Þjóðviljinn - 30.08.1987, Side 3
Söngkona
Bar sigurorð
af 40 keppendum
SólrúnBragadóttirráðintiltveggjaáravið þýska óperu
Úr öperunni „Saltan keisari” eftir Rim-
sky Korsakov. Bergþór Pálsson í hlut-
verki keisarans og Sólrún Bragadóttir í
hlutverki keisaraynjunnar. - Uppfærsla
í Indiana voriö 1987.
íslenskir söngvarar hafa
áratugum saman aukið á
hróður íslands á erlendri
grund. Nægirþaraðnefna
óperusöngvarana Pétur
Jónsson, Sigurð Skagfield,
Stefán íslandi, EinarKrist-
jánsspn, Maríu Markan, Guð-
rúnu Á. Símonar, svo aðeins
sé minnst á þá sem gerðu
garðinn frægan fyrr á öldinni.
Ymsa fleiri söngvara mætti
nefna, sem síðar hafa komið
viðsögu, með eftirtektarverð-
um hætti, raunar bæði hér
heima og erlendis. Allt hefur
þetta fólk verið í fremstu röð á
sviði sönglistarinnar.
Og enn er að bætast í þennan
hóp fólk sem mikils má af vænta.
Nú síðast hún Sólrún Bragadótt-
ir. Hún er að vísu að hefja feril
sinn sem söngkona, enda nýbúin
að ljúka námi, að því leyti sem
hægt er að segja að söngnámi sé
nokkurn tíma lokið. En úrslit í
harðri söngkeppni, þar sem Sól-
rún bar sigurorð af 40 keppend-
um víðs vegar að úr heiminum,
fela í sér mikil fyrirheit um frama
þessarar ungu söngkonu.
Sólrún Bragadóttir er fædd og
uppalin í Reykjavík. Hún hóf
söngnám í Tónlistarskóla Kópa-
vogs og síðan Tónlistarskóla
Reykjavíkur. Kennari hennar
hér var Elísabet Erlingsdóttir. Þá
tók við 5 ára söngnám við há-
skólann í Bloomington í Indiana í
Bandaríkjunum og hefur hún nú
nýlega lokið þaðan meistara-
prófi. Meðal kennara hennar þar
var hin fræga ítalska söngkona
Virginia Zeani.
Það er ekki heiglum hent að
koma sér á frantfæri í óperu-
heiminum. Samkeppnin er hörð
og allt fer þetta fram í gegnum
umboðsmenn. En Sólrún kom, sá
og sigraði. Umboðsmaðurinn,
sem hún gekk undir próf hjá,
valdi hana úr 40 keppendum.
Þegar svo var farið að svipast um
hjá óperuhúsum í Þýskalandi
kom á daginn, að þar var aðeins
óráðið í eina stöðu fyrir það tíma-
bil, sem í hönd fór. Var það við
óperuna í Kaiserslautern í Þýska-
landi. Um stöðuna kepptu, auk
Sólrúnar, 6 söngkonur frá öðrum
umboðsmönnum. Óperuhúsið
valdi Sólrúnu og þar er hún nú
ráðin til starfa næstu tvö ár. Trú-
lega er það næsta fátítt að íslensk-
ur söngvari, nýkominn frá námi,
fái þannig fastan atvinnusamning
erlendis.
Fyrsta hlutverk Sólrúnar Brag-
adóttur við óperuna er Mimi í La
Boheme. Frumsýningin er þann
19. sept. n.k. svo ekki er nú tím-
inn langur til stefnu. Síðan er það
Marzellína í Fidelíó og loks Clór-
inda í Öskubusku Rossinis. Þessi
hlutverk öll henta einkar vel
hinni Iyrisku sópranrödd Sólrún-
ar Bragadóttur.
Sólrún Bragadóttir sópransöngkona.
Sólrún Bragadóttir skaust
hingað heim um daginn en er nú
farin til Þýskalands til að fást við
Mimi - og fékk þar ágætustu við-
tökur. Maður hennar, Bergþór
Pálsson veðurfræðings Bergþórs-
sonar, er einnig söngvari. Þau
hafa bæði sungið hér heima og
auk þess gefið út sameiginlega
hljómplötu. Þau eiga einn ungan
son.
