Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 2
■mSPURNÍNGINhh Ert þú búin(n) að fara í berjamó í sumar? Guðrún Markúsdóttir, kennari: Já, ég er búin. Fórum þrjú í Hestfjörð og Mjóafjörð fyrir vestan. Við náðum að tína mjög mikið á skömmum tíma, mest aðalbláber og bláber. Það var mjög mikið af berjum og ég held að ég hafi aldrei sóð eins mikið af berjum og í sumar. Elín Kristmundsdóttir, skrifstofu- mær: Nei, en ég ætla mér að fara ein- hverntíma í sumar. Þá fer ég væntan- lega uppí Heiðmörk til að tína kræki- ber, sem notuð verða til matar. Sveinn Sigmundsson, bóndi: Já, rétt aðeins. Ég fór til berja norður í Eyjafirði, þar sem ég bý. Mest tíni ég krækiber, sem síðan eru notuð út á skyr, svo dæmi sé tekið. Það er ágæt- is berjaspretta fyrir norðan. Hörftur Magnússon, kraftlyftinga- maður: Já, ég er búinn. Fór í Heiðmörkina um síðustu helgi og tíndi hálft kíló af krækiberjum, sem ég notaði út á skyr. Það var ekki annað að sjá en að berj- asrpettan í sumar só bara ágæt. Inga Jóhannesdóttir, verslunar- maður: Já, ég er búin. Ég tíndi bæði krækiber og bláber, og það virtist vera nóg af þeim í sumar. Ég nota berin aðallega út á skyr og svo borðar maður þau eftir þörfum. FRÉTTIR Fossvogsbraut Mótmælin ítrekuð Bæjarstjórn Kópavogs gerir margvíslegar athugasemdir við tillögur að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Kristján Guðmundsson bæjarstjóri Kópavogs í Fossvogsdalnum: ítrekum mótmæli okkar við tillögum borgarinnar Um stofnbraut í dalnum, hvað þá inni á okkar landi. Mynd - E. Ól. Kópavogsbúar hafa sitthvað við aðalskipulag Reykjavíkur- borgar 1984 til 2004 að athuga. Á fundi bæjarstjórnar fyrr í vik- unni var samþykkt að gera at- hugasemdir við skipulagið, að sögn Kristjáns Guðmundssoanr, bæjarstjóra, voru þær samþykkt- ar einróma. Fyrsti ásteytingarsteinninn er sú margrædda Fossvogsbraut. Bæjarstjórn Kópavogs mótmælir því að gert sé ráð fyrir að lögð verði stofnbraut um Fosvogsdal, hvað þá í landi Kópavogskaup- staðar. Bæjarstjórn vísar til fyrri athugasemda sinna, mótmæla og raka í þessu máli, og ennfremur til samþykkis aðalskipulags Kóp- avogskaupstaðar 1982 til 2003, þar sem ákveðið er útivistarsvæði í öllum Fossvogsdal í landi Kópa- vogs. Um Arnarnesveg (Ofanbyggð- arveg) segir í samþykkt bæjar- stjórnar: laðalskipulagi Reykja- víkur 1984 til 2004 er lega Arn- arnesvegar norðan í Vatnsenda- hverfi færð ofar en áður var sam- þykkt, og er nú sýnd á bæjar- mörkunum Kópavogsmegin í vesturendann en á miðjum mörkunum í austurendann. Þetta brýtur í bága við fyrri uppdrætti frá skipulagsstjórn ríkisins og þá legu sem sýnd er á uppdrætti austursvæða Reykja- víkur, staðfestum 5. mars 1982 og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi Kópavogs 1982 til 2003. Þá gerir bæjarstjórnin athuga- semdir við bæjarmörk um Víðu- velli. Sýnd eru bæjarmörk sem fylgja farvegi Dimmu frá Græn- ugróf að Skyggnislæk, sem er að hluta breyttur farvegur Bugðu. Þessu er mótmælt, þar eð mörkin teljast liggja úr Grænugróf að þúfu á Selási, svo sem sýnt er á uppdrætti aðalskipulags Kópa- vogs 