Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Rmmtudagur 20. ágúst 1987 181. tðlublað 52. árgangur
LEON
AÐ FARSCLU
SKÓLACÖNGU
0
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Þjóðhagsstofnun
Stofnunin að tæmast?
BolliÞór Bollasonífjármálaráðuneytið. Óvíst hver eftirmaður hans verður. Fleiri hugsa til hreyfings. Þórður
Friðjónsson: Hefekkert heyrtumþað. Óánægja með störf stofnunarinnar. Verður húnjafnvel lögð niður?
Bolli Þór Bollason, aðstoðar-
forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
hefur verið ráðinn sem sérfræð-
ingur til fjármálaráðuneytisins.
Hefur hann störf hjá ráðuneytinu
1. september. Með honum fer rit-
ari hans, Heiðrún Harðardóttir,
en auk þess hefur Maríönnu Jón-
asdóttur hagfræðingi verið boðin
staða við ráðuneytið.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans hefur Maríanna tekið sér
frest til að ákveða sig, en hún er
ein þeirra þriggja sem nefnd hef-
ur verið sem eftirmaður Bolla
Þórs við Þjóðhagsstofnun. Aðrir
sem nefndir hafa verið sem að-
stoðarforstjórar eru Birgir Árn-
asson og Sigurður Snævarr. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
eru uppi hugmyndir innan stofn-
unarinnar að skipta starfi Bolla
Þórs í tvö störf og bjóða þeim
Maríönnu og Birgi sínhvorn hlut-
ann. Þetta er þó óvíst og sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
getur svo farið að öll þrjú yfirgefi
stofnunina.
„Ég hef ekkert heyrt um að
þetta fólk sé á förum,“ sagði
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar í gær. Sagði
hann að ákvörðun um eftirmann
Bolla Þórs yrði líklega tekin í
byrjun september.
Töluverð óánægja er meðal
starfsfólks stofnunarinnar vegna
starfa hennar og því jafnvel hald-
ið fram að hún sé búin að renna
sitt skeið í núverandi mynd.
Stofnuninni er bæði ætlað að vera
fagleg stofnun auk þess sem hún á
að vera ráðgjafi ríkisstjórnarinn-
ar og benda menn á að þetta
tvennt fari ekki saman. Þá eru
starfsmenn óánægðir með hvern-
ig stjórnmálamenn hafa oft á tíð-
um mistúlkað niðurstöður henn-
ar sér í hag.
„Þetta hefur orðið til þess að
það hefur grafið undan stofnun-
inni á undanförnum mánuðum,“
sagði einn innanhússmaður við
Þjóðviljann í gær.
-Sáf
ísafjörður
Bæjarfulltmi
pakkar niður
uríður Pétursdóttir bæjarfull-
trúi á ísafirði er flutt úr bæn-
um. Að sögn Vestfirska frétta-
blaðsins var hún orðin langþreytt
á sinnuleysi því sem starfsum-
sóknir hennar hafa sætt. Nú síð-
ast sótti hún um stöðu fram-
kvæmdastjóra Svæðisstjórnar
um málefni fatlaðra á Vestfjörð-
um, en Svæðisnefnd lét ekki svo
lítið að svara umsókn hcnnar.
Umsóknarfrestur um stöðuna
rann út 15. júlí og átti að ráða í
hana frá 1. ágúst síðastliðnum. í
samtali við Vestfirska fréttablað-
ið kvaðst Þuríður hafa farið í
sumarfrí hinn 16. júlí, daginn
eftir að umsóknarfresturinn rann
út. Þegar hún kom úr fríinu
þremur vikum seinna bjóst hún
við að einhver afgreiðsla lægi
fyrir. Svo var ekki.
Þuríður dvelst nú í Ábæ í Finn-
landi þar sem hún sækir nám-
skeið við kennaraháskólann til
undirbúnings nýju starfi, en hún
hefur verið ráðin til að veita for-
stöðu framhaldsdeild í fiskeldi
við Kirkjubæjarskóla á Sfðu.
í viðtalinu segir Þuríður að
þegar hún hafi forvitnast um
þetta starf hafi skólayfirvöld lagt
hart að sér að sækja um. Það hafi
hún hins vegar ekki gert fyrr en
hún hafði reynt til þrautar að fá
svör við því hvernig málin stæðu
með framkvæmdastjórastöðuna
hjá Svæðisstjórn fatlaðra. Þegar
þau lágu ekki fyrir að heldur, sló
hún til.
Þuríður segir í viðtalinu að hún
fari treg frá Isafirði. Þá segir hún
að sér þyki allmjög skorta á skiln-
ing ráðamanna þar á því að
nokkru skipti að halda í lang-
skólagengið fólk. ns
Þuríður Pétursdóttir hefur setið í bæjarstjórn ísafjarðar um árabil. Starfsumsókn hennar fyrir fatlaða var ekki svarað.
