Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Blaðsíða 7
MINNING Guðmundur Pálsson leikari fœddur22.8.1927-dáinn5.8.1987 „Enginn maður er ómissandi,“ endurtók Guðmundur Pálsson nokkuð oft í mín eyru. Ef til vill er það rétt. En ég efast um að í okk- ar hópi, leikaranna hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hafi nokkur þurft að svara lýjandi kvabbi félaganna um ábyrgð og aftur meiri ábyrgð, fyrir okkar hönd, en hann Guð- mundur. Og ég fullyrði að enginn hefur unnið jafn mikið óeigin- gjarnt starf fyrir félagið og hann. Ef einhver var ómissandi, og það einmitt núna, þá var það hann. Eitt er nú það að Guðmundur var einn af okkar traustustu lista- mönnum. Áhorfendur munu muna hann best sem slíkan. Sem leikari stóð Guðmundur einfald- lega of nærri mér til þess að ég fari að tíunda afrek hans á sviðinu. Þegar ég steig mín fyrstu skref á leiksviði fyrir 22 árum, þá var hann minn helsti mótleikari. Og núna síðast höfum við verið að vinna saman í leikgerðinni af „Þar sem djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Guðmundur hef- ur leikið Tomma, eina helstu burðarrulluna. Og hann gerði það þannig að ég á ekki eftir að gleyma því. Listamaðurinn Guð- mundur átti suma viðkvæmustu strengina í slaghörpunni okkar, sameiginlegu, og hann kunni að fara með þá af snilld. En leikhús er meira en augna- blikin sem við stöndum í kastljós- inu. Þau eru aðeins uppskeran. Góður kunningi minn, bóndi austur í sveitum, sagði um bú- skap að hann væri viðkvæmt ferli, sem þyrfti ýtrustu árvekni, allt frá plægingu og þar til uppskeran væri seld. Það sama á svo sannar- lega við um leikhúsið. Okkur leikhúsfólki er misjafnlega gefið að skilja þetta. Það var engin tilviljun að fyrsta skrefið í áttina að því að gera Leikfélagið að atvinnuleikhúsi, var að ráða hann Guðmund sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. í fimmtán ár stjórnaði hann pen- ingamálum leikhússins, og lék jafnframt í annarri hverri sýn- ingu. Við hliðina á tveim fyrstu leikhússtjórunum, Sveini Ein- arssyni og Vigdísi Finnbogadótt- ur, réð hann stundum úrslitum um þróunina. En það kom að því að starf framkvæmdastjórans var orðið það umfangsmikið að um annað hvort var að velja, leikar- ann eða framkvæmdastjórann. Guðmundur valdi leikarann, góðu heilli. Þetta var árið 1975. Árið 1976 undirrituðu Leikfé- lagið og Reykjavíkurborg samn- ing um byggingu Borgarleikhúss. Guðmundur hefur frá upphafi verið aðalfulltrúi okkar í bygg- ingarnefnd hússins, og vakað þar yfir öllum smáatriðum. Lífeyris- sjóður okkar leikara er rétt að slíta barnsskónum, og enn er það Gummi sem hefur haldið þar á öllum málum. Hann hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins, svona rétt með öllu hinu. f nokk- ur ár var hann í stjórn Félags ís- lenskra leikara, og núna síðustu tvö árin hefur hann aftur setið í leikhúsráði Leikfélagsins sem einn fulltrúi okkar leikara. Af hverju hlóðst þetta allt á hann Gumma? Var hann svona metn- aðargjarn? Nei, það var nú öðru nær, og þó. Ég held að fáir menn sem ég hef þekkt hafi haft jafn lítinn áróður fyrir sjálfan sig, og jafn brennandi metnað um leið fyrir leikhúsið sem heild. Og þessi afstaða hans var tilgerðar- laus. Hún var ekki ásetningur. Hún var honum eðlislæg. Það vissu allir að ef Gummi var að berjast fyrir einhverju, þá var það af því að hann trúði því að það væri það „rétta“ fyrir okkur öll. Maður gat verið á algjörlega öndverðum meiði við hann, en varð samt um leið að skoða hans afstöðu mjög alvarlega, alltaf, af því að maður vissi að þar voru einlæg heilindi á bak við, og skyn- semi. Ég held að það hafi verið einmitt þetta, hvað hann Gummi var laus við að vera sjálfsupptek- inn sem gerði það hvað hann gat stundum séð málin skýrt frá sjón- armiði annarra, og hikaði þá ekki við að skipta um skoðun. Þó hann gæti verið smámunalega jarð- bundinn, þegar