Þjóðviljinn - 20.08.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Page 8
MINNING mundur birtist á sviðinu og sjá hvernig hýrnaði yfir öllum saln- um um leið og hann steig inn á svið. Hann var vissulega ástsæll leikari. Guðmundur var sem fyrr segir í stöðugri þróun, bæði sem maður og leikari. Mér fannst víðsýni hans í leikhúsviðhorfum aukast með ári hverju og í leik hygg ég að list hans hafi aldrei risið hærra en í síðasta hlutverkinu sem hann lék: Tomma í Djöflaeyjunni. Reyndar var þátttaka Guðmund- ar í Skemmuævintýri okkar Leikfélagsmanna gott dæmi um mannkosti hans og eftirfylgju. Þótt hugmyndin um Leikskemm- una mætti ýmsum efasemdum félagsins í fyrstu var Guðmundur manna fyrstur að fallast á sjón- armið okkar, forsvarsmanna hugmyndarinnar, og reyndist þá áhugamestur og ósérhlífnastur allra við að hrinda henni í fram- kvæmd, eins og reyndar ætíð er hann hafði gengið til liðs við ein- hvern málstað. Og túlkun hans á Tomma kaupmanni varð ógleym- anleg þeim er sáu. Það var engu líkara en Guðmundur leystist úr böndum í víðáttu Skemmunnar: Hann umvafði meðleikendur og áhorfendur hófstilltri góð- mennsku Tomma en naut þess jafnframt að sleppa fram af sér beislinu þegar til slíks var ætlast og „átti salinn” kvöld eftir kvöld. Sjómannavalsinn í jólaboðinu el- legar uppljóstrunin um aðstoðina við flugnám Danna með við- eigandi indíánaöskrum áunnu honum langvarandi lófaklapp sýningu eftir sýningu. Það er vissulega þungbært að þurfa að sjá á bak svo dyggum Leikfélagsmanni. Áhugi hans einskorðaðist ekki við starf hans sem leikari heldur bar hann vöxt og velgengni félagsins fyrir brjósti til hinstu stundar. Hann fylgdist með hinum daglega rekstri löngu eftir að hann hætti framkvæmdastjórn og vart leið sá dagur að hann kæmi ekki við í miðasölunni á leið sinni inn í bún- ingsherbergið á kvöldin til þess að athuga hvernig aðsóknin væri. Eitt hið sorglegasta við skyndi- legt fráfall Guðmundar er að hin- um skyldi ekki auðnast að lifa þá stund að flytja í Borgarleikhúsið nýja; með slíkri elju og einurð hafði hann unnið að því máli alla tíð. Hann var fulltrúi Leikfélags- ins í byggingarnefnd Borgarl- eikhússins frá upphafi og vann að skipulags- og framkvæmdarat- riðum þar að lútandi til hinsta dags. Mér segir svo hugur um að bygging Borgarleikhússins væri ekki komin jafn langt og raun ber vitni hefði hans ekki notið við. Persónuleg kynni okkar Guð- mundar urðu ekki verulega náin fyrr en allra síðustu ár. Við unn- um saman í fjölmörgum sýning- um, hann var manna samvinnu- þýðastur og samviskusamastur og kostir hans sem leikara urðu mér æ ljósari með hverju nýju verkefni. Svo vildi til að við urð- um nágrannar síðustu árin og jók það enn frekar á umgengni okkar hjóna við þau, hann og Siggu. Meðal ánægjulegustu endur- minninga minna er samveran við þau hjón á leikferð okkar til Bandaríkjanna í fyrrasumar, þangað sem okkur var boðið að leika Brúðarmynd Guðmundar Steinssonar. Fjáröflun til ferðar- innar komst ekki á verulegt skrið fyrr en við fengum Guðmund til liðs við okkur en til slíkra hluta þekkti hann öðrum betur. Og þægilegri og ráðabetri ferðafé- laga var ekki hægt að hugsa sér. Fyrir hönd okkar allra hjá Leikfélaginu og fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, votta ég þér, Sigga mín, og ykkur Hrafnhildi og Kristínu svo og öllum aðstand- endum innilega samúð. Við höld- um minningu hans best á lofti með óbifandi trú á vöxt og við- gang Leikfélags Reykjavíkur og nýjum listsigrum á þeim vett- vangi. