Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 10
Bækur til sölu
í bókakjallara okkar að Vatnsstíg 4 höfum við
komið okkur notalega fyrir í prýðilega skipulögðu
umhverfi, þar sem hver flokkur bóka er aðgengi-
legur fyrir sig.
Þar eru heimspekirit og félagsfræði, íslenzk Ijóð
og erlend, bækur og rit um leiklist, leikrit, bók-
menntasaga, almenn saga, málvísindi, norræn
fræði og íslenzk, ævisögur, héraðasaga og ætt-
fræði og trúarleg rit, auk fjölmargra annarra
flokka.
Daglega tökum við fram gamlar og nýlegar
bækur frá tímabilinu 1590-1985. Nokkur dæmi:
Örnefni í Vestmannaeyjum eftir Þorkel Jóhannesson,
Saga Natans og Rósu eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi, Alm-
anak Þjóðvinafélagsins 1875-1940, íslenzkt fornbréfa-
safn l-XII bindið, Með eilífðarverum, þar sem „lygnasti
maðurinn og trúgjarnasti maðurinn" leggja saman í lista-
verk, I knew Stalin eftir Baikaloff, Hákarlalegur og há-
karlamenn eftir Theódór Friðriksson, Studia Islandica 13.
heftið, rit dr. Einars Ólafs, sem marga vantar, Listin að lifa
eftir André Maurois, Duel for the North eftir Kurt Singer um
starfsemi nazista á Norðurlöndum fyrir og í stríðinu með
nöfnum allmargra íslendinga, Tímarit Jóhannesar Birki-
lands, Lífið, allt sem út kom, illborganleg skrif, Afmælisrit
Reykjavíkur 1786-1936 eftir Jón biskup Helgason, Núkyn-
slóð, tímarit „fyndnu" kynslóðarinnar, löngu uppgengið,
Hvað vill Kommúnistaflokkur íslands, útg. gamli kom-
múnistaflokkurinn, Encyklopedia Britannica 1-23 bindi,
tvö bindi orðabóka og Atlas og Index, sáraódýrt (1964),
íslenzk ástaljóð, fín tækifærisgjöf fyrir makann, Sögu-
þættir Gísla Konráðssonar, Kvæði og kviðlingar Bólu-
Hjálmars í dimmbláu alskinnsbandi, Merkir Myrdælingar
eftir Eyjólf frá Hvoli, Vesalingarnir eftir Victor Hugo, þýðing
Vilhj. Þ. Gíslasonar, Ættir Þingeyinga 1.-4., Vefnaðarbók
Halldóru blessaðrar Bjarnadóttur, tímarit Skúla Thor-
oddsens, Sköfnungur, ísafjarðarfárið í hámarki, kolfágætur
fjandi, mikið af Fornritafélagsútgáfunni, sem nú hefur
stórhækkað hjá félaginu.
í bókakjallaranum eru einnig til sölu þúsundir
sáraódýrra pocket-bóka í öllum greinum afþrey-
ingar; þrillera, draugasagna, ástar- og stríðs-,
science fiction, ævisögur erlendra höfðingja og
kvikmyndafólks, gömlu amerísku sakamála-
sagnahöfundarnir og ótal margar aðrar.
Við gefum reglulega út bóksöluskrár og sendum
þær ókeypis til allra sem óska utan Stór-
Reykjavíkursvæðis.
Kaupum einnig bækur og bókasöfn, - hvar á
landi sem er og tökum að okkur að meta bóka-
söfn fyrir opinbera aðilja, tryggingarfélög og
skiptaráðendur og einkaaðilja.
Kaupum einnig myndverk eftir eldri málara og
gamlan íslenzkan tréskurð og höfum til sölu
gamlartízkumyndir (frá 1800-1820), koparstung-
ur frá íslandi og ótal margt skemmtilegt.
Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn.
BOKAVARÐAN
— GAMI.AR BÆKUR OG NYJAR —
VATNSSTÍG 4 - REYKJAVÍK - SÍMI 29720
ÍSLAND
Lögtaksúrskurður
Að beiðni Gjaldheimtunnar í Mosfellsbæ mega
fara fram lögtök fyrir eftirtöldum álögðum gjöld-
um:
Tekjuskatti, eignaskatti, lífeýristryggingagjöldum
atvinnurekenda, slysatryggingagjöldum atvinnu-
rekenda, kirkjugarðsgjöldum, vinnueftirlits-
gjöldum, sóknargjöldum, sjúkratrygginga-
gjöldum, gjöldum í framkvæmdasjóð aldraðra,
útsvörum, aðstöðugjöldum, atvinnuleysistrygg-
ingagjöldum, iðnlánasjóðsgjöldum, iðnaðar-
málagjöldum, sérstökum skatti á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði, slysatryggingagjöldum
vegna heimilis og eignaskattsauka. Einnig fyrir
hverskonar gjaldhækkunum og skattsektum til
ríkis- og/eða sveitarsjóðs Mosfellsbæjar, auk
dráttarvaxta og kostnaðar.
Lögtök þessi mega fara fram á kostnað gjald-
enda en á ábyrð Gjaldheimtunnar í Mosfellsbæ
að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaks-
úrskurðar.
Hafnarfirði, 18. ágúst 1987
Bæjarfógetinn í Mosfelisbæ
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hafn-
arstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í hol-
ræsalagnir og gatnagerð við Fiskislóð, örfirisey.
