Þjóðviljinn - 30.08.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Page 16
I upphafi í upphafi skyldi endinn skoða, sagði einhver vitur maður fyrir margt löngu síðan. En það sér ekki fyrir endann á þessu spjalli mínu enn, hvað þá á þeim popp- síðum er ég hef tekið að mér að rita í framtíðinni, og því ógerlegt að spá um það, hvað verður úr þessu öllu saman fyrir rest. Ég vil því bara byrja á því að bjóða ykk- ur velkomin í minn hóp og taka það fram að þetta er mín allra allra fyrsta poppsíða í þessu ágæta biaði, sem og annars stað- ar, þrátt fyrir að nafn hafi fyrir einhvern misskilning ratað á síð- ustu poppsíðu forvera míns hér á bæ. Nú tekur að líða að hausti, lóan og krían kveðja með kurt og pí og bráðlega byrjar saltaustur á malbik borgarinnar, bíleigendum til blandinnar ánægju. Mér er það hins vegar alls óblandin ánægja að tiikynna ykkur að þó C- vítamínmagn líkamans minnki með lækkandi sól (og D- birgðirnar að sjálfsögðu líka), þá ætti það ekki að reynast hættulegt heilsu ykkar, sérstaklega ef þið snæðið eins og eina appelsínu svona við og við. Eldamennska íslenskra kvenna hefur ekki verið í fréttum að undanförnu, og er það miður. Það hefur hins vegar þótt næsta fréttnæmt að dönsk skinka, sem kom til landsins án tilskilinna vegabréfsáritana skyldi komast á sýningu bú- manna í Reiðhöllinni nýju. Já, það er gott að ríða inni þegar kalt er úti, eins og hestamaðurinn sagði, og tek ég heilshugar undir það. Ég hef annars ekkert ýkja merkilegt að segja ykkur í þess- um pistli, enda er það ekki til- gangur hans að segja frá neinu er máli skiptir. Dálkur þessi er sumsé aðallega til uppfyllingar, hér get ég röflað um allt og ekki neitt (aðallega ekki neitt), án þess að hugsa (sem kemur sér mjög vel fyrir menn eins og mig) eða eyða tíma í upplýsingaöflun eða annað slíkt. Þess vegna tala. ég um appelsínur og C-vítamín, og í framtíðinni megið þið eiga von á gíröffum, heftiplástrum og rósóttum gólfteppum á þessum sama vettvangi. Það var því ekki að ástæðulaúsu sem Iæknirinn tók sér pensil í hönd og hóf bfla- viðgerðir í sumarleyfinu, marg- sigldur maðurinn. Hvað popp varðar, þá hef ég ekki hundsvit á því, og það er eins gott, því það tryggir að öllum er gert jafn hátt undir höfði hér - eða lágt, ef menn viJja frekar orða það þann- ig. Hér verður semsagt ferðast um á herðatrjám og þeim farkost- um öðrum er henta þykir í það og það skiptið. Rúsínur eru hér ekki margar og pylsuendar enn færri, en ef nóg er til af gluggatjaldaefni ætti það ekki að koma að sök. Ég fer svo til sálfræðings með þenn- an pistil um leið og ég hef efni á því, en það ætti að verða um svip- að leyti og menn hætta að heyja stríð í heiminum og byrja að sýna þriðja heiminum þá sanngirni að láta þá njóta eigin auðlinda. Annars er það helst í fréttum að frá og með næstu helgi verður poppsíðan ekki poppsíða lengur, heldur poppopna. Ég get þó huggað lesendur með þvi að þessi pistill minn mun ekki Iengjast í réttu hlutfalli við það.... Og enemenemenefergosa- lat.... Af Snarli og öðru matarkyns POPPSÍÐAN Eins og einhverjir vonandi vita kom út ein ágætissnælda nú um miðsumarbil, undir nafninu Snarl. Kassetta þessi er gefin út af eina „underground” útgáfufyrir- tæki okkar Frónverja; Erðanú- músík, sem ku vera til húsa í her- bergi í Kópavogsbæ. Þar er Gunnar Hjálmarsson staddur nokkuð oft, enda mun þetta vera hans herbergi og er það víst engin tilviljun að þetta tvennt, þ.e. Gunnar og Érðanúmúsík, skuli deila með sér plássi. Gunnar er höfuðpaurinn í einni af okkar al- bestu rokksveitum: Svar/hvítum draumi, og er jafnframt