Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR 1. deild KA-sigur á Húsavík Völsungar ætluðu sér aðeins um of í þessum leik gegn KA, lögðu mikla áherslu á að sækja, en fengu þess í stað á sig ódýr mörk úr skyndisóknum og KA sigur staðr- eynd 3-1. KA-menn byrjuðu strax af mikl- um krafti og á 9. mínútu átti Tryggvi Gunnarsson gott skoti rétt yfir. Erlingur Kristjánsson skoraði svo skömmu síðar með góðum skalla eftir iangt ínnkast. Völsungar lifnuðu við eftir mark- Staðan í 1. deild: Valur.............. 15 9 5 1 28-10 32 Fram............... 15 8 3 4 31-20 27 ÍA................. 15 8 2 5 29-24 26 KR..................15 7 4 4 26-16 25 Þór................ 15 8 1 6 28-27 25 KA................. 15 5 3 7 17-16 18 IBK................ 15 4 4 7 21-30 16 Völsungur.......... 15 4 3 8 15-27 15 FH................. 15 3 3 9 15-29 12 Viðir.............. 15 1 8 6 13-27 11 Markahæstir: PéturOrmslev, Fram..................12 PéturPétursson, KR...................8 Óli Pór Magnússon, ÍBK...............7 HalldórÁskelsson, Þór................7 Sigurjón Kristjánsson, Val...........6 Sveinbjörn Hákonarson, lA............6 Björn Rafnsson, KR...................6 ValgeirBarðason, (A..................6 ið og lögðu mikið kapp á að jafna leikinn. Hörður Benonýsson fékk kjörið tækifæri til að jafna, en hitti ekki boltann fyrir opnu markinu. A 37. mínútu jafnaði Kristján Ol- geirsson með góðu skoti úr vítateig. Síðari hálfleikinn sóttu Völsung- ar nær látlaust og áttu m.a tvö skot í slá og eitt í stöng. KA-menn náðu þó góðum skyndisóknum og á 77. mínútu stakk Tryggvi Gunnarsson varnarmenn Völsungs af við miðju og skoraði með fallegu skoti af löngu færi. Stuttu síðar bætti Þor- valdur Örlyggsson þriðja marki KA við eftir góða skyndisókn. Undir lok leiksins var síðan dæmt mark af KA vegna rangstöðu. Völsungar voru heldur meira með boltann og sóttu mestan hluta leiksins, en þeir gættu sín ekki á skyndisóknum KA og því fór sem fór. -EÓJ Völsungur-KA 1-3 (1*1) Húsavíkurvöllur 19 ágúst • Dómari: Ólafur Lárusson * * Áhorfendur: 763 Stjörnur Völsungs: Helgi Helgason * Kristján Olgeirsson * Jónas Hallgrimsson * Stjörnur KA: Sigurður Már Harðarson • Tryggvi Gunnarsson * Erlingur Kristjánsson * Þorvaldur Örlyggsson » Guömundur Baldursson og Sigurður Lárusson eigast hér við I vítateig Valsmanna. Guðmundur hafði betur eins og svo oft í leiknum. Mynd:E.ÓI. 1. deild Ingvar sá um Skagamenn Skoraði bæði mörk Vals gegn ÍA Valsmenn lögðu aðra höndina á Islandsmeistarabikarinn í gær þeg- 1. deild Fjörugt á Akureyri Þórsarar eru komnir á skrið að nýju eftir tvö slæm töp í síðustu leikjum. Þeir sigruðu KR-inga í gær, 3-1 á Akureyri í fjörugum leik. Það voru reyndar KR-ingar sem byrjuðu af krafti og Ágúst Már, Willum og Þorsteinn Halldórsson áttu góð skot að marki Þórs, en framhjá. En smám saman náðu Þórsarar undirtökunum. Á 30. mínútu náðu þeir forystunni. Guð- mundur Valur fékk boltann fyrir utan vítateig og skoraði með góðu skoti í bláhornið. Hann var svo aft- ur á ferðinni þremur mínútum síð- ar. Einar Arason gaf þá fyrir á Guðmund Val og hann skoraði af öryggi, 2-0. Þórsarar héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Siguróli og Einar áttu góð skot, en rétt yfir og á 60. mínútu fékk Guðmundur gott Þór-KR 3-1 (2-0) * * ** Akureyrarvöllur 19. júní Dómari: Eyjólfur Ólafsson * * Áhorfendur 1006 1-0 Guömundur Valur Sigurösson (30.mín), 2-0 Guömundur Valur