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson „Heimildargildi fomsagnanna" Á nýloknu þingi norrænna sagnfræðinga í Reykjavík var boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá sem endurspeglaði væntanlega viðhorf og áhug- amál í sagnfræðirannsóknum á síðustu tímum. Mörg um- ræðuefnin voru a.m.k. í nán- um tengslum við ýmsar nýj- ungar í verkefnavali, heimild- anotkun o.þ.h., sem borið hef- ur á meðal sagnfræðinga á Vesturlöndum undanfarin ár og jafnvel áratugi og má þar nefna efni eins og „þjóðern- isminnihlutann á Norður- löndum á 19. og 20. öld og stöðu þeirra”, „lífskjörá Norð- urlöndum 1750-1918”, „læsi og skriftarkunnáttu 1850- 1900”, „notkun mynda og kvikmynda sem sögulegra heimilda” og önnur af svipuðu tagi. Eitt umræðuefnið var þó mjög hefðbundið, þótt það verði raun- ar líka að teljast sígilt frá hvaða sjónarmiði sem á það er litið. Var það „heimildirnar um sögu fyrri hluta miðalda, 800-1050”, og má reyndar segja að það væri sérlega við hæfi að ræða það á þessu þingi, þar sem mikilvægur hluti af þessum heimildum - og sá ein- mitt sem lengst hefur verið rannsakaður og komið af stað mestum deilum og umræðum - er nátengdur íslandi, sem sé forn- sögurnar og þau fornkvæði sem varðveist hafa í íslenskum handritum. Framlög sagnfræð- inga til þessa umræðuefnis voru gefin út í lítilli bók sem síðan var rædd á þinginu og er hún skipu- lögð þannig að hver höfundur fjallar um eina hlið þess: Inge Skovgaard-Petersen segir frá rannsóknasögu hinna rituðu heimilda, Vésteinn Ólason fjallar um heimildagildi fornbókmennta og Per Norseng um hin fornu lög og snerta þær greinar allar fornar bókmenntir af ýmsu tagi og sögu Norðurlanda í heild á þessu tíma- bili. Svo eru í lokin tvær greinar um þrengri efni, skrifar þar Simo Heininen um notkun heilagra manna sagna sem heimilda fyrir sögu Svíþjóðar og Finnlands og Göran Dahlbáck um heimildir að byggðasögu, en á því sviði hafa rúnaristur, fornminjar og örnefni stórt hlutverk. Geta lesendur af þessu séð hvernig umræðuefnið var lagt fyrir þingið, en síðan mun vera ætlunin að birta þær athuga- semdir sem fram komu. Furðulegar skáld- sögur Notkun fornra bókmennta sem heimilda um sögu Norðurlanda á fyrri huta miðalda - þ.e.a.s. á tima sem er miklu eldri en hinar rituðu fornsögur - og umræðan um gildi þeirra á því sviði er mjög gömul, og hafa skoðanir manna tekið róttækum breytingum. Á 17. og 18. öld trúðu menn fornsögunum gagnrýnislítið, ekki aðeins konungasögum og ís- lendingasögum heldur jafnvel fornaldarsögum og goðafræði Snorra og röðuðu saman atriðum úr öllum þessum ritum án tillits til aldurs og afstöðu einstakra texta og bættu við alls kyns bollalegg- ingum frá eigin brjósti til að Litið inn á 20. þing norrœnna sagnfrœðinga skapa mynd af víkingaöldinni og eldri tímum. Líta þær myndir oft út eins og hinar furðulegustu skáldsögur í augum nútíma- manna. Þetta viðhorf var ríkjandi langt fram eftir 19. öld, þótt menn væru þá orðnir hófsamari í „skáldsagnagerð” af þessu tagi, en þó varð sú breyting á að það var ekki eins mikið atriði í