1982 til 2004. Bæjarstjórn Kópavogs óskar þess að athugasemdir þessar verði teknar til greina og upp- drætti breytt í samræmi við þær. HS Kvikmyndun Námskeið um gerð handrita Guðbrandur Gíslason framkvœmdastjóri Kvikmyndasjóðs: Hand- ritsgerð helsti veikleikinn ííslenskum myndum. Samvinna við endur- menntunardeild Háskólans Mörgum hefur fundist hand- ritsgerð vera helsti veik- leikinn í íslenskum kvikmyndum og námskeiðið er einmitt til þess ætlað að gefa handritshöfundum kost á því að nema undir stjórn manns sem kann vel til verka, sagði Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs íslands, en sjóðurinn efnir til námskeiða í gerð kvikmynda- handrita í samvinnu við endur- menntunarnefnd Háskólans, og hefjast þau um miðjan septemb- er. Kennt verður á tveimur nám- skeiðum. Á byrjendanámskeiði verða kennd undirstöðuatriði í ritun handrita, ogmunu nemend- ur skila riti að hálftímaþætti í lok námskeiðsins. Kennari verður Bandaríkjamaðurinn Martin Daniel, og byggir námskeið hans á námsefni sem faðir hans Fra- ntisek Daniel, þróaði við FAMU, tékknesku kvikmyndaakademí- una í Prag, en þar var hann kenn- ari áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Á framhaldsnámskeiði mun Daniel leiðbeina höfundum sem eru að vinna að gerð handrits fyrir kvikmynd í fullri lengd. Há- marksfjöldi þátttakenda á því námskeiði er tíu. Að sögn Guðbrands hefur Kvikmyndasjóður mætt miklum veivilja Háskólans, en þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til sam- vinnu um slíkt námskeiðshald. „Þetta er hluti af þeirri stefnu Há- skólans að tengjast atvinnuveg- unum, og kvikmyndagerð má mætavel líta á sem einn þeirra. Við fögnum því að Háskólinn skuli vilja styðja við bakið á okk- ur með þessum hætti,” sagði Guðbrandur. HS Hjálparstofnun kirkjunnar Fatasöfnun fyrir flóttafólk Neyðarkallfrá Alkirkjuráðinu vegna hörmunga sem steðja að flótta- fólki sem flýr borgarastyrjöldina í Mósambik Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur ákveðið að efna til fata- söfnunar dagana 27.-29. ágúst n.k. fyrir flóttafólk sem flúið hef- ur borgarastyrjöldina í Mósabik og hefst nú við í flóttamannabúð- um « S-Afríku og Malawi. Miklir kuldar hafa verið á þessum svæð- um að undanförnu og flóttafólkið illa búið. Að sögn framkvæmdastjóra dönsku hjálparstofnunarinnar er ástandið í Mósambik mjög alvar- legt og talið að nær 5 miljónir af 13 miljónum íbúa landsins séu við hungurmörkin. íslenska hjálparstofnunin hef- ur þegar fengið þrjá gáma fulla af fatnaði sem Ingþór Sigurbjörns- son hefur safnað í nafni Góð- templarareglunnar og eins hefur Rauði krossinn gefið 6 tonn af fötum í þessa söfnun. Einkum er beðið um föt fyrir konur og börn. Ættarveldið Ekki bræður Sú villa slæddist inn í fróðlega fréttaskýringu í blaðinu í gær um ættarveldi íhaldsins að þeir Hallgrímur Benediktsson og Sveinn Benediktsson voru sagðir bræður. Þó tengslin á milli H.Ben og Skeljungs séu óneitanlega mikil þá er Hallgrímur ekki úr hópi þeirra bræðra, Sveins, Péturs og Bjarna Benediktssona. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.