Þjóðviljinn - 30.08.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Síða 9
TRÚARDEILUR: Meydómur Maríu guðsmóður dreginn í efa Uta Ranke-Heinemann með helgimynd af Madonnu með barnið. Jóhannes Páll 2. páfi hefur lýst því yfir að árið 1987-1988 skuli vera helgað Maríu mey. En hin helga mær hefur ekki beðið eftir boðskap páfa til að birtast augum dauðlegra manna: ástralska blaðið „Little Pebble" taldi nýlega fimmtíu dæmi um að menn hefðu séð guðsmóður eftir 1970. Er það sérstök nýjung, að nú er hún farin að velja sér staði í löndum guðlausra kommúnista til að koma fyrir augu manna og færa þeim guðs orð: hefur það gerst í Medjugorze í Júgóslavíu og litlu þorpi í Ukraínu. En þýskurguð- fræðingur, kona að nafni Uta Ranke-Heinemann, hefurvalið þennan tíma, þegar María mey er svo mjög á dagskrá, til að ve- fengja eina helstu kennisetningu kirkjunnar: að María guðsmóðir hafi verið hrein mey. Fyrir skömmu birti franska vikuritið „Le Nouvel Observateur" viðtal við hana um þetta viðkvæma mál, sem hefur komið henni upp á kant við kaþólska kirkju, og fer það héráeftir. Uta Ranke-Heinemann, sem er 59 ára gömul, var alin upp í mótmælendatrú en snerist síðan til kaþólsku, og viðurkennir að það hafi verið föður hennar mjög á móti skapi, en hann var forseti Vestur-Pýskalands. í fimmtán ár beið hún eftir að fá stöðu við guð- fræðikennslu, og veitti Páll páfi 6. henni að lokum slíkt embætti. En eftir átján ára kennslu hefur bi- skupinn í Essen nú svipt hana þessari kennarastöðu vegna „vill- ukenningar" sinnar. Hún lætur það þó hvergi aftra sér, ekki frek- ar en hótanir frá ýmsum trúuðum mönnum. Hún er friðarsinni og hefur gagnrýnt kristnar kirkjur fyrir viðhorf þeirra í hermálum, og nú leggur hún ótrauð í kross- ferð gegn kenningunni um meydóm Maríu. Hvers vegna leggurðu í þessa herferð? Uta Rankc-Heinemann: Af því að ég get ekki fallist á þessa staðhæfingu kirkjunnar. í Nýja testamentinu rekja Matteus og Lúkas ættartölu Jesú til að sýna .að hann sé kominn af Davíð í U. R.-H.: Já, og af mörgum öðrum ástæðum líka. T.d. upp- götvuðu menn ekki hlutverk eggjastokkanna fyrr en 1827. Þangað til var það kenning Arist- ótelesar sem var við lýði, en hann leit svo á að konan væri e.k. „blómapottur": karlmaðurinn gróðursetti sáðkorn, og konan gaf því næringu, en hún tók ekki þátt í getnaðinum. Reyndar er ennþá sagt: „maðurinn gefur og konan tekur við“. Síðan 1827 vita menn að þetta er rangt: karlmað- urinn og konan taka bæði jafnan þátt ígetnaðinum. Þetta leiðirút í fáránlega stöðu, tengsl milli Meyjarinnar og Heilags anda sem væri þá 50% faðir. Þetta stenst ekki guðfræðilega. En með því að neita því að María hafi verið mey, dregurðu þá ekki í efa guðlegan eiginleika Krists, að hann sé Sonur Guðs? U. R.-H.: Allsekki.Þessar tvær kenningar eru ekki tengdar. Ný- lega fékk ég hótunarbréf frá Mú- hameðstrúarmönnum. Þeir voru gramir, vegna þess að ég hafði, að sögn þeirra, móðgað Spá- manninn alvarlega. Samkvæmt Kóraninum er Jesús ekki sonur guðs og María þess vegna ekki guðsmóðir, - en hún er hrein mey. Múhameðstrúarmenn gera því greinarmun á meydómi Mar- íu og því að Kristur sé guðs son. Jafn færir guðfræðingar og Karl Rahner eða Ratzinger kardínáli hafa útskýrt að það að Jesús er guðsson sé ekki í neinum tengsl- um við þá spurningu hvort Jósef sé líffræðilegur faðir hans eða ekki. Mótmælendur trúa yfirleitt ekki lengur á meydóm Maríu, þótt kennisetningin sé eldri en siðaskiptin. Þú ert þá sömu skoðunar og Gyðingar, en þeir álíta einmitt ekki að Kristur sé guðs son. U. R.