augum sumra hvort frásagnir fornsagn- anna um einstaka atburði væru bókstaflega sannar: Menn fóru að líta á þær sem heimildir um „þjóðaranda” og jafnvel varð vart við það viðhorf meðal róm- antískra rithöfunda að þótt mál- um kynni að vera blandað í ýms- um frásögnum sagnanna, væri samt fólginn í þeim einhver „pó- etískur sannleikur” sem væri jafnvel „bókstaflegum sannleik” æðri. Sú vísindalega heimildagagn- rýni, sem þýskir fræðimenn mót- uðu fyrst, barst til Norðurlanda á seinni hluta 19. aldar og olli tal- sverðum úlfaþyt. Hún snerist að nýju um það hvort einstakir at- burðir sem frá var sagt í forn- sögum væru sannir eða ekki og með því að beita aðferðum henn- ar var létt verk að sýna fram á að ýmsar frásagnir sem fræðimenn höfðu til þessa lagt fullan trúnað á stæðust alls ekki og lítið sem ekkert væri á gömlum ritum að byggja, þótt fræðimenn hefðu óspart notað þau. Forvígismenn þessara nýju aðferða létu sér nægja að taka fyrir einstök atriði eins og Brávallabardaga og sög- una um Ragnar Loðbrók og sýna hve hæpin þau væru, en í byrjun þessarar aldar gengu Weibull- bræðurnir enn lengra og leiddu að því margvísleg rök að þær fornsögur sem segðu frá víkinga- öldinni og enn eldri tímum væru að langmestu leyti þjóðsögur og skáldskapur: Þegar búið væri að sópa öllu slíku burtu væri ekki annað eftir en einstaka atburður og stærstu útlínur sögunnar. Tvískinnungur Menn virtust sammála um það á þinginu að viðhorf Weibull- bræðra væri rétt og gagnrýni þeirra á eldri kenningum og við- horfum svo traust að ekki yrði aftur til þeirra snúið. En það kom einnig fram að menn hefðu átt erfitt með að fóta sig í fræðunum eftir að þessi gagnrýni kom frain. Sú kenning hefur rutt sér til rúms, enda óvefengjanleg á sínu sviði, að fornsögurnar séu að verulegu Ieyti einkum heimild um ritunar- tíma sinn, fyrst og fremst 13. öld- ina, hugmyndir manna, viðhorf og menningu á þessum tíma, en fræðimönnum hefur reynst erfitt að aðgreina þetta heimildagildi sagnanna um sinn eigin samtíma frá því sem í þeim er sagt um eldri tíma. Af þessu hefur stundum skapast ákveðinn tvískinnungur, og hik og var því haldið fram í umræðunum á þinginu að hann hefði verið nokkuð áberandi á ís- landi, ekki síst vegna þess að höfuðandstæðingur Weibull- bræðra í deilunum sem spruttu út af kenningum þeirra hefði ein- mitt verið íslendingur, Finnur Jónsson prófessor. Ágætt dæmi um þetta hik voru orð sem höfð voru eftir íslenskum sagnfræð- ingi: f því sem hann skrifaði um íslandssögu fyrstu alda hafði hann lítið sem ekkert stuðst við íslendingasögur, ekki af því að hann héldi að þær hefðu ekkert heimildagildi um þetta tímabil, - heldur af því að hann „vissi ekki hvað hann ætti við þær að gera- ”! Þótt mikið væri um þetta rætt á þinginu og athyglisverð framlög prentuð í bókinni um þetta um- ræðuefni, var ekki laust við að maður sem horfði á þetta að nokkru leyti utan frá fyndi samt enn fyrir tvískinnungi af þessu sama tagi: Ekki varð séð að nein ný viðhorf kæmu fram, heldur virtust menn sveiflast milli ólíkra póla eða setja fram varlegar og óljósar kenningar sem litu út fyrir að miðla málum en leystu ekki nein vandamál. En það er kann- ski ekki nema von, því að heim- ildagildi fornsagnanna er mjög snúið mál og kannski óleysanlegt eins og það hefur verið