Sig- urðsson (33.mín), 0-3 Kristján Krist- jánsson (83.min), 3-1 Willum þór Þórs- son (88.mín) Stjörnur Þórs: Guðmundur Valur Sigurðsson » Siguróli Kristjánsson * Nói Björnsson * Jónas Róbertsson * Stjörnur KR: Ágúst Már Jónsson * Páll Ólafsson * 1. deild færi til að bæta þriðja markinu við. Þórsarar fengu vítaspyrnu, eftir að Jósteinn Einarsson hafði brotið á Hlyn Birgissyni, en Páll Ólafsson varði spyrnu Guðmundar. Páll varði svo vel frá Kristjáni eftir að hann hafði komist einn í gegn. Skömmu síðar komst Kristján aftur einn í gegnum vöm KR, eftir sendingu frá Halldóri Áskelssyni og skoraði af öryggi, 3-0. Tveimur mínútum fyrir leikslok náðu KR-ingar að minnka muninn. Pétur Pétursosn tók aukaspyrnu og gaf fyrir á Willum sem skoraði með skalla frá vítapunkti. KR-ingar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og möguleikar þeirra á íslandmeistaratitlinum eru því ekki miklir. Þórsarar standa í sömu sporum og KR-ingar með sjö stig- um færra en Valur. - HK/Akureyri ar þeir sigruðu Skagamenn, 2-0 á Skaganum. Það var Ingvar Guð- mundsson sem skoraði bæði mörk Vals, í síðari hálfleik. Það var ekki að sjá á leiknum að þar væru tvö af toppliðum deildar- innar. Baráttan var í fyrirrúmi og fátt um markverð tækifæri. Sigur- jón átti gott skot í hliðarnetið og Valgeir Barðason átti tvívegis góð skot sem Guðmundur Baldursson varði vel. Síðari háfleikurinn var svipaður þeim fyrri. Bæði liðn léku af krafti, en gekk illa að skapa sér færi. Ing- var Guðmundsson náði forystunni fyrir Val á 55. mínútu. Hann fékk boltann í vítateignum og skoraði af stuttu færi, 0-1. Skagamenn sóttu heldur meira næstu mínúturnar. Haraldur Hin- riks-son átti lúmskt skot utan af kanti sem Guðmundur varði vel. Valsmenn fengu svo gott færi. Sig- urjón átti skot að marki ÍA sem Bikrir varði, boltinn hrökk til Sæ- vars, en Birkir varði aftur. Skömmu síðar bætti Ingvar öðru marki við. Hann fékk boltann við vítateig og skoraði með góðu skoti í hornið fjær. Það sem eftir var leiksins sóttu Skagamenn heldur meira, en tókst ekki að skapa verulega hættu við mark Valsmanna. Þessi sigur Valsmanna gæti ráðið úrslitum í mótinu. Valsmenn standa nú mjög vel að vígi og nægir að fá fimm stig úr síðustu þremur leikjum sínum. Þeir eiga þó erfiða leiki eftir, KR á útivelli og Fram og Völsung á heirnavelli. -SH/Akranesi ÍA-Valur 0-2 (0-0) ★ ★ * Akranesvöllur 19. ágúst Dómari: Kjartan Ólafsson * * Áhorfendur 1360 0-1 Ingvar Guömundsson (55.mín), 0- 2 Ingvar Guömundsson (68.mín) Stjörnur ÍA: Guðbjörn Tryggvason * Sigurður Lárusson * Ólafur Þóröarson * Stjörnur Vals: Ingvar Guömundsson * Guöni Bergsson * Sævar Jónsson » Sund Glæsimark Péturs 1. deild í Keflavík Náðu ekki í úrslit Þvílík leið til að sigra! Glæsilegt mark á 91. mínútu frá Pétri Orms- lev réði úrslitum gegn FH og tryggði Fram sigur, 2-1. Það leit ekki vel út fyrir Framara í fyrri hálfleik. Þeir voru öllu meira með boltann en tókst ekki að skora. Pétur Ormslev, Guðmundur Steinsson og Ragnar Margeirsson fengu allir ágæt færi, en tókst ekki að nýta þau. FH-ingar nýttu hins- vegar sitt eina færi í fyrri háfleik. Viðar Halldórsson gaf góða send- ingu á Guðjón Guðmundsson, sem skoraði með góðum skalla frá markteig, 0-1. Síðari hálfleikurinn var jafn, þrátt fyrir að Framarar hafi verið meira með boltann. Viðar Þorkels- son átti tvívegis góð skot að marki, en Halldór varði og hann varði einnig aukaspyrnu frá Pétri