því var að skipta, þá var hann róttækastur allra leikara, þegar það var það „rétta", og mikið framsýnni en þeir sem yngri voru. En þrátt fyrir alla hæfileika sem prýddu hann Gumma, og allt sem hann hefur gert í leikhúsinu og fyrir leikhúsið, þá verður það samt það sem sækir sterkast á, þegar maður fær þessa ótímabæru dán- arfrétt, að góður vinur er horf- inn. Félagi sem lánaðist, það sem er ekkert alltof algengt, að vera drengur góður. Það er biturt að þetta skyldi gerast núna. Hann Gummi hefði átt að fá að vera með í að vígja Borgarleikhúsið. Ef nokkur, þá hann. Hvað sem Guðmundur Pálsson hefði sjálfur sagt núna, þá segi ég að á þessum tímamótum var Gummi ómiss- andi. Ég votta Sigríði Hagalín og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Kjartan Ragnarsson Margar fagrar minningar koma fram í huga minn, þegar ég kveð minn gamla og góða vin Guð- mund Pálsson leikara. Hann var á „snöggu augabragði“ burtkall- aður, þegar hann var í sumarleyfi á Spáni, ásamt konu sinni og dóttur. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir nær fjórum ára- tugum, þegar hann hóf nám í Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran og síðar lágu leiðir okkar saman í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, en ég kenndi á þeim árum við báða þessa skóla. Snemma kom í ljós brennandi áhugi Guðmundar og virðing á leiklistinni, enda stundaði hann nám sitt af mikilli elju og stakri samviskusemi. Hann gekk óskiptur og heill að hverju því verki, sem hann tók sér fyrir hendur, og sú varð raun- in á í öllum hans störfum síðar á ævinni. Það var jafnan vel róið á það borð, þar sem Guðmundur hélt um árina. Eftir að hann lauk leiklistar- námi, hér heima, fór hann til Austurríkis og stundaði fram- haldsnám í listgrein sinni í Vínar- borg. Guðmundur lék nokkur hlutverk að námi loknu hjá Þjóð- leikhúsinu, en s.l. 30 ár helgaði hann Leikfélagi Reykjavíkur starfskrafta sína, og segja má að þar hafi hann unnið sitt ævistarf. Guðmundur var kjörinn gjald- keri Leikfélags Reykjavíkur árið 1957 og síðan var hann fram- kvæmdastjóri félagsins frá 1963- 1975. Samtímis því starfi lék hann með í fjöldamörgum sýningum félagsins á þessum árum. Hann var í stjórn LR og í leikhúsráði félagsins þegar hann féll frá! Þá var hann fulltrúi LR í byggingar- nefnd Borgarleikhússins frá upp- hafi, en auðnaðist samt ekki að sjá Borgarleikhúsið taka til starfa, sem hann hafði þráð svo mjög, og sannaðist þar hið forn- kveðna „að enginn ræður sínum næturstað". Þá gegndi hann ýms- um trúnaðarstörfum fyrir stétt- arfélag sitt, Félag íslenskra leikara, og hefur m.a. frá upphafi annast um fjárreiður lífeyrissjóðs þess félags. Einn af merkustu þáttunum í ævistarfi Guðmundar, tel ég vera, þegar hann gegndi störfum framkvæmdastjóra hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, á árunum 1963- 1975. Leikfélagið stóð þá á krossgötum og var mjög fjárvana eins og svo oft áður. Það var erfitt breytingaskeið þegar LR tók stóra skrefið frá því að vera leikhús nokkurra dugandi áhuga- manna, í það að verða atvinnu- mannaleikhús. Vinnudagur Guð- mundar var oft langur á þessum árum, en hann sparaði hvorki krafta né tíma, til að vinna að framgangi og þroska Leikfélags Reykjavíkur og velferð íslenskr- ar leiklistar. Fyrir það stöndum við félagarnir í LR í óbættri þakk- arskuld við Guðmund Pálsson um ókomin ár. Eftir að Guðmundur lét af störfum sem framkvæmdastjóri LR gafst honum meiri tími til að snúa sér að því að leika á leiksvið- inuíIðnó,og hefurfrá árinu 1975 verið einn af aðalleikurum félags- ins. Auk þess lék hann talsvert hjá Sjónvarpinu og kom fram í mörgum útvarpsleikritum. Guð- mundur var mjög vandaður lista- maður og vann að öllum sínum hlutverkum af mikilli natni og samviskusemi. Hann var að mínu mati ört vaxandi leikari og var sífellt að þroskast í list sinni, allt til síðustu