sett fram: Hvaða afstöðu sem sagnfræðing- ur hefur til þeirra og hvað sem hann ætlar að „gera við þær”, er erfitt að komast hjá því að hann lendi í ógöngum fyrr eða síðar og þá sveiflum milli tveggja póla. Hringsnúningur Sá sem þessar línur párar heyrði einu sinni kunnan norræn- ufræðing hvísla á gönguferð um óbyggðir, þegar nógu langt var komið frá þéttbýlinu, einhvers staðar í hlíðum Botnsúlna þar sem hallar niður að Hvalvatni, að sennilega væri best og einfaldast að sleppa með öllu bollaleg- gingum um einhvern „sögulegan sannleik” í sambandi við íslend- ingasögurnar og fjalla um þær eins og hreinar skáldsögur. Þessi afstaða hefur a.m.k. þann kost að vera mjög skýr og ótvíræð, en um leið og maður fer að meðhöndla fornsögurnar á þennan hátt, rek- ur maður sig óþyrmilega á fjöl- mörg atriði sem sýna að þær eru eitthvað annað en skáldrit og því ekki hægt að rannsaka þær með þeim aðferðum einum sem beitt er við slíkar bókmenntir. Samanburður við rómönsur miðalda, sem eru hreinn skáld- skapur, eða frönsk söguljóð (chanson de geste) sem eru epísk- ar og að mestu leyti tilbúnar frá- sagnir af sögulegum persónum er lærdómsríkur: Atburðir ís- lendingasagna eru staðsettir á mjög ákveðnum stööum og tím- um í sögunnar rás, þær fjalla um persónur sem gert er ráð fyrir að hafi raunverulega verið til - og oft er hægt að leiða sterkar líkur að því að þær hafi verið til - og þær segja stundum frá atburðum sem aðrar heimildir sýna að hafi gerst (bardaginn á Vínheiði í Eg- ils sögu virðist t.d. vera sami at- burðurinn og orrustan við Brun- anburg, sem sagt er frá í engilsax- neskum samtímaheimildum). AUt þetta gildir í enn ríkari mæli um konungasögur, en milli þeirra Frá sagnfræðiþinginu. Njáluhandrit. íslenskar fornsögur og þau fornkvæði sem geymd eru í íslenskum handritum hafa löngum verið helstu heimildir manna um víkingatímann. og íslendingasagna eru oft náin tengsl. Vinnubrögðin eru gjarnan eins og verið sé að skrifa e.k. sagn- fræði, enda má oft færa sönnur á að bak við margar sögur, jafnvel þær sem eru hreinn skáldskapur, liggur munnleg hefð: Rannsóknir Dumézils benda t.d. til að þetta eigi við um ýmsar fornaldarsögur og í fyrirlestri sem Kurt Schier hélt á háskólanum í júní dró hann fram vitnisburð sænskra hellu- ristna frá því um 1000 sem sýndu að á þeim tfma hefðu ýmsar goð- sagnir og hetjusagnir Eddukvæð- anna og Snorra verið þekktar í Svíþjóð, gjarnan að því er virtist í mjög svipaðri mynd og þær voru skrásettar í meira en tveimur öldum síðar. En jafnvel þegar samanburði við aðrar heimildir sleppir, má segja að heildarmynd íslendingasagna og konunga- sagna af eldri tímum sé svo skýr að menn verði að álykta að á bak við hana séu einhver fom minni sem unnið hafi verið úr með ein- hvers konar „sagnfræðiaðferð- um”. Að öðrum kosti verða menn að álykta að annað hvort hafi einn og sami maðurinn samið allar fornsögurnar og heim þeirra líkt og Balzac gerði þegar hann samdi sagnabálkinn mikla „Gam- anleik mannlífsins” eða þá að hópur manna á 13. öldhafi komið sér saman um það nokkuð ná- kvæmlega hvernig lýsa skyldi for- tíðinni. Fremur erfitt er að halda slíku fram ... En ef menn taka þann kostin af þessum ástæðum að kúvenda, hætta að líta á fornsögur sem hreinar skáldsögur og fara að líta á þær sem e.k. sögurit