Þjóðviljinn - 20.08.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Side 3
nra ÖRFRÉTTIR i Alþjóðlega friðarhlaupinu var formlega slitiö í New York fyrr í þessum mánuði. Alls voru hlaupnir rúmlega 46 þús. km. víös vegar um heiminn og vakti myndarlegt framlag íslendinga til hlaupsins mikla athygli. Viö lok hlaupsins í New York flutti Jó- hanna Tómasdóttir ritari íslensku fastanefndarinnar hjá Samein- uöu þjóðunum ávarp en alls voru 10 sérlegir fulltrúar SÞ viðstaddir athöfnina. Slysavarnaskóli sjómanna tekur á ný til starfa aö loknu sumarleyfi í byrjun sept- ember. Áríðandi er að þeir sem vilja komast á námskeið fyrir ára- mót hafi samband við skrifstofu Slysavarnafélagsins sem fyrst. 21 íslenskur námsmaður hefur hlotið náms- styrk frá breska utanríkisráðu- neytinu fyrir komandi námsár. Styrkirnir nema nær 6 miljónum íslenskra króna. Styrktarféð er notað til að greiða niður skóla- gjöld en erlendir námsmenn í Bretaveldi verða að borga fyrir skólanámið fullt kostnaðarverð, samkvæmt lagaboði Thatchers. Þrír nýir flokkar spariskírteina ríkissjóðs eru nú til sölu. Nýju bréfin bera vexti á bil- inu 7,2%-8,5% umfram verð- tryggingu. Um er að ræða söfn- unarskírteini til 2ja og 4ra ára og hefðbundin spariskírteini með 6 mánaða bindiskyldu. Rokkkvöld verður í skemmtistaðnum Evr- ópu í kvöld. Hljómsveitirnar For: ingjarnir og Exizt sjá um fjörið. í Duus húsi leikur hljómsveitin Gildran og hefjast þeir tónleikar kl. 21.00. 10 þúsund kr. tékkar og lægri sem gefnir eru út á Iðnaðarbankann eru fulltryggð- ir af bankanum frá og með gær- deginum. Áður ábyrgðist bank- inn tékka allt að 3 þús. kr. PR-búðin í Kópavogi hefur gert samning við fyrirtækið Dansk storkökken indretning sem hefur um árabil sérhæft sig í sölu á öllum tækjabúnaði í stór- eldhús. Annast PR-búðin þjón- ustu og sölu fyrir danska fyrirtæk- ið og mun í næsta mánuði opna sýningasal þar sem tækjabúnað- urinn verður sýndur að Kársnesbraut 106. Fóðrun fiska verður umfjöllunarefni dr. H. Ge- orges Ketola sem heldur erindi á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins kl. 14.00 á föstu- dag. Fundurinn verður haldinn að Keldnaholti og er opinn öllu áhugafólki um fiskeldi. FRETTIR Valur Arnþórsson sagði Jóni Sigurðssyni á fundi þeirra i gær að Sambandið væri tilbúið til að kaupa öll hlutabréf ríkisins í Útvegsbankanum. Mynd E.ÓI. / Utvegsbankinn Stjómarslit í loftinu Upplausn hjá íhaldi. Porsteinn með krossapróf: Á að slíta? Steingrímur Hermannsson: Gerir illtverra. Búnaðarbankinninnímyndinni. Þarf lagabreytingu til að selja hann Algjört upplausnarástand ríkir í Sjálfstæðisflokknum eftir til- boð Sambandsins í hlutabréf ríkisins í Útvegsbankanum. I gær mun Þorsteinn Pálsson hafa látið hringja í flokksráð flokksins, sem er æðsta stofnun hans milli lands- funda, og lagt þá spurningu fyrir flokksráðsmenn hvort slíta bæri stjórnarsamstarfinu ef Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur sameinuðust um að selja Sam- bandinu Útvegsbankann. Spurningin var f formi krossa- prófs og var í fyrsta lagi spurt hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fallast á sölu á hlutabréfunum til Sambandsins. Einnig var spurt hvað Sjálfstæðisflokknum beri að gera ef kratar og framsókn á- ,kveða að selja SIS hlutabréfin: ekki neitt, gera sérstaka bókun eða slíta stjórnarsamstarfinu. Með þessu útspili hyggst Þor- steinn sýna samráðherrum sínum að mikið er í húfi. Jón Baldvin svaraði því til í gær að Alþýðu- flokkurinn léti ekki setja sér neina afarkosti í ríkisstjórnars- amstarfinu og Steingrímur Her- mannsson sagði við Þjóðviljann að svona hótun breytti engu og gerði bara illt verra. Jafnframt segja menn að þetta sýni ljóslega hversu veik staða Þorsteins er innan flokksins og kalla þetta tossapróf Þorsteins. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, átti í gær fund með Vali Arnþórssyni og í kjölfar þess átti hann fund með Kristjáni Ragn- arssyni, formanni LÍU, sem hef- ur verið í forsvari fyrir tilboði einkageirans. Meðal þess sem rætt var á þess- um fundum var hvort Sambandið væri reiðubúið til að kaupa öll hlutabréf ríkisins í bankanum og mun því hafa verið svarað ját- andi. Á fundi viðskiptaráð- herra og Kristjáns Ragnarssonar munu tryggingar fyrir eftirstöðv- alánum 33 fyrirtækja og einstak- linga hafa borið á góma, en fjármálaráðuneytið hefur farið fram á að tilboðsgjafar gerðu grein fyrir þeim og var þeim gef- inn frestur fram á föstudag. Málið mun verða tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun en ólíklegt þykir að það verði út- kljáð þar, heldur verði beðið fram yfir helgi og reynt að útkljá það