Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Zimbabwe
Hvítir hverfa
af þingi
Blakkir og hvítirfull-
trúar á þingi Zimba-
bwe greiddu allirsem
einn atkvæði með af-
námi þingforréttinda
hvítra manna
Hvítir menn ciga ekki lengur
fulltrúa á þingi Zimbabwe. í gær
samþykkti þingheimur einróma
að afnema rétt hvíta minnihlut-
ans á 20 af 100 sætum í neðri deild
þingsins og 10 af 40 sætum í öld-
ungadeild.
Þegar stjórnarskrá landsins var
samin árið 1980 var sett ákvæði í
hana um þessi forréttindi hvítra
manna. En jafnframt var hnýtt
við klásúlu þar sem sagði að
endurskoða mætti þetta ákvæði
að nokkrum árum liðnum.
Hvítir menn eru nú um 80 þús-
und talsins á móti rúmum átta
miljónum blökkumanna. Það var
því ljóst að hverju stefndi og féll-
ust þingmenn hvítra á hið óum-
flýjanlega og greiddu sjálfir at-
kvæði með afnámi hlunninda
sinna í gær.
Oddviti hvíta minnihlutans á
þingi, Mark Partridge, sagðist
sjálfur ekki sakna þess að hætta
þátttöku í stjórnmálum og bar
fram fyrirspurn um það hverjir
myndu taka sæti á þingi í stað sín
og félaga.
Talsmaður ríkisstjórnar Ro-
berts Mugabes svaraði því til að
þingmenn myndu velja sér nýja
kollega. Ekki er talið loku fyrir
það skotið að einhverjir þeirra
verði ljósir á hörund. _ ^
Baráttuglaðir námamenn í verkfalli. I gær neituðu tvöþúsund þeirra að snúa til vinnu.
Suður-Afríka
Neítuðu að halda til vinnu
Námaeigendur hótuðu hluta verkfallsmanna brottrekstri efþeirtœkju
ekki til starfa en þeir létu ekki segjast
Tvö þúsund svartir námamenn
ákváðu í gærkveldi að halda
ekki til vinnu þrátt fyrir að náma-
eigendur hefðu fuilyrt að neitun
varðaði brottrekstri.
Talsmenn Landssambands
námamanna sögðu að verkfalls-
mennirnir, sem allajafna starfa í
Vaal Reefs gullnámunum suð-
vestan Jóhannesarborgar, hefðu
verið einhuga í afstöðu sinni og
látið hótanir sem vind um eyrun
þjóta.
Niðurstaðan er enn einn sigur
fyrir forystumenn sambandsins
en um 300 þúsund námamenn
hafa nú verið í verkfalli í tíu daga.
„Námamennirnir sögðust ekki
geta fallist á lokatilboð Ensk-
amerísku gullsamsteypunnar um
launahækkanir," sagði varafor-
maður Landssambands náma-
manna, Marcel Golding, við
fréttamenn.
Fyrr um daginn höfðu náma-
eigendur unnið smásigur er 700
námamenn í Landau, austan Jó-
hannesarborgar, sneru til vinnu
en þeim hafði einnig verið hótað
brottrekstri ef þeir létu sér ekki
segjast.
Vaal Reefs náman er önnur
stærsta gullnáma í heimi og þar
vinna 50 þúsund verkamenn.
Námamennirnir tvö þúsund
starfa allir í einum af tíu göngum
námunnar en forráðamenn Ensk-
amerísku samsteypunnar hafa
haft á orði að þeir geti vel hugsað
sér að hætta greftri í þeim
göngum þar eð lítið gull sé þar
eftir.
- ks.
Grænland
Uppstokkun
á flokkakerfi?
Atassut vill mynda nýjan miðflokk með
Jonathan Motzfeldt
Formaður grænlenska stjórn-
arandstöðuflokksins Atassut,
Otto Steenholdt, er reiðubúinn tií
að styðja Jonathan Motzfeldt,
oddvita landstjórnar til að stofna
nýjan miðflokk. En Motzfeldt
hraktist ekki alls fyrir löngu úr
formannssæti í Siumut, sem er
.farinn að telja sig sósíaldemó-
kratískan flokk, fyrir vinstri-
manninum Lars Emil Johansen.
Otto Steenholdt ætlar í leiðinni
að minna Motzfeldt á að Atassut
sé miðjuflokkur, en flestir hafa til
þessa skilgreint hann sem hægrib-
lökk. Atassut, nýr hægriflokkur
sem kenndur er við Norðurpó-
linn og Motzfeldt sjálfur ráða
samtals yfir 13 þingsætum af 27
og vantar því aðeins einn mann til
að ná meirihluta á þinginu í
Nuuk.
Siumut og vinstrisósíalistaflokk-
urinn Inuit Ataqatigiit ráða nú
yfir alls 15 þingsætum. Flokkarn-
ir endumýjuðu stjórnarsamstarf
sitt eftir kosningar í maí. Jonat-
han Motzfeldt er áfram forsætis-
ráðherra, þótt hann sé ekki
lengur formaður Siumut og eigi
ekki einu sinni sæti í miðstjórn
flokks síns.
Motzfeldt hefur látið svo um
mælt að hann vilji helst að Siumut
leiti eftir miðjufylgi sér til trausts
og halds .En formaður Atassut
telur að með því að velja Lars
Emil Johansen til formennsku
hafi sá flokkur þokast til vinstri
og nær IA. Þar með telur Otto
Steenholdt að miðjuatkvæði
muni flýja Siumut. Hann telur og
ólíklegt að stjórnarsmstarfið milli
Jonathan Motzfeldt: stjórnarand-
staðan leggur snörur fyrir hann.
