Þjóðviljinn - 03.09.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Side 3
iÖRFRÉTTSRi Forseti ísiands Vigdís Finnbogadóttir fór í morg- un í 5 daga heimsókn til Færeyja í boði færeysku landsstjórnarinn- ar. í fylgd með forseta verða Flörður Helgason sendiherra og Sara Ross Helgason, Kornelíus Sigmundsson forsetaritari, og Inga Hersteinsdóttir og Kristín Sigurbjörnsdóttir hárgreiðslu- meistari. Yfir 25 þúsund gestir hafa komið á Heimilissýn- inguna Veröldin ‘87 í Laugardals- höll. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-23 og um helgina frá 13-23 en henni lýkur á sunnu- dag. Samvinnustarfsmenn halda sitt áttunda landsþing að Bifröst í Borgarfirði um næstu helgi. Alls munu um 100 fulltrúar og gestir sitja þingið. Aðalmál þingsins að þessu sinni eru mál- efni samvinnustarfsmanna sem einnig var aðalmál síðasta aðal- fundar S(S. Samstarfsnefnd ráðuneyta um fjölskyldumál hefur verið skipuð og er formaður hennar Inga Jóna Þórðardóttir viðskipta- fræðingur. Aðrir í nefndinni eru þær: Lára V. Júlíusdóttir, Bessí Jóhannsdóttir, Jóna Ósk Guð- jónsdóttirog Þuríður Helgadóttir. Karl J. Lilliendahl klæðskerameistari, hefur opnað saumastofu að Garðastræti 2. Karl mun aðallega sauma úr Dormeuil efnum en það fyrirtæki sem enn er rekið sem fjölskyldu- fyrirtæki var stofnaði í Frakklandi fyrir nær 150 árum og er eitt stærsta fataefnafyrirtæki í Evr- ópu. Ný umferðarljós hafa verið tekin í notkun á gatna- mótum Bústaðavegar og Suður- hlíðar. Ljósin hafa undanfarna daga blikkað gulu til að vekja at- hygli vegfarenda. FRETTIR Vetraráætlun SVR tók gildi um mánaðamótin og eykst þá aftur tíðni ferða á 9 sér- leiðum. Vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 aka nú á 15 mín. fresti frá kl. 7-19 alla virka daga en vagnar á leiðum 8 og 9 á hálftíma fresti. Akstur um kvöld og helgar verður óbreyttur. Póstur og sími hefur beðið símnotendur afsök- unar á sífelldum bilunum á staf- ræna símkerfinu á höfuðborgar- svæðinu. Bilunin er að sögn stofnunarinnar ( tölvustýringu stöðvanna og leita bæði innlendir og erlendir sérfræðingar enn or- saka þessara tíðu bilana. Þórður Friðjónsson settur forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar hefur verið settur til að gegna því starfi áfram á meðan Jón Sig- urðsson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra er í leyfi frá stofnuninni. Hafnarfjörður Flugvöllur í Kapelluhraun Flugklúbbur STÍS áformar að leggja 800 metra langa flugbraut við Öbrynnishóla Flugklúbbur Starfsmannafé- lags ísal hefur sótt um að fá að leggja 800 metra langa flugbraut í Kapelluhrauni. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa tekið vel í hug- myndina og er málið nú til um- sagnar hjá flugmálastjóra. Að sögn Sveinbjarnar Sigurðs- sonar, eru nú 40 manns í Flug- klúbb STÍS og eiga þeir þrjár flugvélar. Sagði hann að þrír staðir kæmu einkum til greina undir flugvöllinn en menn horfðu þó aðallega til eins þeirra, í ná- grenni Obrynnishóla, austan Bláfjallavegar. Auðvelt er að ryðja hraunið þar og fyrstu at- huganir benda til þess að svæðið henti ágætlega undir flugbraut. í fyrstu atrennu er ætlunin að leggja 800 metra langa flugbraut, auk þess sem Flugklúbburinn hyggst reisa flugskýli fyrir vélarn- ar í framtíðinni. „Það er svo mikil umferð við Reykjavíkurflugvöll, einkum á góðviðrisdögum, að menn verða oft að bíða í langan tíma eftir lendingarleyfi. Þá var ekkert skýli fyrir vélarnar auk Framhlið minnispeningsins með mynd af dr. Sigurði Þórarinssyni. Jarðvísindi Viðuricenning í nafni Sigurðar Iþjóðleg samtök á sviði eld- Qallafræði, IAVCEI (Intern- ational Association of Volcano- logy and Chemistry of the Earth’s Interior), hafa stofnað til sér- stakrar viðurkenningar fyrir rannsóknir í eldfjallafræði. Þessi viðurkenning er minnispeningur sem ber nafn Sigurðar Þórarins- sonar jafðfræðings, í virðingar- skyni við minningu hans, og nefn- ist „SIGURDUR THORARINS- SON MEDAL“. Minnispeningur- inn verður að jafnaði veittur á fjögurra ára fresti. Hann var veittur í fyrsta sinn á nýafstöðnu þingi samtakanna, sem haldið var í Canada. Fyrstur til að hljóta hann var Robert L. Smith, 66 ára jarðfræðingur við Jarðfræðistofnun Bandaríkj- anna, fyrir brautryðjandastarf sitt við rannsóknir á eldgosum sem valda svonefndum gjósku- hlaupum. Robert L. Smith kom hingað til lands sumarið 1957 og kynntist þá Sigurði Þórarinssyni og rannsóknum hans á Heklugos- um. Jarðfræðafélag