Orms- lev. FH-ingar fengu einnig ágætt færi. Jón Erlingfékk boltann einn á vítateig, en Friðrik lokaði markinu vel. Það voru aðeins tólf mínútur til leiksloka þegar Framarar náðu að jafna. Arnljótur Davíðsson vann þá boltann og gaf góða sendingu á Ragnar Margeirsson. Flann lék upp að markteigshorni og gaf fyrir á Guðmund sem skoraði með góðu skoti, 1-1. Það var komið fram yfir venju- legan leiktíma þegar Framarar tryggðu sér sigur. Þeir fengu auka- spyrnu og Örn Valdimarsson renndi boltanum til Péturs og hann skoraði með þrumuskoti efst í blá- hornið fjær. Glæsilegt mark og að sama skapi mikilvægt. Þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið góður í heild, þá brá fyrir ágætum köflum. Framarar léku oft vel sín á milli, en gekk illa við mark- ið. Vörn FH-inga var mjög sterk og liðið lék vel. Þá vantaði ekki mikið upp á að ná stigi eða stigum, en höfðu ekki heppnina með sér. -Ibe Fram-FH 2-1 (0-1) ★ ★ ★ Laugardalsvöllur 19. ágúst Dómari: Óli Ólsen * * Áhorfendur 1087 0-1 Jón Erling Ragnarsson (46.mín), 1- 1 Guömundur Steinsson (83.mln), 2- 1 Pétur Ormslev (91.mln) Stjörnur Fram: Pétur Ormslev * Ormarr örlygsson * Stjörnur FH: Pálmi Jónsson * Guðmundur Hilmarsson * Jafnt Nágrannarnir á Suðurnesjunum, Vfðir og UBK, skildu jafnir í gær, 0-0. Leikurinn einkenndist af bar- áttu, enda um dýrmæt stig að tefla. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum en á 10. mínútu fengu Keflvíkingar fyrsta færið í leiknum þá átti Óli Þór Magnússon gott skot að marki Víðis, Jón Örvar Arason varði, en missti boltann frá sér. Ingvar Guðmundsson náði boltannum, skaut á markið en rétt yfir. ÍBK-Ví&ír 0-0 * * Keflavíkurvöllur 19 ágúst Dómari: Magnús Jónatansson * * Áhorfendur: 950 Stjörnur ÍBK: Sigurður Björgvinsson * Sigurjón Sveinsson * Þorsteinn Bjarnason » Stjörnur Vfðis: Björn Vilhelmsson * Gfsli Eyjólfsson * Vilhjálmur Einarssson * Það sem eftir var af fyrri hálfleik voru Víðismenn ívið sprækari, en náðu þó ekki að skapa neina hættu upp við Keflavíkurmarkið. Öli Þór Magnússon komst í dauðafæri á 65. mínútu en skot hans fór beint í fangið á Jóni Örvari markverði Víðis. Vilberg Þorvalds- son komst einn í gegnum vörn Keflvíkinga á 75. mínútu, en Þor- steinn Bjarnasson varði með góðu úthlaupi. Undarlagt atvik átti sér stað stuttu fyrir leikslok. Þá skullu þeir saman Magnús Jónatansson og Guðjón Guðmundsson og lá Magn- ús eftir á vellinum óvigur með gat á enninu, og varð hann að yfirgefa leikvöllinn. Þessi töf tók um sex mínútur og kólnuðu menn niður. Magnús Thedórsson línuvörður dæmdi það litla sem eftir var af leiknum og Bjarni Pétursson Hús- víkingurinn snjalli sá um línu- vörslu. Það var ekkert sem gerðist síð- ustu mínúturnar háar spyrnur og miðjuþóf voru það helsta. - SÓM/Suðurnesjum íslensku keppendurnir á Evróp- umeistaramótinu i sundi náðu ekki í úrslit í gær. Systurnar Bryndís og Hugrún Ól- afsdætur kepptu í 200 metra skrið- sundi. Tími Bryndísar var 2.06.23, en Hugrúnar 2.07.95. Þá keppti Ragnheiður Runólfs- dóttir í 200 metra bringusundi, en náði ekki í úrslit. Körfubolti Símon ÍKR Simon Ólafsson, sem lék með Fram í fyrra, hefur nú gengið til liðs við KR og mun leika með þeim næsta vetur í Úrvals- deildinni í körfuknattleik. Birgir Guðbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari liðsins, en Símon aðstoðarþjálfari, auk þess að leika með. -Ibe Flmmtudagur 20. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.