stundar. Best kom það í ljós á liðnum vetri með leik hans í leikritinu „Þar sem djöflaeyjan rís“, en það leikrit var sýnt í skemmunni á Meistaravöllum við miklar vinsældir. Þar reis leiktúlkun hans hátt. Guðmundur var mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Kvæntur var hann Sigríði Hagalín leik- konu og var sambúð þeirra mjög farsæl. Þau eignuðust eina dótt- ur, Hrafnhildi að nafni, sem nú stundar framhaldsnám í tónlist á Spáni. Ég veit að Guðmundar er sárt saknað, af öllu leikhúsfólki á Reykjavíkursvæðinu og víðar. Hann var ljúfmenni í allri dag- legri umgengni. Skyldurækinn, orðheldinn og ósérhlífinn til allra starfa. Hann vildi jafnan leysa hvers manns vanda. En sárastur er að sjálfsögðu söknuðurinn hjá hans nánustu, eiginkonu, dóttur, Kristínu stjúpdóttur hans og hjá aldinni móður. Ég og kona mín sendum þeim hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmund- ar Pálssonar. Kiemenz Jónsson Kveðjafrá Leikfélagi Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur sér nú á bak einum traustasta og besta starfsmanni sem nokkurt leikhús getur átt. Guðmundur Pálsson leikari sem gjarnan hélt því fram að enginn væri ómissandi og maður kæmi í manns stað í leikhúsinu skilur nú eftir sig það skarð í röðum félagsmanna Leikfélags Reykjavíkur sem ekki verður fyllt. I ríflega þrjátíu ár hefur hann verið einn helsti mátt- arstólpi félagsins og svo sam- gróinn því að nánast er útilokað að gera sér í hugarlund Leikfélag Reykjavíkur án Guðmundar Pálssonar. Auk þess að starfa sem leikari hjá Leikfélaginu á fjórða áratug var hann framkvæmdastjóri þess í tvo áratugi og sat í stjórn og leikhúsráði árum saman. Sem framkvæmdastjóri og stjórnar- maður var hann meðal þeirra sem stærstan hlut áttu í því mikla átaki að gera Leikfélag Reykjavíkur að fullgildu atvinnuleikhúsi þar sem listamennirnir gátu helgað sig starfi sínu heilir og óskiptir í stað þess að þurfa að sinna list sinni í tómstundum frá annarri vinnu. Hann var fulltrúi Leikfélags Reykjavíkur í Byggingarnefnd Borgarleikhússins frá upphafi og átti sinn stóra þátt í því að það veglega hús er nú risið og Leikfé- lagið mun innan tíðar flytja starf- semi sína þangað. Er sárt til þess að hugsa að honum skyldi ekki endast aldur til að sjá þann stóra draum sinn rætast. En Guðmundur lagði sitt af mörkum á fleiri sviðum, hann var einn aðalhvatamaður þess að stofnaður var lífeyrissjóður fyrir leikara og starfsfólk leikhússins árið 1971 og sat í stjórn sjóðsins frá upphafi jafnframt því sem hann annaðist daglegan rekstur hans. Einnig átti hann sæti í trún- aðarmannaráði Félags íslenskra leikara sem fulltrúi leikara Leikfélagsins og var varaformað- ur þess um skeið. Þessi upptalning á störfum Guðmundar er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi en gefur þó nokkra hugmynd um það sem hann kom í verk með- fram aðalstarfi sínu sem leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ég mun ekki rekja leikferil hans hér en sennilega hefur hann leikið fleiri hlutverk hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur en flestir aðrir leikarar síðustu 30 árin. Þar á meðal eru bæði stórar og smáar perlur sem lifa í minningunni. Nægir þar að nefna hans síðasta hlutverk, Tomma í „Djöfla- eyjunni”, sem hann skilaði á sér- staklega eftirminnilegan hátt. Ég sem þetta rita kynntist Guðmundi fyrir hartnær þrjátíu árum þegar ég fór að venja kom- ur mínar baksviðs í Iðnó og alla tíð síðan hafa hann og Leikfé- lagið verið óaðskiljanleg í mínum huga. Síðar átti ég því iáni að fagna að starfa með honum í rúma tvo áratugi sem leikara og að ýmsum félags- og hagsmunamálum leikara. Það samstarf varð mér ómetanleg reynsla enda hafði Guðmundur til að bera alla helstu kosti sem leikhúsmann geta prýtt, sam- viskusemi og vandvirkni í hverju verki og þó umfram allt einstaka skyldurækni og trúmennsku við leikhúsið og