eða sögur með „sagnfræðilegum kjarna” reka þeir sig aftur óþyrmilega á ýmis atriði sem benda skýrt til vinnubragða skáldsagnahöf- unda: inn í fornsögurnar eru flétt- aðar alls kyns flökkusögur og sagnaminni eða þá atburðir sem eiga fyrirmynd í raunveruleik samtímans og í þeim eru atriði sem tekin eru beint úr erlendum ritum, fornum og nýjum, sem voru í umferð á ritunartíma þeirra. Þannig er t.d. draumur Flosa í Njáls sögu um risann í Lómagnúpi gerður eftir fyrir- mynd úr „Samtalsbók Gregors páfa”. Það skiptir þó kannski enn ,iv, i- ■ ■ -j %ai • \míms> , Ajg£iL'-% '■2 " i;H i* . - íj " . Þótt vitnisburði fornritanna væri ekki til að dreifa, mundi menn samt bjóða í grun að fornmenn hefðu verið sukksamir. meira máli að flókin uppbygging sumra stærri sagna, sem getur ekki verið komin beint úr neinni munnlegri hefð, bendir til með- vitaðrar vinnu skapandi skáld- sagna. Hjá því verður þess vegna naumast komist, að því er virðist, að nota við rannsóknir á forn- sögum ýmsar þær aðferðir sem beitt er við rannsóknir skáld- sagna og meðhöndla þær sem slíkar. En þá er maður sem sé kominn hringinn ... Ýmis ráð reynd Menn hafa reynt ýmis ráð til að leysa þessa mótsögn og komast út úr vítahringnum. Sigurður Nor- dal reyndi að skýra gerð forn- sagna og þróun með togstreitu tveggja tilhneiginga, „sannfræði” og „skáldskapar”, en þótt sú kenning kunni að varpa skýru ljósi á einstök atriði eða einstök rit er hér ekki verið að gera annað en færa vandamálið um set. Steblin-Kamenskij reyndi að útskýra vinnubrögð höfunda ís- lendingasagnanna með því að þeir hefðu haft annað viðhorf til „sögulegs sannleika” en nú þykir eðlilegt. Þegar menn semja sagnfræðirit, verða menn jafnan að bæta töluverðu við heimildir og getur það verið mikium breytingum háð hvaða viðbætur menn telja eðlilegar. Fornir sagn- aritarar lögðu söguhetjum sínum í munn langar ræður sem þeir sömdu sjálfir út frá einhverjum meira eða rninna ýtarlegum heimildum eða út frá því sem þeir töldu sjálfir eðlilegt, samkvæmt þeim reglum mælskulistarinnar sem þeir voru verseraðir í að segja við umræddar kringum- stæður. Slík vinnubrögð þykja ekki við hæfi nú á dögum, en það þykir hins vegar góð og gild latína að segja t.d. „vorið 1940 áleit Hitler að ...”, þótt enginn geti haft minnstu hugmynd hvað Hitl- er áleit í raun og veru á þessari stundu eða nokkurri annarri. Steblin-Kamenskij heldur því þess vegna fram að á 13. öld hafi menn haft mun rýmri hugmyndir um það en nú hverju mætti bæta við heimildir, þeir hafi talið rétt- mætt að skálda í eyður og ekki gert skýran mun á „sögulegum sannleik” og „póetískum sann- leik”. En þótt þessi kenning sé á margan hátt skemmtileg og vafa- laust rétt að mörgu leyti, er hún þegar öllu er á botninn hvolft, ekki annað en tilraun til að breiða yfir andstæður án þess að sam- eina þær, því um leið og menn ætla að halda lengra og athuga viðhorf 13. aldar manna til „sögu- legs sannleiks” ítarlegar kemur sami tvískinningurinn aftur. Er hann jafn illvígur og áður, þar sem kenningin bendir ekki á neina leið til að finna hverjar „heimildirnar” voru og hvað eru viðbætur og hvernig hinum „pó- etíska sannleik” var háttað. Heimur merkja Þegar litið er á umræðuna um þessi mál eins og hún virðist vera nú og fram kom á þessu þingi, er erfitt að