verka- maður, markaðsstjóri, útgáfu- stjóri, símsvari og sjoppusendill Erðanúmúsíkur. I stuttu, mjög stuttu símtali fyrir ekki ýkja löngu síðan tjáði Gunnar oss æði margt og allt af hinu góða. Verð- ur nú rakið það helsta er fram kom í samsímatali voru. Snarlið, sem (svona ef einhver er nú ekki alveg á Iðnaðarbankalínunni) inniheldur 18 lög með 6 mis- þekktum sveitum áhugasamra ungmenna, hefur nú þegar selst í fleiri eintökum hér á landi og er- lendis en áður hefur þekkst í átj- ánlaga kassettuheiminum eins og hann er í dag. Hátt í 300 eintök eru þegar seld, aðallega í Gramminu, en slatti hefur einnig selst milliliðalaust, þ.e. beint frá hjartanu, út um allan bæ og í heiminum stóra handan Atlant- sála eftir ýmsum leiðum sem þeir einir fara er til þekkja. Örfá ein- tök til viðbótar munu vera vænt- anleg í Grammið ekki mjög löngu síðar og er víst betra að vera tíma- nlega á ferðinni ef maður hyggur á Snarlkaup. Óhætt er að mæla með snarli þessu, hvort sem er á matmálstímum eða milli mála, þar sem það er sykurlaust og með öllu kaloríusnautt, þar að auki bætiefnaríkt og einstaklega ferskt. Einhverjir verða sjálfsagt til að kalla svona Snarl „junk- food” sbr. samlokur með majon- esi og tveimur komma fimm út- hafsrækjum, en þeim hinum sömu er bent á að hressa upp á sína andlegu næringarfræði. Því þó hljómgæðin séu ekki ailtaf upp á það besta, þá er innihaldið þeim mun safaríkara og bitastæð- ,ara. Þarna spreyta sig sveitir frá Reykjavík, (Sogblettir, Muzzo- líní, The Daisy Hill Puppy Farm og Draumurinn sjálfur), Akur- eyri (Parror) og ísafirði (Gult að innan). Það er ekki ætlunin að ; rita hér ítarlega gagnrýni um Iþessar hljómsveitir hverja fyrir sig, enda býður efnið ekki upp á slíkt. Ég læt mér nægja að skella fram þeirri fullyrðingu að hér sé um að ræða eitt merkilegasta fyrirbærið sem út hefur komið á pessu landi elds og spóa um ára- bil, eða síðan á velmektardögum pönksins er Rokk í Reykjavík kom í þennan heim. Já, það er von á meiru. Veröld- in er veimiltíta: Snarl II, er vænt- anleg á markaðinn þegar líða tekur að hátíð barnanna. Ætlun- in er að hafa þá snældu öllu lengri en Snarlið hið fyrra, eða 90 mín- útur. Ekki er enn ljóst hvaða bfl- skúrsbönd muni koma úr felum á þessu seinna Snarli, en stefnt er að því að draga allt að 15 undir- anúmúsík vill hafa hana - erðan- úrokki sem sagt. Fyrsta (og eina?) tölublaðinu mun fylgja tveggjalaga plata, s.k. flexidiskur með nýjum lögum frá S/H Draumi. Þá verður endurútgefin spólan Listir með Orma (Draumurinn) sem Grammið gaf út í 15 eintökum fyrir fjórum árum síðan og er nú af einhverj- Bútaðir leggir ... OG - stór tíð- indi og óvænt - að sama skapi ánægjuleg - kassetta með óút- gefnu Fræbblafurðuverki mun koma út öðru hvoru megin við áramótin. Nefnist þetta safn Fræbblalaga, Allt heila klabbbið (béin eiga að vera þrjú ...) og hlýtur að vera kærkomin viðbót í tónlistarsafn allrar fjölskyldunn- ar. Og ekki er allt talið enn. 1 byrjun næsta árs mun Erðanú- músík hefja innflutning á lifandi tónlist. Fyrsta fórnarlambið er breska sveitin Membranes, sem starfað hefur frá árinu 1980 við þokkalegan orðstír í heimalandi sínu, þó heimsfrægðin hafi látið á sér standa. En ef ég þekki ís- lenska kollega mína rétt þá ætti frægð þeirra núna að aukast til mikilla muna, þegar h'ða tekur að hljómleikunum. Og síðast en ekki síst; ný breiðskífa Draums- ins mun koma út og flæða yfir alla landsmenn í jólaplötuflóðinu mikla. Er þetta tólflagaskífa, á hún skv. áreiðanlegustu heimild- um að heita Goð eða God upp á engilsaxneskan móð og er gefin út af Erðanúmúsík í samvinnu við breska fyrirtækið