Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Búnaðarsamtökin Hafa starfað í 150 ár Minnst með hátíðarfundi á Hótel Sögu Á Búnaðarþingi s.i. vetur var samþykkt að kalla þingið saman til sérstaks hátiðarfundar síðar á árinu í tilefni af 150 ára afmæli íslenskra búnaðarsamtaka. Þótti vel við eiga, að fundurinn yrði haldinn samtímis landbúnaðar- sýningunni, sem nú stendur yfir í Reiðhöllinni í Víðidalnum og ná- grenni hennar. Þetta sjötugasta Búnaðarþing var svo haldið í Súlnasal Hótel Sögu s.l. laugardag við mikið fjölmenni. Hófst það með því, að blásarakvintett lék nokkur lög og lét hann raunar oftar í sér heyra áður en dagskrá lauk. Síðan setti fundinn formaður Búnaðarfélags íslands, Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn, og kynnti dagskrá hans, las upp skeyti til fundarins frá Vigdísi Finnbogadóttur fors- eta íslands, sem ekki gat verið viðstödd fundinn vegna skyldu- starfa annarsstaðar. Sendi forset- inn þinginu árnaðaróskir og bað íslenskri bændastétt blessunar í bráð og lengd. Eitt mál lá fyrir fundinum. Drög að áætlun um þróun land- búnaðar á íslandi til næstu alda- móta. Var þingsályktunartillaga þessi samin af milliþinganefnd, sem til þess var kjörin á síðasta Búnaðarþingi. Formaður milli- þinganefndarinnar, Bjami Guð- ráðsson bóndi í Nesi, mælti fyrir tillögunni. Þvínæst tóku til máls um tillöguna fulltrúar landshlut- anna Birkir Friðbertsson bóndi í Birkihlíð, Sveinn Jónsson bóndi á Ytra-Kálfsskinni, Egill Jónsson Nýjung Jet-float flotflylki í nýjasta tbl. Eldisfrétta er frá því sagt, að fyrirtækið M.A. Eiríksson hf., hafi nú á boðstólum áhugaverða nýjung, svonefnd Jet-float flothylki. Eru þau til ým- issa hluta nytamleg: í flotbryggj- ur á sjó og vötnum, vinnufleka, brýr, fiskeldi o.m.fl. Hylkin eru hönnuð með það í huga að „vera létt, auðveld í sam- setningu, falla vel að náttúrunni, valda ekki slysum og að notagildi þeirra yfir höfuð sé sem víðtæk- ast“. Hylkin eru létt og mjög auðvelt að taka í sundur heilu brýrnar. Henta því m.a. vel eigendum sumarbústaða og út- gerð minni báta við sjávarsíðuna, sem oft er bundin ákveðnum tímabilum. Færa má bryggjurnar milli staða. Hylkin hafa mikið flotþol, 375 kg. pr. ferm. Með því að útbúa sérstaka viðlegu - ramma - er auðvelt að nota þau sem flot- bryggjur fyrir stærri báta. Sam- skeytin eru þannig gerð að þau þola mikið álag því þau hafa ákveðið hreyfingabil. Því þolir bryggja, brúin eða hvað það nú er, betur áföll af völdum ofviðris, sjógangs, ákeyrslu stærri skipa o.s.frv. Verði skemmdir eigi að síður er auðvelt að taka burt þær einingar, sem laskast hafa, og setja aðrar í staðinn. Hylkin eru níðsterk, hafa mikið flotþol og gefa ekki frá sér aukaefni. Efnið er sérstaklega valið með það fyrir augum, að draga úr hættu á hálkumyndun. Jet-float hylkin hafa fengið góðan vitnisburð og viðurkenn- ingu hjá notendum og náttúru- verndarsamtökum. Mikill hluti markaðarins hefur til þessa verið í Norður-Evrópu og Kanada. í Noregi er markaðurinn sívaxandi en þar eru hylkin notuð í fiskeldi, bátabryggjur og í olíuiðnaði. Geta má þess, að á ólympíuleik- unum í Los Angeles voru Jet- float bryggjur notaðar í öllum siglinga- og róðrarkeppnum. M.A. Eiríksson