-H.: Það er satt. En eins og ég sagði áðan eru þessi tvö mál ekki tengd. Ég veit hins vegar, að fjölmargir Gyðingar voru myrtir, af því að þeir höfnuðu þessari kennisetningu. Nýlega las ég sögurit Joinville, en þar eru hermd orð Lúðvíks konungs 9., sem kirkjan hefur gert að dýrl- ingi. Þessi frómi konungur og krossriddari staðhæfði, að ef kristinn maður hitti fyrir Gyðing sem neitaði að trúa því að María hefði verið hrein mey, ætti hann að drepa hann. Þetta er hrein geðveiki. En er ekki einhver jafnvægis- viðleitni í þessari kennisetningu? Búið var að gera Evu að hinni syndugu konu, þá varð Maria sú sem hjálpræðið kom frá að nokkru leyti, og því varð hún að hafa viss forréttindi. U. R.-H.: Það er satt. En hvers vegna var Eva syndug en ekki Adam? Hvers vegna ímynda menn sér guð í karlmannslíki? Jó- hannes Páll páfi 1., sem dó fyrir aldur fram, sagði: „Guð er móðir og faðir“. Það eru bara karlmenn sem hafa gert guð að karlmanni eins og þeir sjálfur eru. Hvernig hafa kristnir menn og kirkjan brugðist við kenningum þínum? U. R.-H.: Páfi, biskupar og nokkrir höfundar halda áfram að hugsa og boða að nauðsynlegt sé fyrir trúna að trúa því að María hafi verið hrein mey. En meiri hluti kristinna manna er annarrar skoðunar, eða ég held það a.m.k. Þú berð litla ást tii Jóhannesar Páls 2. og hómelía hans um Maríu eða kynlíf... U. R.-H.: Ó, ást, ást... ég ber ást til mannsins míns og barnanna minna. f raun og veru er ég von- svikin. Á páfaárum Páls 6. gátu 32.000 prestar gift sig, en því lauk þegar Jóhannes Páll 2. settist í páfastól. Og svo líkar mérekki að ókvæni skuli alltaf vera hafið til skýjanna, eins og menn finni hreinleikann með því að halda sig frá kynlífi. Jesús segir ekkert um ókvæni. Til að boða það styðst kirkjan í rauninni við orð sem fordæma skilnað. En það á ekk- ert skylt við ókvæni. Sérðu stundum eftir því að hafa tekið kaþólska trú? U. R.-H.: Nei. Því lengra sem mér miðar áfram, því nær finnst mér ég að sjálfsögðu standa föður mínum, sem var mótmælandi. Ég skil betur hvernig honum mislík- aði. En ég sé ekki eftir neinu. Það þyrfti að tala mjög lengi, það er erfitt að skilja aðra og enn erfið- ara að skilja sjálfan sig. (Le Nouvel Observateur) gegnum Jósef. Einnig er sagt að Jesús hafi átt fjóra bræður og tvær systur... Til þess að geta samt sem áður fullyrt að María hafi verið hrein mey, fundu menn upp á því á annarri öld að halda því fram að þetta væru hálf- systkini Jesú fædd í fyrra hjóna- bandi Jósefs, sem hafi verið ekkjumaður þegar hann gekk að eiga Maríu. Á 4. öld var því síðan haldið fram að þetta væru ein- ungis frændsystkini hans. Á sama tíma var sú kenning búin til að móðir Jesú hefði ekki aðeins ver- ið hrein mey fram að fæðingunni heldur líka á eftir, og hefði sonur- inn fæðst eins og ljósgeisli sem fer í gegnum gler. Þetta get ég ekki fallist á. Samt er þetta kennisetning kirkjunnar. U. R.-H.: Þetta er fyrst og fremst merki um kvenhatur og þegar öllu er á botninn hvolft for- dæming á öllu kynlífi. Því er nefnilega haldið fram að þjáning- ar við fæðingu séu bölvun guðs: „með þraut skalt þú börn fæða“. í raun og veru er þetta bölvun manna. Ef María hefur ekki þjáðst, stafar það af líffræði- legum eða gýnekologískum ástæðum, ég veit það ekki. En með því að halda þessu fram vill kirkjan segja að María sé ólík öðrum konum. Og síðan á dögum heilags Ágústínusar hefur því verið haldið fram að ástæðan fyrir því að María ól barnið sárs- aukalaust sé sú að það var getið án nautnar. 1 berum orðum, þá eru kynmök eitthvað skammar- legt. I alkunnum þýskum jólasöng stendur: „Hún ól barn og var samt hrein“. Þetta þýðir að allar aðrar mæður séu óhreinar, saurgaðar, en ekki María. Ég sagði við sjálfa mig: þetta gengur alls ekki lengur. A sama hátt er sagt í bænaþulum: „Mater invio- lata“, sem þýtt er á þýsku „móðir án meiðsla“. En á frönsku er þýð- ingin „móðir sem ekki hefur ver- ið nauðgað". Hún hefur sem sé alið barn án þess að vera nauðgað. Eru feður þá nauðgar- ar? Þessi kennisetning er ekki að- eins móðgandi fyrir konur heldur fyrir karlmenn líka. Hafnarðu þá þeirri kennisetn- ingu, að Jesús sé gctinn af heilög- um anda? Sunnudagur 30. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.