Lakeland. Það er sem sagt nóg um að vera hjá Gunnari Hjálmarssyni, bassaleikara, söngvara og laga- smiði Draumsins á næstunni og nú er bara að bíða og vona að allt gangi upp í bjartsýninni ... Að vekja upp draug ... Fræbblarnir ganga aftur! Svart/Hvítur Draumur: Ný breiðskífa í haust. heimabönd fram í dagsljósið. Líklegt má þó telja að eitthvað af þeim hljómsveitum er snörluðu nú í sumar fái að fljóta með aftur. Þá er heldur ekki ólíklegt að ein- hverjum erlendum gestum verði boðið í snarl, má þar nefna breska hljómsveit að nafni Venus Fly Trap og aðra finnska, hverrar nafn á okkar ylhýra mun útleggj- ast sem Límsniffararnir. En það er ýmislegt fleira og ekki síður spennandi á döfinni hjá Erðan- úmúsík. Nýtt tímarit mun koma á markað á þeirra vegum með haustinu, kallast það BABB og mun fjalla um flest það er flestu tengist er að rokkmúsík lýtur - þ.e.a.s. rokkmúsík eins og Erð- um orsökum ófáanleg .... Efni þeirrar snældu verður á annarri hlið 90 mínútna kassettu, en á hinni hliðinni gefur að heyra mis- gamalt áður óútgefið efni með Draumnum, undir samheitinu Eitt er víst, Erðanúmúsík fer ekki troðnar slóðir í útgáfumál- um, en það væri óskandi að hinir stóru fylgdu á eftir og hæfu útgáfu á einhverju öðru en verksmiðj- uframleiddu og misheppnuðu ryksugupoppi með ófyndnum gríntextum. Er það nú... Úr frœndgarði Skandinavískir frændur okkar hafa verið iðnir við að slá í gegn að undanförnu og virðast ekki þekkja nein landamæri eða önnur takmörk í þeim efnum. Nægir þar að nefna A-ha og Eur- ope. Nú virðist sem önnur norsk spilisveit sé að hasla sér völl í rokkheiminum, og eiga þeir kannski meira sameiginlegt með hinum sænsku Europe-piltum en löndum sínum A-ha. Þó taka þeir Europe fram um flest. Hér.er um að ræða sveit vaskra sveiná frá Þrændalögum, hvar forfeður okkar börðust hetjulega hér áður fyrr á öldunum. Nefnist sveítin Stage Dolls að enskum sið og er forsprakki hennar gítarleikarinn Torstein Flakne. Torstein þessi er enginn nýliði í rokkinu, hefur verið einn fremsti gítaristi í norsku rokki um langt árabil. Það var svo fyrir fimm árum að hann fékk til liðs við sig þá Steinar Krokstad (trommur) og Terje Storli (bassi) og stofnaði þessa ágætu sveit. ’85 gáfu þeir út plötuna Soldier’s Gun og í fyrra kom út plata sú er hér um ræðir: Commandos. Hún er gefin út af bandarísku útgáfumaskínunni Bigtime. Stage Dolls hafa notið töluverðra vinsælda í heimalandi sínu og er orðstír þeirra í Draumalandinu einnig stöðugt að aukast - og er það ekki að undra, því bandarísk áhrif eru mikil og næsta auðheyrð í tónlist þeirra. Það er þó ekki lýti hér að mínu viti, því helstu áhrifavaldar virðast vera þeir Bryan Adams og John Cougar Mellancamp. Rokk sviðsdúkkanna er þétt, kraft- mikið og umfram allt vel spilað - greinilegt að það eru engir aukvisar sem hér fara fingrum um strengi og kjuða. Útsendingarn- ar, sem eru í höndum Björns Nes- sjö, eru einnig giska góðar, svona yfirleitt, honum hættir þó til að skreyta sum lögin um of með alls kyns aukastrengjum og röddum, á það sérstaklega við um lagið America, en það er jafnframt sísta lag plötunnar og má ekki við svo ofhlaðinni útsetningu sem raunin er á. Önnur lög plötunnar (flest eru þau eftir Flakne) eru bara nokkuð góð, og þá sérstak- lega Heart to Heart og titillagið, Commandos. Kraftmikil og góð plata sem á heima í hillum - og helst á fóninum líka - hjá öllum unnendum kraftmikils rokks, sem þó er ekki komið út í algjö- ran gaddavír - spennandi.... 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ISunnudagur 30. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.