verjast þeirri hugsun að e.t.v. sé alls ekki unnt að leysa vandann eins og málinu hefur jafnan verið stillt upp: Hvaða leið sem menn fari komi þeir alltaf inn í sama vítíhringinn um síðir. Sennilega er nauðsynlegt að losa sig alveg við þessa tvo „póla” sem mönnum hættir til að reika á milli, þó ekki með því að líta á fornsögurnar sem hreinar skáld- sögur samkvæmt þeim orðum norrænufræðingsins sem liðu út í vindinn við Hvalvatn, heldur með því að láta það liggja alger- lega milli hluta, a.m.k. fyrst um sinn, hvort þær eru skáldsögur, „sagnfræðirit” eða eitthvað ann- að. Fornbókmenritirnar eru safn af merkjum (ákveðinn „corpus”) eða kannski mætti segja ákveð- inn „heimur merkja” sem varð- veist hefur frá miðöldum og verð- ur að ganga að honum sem slík- um: Reyna að finna þau lögmál sem ráða gerð hans, skilgreina deildir hans og lagskiptingu og finna þau undirkerfi sem þar koma fram. Jafnframt verður að bera hann sainan við aðra „merkjaheima” frá svipuðu tíma- bili, fyrst og fremst þær bók- menntir (einkum latneskar) sem voru í umferð erlendis, en einnig t.d. sænsku helluristurnar sem Kurt Schier fjallaði um í sínum athyglisverða fyrirlestri, o.fl. Einnig er nauðsynlegt að athuga hann í ljósi þess sem á annað borð er hægt að vita um hinn „ytri raunveruleika” tímabilsins, at- burði stjórnmálanna o.þ.h. Nú kann mönnum að finnast að hér sé verið að boða aðferðir í anda frönsku formgerðarrann- sóknanna (strúktúralismans), sem hafa ekki sérlega góða pressu um þessar mundir, Það er alveg rétt, enda lítur sá sem þess- ar athugasemdir párar niður svo á að þær aðferðir hafi verið góðar og gildar svo langt sem þær náðu og var margt hægt á þeim að byggja. En formgerðarr- annsóknanna biðu þau hlálegu örlög á sínum tíma að verða að franskri tískustefnu og þróast eins og slíkar stefnur gera sem hálfgildings kaffihúsasamkvæm- isleikur fyrir framagjarna spjátr- unga, en það á lítið skylt við fræði eða vísindi af nokkru tagi. Fóru þá að flækjast inn í þær alls kyns vafasamar kenningar og hugar- burðir sem voru í meira lagi hæpnir, þannig að álit manna á slíkum rannsóknum rénaði og svo fóru tískuvindarnir að blása úr annarri átt. Annað bættist líka við. Á sama tíma og aðferðir við formgerðar- rannsóknir þróuðust og full- komnuðust, minnkaði sú næma tilfinning fyrir fornum bók- menntum og skilningur á þeim, sem menn höfðu t.d. haft í ríkum rnæli á rómantíska tímabilinu og menn hættu jafnvel að hafa þá bráðnauðsynlegu þekkingu og lærdóm sem þurfti til að átta sig á innihaldi fornra bók- menntaverka og samhengi þeirra: Latínuþekking var t.d. alls staðar á hröðu undanhaldi - og hefur verið það um langt skeið - og var þá í rauninni lítið eftir til að byggja á. Þess vegna var ekki að furða þótt formgerðarrann- sóknir eftir öllum kúnstarinnar regluin yrðu stundum að ein- hverjum alls-herjar misskilningi á verkefninu. En ekkert af þessu var sjálfum aðferðunum að kenna heldur þeim sem notuðu þær - enda var álíka misskilning víðar að finna - og því er í raun- inni ekkert því til fyrirstöðu að byggja aftur á svipuðum hug- myndum og gert var i formgerð- arrannsóknum og reyna að endurbæta þær. e.m.j. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. ágúst 1987 Flmmtudagur 20. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.