S vefneyjarl Sjónvarpið
Hefði breytt fréttinni
Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Sjónvarps: Sá ekki viðtalið áður en
það fór í loftið. Lögmaður sakbornings íhugar málsókn
Við höfum rætt þetta mál ítar-
lega, ég og útvarpsstjóri, en
því miður er það nú svo að ég sá
ekki viðtalið fyrr en í útsending-
unni. Þarna voru að minnsta
kosti tvö atriði sem ég hefði hik-
laust klippt út, en það breytir því
náttúrlega ekki að ég sem frétta-
stjóri ber ábyrgðina, sagði Ingvi
Hrafn Jónsson, þegar Þjóðviljinn
leitaði álits hans á þeim ummæl-
um útvarpsstjóra að fréttastofa
Sjónvarps hefði farið út fyrir eðli-
leg mörk á fréttaflutningi af svo-
kölluðum Svefneyjamálum.
f frétt Sjónvarpsins var rætt við
mæður barna sem tengjast þessu
máli. Aðspurður um hvaða atriði
hefðu mátt missa sig tiltók Ingvi
Hrafn ummæli sem voru viðhöfð
um bæjarfógeta, og orðnotkun á
borð við síkópat. „Ef ég hefði séð
þessa frétt áður en hún fór í ioftið
hefði ég gert breytingar á henni,
og jafnvei frestað henni ef þær
breytingar hefðu ekki gengið
upp. Hinsvegar tel ég að í kjölfar
viðtalsins í DV um helgina við
þau Svefneyjahjón hafi umfjöll-
un um málið ekki verið óraun-
hæf,“ sagði Ingvi Hrafn.
„Á undanförnum 6 til 8 mán-
uðum hefur verið byrjað að fjalla
um kynferðislega misnoktun á
börnum, sem virðist vera miklu
útbreiddari en nokkurn óraði
fyrir,“ sagði Ingvi Hrafn, „og
auðvitað er það svo að barnssál-
irnar eiga að skipta mestu máli.
En spurningin er þá líka hvort
svona mál eiga að liggja í þagnar-
gildi, eða hvort um þau á að
vera hörð umfjöllun, ef hún
kynni að verða til þess að sporna
eitthvað gegn þessu. En þetta er
gífurlega mikið álitamál.“
Frétt Sjónvarpsihs virðist ætla
að draga dilk á eftir sér. Sigurður
G. Guðjónsson, lögmaður sak-
bornings, íhugar nú hvort
meiðyrðamál verður höfðað á
hendur ríkisútvarpinu. „í frétt-
inni voru að minnsta kosti við-
hafðar aðdróttanir. Það eitt til
dæmis að láta það uppi í sjón-
varpi að maður hafi stundað kyn-
ferðisafbrot á börnum í tvö ár eru
aðdróttanir, og falla undir 236.
grein almennra hegningarlaga.
Ég á von á því að þetta mál
verði rekið fyrir dómstólum, en
að auki er full ástæða til að skjóta
því til siðareglunefndar Blaða-
mannafélags lslands,“ sagði Sig-
urður.
HS
Fullvirðisrétturinn
Notkun hans lögleg
alds dósents og Þorgeirs Örlygs-
sonar, borgardómara en á s.l.
voru fór stjórn Stéttarsambands
bænda fram á það við þá að þeir
athuguðu og legðu mat á hvort
reglugerðir við framleiðsluráðs-
lög nr. 46/1985 væru brot á stjórn-
arskránni varðandi friðhelgi
eignarréttarins.
- mhg
Það vcrðmætainat jarða, sem
felst í ákvörðun um
fullvirðisrétt þeirra, er innan
þeirra almennu takmarkana, sem
setja verður eignarrétti manna nú
til dags. Því er notkun fullvirðis-
réttar lögleg aðferð og vcrðfall
einstakra jarða vegna tilkomu
hans, ekki bótaskylt.
Þetta er álit þeirra Jóns Arn-
Lífeyrissjóðirnir
Sameinast
um tilboð
Samband almennra llfeyris-
sjóða og Landssamband lífeyris-
sjóðanna ákvað á fundi síðdegis í
gær, að standa saman að
gagntilboði til ríkisins um vexti af
skuldabréfum, en bæði sambönd-
in hafa hafnað tilboði ríkisins.
í gærmorgun áttu fulltrúar
ríkisins fund með fulltrúum SAL
og sagði Hrafn Magnússon, for-
maður SAL, að á fundinum hefði
tilboði rtkisins verið hafnað,
enda teldu þeir þá vexti sem ríkið
biði of lága.
Seinna um daginn hittust svo
fulltrúar SAL og Landssam-
bandsins og ákváðu að standa
sameiginlega að gagntilboði.
Strax í kjölfar þess fundar var svo
stjórnarfundur í Landssamband-
inu þar sem sú tilhögun var sam-
þykkt.
Pétur Blöndal sagðist búast við
að gagntilboð yrði lagt fram mjög
fljótlega, en ýmsar leiðir kæmu til
greina við mótun þess. Hann vildi
ekki tjá sig nánar um hvaða leiðir
það væru. _s£f