Helstu magntölur:
1. Holræsa- og regnvatnslagnir um 460 metr-
ar.
2. Undirbúningsvinna um 3.300 fermetrar,
götustæði.
3. 13 holræsabrunnar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn
27. ágúst kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR |
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ___V
Útboð
Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, óskar hér með
eftir tilboðum í lagningu vatnsveitu frá Kollafjarð-
ará að eldisstöð.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur 860 m3
Pípulögn 0 225 PEH 600 m
Drenlagnir 0 150 PVC 330 m
Sigtimöl 100 m3
Sandur 100 m3
Fylling 240 m3
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Almennu
verkfræðistofunnar, Fellsmúla 26, Reykjavík,
gegn 2.500 kr. skilatryggingu.
Verklok skulu vera fyrir 15. október 1987.
Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni
kl. 14.00, 24. ágúst 1987.
Almenna verkfræðistofan hf.
A
Kópavogskaupstaður
Deiliskipulag
Auglýst er deiliskipulag í suðurhlíð Digraness í
samræmi við gr.4.4 í skipulagsreglugerð frá 1.
ágúst 1985. Teikningar ásamt greinargerð,
skilmálum og leiðsöguteikningum fyrir reit merkt-
an C liggja frammi á tæknideild Kopavogs, Fann-
borg 2, 3.h. frá og með 20. ágúst til 20. septemb-
er 1987.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skrif-
legar og berast bæjarverkfræðingi fyrir 20. sept-
ember n.k.
Bæjarverkfræðingur
■mÖRFRÉTTIRm
Níu manns
lágu í valnum og 14 voru óvígir af
sárum eftir aö maöur nokkur
vopnaöur sjálfvirkum riffli gekk
berserksgang í og við smábæinn
Hungerford á Englandi í gær.
„Hann gekk bara eftir götunni og
skaut á allt kvikt,“ sagði sjónar-
vottur að blóðbaöinu í þorpinu.
í yfirlýsingu þriggja
sigurvegara af fjórum úr síðari
heimstyrjöld, Bretlands, Frakk-
lands og Bandaríkjanna var það
staðfest í gær sem gengið hafði
fjöllum hærra að nasistaforinginn
Rúdolf Hess hefði fallið fyrir eigin
hendi. Ennfremurvarfrá þvískýrt
að í buxnavasa Hess hefði fund-
ist áletraður bréfmiði þar sem
fram kom að hann hefði haft í
hyggju að binda enda á líf sitt.
Ellefu ára
gömul sovésk stúlka vaknaði upp
við vondan draum nýverið eftir að
hafa lagst til svefns í skógi einum
skammt frá ströndum Kaspíhafs.
Meðan hún gisti draumland hafði
kákasískur kattarsnákur skriðið
inní munn hennar og niður í
maga! Farið var með snótina í
snarhasti á næsta sjúkrahús og
hún látin þamba tvo lítra af salt-
upplausn. Um leið og hún fór að
kasta upp féll syndaselurinn út úr
munni hennar. Ekki mátti tæpara
standa því ef ormurinn hefði dval-
ið öllu lengur í iðrum stúlkunnar
hefði hann eitrað út frá sér og
orðið henni að aldurtila.
Svissnesk yfirvöld
segja að bið geti orðið á því að
fjárfúlgur Ferdinands Markosar í
þarlendum bönkum verði afhent-
ar stjórnvöldum á Filippseyjum.
Svissneskur lögfræðingur haföi
snemma í gær gert því skóna að
afhending fjárins myndi fara fram
í næsta mánuði en embættis-
maður neitaði því og kvað skilyrði
þess vera að stjórnin í Manila
stefndi Markosi fyrir rétt vegna
glæpaverka.
Frökkum og
Vestur-Þjóðverjum
ber aö stórauka samvinnu ríkja
sinna. Svo mælir Laurent nokkur
Fabius, fyrrum forsætisráðherra
sósíalistastjórnar Francois Mitt-
erands Frakklandsforseta. Hann
vill að gengið verði svo langt að
ríkin hafi sama gjaldmiðil og einn
og sama seðlabanka. Hann er
ennfremuráfram um að þjóðirnar
tvær auki hernaðarsamvinnu
sína og setji á laggirnar sam-
eiginlega hersveit.
Kínversk stjórnvöld
hafa lýst Qingshan hérað I Innri-
Mongólíu nánast kakkalakka-
laust svæði eftir einkar vel lukk-
aða herferð gegn þessum kvik-
indum. Kakkalakkar höfðu verið
einkar margir í héraðinu þegar
ráðamenn brugðu á það ráð að
dreifa pennum með eitruðu bleki í
hvert hús. Húsráðendur krotuðu
síðan með vopninu út um allt og
varð brátt um hverja þá pöddu
sem í ógáti steig í hrafnasparkið.
Segja yfirvöld að íyrir herferð hafi
22,2 kakkalakkar búið í hverju
herbergi í hýbýlum manna en
eftir hana aðeins 1,37!
ítalskur
skíðagarpur hyggst renna sér
niður hlíðar Mount Everest í Him-
alajafjöllum. Kappinn ætlar að
klífa fellið einn síns liðs einhvern
næstu daga og bruna síðan niður
á skíðum sem eru lengri en
gengur og gerist eða 1,3 metrar.
Hann kvað löngum hafa sórhæft
sig í bröttum brekkum.