Þjóðviljinn - 30.08.1987, Síða 14

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Síða 14
Pensillinn tungan og nálin Fátt hljóða er hljóðum fegurra en pensiltif á striga. Pað er olíumatt loðhljóð og líkist einna helst því að sköpuðurinn klappi verki sínu, gæli við það, og ljái því þannig eitthvað af alúð sinni og sjarma persónuleika sfns. Pensiltifið er hinsta snerting höfundarins, „the last touch“, úrslitaumferðin og lokaáferðin, sú sem sker úr um langlífi verks- ins eða „kaseringu". Og þetta hárfína lag af „litarskófum" hefur þykkt hins fræga herslumunar sem viðgengst í listum sem öðrum greinum mannsins og líkist best marklínutvinnanum sem slitnar á brjósti sigurvegarans í hundrað metra hlaupi eða fjögur hundruð metra grind. í seinna tilfellinu eru þá grindurnar tákn fyrir hinar ýmsu gildrur sem listamaðurinn verður að stökkva yfir á leið sinni til listarinnar, eins og til dæmis: „Of einfalt", „Of flókið“, „Of yfirborðskennt“, „Of djúpt“, „Of almennt", „Of lokal“, „Of klisjukennt“, „Of tískubundið“ o.s.frv. Það er ýmislegt að varast og annað sem ekki ber að varast þegar sköpunin er annars vegar og þó kemur hún yfirleitt þegar best lætur svotil fyrirhafnarlaust. En penslarnir halda áfram að tifa, eins og klukkur, á hinum óendanlega striga listarinnar, hvort sem þeir eru af erfiði knún- ir eða leika létt fyrir fingurafli snilldarinnar. Annað seiðandi og sjalkennt smáhljóð er hið kliðmjúka skraf rússnesku sendiráðskvennanna tveggja í heita potti Vesturbæjar- laugarinnar. Mál þeirra rennur af liðugum tungum og út á milli vel þjálfaðra vara eins og vatn lekur hljóðlaust og samfellt úr krana. Á milli þeirra lætur maður heil- last af þessari fjarrænu tungutón- list sem hljómar eins og af seg- ulmögnuðu seiðbandi úr elekt- rónísku verki eftir Davidovsky. Um munnvik þeirra leika spo- skuleg glott um leið og romsan rennur út úr þeim svo undurliðug og ekki fjarri örlar á spékoppum. Þær eru sælar hér í heitum potti lýðræðis og lygna aftur augum upp til vestrænnar sólar. Seinna stíga þær upp úr og menn undrast hinn parísarlega vöxt þeirra sem að vísu er sveipaður tvflyftu biki- níi sem hvarf héðan úr tísku fyrir nokkrum árum. En innundir því er að finna hin ósviknu rússnesku brjóst og volgubakkabossa sem við Dagur kunnum best að meta. Þegar þær eru síðan lagstar á laugarbarminn í sólbað sitt er tími til að rekja ofan í þær rússne- skuna með augunum; allt inn í kyntaugakerfið og komast að því að það sé miðstýrt sem og annað þar á bæ. Þar koma hin erótísku valdboð að ofan en ekki neðan eins og tíðkast hér í hinu kapítal- íska taugakerfi. Og þessi tauga- boð eru einmitt það sem hitar manni í heita pottinum, hið seiðandi kliðmjúka skraf sem hríslast niður lenska líkama eins og dropar af klóri. Þeim tekst það eins og kölska forðum mistókst, með tungunni einni, það sem aðr- ir með öðrum limum læra. Þriðja hljóðið sem við tökum fyrir í þættinum í dag er ískalt og alvarlegt nálarhljóð sem fyrir góðu sjaldan heyrist og er mannseyranu vart greinanlegt. Þetta er hið hljóða hljóð nálar- innar í hraðamæli bifreiðar þegar hún fellur á sekúndubroti úr 90 km hraða og niður í núll framan á ljósastaur við eina af hrað- skreiðustu götum bæjarins, seint um kvöld, og það slökknar líka á perunni sem hangir síðan eins og höfuð í gálga yfir heitu brakinu, það rýkur létt gufa upp úr vélar- húddinu sem hefur þjappast sam- an í tíu sentímetra á milli stýris og staurs, en hún sést ekki í myrkr- inu. Það er þjakandi þögn að loknum gljáfægðum hávaðanum sem áður gerði okkur ókleift að heyra fall nálarinnar, fall sem ekki er ólíkt falli ljás að háu grasi, hljóð þess er þó á sinn hátt kald- ara og meir í samræmi við tækni okkar tíma. En þegar nálin liggur flöt á botni hraðamælisins breytist merking hennar nokkuð og þar minnir hún einna helst á vísifingur úr öðrum heimi sem er túlkaður eftir atvikum og er ann- að hvort alvarleg ábending eða eilífðarlangur dómur. Þannig falla hin smáu hljóð á ýmsum stöðum borgarinnar mönnum til upphafningar, fullnægju ellegar á ævilangan kostnað þeirra. Hljóðin sem við heyrum ekki en hlýðum, sem við skynum ekki en skiljum. Hljóð sem bjóða kúnstir til kaups, sín- girndum til sængur og hættunni heim. Rvík. 26. ágúst 1987 Hallgrímur Helgason Fóstrur - dagheimilið Furugrund Fóstra eöa starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa að dagheimilinu Furugrund. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41124. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistar- fulltrúi nánari upplýsingar um starfið í síma 45700. Al ÍS&J Fóstrur - leikskólinn v/Fögrubrekku Fóstra eða starfsmaður við uppeidisstörf óskast til starfa að leikskólanum v/Fögrubrekku. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 42560. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistar- fulltrúi nánari upplýsingar um starfið í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs. Risaeðluegg, sem talin eru 145 milljón ára gömul, fundust ný- lega um hundrað kflómetra frá Grand Junction í Colorado í Bandaríkjunum. „Þetta eru elstu risaeðluegg, sem fundist hafa til þessa,” sagði Karl Hirsch, sér- fræðingur við Colorado-háskóla. Hægt var að finna aldurinn með því að rannsaka jarðlögin sem þau fundust í. Eggin reyndust vera 21,5 sm löng og 9 sm breið. í byrjun aldarinnar fannst 23 m löng risaeðla á þess- um stað og virðist Grand Valley í Colorado, sem nú er eyðimörk, hafa verið mikil risaeðliparadís á miðöld jarðsögunnar. Sumir hafa haldið því fram, að risaeðlur hafi dáið út vegna þess að spendýr fundu upp á að gera omelettu úr eggjum þeirra. (Le Nouvel Observateur) 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur Félagsmálastofnun Kópavogs. Skóladagheimilið Völvukot Vantar fóstrur og/eða starfsfólk með sambæri- lega menntun ásamt ófaglærðu fólki. ( boði eru heilsdags- og hlutastörf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ykkur að takast á við nýtt og skemmtilegt verkefni í notalegu umhverfi. Völvukot tók til starfa sumarið 1979 og í dag eru börnin 16. Kom- ið eða hringið í síma 77270 og fáið nánari upplýs- ingar. Starfsfólk

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.