hf. hefur einkaumboð fyrir hylkin á ís- landi. Eins og sakir standa eru þau aðeins fáanleg með ca. 8 vikna afgreiðslufresti. -mhg Fiskeldi Athyglisverð útsjávaHcví hjá Istess á Akureyri Eldisfréttir skýra frá því, að ís- tess hf. á Akureyri hafi nú fengið umboðssölu Platform 3500. Er það útsjávarkví frá sænska fyrir- tækinu Farmocean. Eins og nafnið ber með sér er útsjávarkvínni ætlað að vera fjær landi en hinum hefðbundnu. Því verður umhverfi fisksins eðli- legra og stórlega dregur úr þeim vandamálum, sem fylgja kvíum upp við landsteina. Platform 3500 er úr stáli, byggð ofan á sex kanta floteiningu, með gangbraut í kring. Ofan á kvínni er fullkominn sjálfvirkur fóðrari. alþm. á Seljavöllum og Hermann Sigurjónsson bóndi í Raftholti. Að því búnu var ályktunin borin upp til atkv. og samþykkt af öllum fulltrúum þingsins 25 að tölu. Þar með hefur hún þó ekki hlotið endanlega afgreiðslu því hún verður til meðferðar á næsta Búnaðarþingi. Var nú formlegum fundi Bún- aðarþings slitið en áfram hélt af- mælisdagskráin, og voru dag- skráratriðin kynnt af Ólafi H. Torfasyni. Formaður B. í., Hjörtur E. Þórarinsson flutti af- mælisávarp og rakti í stuttu máli sögu íslenskra búnaðarsamtaka. Þá fluttu ávörp Jón Helgason landbúnaðarráðherra, Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambands bænda, Stefanía María Pétursdóttir, formaður Kvenfé- lagasambands íslands og Daninn Christian Nielsen, sem talaði fyrir hönd fulltrúa norrænna bún- aðarsamtaka sem þarna voru mættir. Lokaorð flutti svo Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Um kl. 16.00 var svo húsið opnað almenningi og voru þá bornar fram hinar rausnarlegustu veitingar. -mhg Frá hátíðarfundi Búnaðarfólags fslands á Hótel Sögu, s.l. laugardag. Formaður Búnaðarfélags (slands, Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn, setur fundinn. í baksýn er nýtt merki Búnaðarfólagsins, teiknað af Þórhildi Jónsdóttur auglýs- ingateiknara frá Lambey í Fljótshlíðarhreppi. Mynd Slg. N.B.C. Nauðsyn alþjóðlegrar samstöðu um umhverfisvemd Frá aðalfundi norrænu bœndasamtakanna Rúmar hann 3 tonn af þurrfóðri. Er kvíin að mestu sjálfvirk þann- ig að vinnan er fólgin í eftirliti og að fylla fóðrarann. Fyllingin ger- ist með sjálfvirkum dælubúnaði og tekur aðeins 40 mínútur. Stærð pokans er 3500 nýtan- legir rúmm. niður á 15 m dýpi - og 25 m í þvermál. Má því hafa þar samtímis um 100 tonn af fiski. Kvíin er sérstaklega hönnuð til að þola mikinn sjógang og vont veður. Hefur Det Norske Veritas ábyrgst að hún þoli 6 m öldu og 2ja hnúta sjávarstraum samtímis 35 m/sek. vindhraða. -mhg Dagana 4.-6. ágúst s.l. var að- alfundur Norrænu bændasam- takanna haldinn í Villmanstrand í Finnlandi. Hér fer á eftir ályktun fundarins: - NBC, samband norrænu bændasamtakanna, leggur á- herslu á að fjölskyldubúið er ráð- andi búskaparform á Norður- löndum og mikilvægi þess, að því sé gert kleift að halda velli og þró- ast. Undanfarið hefur landbún- aðurinn þurft að glíma við sívax- andi vandamál, fyrst og fremst varðandi markaðsjafnvægi og umhverfisvernd. Alþjóðlegir markaðir fyrir bú- vörur hafa mettast og verðstríð geisað í þeim mæli, að bæði þær þjóðir, sem stunda