkingu í nesti stuðlað að því að launa- kjör vinnandi fólks verði færð til samræmis við þá staðreynd í næstu kjarasamningum. Góðær- isgróðinn er kominn í leitirnar. - Þráinn KLIPPT OG SKORHE) Mjólk og bankar Sannarlega lifum við á merki- legum tímum. Meðan bændur hella niður mjólk og urða hænur vígjum við mesta verslunarhús heimsins, tárvotir af hrifningu og spilum póker um banka og ríf- umst af innilegri heift um það hver hafi gefið vitlaust í því spili. Áður en lengra er haldið: er ekki hægt að tvinna ein- hvernveginn saman lausnir á þeim landbúnaðarvanda sem hellir niður mjólk og svo trúna á steinsteypuna? Er ekki hægt að nota mjólk í steinsteypu? Þetta gerðu Rússakeisarar þegar þeir voru að hræra steinlím í Kremlar- veggi hér áður fyrr og þykir mikil prýði að þeim múrum enn í dag. Háskinn mikli En það er náttúrlega slagurinn um Útvegsbankann sem er mál málanna og allir fjölmiðlamenn - samkvæmt lögmálum þeirrar starfsgreinar - neyðast til að skrifa um, hvort sem þeir kæra sig um það eða ekki. Það er til dæmis afar freistandi að halda áfram þeirri þörfu iðju Klipparans í gær að leggja út af þriðjudagsleiðara Morgunblaðs- ins um bankamálin. Þar er því fyrst lýst yfir með dæmigerðu yf- irlæti þeirra í Aðalstrætinu, að í rauninni sé hér um einhverjar ómerkar og fjarlægar fjármála- fléttur að ræða „sem raunar koma blaðinu ( þ.e. Mogganum) lítið við, nema óbeint að sjálf- sögðu, enda er blaðið einungis áhorfandi að þessum tilhlaupum öllum.“ En það kemur fljótt í ljós að þetta kæruleysislega tal er ekki annað en götótt gríma - og undir skín í sjálfan grundvallartil- vistarótta sjálfstæðismanna við „eina auðhringinn" á fslandi, sem sagt SÍS. Nægja ekki minna en þrír dálkar á smáu letri til að útmála þær hörmungar. Ráðleysi einka- framtaksins Inn í þann harmagrát blandast svo giska fróðlegar athugasemdir um eitt og annað. Leiðarahö- fundur er að sjálfsögðu að skjóta á SÍS og Framsókn fyrst og fremst, en hann getur ekki neitað því að hann er dálítið sár út í hjartfólgið einkaframtakið, sem lét Sambandið snúa á sig með til- boðinu í Útvegsbankabréfin. Leiðarinn segir m.a.: „Einkaframtakinu hættir hins vegar til að vakna upp við eld í húsinu. Það þyrfti að eignast reykskynjara sem vekur það áður en húsið er alelda.“ Þessi dramatíska líking af brennandi húsi einkafjár- magnsins er um leið skemmti- legur feluleikur með það sem í rauninni er verið að segja: Reykskynjarinn hlýtur í þessu dæmi að vera sá flugumaður sem fjármálaíhaldið hefði þurft að eiga í innsta hring Sambandsins til að láta ekki snúa á sig. Við förum hér ekki með langsótta túlkun - allir vita að viðskiptanj- ósnir og iðnaðarnjósnir eru merkir atvinnuvegir í sæmilega þróuðum löndum, og nýfrjáls- hyggjumenn hafa margoft útlist- að að sú iðja sé eins og hver önnur þjónusta sem verðlögð er eftir markaðsaðstæðum. Enn eitt úr þessum leiðara: hann minnir eina ferðina enn á það hve Morgunblaðið á erfitt með að sætta sig við staðreyndir þeirra viðskiptahátta sem það helst mælir með. Blaðið vill að sjálfsögðu samkeppni en það veigrar sér við að hugsa það dæmi til enda. Leiðarinn segir til dæmis þetta: „Það bætir ekki úr skák þótt menn tali sama tungumál ef einn nær haustaki á öðrum. Það er hinn frjálsi leikur glímunnar sem öllu skiptir.“ Með öðrum orðum: sam- keppnin er fegruð af þeirri ósk- hyggju að þar fari einskonar ís- lensk fegurðarglíma, hásiðferði- legar burtreiðar milli riddara peningahringborðsins og eru svik eða prettir ekki til í þeirra fram- göngu og enginn mun snýta rauðu í þeim leik. Varhugaverð létt- úð Alþýðublaðið telur sig svo í leiðara sínum í gær hafa efni á því að skemmta sér á kostnað sessu- nautaí ríkisstjórn. Þar segir m.a.: „Kapphlaupið um Útvegs- bankann afhjúpar á skýran og í reynd dálítið broslegan hátt, hvernig tvö helstu auðvaldsöfl þjóðarinnar takast á....Samvinn- uauðvaldið ógnaði með öðrum orðum útgerðarauðvaldinu.“ Alþýðublaðið telur sína menn vitanlega langt yfir þessa auðvaldspústra hafna og lætur sér undir lokin fátt um það finnast þótt „öldur þessa máls skolist inn á fundi ríkisstjórnarinnar“. Þetta er náttúrlega mikil og varhugaverð léttúð hjá Alþýðu- blaðinu. Aðgát skal höfð í nær- veru þursa, segir þar. Þegar garp- ar berjast af miklum móð getur vel svo farið að sá sem þóttist ekki ætla að vera annað en sak- laus einvígisvottur verði kraminn eins og lús milli tveggja nagla.Og segir fátt af honum upp frá því ÁB þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJÓsmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmunclsdóttir. Skrifatofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýaingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýalngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmvar8la: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiöslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð (lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverö á mánuöi: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 20. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.