„Og nú erum við feðgarnir á
förum út,” sagði Bergþór Páls-
son. Og við hér á Þjóðviljanum
segjum bara: Gangi ykkur öllunt.
sem best. -mhg
Heimdallur
jafnaði
Um formannsbaráttu SUS er
það annars að segja, að leikar
munu nú standa jafnir millum
Árna Sigfússonar og Sigur-
björns Magnússonar.
Vegna ítaka sinna á lands-
byggðinni var Sigurbjörn
kominn hestlengd framyfir
Árna í keppninni. En fulltrúa-
kjör á þingið er með afar
undarlegum hætti hjá ung-
íhaldinu, svo ekki sé meira
sagt. Stjórnir ungliðafélag-
anna tilnefna fulltrúa, þannig
að þegar stjórn Heimdallar,
fjölmennasta félagsins, hafði
skipað sína fulltrúa var Árni
búinn að vinna upp forskot
Sigurbjörns. Formaður
Heimdallar og nær einvaldur
er Þór Sigfússon...bróðir
Árna 9
Arás á HP
Þórarinn Jón Magnússon er
hinn nýi eigandi Vikunnar,
sem Þórunn Gestsdóttir rit-
stýrði fyrir Frjálsa fjölmiðlun.
Þórarinn er einkar geðþekkur
forleggjari, sem hefur það
helst á móti sér fyrir smekk
okkar á Þjóðviljanum að
vera fram úr hófi mikill íhalds-
maður. Hann hefur verið
meðeigandi Sam-útgáfunnar,
sem hefur vaxið vel að undan-
förnu. Með Vikunni leggur
Þórarinn hins vegar á sér áður
ókunn djúp. Hann hyggst
nefnilega gera Vikuna að
einskonarfréttamiðli með við-
tölum í bland, og verða sjálfur
ritstjóri. Þórarinn ætlar af stað
með miklum stíl, og hefur
mangað til við flestar helstu
fjölmiðlastjörnur lýðveldisins.
Allt mun það þó í miklum
leyndum, því kanónurnar sem
munu taka til starfa hjá Þór-
arni hafa enn ekki tilkynnt nú-
verandi yfirboðurum um flutn-
inginn.
Þórarinn Jón ku telja að nú
sé gott lag fyrir fjölmiðil af
þessu tagi þar sem Helgar-
pósturinn sé á mikilli og erfiðri
niðurleið. Hann ætlar sumsé
að slátra HP, strákurinn sá
arna K9
Ðavíð styður Árna
í næstu viku hefst landsfund-
ur Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna og hápunktur-
inn verður slagur Árna
Sigfússonar og Sigurbjörns
Magnússonar um for-
mennsku SUS. Til þessa hef-
ur Árni reynt að laga pólitísk-
an feril sinn mjög að ferli Da-
víðs Oddssonar, - þannig
var hann kosinn annar af
skrifurum borgarstjórnareins-
og Davíð á sínum tíma og fyrir
isumarfrí borgarstjórnar lagði
hann fram tillögu um frjálsari
' opnunartíma verslana, alveg
einsog Davíð á sínum sokka-
bandsárum.
Tillögu Árna var raunar vís-
að til borgarráðs. Þar hefði til-
lagan líklega fallið á jöfnu,
með hjásetu fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins. En Davíð borg-
arstjóri lagði þá til, að tillög-
unni yrði aftur vísað til borgar-
stjórnar þar sem meirihluti er
að líkindum fyrir henni. Borg-
arstjórnarfundur verður næst
3. september, þannig að þeg-
ar SUS-þingið hefst ríður Árni
í hlaðið með tillögu sína sam-
þykkta í farteskinu, og mun
væntanlega veifa því drjúgt.