umsvifa- mikinn útflutning og hinar, sem eru smáar í þeim efnum, hafa neyðst til að draga úr framleiðslu. Á sama tíma er hungrið óleyst vandamál í stórum hluta heimsbyggðarinnar. NBC styður þá viðleitni, sem nú er höfð uppi, m.a. innan vébanda GATT og hjá fleiri samtökum, til að koma lagi á heimsverslunina. Skylt er þó að virða rétt hvers einstaks þjóðríkis til að móta landbúnað- arstefnu sína, þegar ráðist er í slíkar framkvæmdir. Sú forsenda, sem Norður- löndin leggja til grundvallar þeg- ar þau vernda landbúnað sinn, er aðallega nauðsyn þess öryggis, sem felst í innlendri matvæla- framleiðslu. Danmörk hefur sér- stöðu í þessum efnum vegna að- ildar að Evrópubandalaginu og langvarandi hefðir í útflutningi. Taka verður tillit til þess, að í vissum héruðum Norðurlanda markast landbúnaður af sérstöku náttúrufari og öðrum ytri aðstæð- um þar, auk þess sem stefnur í félagsmálum og svæðaskipulagi hafa áhrif. Tekjuþróun hjá nor- rænum bændum getur heldur ekki byggst á verðsveiflum á al- þjóðlegum markaði, sem stýrist af undirboðum. Hæfileg innflutn- ingsvernd er því nauðsynleg. Norðurlönd framleiða óspillt- ustu landbúnaðarafurðir í veröld- inni. Það verður að tryggja grundvöll þessarar framleiðslu, svo hún geti líka haldið áfram um ókomna tíð. Til innfluttra mat- væla á að gera sömu kröfur og innlendra, og því einnig til eftir- lits með þeim. Bændur á Norður- löndum vilja starfa í samræmi við náttúruna. Þetta krefst skýrrar stefnu í umhverfismálum og land- búnaðarstefnu, sem er í rökréttu samhengi við hana, auk víðtækr- ar ábyrgðar þeirra, sem starfa við landbúnaðinn. Þróa skal fram- leiðsluna þannig að neikvæð áhrif á umhverfið verði hverfandi. Landbúnaðurinn er reiðubúinn að axla sína ábyrgð, en gerir um leið kröfur til þess, að stórvirk- ustu mengunarvaldarnir, iðnað- urinn og sveitarfélögin, bregðist við á sama hátt. Norrænu bænda- samtökin álíta að þegnar þjóðfé- lagsins verði í sameiningu að bera kostnaðinn af mengunarvörnum. Norrænu bændasamtökin lýsa loks þeirri skoðun sinni, að það sé nauðsynlegt að ná alþjóðlegri samstöðu, sem nái tilalls hnattar- ins, til lausnar á umhverfisvernd- arvandamálunum. Bændur á Norðurlöndum eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum í þessu starfi. Af íslands hálfu sóttu eftir- greindir menn fundinn: Fyrir hönd Stéttarsambands bænda: Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambandsins, Gunnlaugur Jú- líusson, hagfræðingur þess og Jón Gíslason, Hálsi í Kjós, stjórnar- maður. Fyrir hönd Framleiðslu- ráðs: Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri, og fulltrúarn- ir Haukur Halldórsson, in- bjarnargerði við Eyjafjc,. og Þórarinn Þorvaldsson, Þórodds- stöðum í Hrútafirði. Fyrir hönd félagsráðs Osta- og smjörsölunn- ar ðskar H. Gunnarsson, for- stjóri. Fyrir hönd Mjólkursam- sölunnar Sigvaldi Guðmundsson, Kvisthaga í Dölum og fyrir hönd Sláturfélags Suðurlands stjórn- arformaður þess Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík, Árnessýslu. Næsti aðalfundur Sambandsins verður haldinn hérlendis árið 1989. Verða þá 10 ár liðin frá síð- asta aðalfundi þess hér. -mhg Fimmtudagur 20. ágúst 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.