á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dag. Ein af þeim hugmyndum sem mun hafa verið uppi á borði hjá ráðherranefndinni, sem fjallar um sölu bréfanna, er hvort nota eigi Búnaðarbankann til að miðla málum. Þeirri hugmynd mun þó hafa verið hafnað, að minnsta kosti sem stendur, þó ekki sé ó- líklegt að henni skjóti aftur upp, enda telja margir sjálfstæðis- menn það einu leiðina til að bjarga stjórnarsamstarfinu. Hugmyndin er þá að hér rísi þrír voldugir bankar, einn í eigu ríkisins, annaríeigu einkageirans og sá þriðji í eigu Sambandsins. Sá meinbugur er þó á þeirri hug- mynd að til þess þarf laga- breytingu Alþingis. „Það væri hið mesta óráð að fara að selja Búnaðarbankann," sagði Stefán Hilmarsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, við Þjóð- viljann. „Ég er algerlega andvíg- ur því þar sem ég tel að í okkar litla þjóðfélagi þurfi öfluga ríkis- banka. Annars hef ég ekkert heyrt frá hinu opinbera um þetta mál enda ekki verið venjan hjá ráðherrum að ráðgast við okkur, svo ég býst ekki við því að við verðum spurðir." „Þetta er að verða að farsa," sagði Kjartan P. Kjartansson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sambandsins í gær. „Búnaðar- bankinn kemur þessu máli ekkert við. Sala á honum hefur verið á dagskrá lengi en það er Alþingis að taka ákvörðun um það hvort hann verði seldur.“ Steingrímur Hermannsson sagðist hvorki geta samsinnt því né mótmælt að þriggja manna ráðherranefndin hefði rætt um að nota Búnaðarbankann til að miðla málurn. „Það er hinsvegar engin heimild samkvæmt lögum til að selja Búnaðarbankann." Þó engin ákvörðun hafi enn verið tekin um sölu á Búnaðar- bankanum til að miðla málunt, þykir liggja í augum uppi að það sé eina leiðin til að leysa hnútinn, því allt þykir benda til þess að niðurstaða tossaprófsins verði sú að meirihluti flokksráðs vilji að stjórnarsamstarfinu verði slitið ef SIS verði seld hlutabréfin. - Sáf Nýja flugstöðin Veitingar á sitfurfati Urgurí veitingamönnum. Halldór Júlíusson, veitingamaður Glœsi- bœ: Tilboð Flugleiða var ekki ísamrœmi við útboðslýsingu Umsækjendum um leigu á tilboðana í leigu á veitingaað- veitingaaðstöðu í nýju flug- stöðunni msækjendum um leigu á veitingaaðstöðu í nýju flug- stöðinni þykir freklega framhjá sér gengið með því að Flugleiðum var nýlega veitt veitingaaðstaðan til leigu til rúmra þriggja ára að undangengnu útboði, en þeir telja að tilboð Flugleiða hafl ekki verið í samræmi við útboðsgögn og fé- lagið hafí fengið veitingaaðstöð- una á silfurfati. -Það eru ekki nein skynsamleg rök sem mæla með því að Flug- leiðir hrepptu hnossið. Þannig var tilboð Flugleiða ekki hærra en mitt tilboð, nema síður sé, sagði HalldórJúlíusson, veitinga- maður í Glæsibæ, en hann átti eitt í útboðsgögnunum var tilskilið að lágmarksleiga fyrir veitinga- aðstöðuna á ári væru 10.6 milljónir króna. Tilboð Flugleiða hljóðaði aftur á móti uppá 8 milljónir fyrsta árið, að viðbætt- um 10% af veltu umfram 80 milljónir króna. -f útboðsgögnunum var aldrei talað um hlutdeild af veltu. Mér þykir sárast að Flugleiðir fái veitingaaðstöðuna út á tilboð sem var ekki í samræmi við út- boðsgögn, sagði Magnús Mar- geirsson, matreiðslumeistari, en hann var einn þeirra sem lögðu inn tilboð. Guðjón Guðmundsson hjá Al- mennu verkfræðistofunni, sem sá um gerð útboðsgagna fyrir hönd flugvallarstjórnarinnar á Kefla- víkurflugvelli, sagði í samtali við blaðið að ekkert væri óeðlilegt við að tilboði Flugleiða hefði ver- ið tekið. -Ég býst fastlega við því að þótt tilboðið víki að nokkru leyti frá útboðslýsingu, hafi það þótt hagstæðara þegar á heildina er litið. í útboðinu var það skýrt tekið fram að heimilt væri að taka hvaða tilboði sem væri eða hafna þeim öllum, sagði Guðjón Guð- mundsson. -rk Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð talið frá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið, 18. ágúst 1987 LOGTOK Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum 1987 skv. 98. gr., sbr., 109. og 110. gr. laga nr. 75 1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, líf- eyristr.gjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlits- gjald, sóknargjald, sjúkratryggingargjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, útsvar, aðstöðu- gjald, atvinnuleysistryggingagjald, inlánasjóðsgj. og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrst. og verslunarhúsn., slysatrygging v/heimilis og sér- stakur eignarskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöld- um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1987 Fimmtudagur 20. ágúst 1987 ÞJOðVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.