leiklistina. Með þessum línum vil ég votta Guðmundi Pálssyni virðingu og þakkir Leikfélags Reykjavíkur fyrir ómetanlegt starf hans í þágu félagsins og leiklistarinnar í hálf- an fjórða áratug. Jafnframt votta ég eiginkonu hans Sigríði Haga- Iín, dætrum þeirra, barnaböm- um, móður hans og öðram vand- amönnum innilega samúð okkar. Sigurður Karisson Guðmundur Pálsson leikari er látinn. Mikill mannkostamaður sem ekki mátti vamm sitt vita, virtur í hópi leikhúsfólks, áhuga- samur, samviskusamur og traustur samstarfsmaður. Fréttin um lát hans kom óvænt, hann var í blóma lífsins. Hafði að vísu fyrr í sumar fengið vægt hjartaáfall og gengist undir rann- sókn sem ekki benti til alvarlegs meins, þótt þessi aðvörun hafi ef- laust vakið honum ugg eins og okkur hinum. Þau hjónin, Sig- ríður og hann, héldu full bjartsýni til Spánar til fundar við dóttur sína Hrafnhildi sem þar hefur verið við tónlistarnám. Fyrstu nóttina ytra lést hann í svefni. Það er mikill sjónarsviptir að Guðmundi Pálssyni og skarð fyrir skildi í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Guðmundur helg- aði leiklistinni alla sína starfs- krafta. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins á sínum tíma og lék þar nokkur hlutverk. Síðar fór hann til fram- haldsnáms í Vín en réðst loks til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur og starfaði þar allt til dauðadags, á fjórða áratug. Leikfélagið og starfið þar var honum ekki bara atvinna, heldur líf hans og yndi og hann bar velferð félagsins fyrir brjósti öðrum fremur. Guð- mundur sat lengi í stjórn Leikfé- lagsins og var gjaldkeri þess og framkvæmdastjóri í tæpa tvo ára- tugi allt fram til ársins 1976. Sam- starf hans og Sveins Einarssonar leikhússtjóra skilaði af sér merku og gróskumiklu leikhússtarfi allt frá því að Leikfélagið varð atvinnuleikhús 1963 og þann tæpa áratug sem þeir störfuðu saman. Fyrir tveimur árum var Guðmundur aftur kosinn í stjórn Leikfélagsins. Okkur, sem þá vorum við stjórnvölinn, þótti þörf á rosknum og reyndum sam- starfsmanni og lét Guðmundur til leiðast. Nutum við reynslu hans, ábyrgðartilfinningar og áhrifa allt til hinstu stundar. Veitti hann okkur ánægjulegt aðhald. Þótt hann væri ljúfmenni hið mesta gat fokið í hann fyndist honum ekki rétt staðið að málum. Fylgdi hann þá sjónarmiðum sínum eftir af festu og einurð en ekki erfði hann misklíð við nokkurn mann. Guðmundur lék á ferli sínum mikinn fjölda hlutverka hjá Leikfélaginu, alls munu þau nálg- ast hundraðið og fjölmörg þeirra eru okkur áhorfendum huggun í minningunni, nú þegar leikarinn er allur. Meðal veigamestu hlut- verka hans má nefna Túsenbach í Þrem systrum, Lucky í Beðið etir Godot, Pétur í Sögu úr dýragarð- inum, Stómil í Tangó, Stúdíósus í Jörundi, Tesmann í Heddu Ga- bler, Harry í Hjálp, Hans í Selur- inn hefur mannsaugu og nú síð- ustu ár m.a. pabbann í Jóa, Mon- sjúr í Gísl og Ólaf í Land míns föður. Eru þá ótaldar margar óg- leymanlegar persónulýsingar hans í gamanleikjum og revíum, ég minnist bara frá allra síðustu árum Raymonds í Forseta- heimsókninni, prestsins í Hass- inu hennar mömmu, saksókna- rans í Félegu fési og Kvists í Draumi á Jónsmessunótt - og auðvitað mætti lengi telja því að Guðmundur kunni þá list að gera sér mat úr litlum hlutverkum ekki síðuren hinum veigameiri. Hann var leikari sem stöðugt var að þroskast og þróa list sína. Hann bjó yfir eiginleikum sem nýttust honum hvað best sem gaman- leikara: smitandi hlýju og glað- værð, sjálfsagðri og eðlilegri sviðsnærveru sem gat þó virkað innilega kauðsk ef á þurfti að halda - allt virtist svo fyrirhafnar- laust. Hann var orðinn meistari í sköpun skringilegra karla og hafði hin síðari ár skipað sér í hóp okkar vinsælustu gamanleikara. Það var oft gaman að fylgjast með áhorfendum þegar Guð- Flmmtudagur 20. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.