íslands tók að sér að sjá um gerð minnispen- ingsins. Steinþór Sigurðsson list- málari hannaði peninginn. Á framhiið hans er andlitsmynd af Sigurði Þórarinssyni. ÍS-SPOR h/ f sá um sláttu en mótin voru grafin af SPORRING AB í Sví- þjóð. Jarðfræðafélag Islands á full- trúa í nefndinni sem úthlutar þessari viðurkenningu, en hún er skipuð fimm mönnum. Fulltrúi Jarðfræðafélagsins í úthlutunar- nefnd er Sven Þ. Sigurðsson, dós- ent við Raunvísindadeild Há- skóla íslands. Stéttarsambandið Haukur nýr fonnaður Haukur Halldórsson bóndi í Sveinbjarnargerði á Sval- barðsströnd var í gær kjörinn nýr formaður Stéttarsambands bænda til næstu 2ja ára. Veruleg endurnýjun varð í stjórn sam- bandsins því 6 af 9 stjórnar- mönnum eru nýir. Þeir sem fyrir voru í stjórn og sitja áfram eru: Böðvar Pálsson, Þórarinn Þorvaldsson og Haukur Halldórsson. Nýir stjórnarmenn eru: Guðmundur Jónsson, Þór- þess sem öll geymsluaðstaða var mjög slæm. Okkur fannst því til- valið að kanna þennan kost,“ sagði Sveinbjörn. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa sýnt málinu mikinn áhuga, enda má búast við að fleiri muni nota þennan flugvöll og byggja upp aðstöðu við hann í framtíð- inni. „Fyrstu skrefin eru mjög ein- föld og STÍS-menn eru tilbúnir með ýtuna,“ sagði Jóhannes Kjarval, skipulagsstjóri Hafnar- fjarðar. Sagði hann mikinn hug í mönnum, enda mætti búast við að umferð um þennan flugvöll yrði töluverð í framtíðinni, þar sem aðstaðan við Reykjavíkur- flugvöll býður ekki upp á neina aukningu umferðar einkaflug- véla. Á sínum tfma var rætt um að koma upp innanlandsflugvelli í Kapelluhrauni, sem átti að leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Úr þeim áformum varð ekki en nú virðist semsagt stutt í að flugvöll- ur komi í hraunið, og ekki bara einn heldur tveir, því einsog Þjóðviljinn greindi frá í gær hyggjast flugmódelmenn setja upp flugvöll á gömlu ösku- haugunum. _Sáf Hrefna VeiðimemTóhressir Ólafur Halldórsson hjá Flóka hfá Brjánslœk: Okkur er fórnað fyrir aðra stœrri. stöðvar á Blönduósi, Hólmavík, Árskógsströnd og Akureyri. HS „Það er ekki alltof gott hljóðið í okkur. Mér sýnist að það sé verið að fórna okkur fyrir aðra stærri,“ sagði Ólafur Halldórsson hjó Flóka hf. á Brjánslæk á Barð- aströnd, en vinnslustöðin hefur lagt stund á hrefnuveiðar. Sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar verður fallið frá hrefnu- veiðum í ár. „Það er hálfgerð sýndar- mennska í þessu. Hér hefur sést mikið af hrefnu. Menn tala um að þeir hafi ekki séð annað eins, enda benda niðurstöður talning- arinnar í þá átt,“ sagði Ólafur. Ekkert var veitt af hrefnu í fyrra, en í hittifyrra voru leyfðar veiðar á 157 dýrum, og komu um 50 dýr í hlut Flóka hf. Að sögn Ólafs hafa um 20 menn unnið í landi og 12 til 15 á sjó við veiðarn- ar, en bátar fyrirtækisins eru þrír. Fimm stöðvar hafa lagt fyrir sig hrefnuveiðar að undanförnu. Auk Flóka hf. á Brjánslæk eru Skáld Rangur fjörður Enn ég um Fellaflóann geng... í auglýsingu sem birtist á veg- um ABR í Þjóðviljanum í gær urðu þau mistök að fæðingarstað- ur Jóns skálds Helgasonar var ranghermdur. Eins og alþjóð veit fæddist skáldið að Rauðsgili í Borgarfirði en ekki í Hvalfirði. Er beðist mikillar velvirðingar á þessum mistökum. Ferðanefndin. ólfur Sveinsson, Birkir Friðberts- son, Ari Teitsson, Þórður Páls- son og Bjarni Helgason. mhg/Eiðum tMOMJlim Frá og með gærdeginum hækkaði áskriftargjald Þjóðviljans í 600 kr. á mánuði. Lausasöluverð virka daga verður 55 kr. og helgarblað 65 kr. Grunnverð auglýsinga verður 400 kr. hver dálksentimetri. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboö- um í gatnagerð og bílastæði í Laugardal ásamt holræsum, vatnslögnum o.fl. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15 þús. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. september kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Fimmtudagur 3. september 1987 jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Skóladagheimilið Völvukot Vantar fóstrur og/eða starfsfólk með sambærilega menntun ásamt ófaglærðu fólki. í boði eru heilsdags- og hlutastörf. Þetta er kjöriö tækifæri fyrir ykkur að takast á við nýtt og skemmtilegt verkefni í notalegu umhverfi. Völvukot tók til starfa sumarið 1979 og í dag eru börnin 16. Komið eða hringið í síma 77270 og fáið nánari upplýsingar. Starfsfólk

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.