Otto Steenholdt núverandi
stjórnarsamstarf er í upplausn.
Siumut og IA þoli ágreininginn
milli helstu foringja Siumut.
Nikolaj Heinrich, þingmaður
hins nýja Pólflokks hefur í nýlegu
viðtali við grænlenska útvarpið
lýst yfir stuðningi sínum við að
Jonathan Motzfeldt sé áfram for-
sætisráðherra. En sú þróun sem
orðið hefur í Siumut, segir hann,
gefur Motzfeldt frjálsar hendur
um að yfirgefa flokkinn, mynda
nýjan eða skrifa sig inn í stjórnar-
andstöðuna núverandi. Þess
má og geta, að núverandi iand-
stjórn hefur lýst Grænland kjarn-
orkuvopnalaust svæði og haft
meira en lítið að athuga við Nat-
óstöðvar í landinu. Bandaríkin
hafa því verulegan áhuga á því að
vinstrisinnuð landstjóm sitji ekki
mikið lengur í Nuuk. _ áb
Heimurinn
Gyðingum fækkar
Aárunum frá 1970-1985
smækkaði guðs útvalin þjóð
verulega að sögn ísraelska lýð-
fræðingsins dr. Roberto Bachi.
Hann sagði gyðingum hafa fækk-
að um eina miljón á þessum tíma
og væru þeir nú 12 miljónir og 881
þúsund að tölu hér í heimi.
Hann kvað ýmsar orsakir fyrir
þessari þróun svo sem færri
barnsfæðingar og áukinn fjöldi
hjónaskilnaða. Þyngst vegur þó
sú staðreynd að margir gyðingar
leggja litla eða enga rækt við ■
hefðir kynstofnsins, velja sér
maka af öðrum uppruna og
„hverfa" inní samfélög þar sem
þeir eru í miklum minnihluta.
- ks.
Suður-Kórea
Átök lögreglu
og námamanna
400 kolanámumenn reyndu að leggja undir
sig járnbrautarstöð í Daechon. Vinna hefst að
nýju hjá Hyundai
kolanámumenn í verk-
falli lentu í gær í
slagsmálum við eitt hundrað lög-
regluþjóna er þeir æddu um
járnbrautarstöð í Daechon. Þcir
starfa hjá Songju námafyrirtæk-
inu og hafa krafist launahækkun-
ar, bættrar vinnuaðstöðu auk
réttar til að stofna frjáls og óháð
verkalýðssamtök. Engin alvarleg
meiðsl urðu á mönnum en 17
námamenn voru handteknir.
í odda skarst einnig með um
500 námsmönnum og óeirðalög-
reglu í borginni Taejon. Skóla-
sveinarnir 500 eru í hópi 40 þús-
und námsmanna úr 95 háskólum
vítt og breitt um Suður-Kóreu
sem komu til borgarinnar gagn-
gert í þeim erindagjörðum að
setja á laggirnar landssamband
háskólanema.
Þótt íhlutun ríkisstjórnarinnar
hafi bundið enda á verkfall við
Hyundai fyrirtækin í Ulsan þá
geisa enn vinnudeilur við 420 fyr-
irtæki í landinu.
40 þúsund verkamenn við sjö
fyrirtæki samsteypunnar féllust í
gærkveldi á að hefja störf á ný og
taka upp viðræður við yfirstjórn
Hyundai um leiðréttingu sinna
mála.
Forráðamenn samsteypunnar
staðfestu þetta og sögðust hafa
fallist á þau tilmæli ríkisstjórnar-
innar að viðurkenna nýtt stétt-
arfélag verkamanna fyrirtækj-
samsteypunni í dag
anna. Starfsmennirnir sögðu
eldra félagið til einskis nýtt í
stéttabaráttunni og í raun undir
stjórn yfirmanna samsteypunnar.
Ráðamenn og verkalýðsfor-
ingjar hvarvetna í Suður-Kóreu
munu íylgjast grannt með gangi
viðræðna verkamanna og yfir-
stjórnar Hyundai þar eð þeir telja
samninga þeirra munu verða
fordæmi annarra slíkra í landinu.
Starfssemi um 1,100 fyrirtækja
hefur farið úr skorðum í Suður-
Kóreu að undanförnu vegna
vinnudeilna. Auk launahækkana
og bætts aðbúnaðar á vinnustöð-
um hafa verkamenn sett á oddinn
kröfur um að frjáls og óháð stétt-
arfélög þeirra sjálfra semji fyrir
sína hönd en ekki eldri félög sem
þeir fullyrða að gangi erinda at-
vinnurekenda og ríkisstjórnar.
Fram að þessu hefur allri starfs-
semi verkalýðshreyfingarinnar
verið settar mjög þröngar
skorður í landinu og verkföll eru
stranglega bönnuð.
í Suður-Kóreu vinna 16 milj-
ónir verkamanna að meðaltali 57
klukkustundir í viku hverri.
Meðallaun þeirra eru mjög lág
eða um 4 þúsund krónur á mán-
uði. Hingað til hefur það verið
stefna stjórnvalda að Suður-
Kórea skuli vera láglaunasvæði,
gósenland fyrir innlent og erlent
auðmagn.
- ks.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11