Slagurinn um formenn-
skuna í SUS speglar öðrum
þræði hina vaxandi togstreitu
milli Davíðs og Þorsteins
Pálssonar. Sigurbjörn er
framkvæmdastjóri þing-
flokksins og því handgenginn
Þorsteini og á átakatímunum
sem eru framundan í flokkn-
um er nauðsynlegt fyrir Þor-
stein að halda formanni SUS
sín megin. Ámi Sigfússon hef-
ur hins vegar, öllum á óvart,
haft uppi óvægna gagnrýni á
Þorstein í fjölmiðlum. Davíð
sá sér því leik á boröi, og
gagnstætt fyrri áformum, hef-
ur nú blandað sér í baráttuna
með ofangreindum hætti 9
Þórunn áfram
Ekki er talið að deilt verði jafn
hart hjá konunum og ungí-
haldinu um formennsku sam-
i
/ *> »
-jr-
bandsins. Þórunn Gests-
dóttir, fráfarandi ritstjóri Vik-
unnar, hefur gegnt embætti
formanns og um skeið var tal-
ið að hún hygðist ekki gefa
kost á sér aftur. Ýmsar minni
spákonur voru þá nefndar til
sögu, -meðal annars Bessí
Jóhannsdóttir, sem ekki
fékk að vera á þinglistanum í
Reykjavík fremur en Ásgeir
Hannes. Ýmsar stuðning-
skonur Þórunnar lögðu hins
Sunnudagur 30. ágúst 1987;ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA
Sjálfstæðiskonur eru fyrr á
ferðinni en ungliðarnir og
halda landsþing sitt nú um
helgina, á Norðurlandi. Það
hefur vakið athygli, að við
auglýsingar á þinginu hefur
mest borið áTómasi Inga Ol-
richt, framagosa að noröan
sem þykir hafa til að bera yfir-
náttúrulegan metnað. Tómas
hefur víða reynt að komast til
mannaforráða í Sjálfstæðis-
ílokknum nyrðra, en jafnan
borið skarðan hlut frá borði.
Gárungarsegja, aðTómas sé
svo örvæntingarfullur orðinn
um svölun metnaðar síns, að
hann hyggist nú reyna að
komast til mannaforráða hjá
Landssambandi Sjálfstæðis-
kvenna 9
(ráðuneytunum er orðin fræg
sagan um upplýsingafulltrú-
ann nýja hjá Jóni Baldvin,
sem réð sig sjálfur. Sá heitir
Karl Th. Birgisson, og sam-
kvæmt fréttatilkynningu sem
hann samdi sjálfur og fór með
niðrá Mogga er hreint ómögu-
legt að skilja hvaða hlutverki
hann á að gegna. Karl gaf þó
örlitla vísbendingu í viðtali við
Alþýðublaðið um þá stefnu
sem hann hyggst taka í starfi.
Þar gerði hann uppskátt, að
hann hyggðist beita sér fyrir
því að Jón Baldvin breytti um
hárgreiðslu. ( fjármálaráðu-
neytinu fara menn hálfvegis
hjá sér, þegar spurt er út í
upplýsingafulltrúann, sem
enginn veit um hvað á að upp-
lýsa, né hvern 9
Besti vinur
Ijóðsins lifir!
Á miðvikudagskvöldið í næstu
viku mun Besti vinur ljóðsins -
upprisinn eftir langan svefn -
standa fyrir skáldakvöldi á Hótel
Borg. Þar koma fram fjölmörg og
misþekkt skáld, sem flest eiga
það sameiginlegt að hafa sent frá
sér bók nýlega eða eru með það í
bígerð. Þannig les Sigfús Daða-
son úr væntanlegri bók sinni; svo
og Porgeir Þorgeirsson sem bráð-
lega sendir frá sér þýðingar á
ljóðum hins kunna færeyska
fræðimanns og skálds, Kristjáns
Matras. Þorsteinn frá Hamri les
úr Urðargaldri og Árni lbsen les
úr verkum Samúels Becketts sem
væntanleg eru á bók. Aðrir sem
fram koma eru þessir; ísak Harð-
arson, Jóhann árelíuz, Steinunn
Sigurðardóttir, Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Kristín Ómarsdóttir,
Jón Egill Bergþórsson og Gunnar
Hersveinn.
Kynnir verður Viðar Eggerts-
son leikari, sérlegur verndari
BVU. Miðaverð fyrir þessar
trakteringar er aðeins 300 kall -
og svo verða hinar rómuðu
veitingar Hótel Borgar vitanlega
á boðstólum.
(Fréttatilkynning)